Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Morgunblaðið/ÞÖK Sigurvegarar Ístölts 2006. Þorvaldur Árni Þorvaldsson og Blíða frá Flögu komu, sáu og sigruðu. ÞORVALDUR Árni Þorvaldsson kom, sá og sigraði á Blíðu frá Flögu á Ístölti 2006 í Skautahöllinni í Laug- ardal síðastliðið laugardagskvöld. Hann var einnig efstur í fyrra á Þokka frá Kýrholti og hafði því titil að verja. Óhætt er að fullyrða að sigur Þor- valds Árna hafi verið öruggur – klið- urinn sem fór um salinn strax í upp- hituninni á hryssunni gaf tóninn. Blíða er 10 vetra undan Kolfinni frá Kvíarhóli og Hrafnsdótturinni Gjálp frá Keflavík og eigandi hennar er Anna Bára Ólafsdóttir. Edda Rún Ragnarsdóttir hafnaði í öðru sæti á Hregg frá Sauðafelli og Sigurbjörn Bárðarson á Grun frá Oddhóli í því þriðja og hefur hann alltaf komist í A-úrslit á Ístöltinu, og stóð efstur ár- ið 2002. Edda Rún var fyrst inn á svellið og hélt forystunni allt þar til Þorvaldur Árni birtist á þeirri jörpu í síðasta riðli. Snorri Dal gerði einnig góða ferð í Laugardalinn, hann var efstur í B-úrslitum á Vöku frá Hafnarfirði ásamt Sigursteini Sumarliðasyni á Vatnari frá Vatnsholti og var hlut- kesti varpað um hvor þeirra kæmist upp í A-úrslit. Snorri hreppti hnossið og vann sig síðan upp í fjórða sætið. Góður rómur var gerður að Adamssýningu til heiðurs Einari Ell- ertssyni frá Meðalfelli í Kjós en hann lést sl. sunnudag eftir baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Sýnd voru afkvæmi og afkomendur Adams frá Meðalfelli sem er, eins og segir á heimasíðu Ís- tölts, istolt.is, vafalaust þekktasti hesturinn úr ræktun Einars og hefur markað djúp spor í íslenska hrossa- rækt, er t.d. afi Orra frá Þúfu. Mikil eftirvænting var fyrir sýn- ingu á Mola frá Skriðu, fimm vetra stóðhesti sem sló í gegn á Stjörnutölt- inu í Skautahöllinni á Akureyri fyrir nokkru. Moli sver sig í ætt sína með glæsilegum hreyfingum en hann er undan Glampa frá Vatnsleysu og Gullinstjörnu frá Akureyri sem bæði eru kunn að miklum fótaburði. Þessi ungi hestur stóð vel undir nafni og gestir á Ístöltinu hrifust með. Þorvaldur Árni sigraði örugglega á Ístölti Morgunblaðið/ÞÖK Edda Rún Ragnarsdóttir og Hreggur frá Sauðafelli voru traust á svellinu og höfnuðu í öðru sæti. Morgunblaðið/ÞÖK Þrír efstu knapar í Skautahöllinni síðastliðið laugardagskvöld, frá vinstri: Sigurbjörn Bárð- arson í 3. sæti á Grun frá Oddhóli, Edda Rún Ragn- arsson 2. sæti á Hregg frá Sauðafelli og Þorvaldur Árni Þorvaldsson á Blíðu frá Flögu í 1. sæti. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason Moli frá Skriðu hefur hvarvetna vakið hrifn- ingu. Hér er hann setinn af eigandanum Þór Jón- steinssyni á Stjörnutölt- inu 2006 á Akureyri. thuridur@mbl.is BÚIST er við allt að 15 þúsund manns á Landsmót hestamanna 2006 sem haldið verð- ur á Vindheimamelum í Skagafirði 26. júní til 2. júlí. Mótið verður sett fimmtudaginn 29. júní kl. 21 með hópreið, en dagana fram að því fer fram forkeppni og milliriðlar ásamt dómtöku stóðhesta og hryssna. Mikil áhersla er lögð á að aðstaða verði sem best og upplýsingastreymi til landsmóts- gesta gott, og verður t.a.m. risaskjár á staðn- um. Meðal nýjunga á landsmótinu má nefna að kynbótavöllur verður lengdur og lang- braut á aðalvelli verður breikkuð. Mótið verður með svipuðu sniði og á LM 2004 á Hellu með tvískiptingu á milli kynbótavallar og aðalvallar. Öll dagskrá frá fimmtudegi til sunnudags fer hins vegar nú fram á aðalvelli til þægindaauka fyrir áhorfendur. Nýtt plan verður útbúið undir áhorfendastúku gegnt áhorfendabrekku við aðalvöllinn sem móts- haldarar binda miklar vonir við að muni skapa ákveðna hringleikastemningu á mótinu. Fyrir mótið verður einnig ráðist í uppbyggingu á vegum til að afkasta meiri umferð á svæðinu. Framkvæmdir á svæðinu eru í höndum Gullhyls ehf. Stefnt er að því að gera börnum og fjöl- skyldufólki hátt undir höfði á mótinu með góðum leiksvæðum, gæslu og afþreyingu á svæðinu. Þá verður mikil áhersla lögð á aukna löggæslu og betri merkingar á tjald- stæðum fyrir fjölskyldufólk. Þá verður í boði fjölbreytt skemmtidagskrá ásamt tónleika- og dansleikjahaldi auk annarra skemmti- atriða á kvöldin. Þá verður markaðstjald með kynningar- og sölubásum. Tæp 500 hross verða í keppninni og hafa mótshaldarar tekið m.a. þá stefnu að leggja meiri áherslu á skeiðkeppni en áður. Formað- ur mótsstjórnar er Sveinbjörn Sveinbjörns- son og Guðrún Valdimarsdóttir er fram- kvæmdastjóri Landsmóts ehf. Hægt er að fylgjast með aðdraganda og framvindu landsmótsins á slóðinni www.landsmot.is. Landsmót hestamanna 2006 haldið í Skagafirði Morgunblaðið/Eyþór Mótsstjórn og skipuleggjendur LM 2006. F.v.: Sveinbjörn Sveinbjörnsson, formaður móts- stjórnar, Guðlaugur Antonsson, Eyþór Einarsson, Guðrún H. Valdimarsdóttir, Lárus Dagur Pálsson, Hinrik Bragason og Pétur J. Eiríksson. Landsmót hestamanna er einn stærsti viðburðurinn sem haldinn er hérlendis. Það fer fram á Vindheima- melum í sumar og undirbún- ingur er í fullum gangi. Úrslit á Ístölti 2006 í Skautahöllinni í Laugardal 1. Þorvaldur Árni Þorvaldsson Blíða frá Flögu 2. Edda Rún Ragnarsdóttir Hreggur frá Sauðafelli 3. Sigurbjörn Bárðarson Grunur frá Oddhóli 4. Snorri Dal Vaka frá Hafnarfirði 5. Theodór Kr. Ómarsson Greifi frá Garðshorni 6. Sigursteinn Sumarliðason Vatnar frá Vatnsholti 7. Sölvi Sigurðarson Óði-Blesi frá Lundi 8. Viðar Ingólfsson Tumi frá Stóra-Hofi 9. Hans Kjerúlf Júpiter frá Egilsstaðabæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.