Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 51
Cafe Catalina | Hörður G. Ólafsson í kvöld, Hermann Ingi Hermannsson jr. sér um fjör- ið laugardagskvöld. Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Spútn- ik spilar í kvöld, húsið opnað kl. 22, frítt til miðnættis. Uppákomur Gaukur á Stöng | Rocky (Rokk HÍ). Húsið opnað kl. 19. Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30. Miðaverð er 1.200 kr. Fyrirlestrar og fundir Norræna húsið | Heimssýn, hreyfing sjálf- stæðissinna í Evrópumálum, boðar til al- menns fundar um evruna og íslensku krón- una í Norræna húsinu á morgun, 8. apríl, kl. 14.30. Hagfræðingarnir Illugi Gunn- arsson og Bjarni Már Gylfason flytja erindi og taka síðan þátt í pallborðsumræðum. Fundurinn er öllum opinn. Lögberg HÍ | Hafréttarstofnun Íslands heldur málstofu um verndun og sjálfbæra nýtingu líffræðilegs fjölbreytileika hafsins í Háskóla Íslands, Lögbergi, stofu 101, kl. 11.30–13. Aðalfyrirlesari verður Erik J. Mol- inaar frá Hafréttarstofnun Hollands (NI- LOS) og Háskólanum í Utrecht. Boðið er upp á hádegissnarl. Hátíðarsalur HÍ | Sigrún Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur kynnir doktorsrann- sókn sína frá London School of Hygiene & Tropical Medicine. Rannsókn sína vann Sigrún á Landspítala –háskólasjúkrahúsi. Fyrirlesturinn fer fram kl. 16–17, er öllum opinn og ber heitið Mannauður í hjúkrun: Stjórnun, líðan í starfi og gæði þjónust- unnar. ReykjavíkurAkademían | Umræðufundur um málefni innflytjenda verður 8. apríl kl. 12–14. Hver er stefna íslenskra stjórnvalda í innflytjendamálum? Hafa íslenskir stjórn- málaflokkar stefnu í málefnum innflytj- enda? Fyrirlesari: Eiríkur Bergmann Ein- arsson stjórnmálafræðingur. Fréttir og tilkynningar Kvennakór Kópavogs | Kvennakór Kópa- vogs heldur kökubasar í Garðheimum, laugardaginn 8. apríl frá kl. 11. Úrval af tertum fyrir páskana. Tungumálamiðstöð HÍ | Háskóli Íslands heldur 12. maí nk., hin alþjóðlegu DELE- próf í spænsku. Innritun fer fram í Tungu- málamiðstöð HÍ sem staðsett er í kjallara Nýja Garðs. Frestur til innritunar rennur út í dag. Nánari upplýsingar um prófin og inn- ritun: http://www.hi.is/page/dele Frístundir og námskeið Orkuveita Reykjavíkur | Fylgst verður með Ragnari Reykás frá því hann vaknar að morgni og þar til hann fer að sofa. Hvað gerist þegar Ragnar burstar tennurnar á morgnana? Hvernig virkar rafhlaðan í gemsanum hans? Afrakstur þessarar samvinnu er „raunveruleikaþáttur“ sem opinberaður verður með tali, myndum og tilraunum. Fer fram 8. apríl kl. 14–16. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 51 MENNING Garðaberg er opið kl. 12.30–16.30. Þeir sem hafa skráð sig á sparidaga FEBG á Örkinni vinsamlegast stað- festið í síma 525 8590 / 565 6622 sem fyrst. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar. Kl. 10.30 létt ganga um nágrennið. Frá hádegi spilasalur opinn. Á mánud. 10. apríl kl. 14–15 er Herdís Jónsd. hjúkr- unarfr. á Heilsugæslustöð Efra- Breiðholts með viðtalstíma. Allar uppl. á staðnum og í síma 575 7720. wwwgerduberg.is. Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 14 verður páskabingó. Kaffiveitingar eftir bingóið. Allir velkomnir. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin, handavinna, útskurður, baðþjónusta, Fótaaðgerð (annan hvern föstudag), hárgreiðsla. Kl. 11 spurt og spjallað. Kl. 12 hádeg- ismatur. Kl. 14.45 bókabíll. Kl. 15 kaffi. Kl. 14 páskabingó. Hvassaleiti 56–58 | Frjáls aðgangur að opinni vinnustofu, postulínsmáln- ing. Ný jóganámskeið kl. 10–12. Böð- un fyrir hádegi. Fótaaðgerðir, hár- snyrting. Sími 535 2720. Hæðargarður 31 | Það eru allir alltaf velkomnir í félagsstarfið í Hæðar- garði 31. Fastir liðir eins og venju- lega. Uppselt í menningarferðina í Skálholt. Munið páskabingóið 11. apríl. Byrjað að selja kl. 13. Glæsilegir vinn- ingar. Allar upplýsingar í síma 568 3132 asdis.skuladottir@reykja- vik.is Norðurbrún 1, | Kl. 9–12 myndlist, kl. 10 ganga, smíði, opin hárgreiðslu- stofa, sími 588 1288. Félagsstarf Aflagrandi 40 | Bingó kl. 14, söngur við píanóið í kaffinu kl. 15. Hár- greiðslustofan og fótaaðgerðastofan er opin kl. 9–16 alla virka daga. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, fótaað- gerð, félagsvist. Félagsvist kl. 13.30. Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið er öllum opið. Fastir liðir eins og venju- lega. Handverksstofa Dalbrautar 21– 27 opin frá 8–16. Uppselt í menning- arferðina í Skálholt. Upplýsingar as- dis.skuladottir@reykjavik.is og síma 588 9533. Hvernig væri að líta inn, kíkja í blöðin og fá sér kaffisopa? Félag eldri borgara í Kópavogi | Brids í Gjábakka í dag kl. 13.15. Félag eldri borgara, Reykjavík | Snúður og Snælda sýna leikritið Glæpi og góðverk í dag í Iðnó kl. 14. Ath. síðasta sýning fyrir páska. Miða- sala í Iðnó og í síma 562-9700 og við innganginn. Áætlað er að halda stafgöngunámskeið undir stjórn Hall- dórs Hreinssonar ef næg þátttaka verður, og á það að hefjast 25. apríl. Uppl. og skráning hjá FEB og í síma.588 2111. Félagsvist kl. 20.30 í félagsheimilinu Gjábakka. Félagsheimilið Gjábakki | Boccía kl. 9.30. Gler- og postulínsmálun kl. 13. Brids kl. 13.15. Félagsvist kl. 20.30. Félagsvist verðu spiluð kl 20.30. Félagsheimilið, Gullsmára 13 | Eldri borgarar hittast í félagsheimilinu, Gullsmára 13, Kópavogi, annan hvern föstudag og syngja saman. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Bútasaumur kl. 13.30 í Kirkjuhvoli. SÁÁ, félagsstarf | Félagsvist og dans verður í Stangarhyl 4 föstudag- inn 7. apríl, spilamennskan hefst kl. 20 og dans að henni lokinni fram eft- ir nóttu. Kiddi Bjarna leikur fyrir dansi, dans við allra hæfi. Félagsstarf SÁÁ. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fóta- aðgerðir kl. 9–16, hannyrðir kl. 9.15– 14.30, hádegisverður kl. 11.45–12.45. Kl. 13.30 sungið við flygilinn við und- irleik Sigurgeirs. Kl. 14.30–16 dansað við lagaval Sigvalda. Frómasterta með kaffinu. Eldri borgarar frá Sand- gerði koma í heimsókn í kaffitím- anum. Allir eru velkomnir. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9. Leirmótun kl. 9. Morgunstund kl. 9.30. Páskabingó kl. 13.30. Allir vel- komnir. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Æfing ferming- arbarna kl. 16 (börn sem fermast 8. apríl) og kl. 17 (börn sem fermast á pálmasunnudag). Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn kl. 10–12. Kaffi og spjall. Bústaðakirkja | Kvenfélag Bústaða- sóknar heldur fund mánudaginn 10. apríl nk. kl. 19.30 í safnaðarheimilinu. Boðið verður upp á súpu og brauð. Gestur fundarins: Hlín Guðjónsdóttir, iðjuþjálfari. Stjórnin. Grafarvogskirkja | Helgistundir alla virka daga föstunnar, kl. 18–18.15. Lesið úr Passíusálmunum. Í dag les Þuríður Backman, alþingismaður. Hallgrímskirkja | Starf með öldr- uðum kl. 11–14. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos LANDSLAG er víðfeðmt hugtak, sömuleiðis abstrakt, en líklega væri helst hægt að skilgreina málverk Péturs Halldórssonar hjá Sævari Karli sem abstrakt landslag. Pétur sýnir nú nokkur verk unnin á svip- aðan hátt og á síðustu árum, hann skapar myndir sínar með því að fjarlægja, í stað þess að bæta ofan á rífur hann lag eftir lag af mynd- fletinum þar til hann er ánægður. Þetta eru afar litríkar myndir hjá Pétri og fyrstu áhrif þeirra eru kraftmikil. Það er sprenging í þeim og um leið er auðsætt að hér fer maður sem er þjálfaður í að hugsa í litum og hreyfingu. Ein markvis- sasta mynd sýningarinnar er myndin Landslag, en þar njörvar listamaðurinn myndefnið niður með einfaldri skiptingu myndflatarins í abstrakt fleti. Pétur sækir á sýn- ingu sinni í smiðju abstrakt- expressíónískra málara 20. aldar sem leituðust við að skila sterkri persónulegri pensilskrift og nær- veru á myndflötinn, tjáning tilfinn- inganna var í hávegum höfð. Síðan hefur málverkið tekið ýmsum stakkaskiptum og í dag er óhætt að segja að allt sé hægt. Hvort það sé allt áhugavert er síðan eilíft álita- mál og einmitt það sem gerir listina svo endalaust spennandi og tilefni til umræðna og skoðana- skipta. Markmið listamanna eru mörg og ólík, mér sýnist markmið Péturs vera fyrst og fremst þau að skapa litrík, kraftmikil málverk sem byggja á vinnuaðferð sem hann hefur þróað með sér síðustu ár. Vangaveltur um þróun mál- verksins í samtímalistum eru hon- um að öllum líkindum ekki efstar í huga. Verk hans eru nokkuð mis- munandi að gæðum líkt og ekki fari alltaf saman kraftur og öguð úrvinnsla. Þannig gæti ég trúað að markvissari úrvinnsla myndefnis og þróun þessarar kraftmiklu vinnuað- ferðar gæti skilað málverkum sem tækju virkari þátt í samtímalista- sögunni. Eftir standa þó litrík verk sem lífga upp á hvaða vistarverur sem er og bera tilfinningahita lista- mannsins vitni. Loks skal þess get- ið að útlit blöðungsins sem fylgir sýningu Péturs kemur nokkuð á óvart, skakkt-ljósritaður einblöð- ungur. Í listum jafnt sem öðrum greinum hlýtur það að teljast sjálf- sagt að fylgja verkefnum eftir frá upphafi til enda. Árás á myndflötinn MYNDLIST Gallerí Sævars Karls Málverk, Pétur Halldórsson. Til 8. apríl. Opið á verslunartíma. Metanáttúra og plokkaðir fletir Ragna Sigurðardóttir Morgunblaðið/Ásdís Eitt verkanna á sýningu Péturs Halldórssonar í Galleríi Sævars Karls. Í TILEFNI af því að 250 ár eru liðin frá fæðingu Mozarts mun 90 manna kór ásamt einsöngvurum og 30 manna sveit úr Sinfón- íuhljómsveit Íslands flytja Re- quiem, sálumessu Mozarts, á tvennum tónleikum í Reykjavík og á Selfossi fyrir páska. Flutn- ingur sálumessunnar er sam- starfsverkefni fjögurra kóra sem eiga það sameiginlegt að vera ýmist stjórnað af eða njóta radd- þjálfunar söngvarans Keith Reed. Kórarnir sem um ræðir eru Landsvirkjunarkórinn, Samkór Selfoss, Samkór Reykjavíkur og Kirkjukór Breiðholts. Einsöngv- arar á tónleikunum verða þau Þuríður G. Sigurðardóttir og Ólöf Inger Kjartansdóttir sópranar, Jóhanna Ósk Valsdóttir alt, Bjartmar Sigurðsson tenór og Keith Reed bassabaritón. Hljóm- sveitarstjóri er Gunnsteinn Ólafs- son og konsertmeistari Sif Tul- inius. Fyrri tónleikarnir verða í Sel- fosskirkju í kvöld kl. 20.30 en síð- ari tónleikarnir daginn eftir kl. 17.00 í Breiðholtskirkju. Fjórir kórar flytja sálumessu Mozarts
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.