Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GEIR H. Haarde utanríkisráðherra sagði á Al- þingi í gær að ekki væri rétt að útiloka að til endurskoðunar kæmi á varnarsamningnum við Bandaríkjamenn eða jafnvel uppsagnar hans. En í ljósi þess að bandarísk stjórnvöld hefðu ítrekað skuldbindingar sínar samkvæmt varn- arsamningnum væri fyrsta skrefið að Ísland og Bandaríkin ættu viðræður um framhald varn- arsamstarfsins. Hann sagði varhugavert að segja upp varnarsamningnum við núverandi að- stæður. Utanríkisráðherra flutti munnlega skýrslu um utanríkismál á Alþingi í gær og stóðu um- ræður um hana í allan gærdag. Kastljósið beindist einkum að stöðunni sem upp er komin í varnarmálum eftir ákvörðun Bandaríkjamanna um að draga stórlega úr starfsemi Bandaríkja- hers á Keflavíkurflugvelli síðar á þessu ári. Geir sagði m.a. að viðræðurnar við Banda- ríkjamenn hlytu að snúast um það hvernig tryggja mætti varnir landsins í kjölfar ákvörð- unar Bandaríkjaforseta um að kalla loftvarn- arsveitir frá Íslandi. Markmið viðræðnanna væri að ná niðurstöðu sem íslensk stjórnvöld teldu að uppfyllti skilyrði um fullnægjandi og æskilegan varnarviðbúnað vegna Íslands. Þeg- ar Geir var spurður nánar út í þetta á Alþingi í gær sagði hann m.a.: „Okkar afstaða er sú að það hefði verið best að þessar [orrustu]þotur væru hér áfram. Sá möguleiki er ekki lengur uppi á borðinu. Ég tel mjög varhugavert, og jafnvel hættulegt, að ætla að segja upp varn- arsamningnum við núverandi aðstæður, þó að við getum ekki útilokað þann möguleika ef eng- ir samningar nást, eins og ég gat um í ræðu minni. Við þurfum að tryggja hér viðbúnað sem við sjálfir teljum vera fullnægjandi, lágmarks við- búnað, hvort sem það er í formi fastrar viðveru hér eða annars konar viðbúnaðar. Það er nokk- uð ljóst að það verður ekki föst viðvera af hálfu Bandaríkjamanna hér, þá er spursmálið hvað getur komið hér í staðinn, sem veitir fullnægj- andi vörn, að okkar mati og okkar bandalags- þjóða, og það er það sem þessar viðræður snú- ast um.“ Geir sagði að varnarsamstarf byggðist á varnaráætlun og að unnið væri að því að ljúka gerð nýrrar áætlunar. Evrópuherstjórn Bandaríkjanna hefði um- sjón með áætlunargerðinni, en Ísland væri á hennar svæði. Bandaríkjamenn gerðu ráð fyrir frekari kynningu og samráði um áætlunina eftir nokkrar vikur. Geir sagði ennfremur að þótt vonir stæðu til að samningar næðust við bandarísk stjórnvöld þyrfti jafnframt að ræða málið innan NATÓ. Gagnrýnir stefnuleysi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Sam- fylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í öryggis- og varnarmálum. „Nú sitja þeir með málið í fanginu, úrræðalausir og bíða eftir því að Bandaríkjamenn vinni nýja varnaráætlun fyrir Ísland. Þetta eru hinir vilj- ugu og stefnuföstu ráðamenn Íslands.“ Hún sagði síðar í ræðu sinni að ákveðinn áherslumunur væri milli stjórnarflokkanna í ut- anríkis- og varnarmálum. Sjálfstæðisflokkurinn virtist hallari undir samstarf við Bandaríkin en Framsóknarflokkurinn við Evrópu. Ingibjörg sagði ennfremur að engum blöðum væri um það að fletta að Íslendingar myndu í framtíðinni fremur tengjast Evrópu en Bandaríkjunum. „Þar verður okkar öryggissamfélag þegar til framtíðar er litið,“ sagði hún. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, sagði eftir ræðu Ingibjargar Sólrúnar, að stefna Samfylkingarinnar væri ekki skýr í varnar- og öryggismálum. Ingibjörg Sólrún vís- aði því á bug. Hún sagði að Samfylkingin hefði unnið sérstaka skýrslu um varnir gegn aðsteðj- andi vá. Þar kæmi skýrt fram hver sýn Sam- fylkingarinnar væri í þessum málaflokki, þ.e. að það þyrfi að semja um stöðu Íslands í varnar- og öryggiskerfi Atlantshafsbandalagsins og Evr- ópu án þess að stefna að uppsögn varnarsamn- ingsins við Bandaríkin. „Þess vegna viljum við að látið verði reyna á sjöundu grein samnings- ins um Atlantshafsbandalagið og að farið verði með þetta mál inn á vettvang NATÓ, þar sem unnið verði að okkar málum á næstu sex mán- uðum.“ Magnús Stefánsson, þingmaður Framsókn- arflokks og varaformaður utanríkismálanefnd- ar þingsins, sagði m.a. að hann hefði helst viljað að Bandaríkjamenn héldu áfram að annast varnir Íslendinga. Veru- leikinn væri hins vegar annar og breytingar framundan. Við blasti aukið samstarf Íslend- inga við NATÓ í varnar- málum. Hann sagði á hinn bóginn óraunhæft að auka tengslin við Evrópu- sambandsríkin í öryggis- og varnarmálum. Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, sagði að allir flokkar á Alþingi nema Vinstri grænir settu traust sitt á NATÓ. Hann sagði að Íslendingar ættu að koma sér út úr NATÓ og treysta hagsmuni landsins með öðrum hætti. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, kvaðst telja að NATÓ ætti sinn þátt í því hversu friðvænlega horfði í okkar heimshluta. Hann sagði ennfremur að Íslend- ingar þyrftu að sjálfsögðu að hafa varnarviðbúnað hér á landi. Þá sagði Halldór Blön- dal, þingmaður Sjálfstæðis- flokks og formaður utanrík- ismálanefndar, m.a. að mörgum hefði verið heitt í hamsi þegar Bandaríkja- menn hefðu tilkynnt um ákvörðun sína í varnarmál- um hér á landi. Heimurinn væri hins vegar að breytast og þeir hefðu ekki lengur tök á því að rækja varnarskyldur sínar með sama hætti og áður. Bandaríkjamenn vildu þó standa við varnarsamninginn „og auðvitað hljótum við nú að horfa til þess hvernig við get- um tryggt varnir og öryggi þjóðarinnar með öðrum hætti,“ sagði hann. Geir H. Haarde utanríkisráðherra flytur skýrslu um utanríkismál Varhugavert að segja varnarsamningnum upp Stjórnvöld gagnrýnd fyrir stefnuleysi í varnarmálum Morgunblaðið/Sverrir EINAR K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra varar menn við því að draga allt of víðtækar ályktanir af þeim upplýsingum sem fram koma hjá Hafrannsóknastofnun úr svokölluðu tog- araralli. Kom þetta fram í máli ráðherra á Al- þingi í gær. Magnús Þór Hafsteinsson, þingflokks- formaður Frjálslynda flokksins, gerði upplýs- ingar Hafró að umtalsefni í upphafi þingfundar á Alþingi. „Enn eina ferðina fáum við slæmar fréttir af uppbyggingu okkar dýrmætustu fisk- stofna. Þorskurinn og ýsan eru nánast í frjálsu falli. Þessi fréttatilkynning segir okkur að stofnvísitala þorsks hafi lækkað um 15% frá því í fyrra,“ sagði hann. Sjávarútvegsráðherra varaði hins vegar við of víðtækum ályktunum af upplýsingum úr tog- araralli. „Auðvitað gefa þær ákveðnar vísbend- ingar en þær eru ekki til þess fallnar að draga svo víðtækar ályktanir, hvorki varðandi afla- heimildir né stærð þorskstofnsins. Það sem vantar á er bæði upplýsingar um aflagreinda vísitölu og aldursgreindan afla. Það liggur ekki fyrir fyrr en í vor.“ Varar við allt of víð- tækum ályktunum FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um að atvinnuleysisbætur nemi 70% af meðaltali heildarlauna á ákveðnu tímabili. Frumvarpið var boðað í samninga- viðræðum Samtaka atvinnulífsins og Alþýðu- sambands Íslands fyrir jól. Það felur í sér breyt- ingar á lögum um atvinnuleysistryggingar. „Lagt er til að atvinnuleitendur sem uppfylla skilyrði frumvarpsins eigi rétt á atvinnuleys- isbótum sem nema 70% af meðaltali heildarlauna á ákveðnu viðmiðunartímabili í allt að þrjá mán- uði,“ segir í skýringum frumvarpsins. „Þó er gert ráð fyrir að slíkar atvinnuleysisbætur geti ekki numið hærri fjárhæð en sem nemur 180.000 kr. á mánuði miðað við rétt til óskertra atvinnu- leysisbóta. Eftir þrjá mánuði miðast upphæð bóta við grunnatvinnuleysisbætur sem verða 4.431 kr. á dag eða 96.000 kr. á mánuði. Að auki er lagt til að lengd tímabils sem heimilt er að greiða samfellt atvinnuleysisbætur til atvinnu- leitenda verði stytt úr fimm árum í þrjú ár.“ Fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytisins hef- ur reiknað út að kostnaður ríkissjóðs geti aukist um sex til sjö hundruð milljónir á næsta ári, verði frumvarpið samþykkt, miðað við a.m.k. 2,6% atvinnuleysi. Atvinnuleysisbætur nemi 70% af launum GEIR H. Haarde utanríkisráðherra telur að stefna eigi að því að einkafyrirtæki annist rekstur Keflavíkurflugvallar. Þetta kom fram í máli hans á Alþingi í gær en þá flutti hann munnlega skýrslu um utanríkismál. „Ég tel að stefna eigi að því að einkafyr- irtæki annist rekstur Keflavíkurflugvallar eins og tíðkast víða annars staðar. Þá væri stofnað hlutafélag í eigu ríkisins um rekstur flugvallarins en ekki látið staðar numið þar heldur yrði félagið einkavætt í framhaldinu. Innlendum og erlendum fjárfestum byðist með þessu vænlegur fjárfestingarkostur,“ sagði ráðherra en lagði áherslu á að engar ákvarðanir hefðu verið teknar í þessum efn- um. Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, greip þetta á lofti og sagði að Keflavíkurflugvöllur væri óaðskiljanlegur hluti af öryggisviðbúnaði okkar þjóðar. „Það á einnig við um Flugmálastjórn, það á einnig við um Landhelgisgæsluna, en ég vek at- hygli á að í öllum þessum tilvikum eru uppi áform og þegar komin fram frumvörp um að hlutafélagavæða og einkavæða þessa þjón- ustu.“ Hann spurði hvort ekki væri rétt að ríkisstjórnin endurskoðaði þau einkavæðing- aráform sín. Geir sagði ekki ástæðu til þess. Síðan sagði Geir: „Varðandi reksturinn á flugvellinum í Keflavík er núna tækifæri til að koma því máli í búning. Við erum auðvit- að með Flugstöð Leifs Eiríkssonar í ákveðnu formi, hún er hlutafélag í eigu rík- isins, nýbúin að halda sinn aðalfund, sá rekstur gengur mjög vel og hefur skilað ágætum arði og góðri tekjuniðurstöðu. En það sem þarf að gera núna varðandi sjálfan flugvöllinn er að ganga frá forminu á þessu. Ég bendi þingmanninum á það að í ná- grannalöndunum, bæði í Bretlandi, Dan- mörku og miklu víðar í Evrópu, er til ákveð- ið líkan að því hvernig eigi að reka svona flugvöll. Ég tel rétt að við skoðum það mjög vel og fordómalaust gagnvart eignarhaldi á slíku.“ Hugsi yfir hugmyndum ráðherra Magnús Stefánsson, þingmaður Fram- sóknarflokks og varaformaður utanrík- ismálanefndar þingsins, sagðist hafa orðið nokkuð hugsi þegar hann heyrði af umrædd- um hugmyndum ráðherra um að einkafyr- irtæki ræki Keflavíkurflugvöll. „Ég lít svo á að hér hafi ráðherra verið að viðra hug- myndir, eins og hann reyndar tók fram og að ekki liggi fyrir neinar ákvarðanir í þessu efni.“ Magnús taldi það vel koma til greina að Flugstöð Leifs Eiríkssonar tæki yfir flug- brautirnar en bætti við: „Ég tel að ríkið eigi að eiga þessar flugbrautir – í hlutafélags- formi ef svo ber undir. En ég tel það vel koma til greina að ríkið leigi einkaaðilum rekstur flugbrautanna. Það eru dæmi um slíkt fyrirkomulag á einhverjum stöðum og í einhverjum löndum.“ Einkafyrirtæki annist rekstur Keflavíkurflugvallar ENGAR tölur eru nefndar í skriflegu svari dómsmálaráðherra á Alþingi við fyrirspurn Sig- urjóns Þórðarsonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, um kostnað við rannsókn Baugsmáls- ins svonefnda. Í svarinu segir að Baugsmálið sé margþætt og að það sé enn til meðferðar á við- eigandi stöðum í réttarkerfinu. Þingmaðurinn lagði fram skriflega fyrirspurn til ráðherra fyrr í vetur og spurði: „Hver hefur kostnaður orðið við rannsókn „Baugsmálsins“ sem hófst með húsrannsókn 28. ágúst 2002?“ Svari ráðherra var dreift á Alþingi í gær. „Málið sem um er spurt, svonefnt „Baugsmál“, er margþætt og er enn til meðferðar á viðeig- andi stöðum í réttarkerfinu, en niðurstöðu hér- aðsdóms um hluta þess hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar og annar hluti bíður meðferðar héraðsdóms,“ segir í svarinu. „Rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjóra á málinu hófst í ágúst 2002 og skipt- ist síðan. Í september 2003 sendi efnahags- brotadeild hluta af málinu til skattrann- sóknarstjóra ríkisins þar sem fyrir lá rök- studdur grunur lögreglu um brot gegn skattalöggjöf. Skattlagning vegna þessa hluta málsins hefur verið og er í meðferð í skattkerf- inu. Sá hluti málsins sem áfram var til rann- sóknar hjá efnahagsbrotadeild fór til meðferðar setts ríkissaksóknara. Í árslok 2004 kærði skattrannsóknarstjóri til efnahagsbrotadeildar ætluð skattalagabrot tengd félaginu auk þess að leggja fyrir rík- isskattstjóra skattlagningu vegna kærunnar. Þessi þáttur málsins er enn til rannsóknar hjá efnahagsbrotadeild. Starfsfólk efnahagsbrotadeildar hefur unnið að öllum þáttum málsins. Sérfræðivinna hefur verið unnin í málinu, þ.e. hjá efnahagsbrota- deild, skattyfirvöldum og settum ríkissaksókn- ara. Yfirlit yfir aðkeypta sérfræðiþjónustu í saka- málum er tekið saman í lok hvers máls. Vinna starfsmanna lögreglu og skattyfirvalda við mál er aldrei tekin saman né verður hluti sak- arkostnaðar sem til álita kemur að leggja á sak- borninga að greiða að hluta eða öllu leyti.“ Engar tölur nefndar um kostnað Baugs- rannsóknar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.