Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 96. TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Fá›u hrós hjá fjölskyldunni! Fjölhæfur aðalsmaður Halldór Ásgeirsson keppti á þrennum vígstöðvum | Menning Bílablað og Íþróttir í dag B́ílar | Mikill uppgangur í klifurhjólamennsku  Kröftugri dísilvél í Tucson Íþróttir | Stjarnan Íslandsmeistari í blaki karla  Skallagrímur í úrslit í fyrsta skipti  Vijay Singh byrjar best á Masters-golfmótinu LIÐ Menntaskólans á Akureyri sigraði lið Versl- unarskóla Íslands í úrslitaviðureigninni í Gettu betur sem fram fór í gærkvöldi. MA hlaut 34 stig gegn 22 stigum Verslunarskólans. Þetta er í þriðja sinn sem MA fagnar sigri í Gettu betur, en hin tvö skiptin voru árin 1991 og 1992. Lið Menntaskólans á Akureyri var að þessu sinni skipað þeim Ásgeiri Berg Matthíassyni, Tryggva Páli Tryggvasyni og Magna Þór Ósk- arssyni. Þess má til gamans geta að Pálmi, bróðir Magna, var í sigurliði MA árin 1991–92 ásamt þeim Finni Friðrikssyni og Magnúsi Teitssyni. Morgunblaðið/Eggert MA fagnaði sigri í Gettu betur VIÐBÚNAÐARSTIG vegna fugla- flensunnar var hækkað hérlendis úr stigi I í II samkvæmt auglýsingu sem landbúnaðarráðuneytið sendi frá sér í gær. Þetta var gert í fram- haldi af því að staðfest var sl. mið- vikudagskvöld að dauður svanur sem fannst í höfninni í Cellardyke, norður af Edinborg í Skotlandi á dögunum, hafi verið með H5N1 fuglaflensuveiru, en það er í fyrsta skipti sem veiran greinist á Bret- landseyjum. „Viðbúnaðinum er fyrst og fremst beint að alifuglaeigendum sem eru með fugla úti. Við beinum því til þeirra að þeir taki fuglana inn og haldi þeim innivið, auk þess sem eig- endur skuli efla allar varnir kringum alifuglahús þannig að villtir fuglar komist ekki inn í húsin eða að hugs- anlegt smit frá villtum fuglum geti ekki borist inn í alifuglahús,“ segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir og bendir á að auglýsingin taki gildi 12. apríl nk. sem gefi mönnum ráð- rúm til að kynna sér hvað í henni felst og uppfylla þau skilyrði sem henni fylgja. Aðspurður segir Halldór alla stóru alifuglaræktendur hérlendis vera með fugla sína innivið nú þegar, þannig að tilmælin beinist fyrst og fremst að minni ræktendum. „Víða um land er fólk með hænsnfugla, endur og gæsir vappandi utandyra og það eru þeir fuglar sem við höfum áhyggjur af að komist í snertingu við villta fugla,“ segir Halldór. Meðal þess sem alifuglaeigendum er skylt að gera, samkvæmt auglýs- ingu landbúnaðarráðuneytisins, er að tryggja að gerði og hús séu fugla- held, tryggja að ekkert í umhverfi húsanna laði að villta fugla, setja skal hatta á allar loftræstitúður og fuglanet fyrir allar loftræstitúður, op og glugga á þeim húsum þar sem ali- fuglar eru haldnir auk þess sem öll- um óviðkomandi skal bannaður að- gangur að húsinu með sérstökum merkingum á hurðum þess. Allir þeir sem sinna fuglum eiga að nota hlífð- arfatnað og þvo og sótthreinsa hend- ur fyrir og eftir umhirðu fuglanna. Halldór bendir á að samkvæmt auglýsingunni skal fólk tilkynna til Landbúnaðarstofnunar eða héraðs- dýralæknis finnist tveir eða fleiri villtir dauðir fuglar á sama stað. „Er það gert til þess að við getum metið það hvort ástæða þykir til að taka fuglana í sýnatöku og hvernig skuli farga þeim,“ segir Halldór. Varna á því að smit berist í alifugla Ísland komið á viðbúnaðarstig II vegna fuglaflensunnar                     HALLDÓR Runólfsson yfir- dýralæknir segir að svo stöddu enga ástæðu til þess að vara við veiði manna á villtum fugli. Hins vegar beinir hann þeim tilmælum til veiðimanna að þeir umgangist veiði sína með viðeigandi varúðarráðstöf- unum og noti t.d. hanska með- an fuglarnir séu verkaðir. Óhætt að veiða fugla Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Washington. AP. | Handrit sem var skrifað í Egyptalandi um 300 eftir Krist gæti umbylt hugmyndum manna um samband Júdasar og Jesú. Handritið, sem gengur undir nafninu Júdasar-guðspjallið, til- greinir hvernig Júdas hlýðir fyr- irmælum Jesú, en svíki hann ekki, þegar hann vísar yfirvöldum á læri- meistara sinn. Ólíkt hinum fjórum guðspjöllum í Biblíunni, snýr Júdasarguðspjallið því hinum sviksama lærisveini í hlýðinn fylgisvein Jesú. Júdas er því samkvæmt handritinu sýndur sem bjargvættur mannkynsins. Lyk- ilsetningu textans er að finna í orð- um Jesú þegar hann segir við Júdas að hann „muni skara fram úr“ öllum lærisveinunum ef hann hlýði honum og segi til hans. Fræðimenn fagna þessum nýja fundi og minna á að guðspjöllin hafi áður verið fleiri, auk þess sem fjöl- breytileiki trúarinnar hafi verið tölu- verður á tímum frumkristni. Júdasarguðspjallið, sem er ritað á papírus, er talið vera ófalsað og afrit af eldra handriti. Það fannst í Egyptalandi um 1970 og er nú í fyrsta skiptið til sýnis hjá National Geographic Society í Washington í enskri þýðingu. Var Júdas bjargvætt- ur Krists? NÆR víst má nú telja að samkomu- lag náist í kvöld á Bandaríkjaþingi um málamiðlun í deilunum um breytingar á innflytjendalöggjöf en þær hafa ver- ið mjög harðar. Stjórnvöld í Mexíkó fögnuðu í gær samkomulaginu og sagði í yfirlýsingu þeirra að um væri að ræða mikilvægt skref í þá átt að koma á fót nýju fyrirkomulagi sem myndi „liðka fyrir öruggum og skipu- legum fólksflutningum milli Banda- ríkjanna og Mexíkó jafnframt því sem mannréttindi verða virt“. Háværar kröfur hafa verið meðal sumra repúblikana um að reka á brott alla ólöglega innflytjendur sem talið er að séu um 11,5 milljónir, langflestir frá Mexíkó og fleiri ríkjum Rómönsku Ameríku. Margir repúblikanar og þó einkum demó- kratar eru hins vegar á móti harkalegum að- gerðum gegn ólög- legum innflytjend- um og benda á að þeir sinni mörgum mikilvægum störf- um sem aðrir vilji ekki. „Þeir vinna í eldhúsunum í Las Vegas, hreinsa fitu- pottana, leggja bílunum okkar,“ sagði leiðtogi þingflokks demókrata, Harry Reid frá Nevada, í umræðunum í gær. Verði tillagan samþykkt munu margir innflytjendur sem nú eru án skilríkja geta geta dvalist áfram í landinu en milljónir manna munu hins vegar verða að yfirgefa Bandaríkin. Málamiðlun um innflytjendalög Harry Reid Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.