Morgunblaðið - 07.04.2006, Síða 4

Morgunblaðið - 07.04.2006, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýjung! Sykurskerta Kókómjólkin inniheldur helmingi minni viðbættan sykur og fitu en hefðbundin Kókómjólk og orkuinni- haldið er fjórðungi lægra. Yfir 80% af mjólkursykrinum hafa verið klofin og hentar drykkurinn því flestum þeim sem hafa mjólkursykursóþol. Sykurskert Kókómjólk er helmingi léttari! FULLTRÚAR ófaglærðra starfs- manna nokkurra hjúkrunar- og dvalarheimila afhentu í gær Geir H. Haarde, starfandi forsætisráðherra, undirskriftalista þar sem stjórnvöld eru hvött til að minnka launamun ófaglærðra starfsmanna. Að sögn Álfheiðar Bjarnadóttur, talsmanns hópsins, skrifuðu á fimmta hundrað manns á listann. Hún sagði að Geir H. Haarde ætlaði að koma listunum til fjár- málaráðherra, þar sem listinn ætti heima, og sagðist hún vera nokkuð ánægð með þau svör og bætti því við að nú gætu ráðherrar ekki leng- ur hent málinu sín á milli. Álfheiður bætti því við að stuðningsyfirlýs- ingar hefðu borist frá faglærðu fólki í heilbrigðisgeiranum og taldi það vott um þá miklu samstöðu starfsmanna sem myndast hefði í þessari baráttu. Aðspurð hvenær hún teldi að við- bragða af hálfu stjórnvalda væri að vænta sagðist Álfheiður vera von- góð um að fá þau fyrir páska, ef ekki þá myndi hennar fólk funda um framhaldsaðgerðir strax eftir páska. Morgunblaðið/Eyþór Geir H. Haarde tekur við undirskriftalistanum úr höndum Álfheiðar Bjarnadóttur. Afhentu ráðherra á fimmta hundrað undirskriftir Á MILLI 60–70 ófaglærðir starfs- menn sátu inni á kaffistofum Hjúkr- unarheimilisins Eirar þegar Morg- unblaðið leit við í gær, en þá hafði setuverkfallið staðið í um 14 klukkustundir. Að sögn starfs- manna hafði dagurinn gengið stóráfallalaust fyrir sig en mikið álag hefði verið á ættingjum vist- manna sem komið hefðu til að- stoðar en þrátt fyrir það hefðu þeir sýnt baráttunni mikinn stuðning. María Erla Ómarsdóttir, einn ófaglærðra starfsmanna Eirar, sagði í samtali við Morgunblaðið að starfsmenn hefðu veitt vistmönnum litla þjónustu yfir daginn, aðeins aðstoðað þá við að fara á salernið og komast í matsalinn. Hún sagði að starfsfólk væri orðið þreytt á þessu ástandi og margir væru í uppsagnarhugleiðingum. Aðspurð hvert starfsmenn myndu leita eftir nýjum störfum sagði hún að mögu- lega kæmi til greina að sækja um á hjúkrunarheimilum sveitarfé- lagana eða leikskólum, þar sem laun væru mun hærri. Morgunblaðið/Eyþór María Erla Ómarsdóttir var orðin þreytt á ástandinu. Starfsfólk orðið þreytt á ástandinu og íhugar uppsagnir SKRIFAÐ var undir samninga á milli Ríkiskaupa og Vélsmiðju Orms og Víglundar í Hafnarfirði í gærdag um endurbætur á Grímseyjarferj- unni en tilboð vélsmiðjunnar hljóðaði upp á 1,3 milljónir evra, eða rúmar 115 milljónir króna. Tilboði litháísku skipaviðgerðarstöðvarinnar JSC Western Shiprepair var hins vegar hafnað þrátt fyrir að vera lægst, eða 1,27 milljónir evra, um 113 milljónir króna. Guðmundur Víglundsson, einn eig- enda vélsmiðjunnar, segir það vera mikinn sigur fyrir innlendan málm- iðnað að fá verkefnið hingað til lands, það sé jafnframt hvatning og sýni að íslensk fyrirtæki séu í stakk búin til að taka að sér slík verkefni. „Það er hægt að segja að verðið í málmiðn- aðinum í dag sé of lágt enda sjáum við hvað hefur gerst, s.s. fyrir norð- an, og flestir slippir hafa verið í vand- ræðum undanfarin ár,“ segir Guð- mundur og bætir við að verkefnið muni færa stöðugleika í reksturinn. Nýja ferjan er smíðuð árið 1992 og keypt frá Írlandi. Guðmundur býst við að hún verði komin hingað til lands 15. apríl nk. en áætlað er að verkið taki sex mánuði. Miklar breyt- ingar munu verða gerðar á henni, s.s. í farþegarými en flutningsgetan verður rúmlega 100 farþegar í sæt- um – en er nú 92 farþegar. Mesti munurinn er hins vegar sá að sigl- ingatíminn á milli lands og Grímseyj- ar mun styttast úr 3,5 klst. í 2,5 klst. þar sem vélarafl nýju ferjunnar er 2.700 hestöfl í stað 805 í gamla Sæ- fara. Lægsta tilboðið ófullnægjandi Tilboð Vélsmiðju Orms og Víg- lundar var það næstlægsta í útboðinu en lægsta tilboð átti litháísk skipa- viðgerðastöð. Júlíus Ólafsson, for- stjóri Ríkiskaupa, segir að litháíska tilboðinu hafi ekki verið tekið þar sem tilboðið reyndist ekki fullnægj- andi. Eftir að farið var í skýringa- viðræður við Litháana kom í ljós að ekki var allt inni í tilboðinu sem þar átti að vera og þrátt fyrir að hafa fengið fresti til að skýra mál sín reyndist ekki unnt að leysa það mál. Í kjölfarið var því farið í viðræður við hafnfirsku vélsmiðjuna þar sem samningar náðust. Sigur fyrir málmiðnaðinn Tilboði Vélsmiðju Orms og Víglundar í endurbætur á Grímseyjarferjunni tekið Eftir Andra Karl andri@mbl.is STEFNA Reykjavíkurborgar á hendur olíufélögunum Skeljungi, Keri og Olíuverslun Íslands, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur og kynnt á fundi borgarráðs í gær. Reykjavíkurborg krefst bóta vegna samráðs olíufélaganna við tilboðs- gerð í viðskipti við borgina árið 1996 og nema kröfurnar alls tæp- lega 158 milljónum króna auk drátt- arvaxta. Reiknað er með að málið verði flutt og dæmt með haustinu. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borg- arstjóri telur að málið gæti hugs- anlega orðið prófmál. Legið hefur fyrir að borgin hygð- ist leita réttar síns gagnvart olíufé- lögunum allt frá því að efnisatriði úr frummatsskýrslu Samkeppnisstofn- unar um samráð félaganna urðu op- inber sumarið 2003 og þegar nið- urstaða stofnunarinnar lá fyrir. Haustið 2004 fól borgarráð Vil- hjálmi H. Vilhjálmssyni, hrl. og fyrrverandi borgarlögmanni, að meta hvort bótaréttur væri til stað- ar. Steinunn Valdís segir niðurstöð- una hafa orðið að sýna mætti með afgerandi hætti fram á að Reykja- víkurborg hefði orðið fyrir tjóni í nokkrum útboðum og þá sérstak- lega hjá Vélamiðstöð Reykjavíkur- borgar og Strætó bs. Borgin krafði félögin um bætur síðastliðið haust og viðurkenndi Ker í framhaldi af því brot á ákveðnum þáttum. Hin félögin óskuðu aðeins eftir samningaviðræðum við borg- ina en þegar þær gengu ekki eftir óskuðu olíufélögin eftir að setja af stað vinnu sem Jón Þór Sturluson hagfræðingur fór með fyrir þeirra hönd. Sú vinna skilaði greinargerð í janúar á þessu ári. Borgin féllst ekki á niðurstöður hennar og fór málið því fyrir dómstóla. Aðalkrafan í málinu byggist á að samráð olíufélaganna 1996 hafi komið í veg fyrir samkeppni í útboði og borgin orðið fyrir tjóni vegna þess. Í útboði 2001 segir Vilhjálmur að samráð hafi ekki verið til staðar í útboði og samkeppni verið til stað- ar. Forsenda bótakröfu Reykjavík- urborgar er því sú að ef samráðið 1996 hefði ekki átt sér stað hefði náðst sami afsláttur og í útboðinu 2001. Varakrafa byggist á sam- komulagi olíufélaganna sjálfra um að Skeljungur héldi viðskiptum sín- um við borgina en greiddi hinum fé- lögunum ákveðið hlutfall af hverjum seldum lítra. Kröfuna segir Vil- hjálmur því að byggjast á tölum sem félögin hafi að hans viti verið sammála um að skipta á milli sín en hún nemur 78 milljónum króna auk dráttarvaxta. Steinunn Valdís sagði í gær brot- ið blað með að borgin tæki frum- kvæði og færi með málið fyrir dóm- stóla. Viss um að aðrir muni fylgja í kjölfarið „Við ætlum ekki að sitja þegjandi hjá heldur sækja rétt okkar og ég er alveg viss um að niðurstaða þessa máls muni hafa mikið að segja um það hvort aðrir fylgi í kjöl- farið,“ sagði hún og sagði fleiri aðila en borgina með ákveðna hluti í skoðun. „Það má kannski segja að um prófmál sé að ræða að einhverju leyti og ef við vinnum er ég viss um að fleiri muni fylgja á eftir.“ Vilhjálmur sagði sérstakt við mál borgarinnar að nánast lægi fyrir að samráð hefði átt sér stað og að um afmörkuð viðskipti á ákveðnu tíma- bili væri að ræða. „Það gerir þetta mál auðveldara til meðferðar fyrir dómstólum og til að fá í því dóm sem yrði þá kannski fordæmisgef- andi,“ sagði hann. Stefna Reykjavíkurborgar á hendur olíufélögum þingfest í Héraðsdómi Borgarstjóri tel- ur málið geta orðið prófmál Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.