Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 31 VINSTRI græn vilja að skipulag byggðar og um- hverfis stuðli að sjálfbærri þróun með blandaðri byggð, minni ferðaþörf og aðlaðandi umhverfi. Atvinnuuppbygg- ing og umhverfi atvinnufyr- irtækja verða að falla að vistvænni borg. Skipulag borgarinnar snýst um að láta byggð hvíla í náttúru og leita sátta þar sem náttúra, líf og manngert umhverfi mætast. Byggja á virðingu og sátt við litríkt mannlíf í borginni, haf og land, fjöru og hæðir, gróður og eyjar. Sjóndeildarhringurinn, andrúmsloftið, fjallasýnin, allt eru þetta verðmæti sem gera Reykjavík meira virði fyrir alla Íslendinga og erlenda ferðamenn. Samhengi í sögu Fólk er hluti af náttúru í borg og þarf á henni að halda. Við þurfum and- rúmsloftið, fjöruna og Esjuna. Sam- hengið er ómetanlegt fyrir borgar- búann í hraðanum og tímaleysinu og rannsóknir sýna að nærvera grænna svæða hefur góð áhrif á heilsu fólks. Þess vegna verður uppbygging borgar að vera í sögulegu og rökréttu sam- hengi þar sem nýtt byggist á gömlu og með virðingu fyrir því fólki sem byggði borgina, lifði þar og dó. Þétting byggð- ar má ekki snúast um það að rífa gömul hús og byggja stórhýsi í staðinn. Gamla Reykjavík var þéttbýl og í þessum gömlu húsum komst eitt sinn fyrir mun fleira fólk en núna býr í Vesturbænum og miðbænum. Húsvernd og samhengi gamallar borgar og nýrrar á að vera lykilatriði í heildstæðri borgarmynd. Varðveitum og tengjum Um leið og gæta þarf að strand- lengju og dýrmætum opnum svæðum er nauðsynlegt að tengja betur borg- arhluta og þétta byggðina inn á við. Stór óbyggð svæði á borð við Vatns- mýri eða landflæmi í Geldinganesi, Álfsnesi og Álftanesi búa yfir strönd og ýmsum náttúruminjum sem mikilvægt er að varðveita en jafnframt verður ekki hjá því komist að nýta þau að verulegum hluta undir byggð með það fyrir augum að höfuðborgin og ná- grannabyggðir liggi ekki svo dreift að ekki verði komið við sjálfbæru sam- félagi. Jafnframt er brýnt að tengja þessi svæði vaxandi og heilbrigðri mið- borg með vegtengingum, brúm eða göngum fyrir umferð sem dregið getur úr langkeyrslum um höfuðborg- arsvæðið, létt á yfirfullum umferð- arásum, greitt fyrir umhverfisvænum samgöngum og stuðlað að góðri borg- armenningu. Aðgengi að náttúru- perlum í Reykjavík og nágrannabyggð- um þarf líka að bæta á margvíslegan hátt. Jafnrétti ferðamáta Umferð á að vera dreifð, jöfn og örugg innan byggðar og borgarhluta en greið og hiklaus að og frá þéttri byggð. Fyrir bíla, strætisvagna, vöru- flutninga, reiðhjól og gangandi vegfar- endur af öllu tagi. Risavaxin sam- göngumannvirki sem gera ekki annað en flýta för um yfirfullar samgöngu- æðar leysa engan vanda en taka yfir rými sem eiga að vera fyrir byggð og fólk. Það er hvorki hagkvæmt né mannvænt að haga skipulagi út frá þeirri framtíðarsýn og forsendu að eina leiðin í vinnuna sé ein manneskja í hverri blikkdós. Þvert á móti þarf að tryggja að samgöngurnar verði sjálf- bærar og byggðar á jafnrétti mismun- andi ferðamáta sem svo mjög hefur vantað í Reykjavík. Stórhuga skref Hugsa verður skipulag borgarinnar í heild langt fram í tímann. Taka ákveðin og stórhuga skref í rétta átt. Þannig er svæðið frá Árborg til Borgarness, Stór- árborgarnessvæðið óðum að verða eitt atvinnu-, búsetu-, menningar- og upp- byggingarsvæði. Þess vegna vilja íbúar Akraness, Árborgar og Reykjanes- bæjar verða hluti af almennings- samgangnaneti Reykjavíkur og ná- grennis. Fyrir íbúa þessara sveitar- félaga eru stofnbrautir og strætó mikilvægar æðar sem flytja þá til og frá höfuðborgarsvæðinu, ekki óþarfi sem á að forðast eða spara eins og frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins kalla stöðugt á. Miðlægur flugvöllur Þetta svæði framtíðar þarf miðlægan flugvöll sem auðvelt er að nálgast úr öllum áttum, hvort sem komið er úr austri, vestri, norðri eða suðri. Eitt svar við þeirri þörf er upphitaður flug- völlur austan við borgina, fyrir innan- landsflug og jafnvel millilandaflug. Til þessa hafa erlend herveldi ákveðið staðsetningu flugvalla í Reykjavík og á Miðnesheiði. Er ekki löngu tímabært að við tökum sjálf ákvarðanir um það hvar við viljum hafa okkar flugvelli? Með nýjum flugvelli rétt austan við borgina er rýmt fyrir þéttri byggð og nýjum tækifærum í Vatnsmýri og jafn- vel á Álftanesi sem er ótrúlega skammt undan. Með tengingu úr Vatnsmýri suður yfir Skerjafjörð og jafnvel Hafn- arfjörð færast Garðabær, Álftanes, Hafnarfjörður og byggðir á Suð- urnesjum miklu nær miðborg Reykja- víkur en áður. Sundin og nesin Annar hluti af þessu neti er öflug og snör Sundabraut, ekki innan við Sund- in eins og helst hefur verið rætt heldur miklu fremur undir og yfir Sundin! Frá Laugarnesi og Sundahöfn um göng í Gufunes og þaðan á fallegri lágbrú upp á Geldinganes og Álfsnes. Það þjónar best hagsmunum íbúa í Grafarvogi, í Vogum og Laugardal og á Kjalarnesi, en einnig þeim sem sækja borgina heim af Vestur- og Norðurlandi. Það tryggir raunar líka góða tengingu hafn- arsvæðanna við stofnbrautarkerfið og dregur úr þungaflutningum um al- menna umferðarkerfið í borginni. Og íbúar höfuðborgarsvæðisins alls fá betri tengingu við norðurbyggðirnar og áfram vestur og norður. Ef göngin teygja anga að Laugarnesi, að Sunda- höfn og austur eftir Sæbraut verður lít- il þörf fyrir öfluga tengingu innan við Sundin. Grafarvogshverfi, Bryggju- hverfi og hverfin við Laugardal og Sund mætti hins vegar tengja með brúm fyrir gangandi umferð, hjólreiða- fólk og almenningsvagna á innri leið eða með fallegum brúm yfir Elliðaár- ósa. Á sama hátt mætti tengja hag- anlegar landfyllingar út af Gufunesi með göngubrú við náttúruperlur og úti- vist í Viðey, jafnvel huga að menning- artengdri starfsemi á grunni þorpsins sem eitt sinn var í austurenda eyj- arinnar. Skipulagsmál eru umhverfismál Við vinstri græn lítum ekki á skipu- lag sem vélrænt úrlausnarefni fyrir tæknikrata. Skipulagsmál eru hluti af okkar umhverfisstefnu. Við viljum ekki búa til bílaborg heldur borg fyrir fólk. Við viljum ekki fórna gömlu Reykjavík fyrir nýja. Við viljum halda báðum. Allt þetta er mögulegt ef viljinn og hug- sjónirnar eru fyrir hendi. Við treystum Reykvíkingum til þess að velja sér for- ystu sem leggur rækt við náttúru og sögu, stendur með fólki, horfir til fram- tíðar og hugsar stórt. Skipulagsmál eru umhverfismál! Eftir Svandísi Svav- arsdóttur og Árna Þór Sigurðsson Árni Þór Sigurðsson ’Skipulagsmál eru hluti afokkar umhverfisstefnu. Við viljum ekki búa til bílaborg heldur borg fyrir fólk.‘ Höfundar skipa 1. og 2. sæti V-listans í Reykjavík. Svandís Svavarsdóttir an grunn og raun ber vitni að þessu verki í upp- byggingu háskólans á undanförnum árum og ára- tugum. Ég vil sérstaklega nefna Pál Skúlason, fyrrverandi rektor, sem var frumkvöðull þessa verkefnis og hratt því af stað og leiddi undirbún- ingsvinnu,“ sagði Kristín. Skal þess getið að Páll var á fyrirlestraferð í París í gær. „Uppbygging háskólans skiptir máli fyrir allt samfélagið. Það er því mikilvægt að fá að framtíð- aruppbyggingu háskólans bæði opinbera aðila og fulltrúa einkaframtaksins í landinu,“ sagði Krist- ín. Björgólfur Guðmundsson sagði í samtali við Morgunblaðið að bygging Háskólatorgsins væri framhald af þeim „sóknarbolta“ sem háskólinn hefði verið að spila að undanförnu og kæmi í kjöl- farið á eflingu doktorsnáms við HÍ. „Svo erum við komin hér í byggingaframkvæmdir til að gera öll- um lífið auðveldara,“ sagði hann. „Ef maður skoðar þjóðfélagið síðustu 10 árin og þá útrás sem orðið hefur í viðskiptum og öðru þá virðist hún vera að ná yfir í háskólann og mér finnst þetta sýna þann anda sem er í þjóðfélaginu í dag, að stefna á alþjóðlegt Ísland.“ Háskóli Íslands verði kominn í röð fremstu há- skóla í heimi innan 10–15 ára. Þetta er liður í því að mínu mati.“ Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Stúd- entaráðs HÍ, sagði daginn í gær marka upphaf nýs háskóla og með tilkomu Háskólatorgsins yrði þjónusta við nemendur stóraukin. „Hér verður miðstöð háskólasamfélagsins þar sem 300 starfs- menn og 1.500 stúdentar koma saman til að læra, lesa og nærast á hverjum tíma. Háskólinn er í stórsókn og innan hans eru menn stórhuga. Með markmiði sínu hefur Kristínu Ingólfsdóttur rektor tekist að blása krafti í háskólasamfélagið. Samein- aðir standa stúdentar og starfsfólk skólans í þeirri vinnu að gera skólann okkar að toppháskóla sem jafnast á við þá bestu á heimsvísu.“ Mikilvægt skref í að skipa HÍ í fremstu röð Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor sagði að bygging Háskólatorgs væri mikilvægt skref í þá átt að skipa Háskólanum í fremstu röð og tryggja hér menntun og vísindastarf á heimsmælikvarða. „Það ber að þakka þeim sem hafa lagt jafn traust- a, og HÍ. Í fur eild- Bók- Há- og llj- - örf erð- sam- og end- rk- að em vígt verður 1. desember 2007 kólans llt samfélagið“ Kristinn Morgunblaðið/Kristinn Þorgerður Katrín og Björgólfur deildu sæti og voru snögg að sinna verkinu við fögnuð viðstaddra. ugur og stór vinnuveitandi. „Þið virðist glíma við svip- uð vandamál, fólk flosnar upp í smærri bæjum og flyt- ur í borgina, og það er sífellt ströggl hjá smærri bæjum að halda í horfinu og koma í veg fyrir að unga fólkið flytjist á brott,“ segir Gilardeau. Starfsmannavelta 1–2% „Verksmiðjan í Deschambault hefur verið stórt akk- eri fyrir efnahaginn í bæjarfélaginu, þar sem búa um 18 hundruð manns. Ég er viss um að það sama muni eiga við á Reyðarfirði, álverið mun verða akkeri sem heldur efnahagnum stöðugum, og verður til góða fyrir svæðið, ég efast ekki um það.“ Gilardeau segir reynsluna sýna að vinnuaflið í álver- um Alcoa sé mjög stöðugt, í það minnsta eftir að kom- ist er yfir erfiðasta hjallann þegar verið er að koma verksmiðjunum í gang. „Starfsmannaveltan hjá okkur er á milli 1–2%, fólk er yfirleitt ánægt í starfi, og vinnu- aflið mjög stöðugt. Við vonumst til þess að það sama verði uppi á teningnum á Reyðarfirði, og það myndi koma mér mjög á óvart verði það ekki raunin.“ áður en ályktað er að álframleiðsla gefi frá sér gróð- urhúsalofttegundir, og sé þar af leiðandi slæm. Ál er þar að auki mjög auðvelt að endurvinna, 70% af því áli sem framleitt hefur verið frá upphafi eru enn í umferð. Svo að öllu þessu athuguðu má vissulega segja að ál- framleiðsla gefi frá sér gróðurhúsalofttegundir, en á sama tíma mun álið hjálpa umhverfinu, svo heildar- útkoman er mjög jákvæð að mínu mati,“ segir Gil- ardeau. Eins og að koma heim Álver Alcoa-Fjarðaáls á Reyðarfirði er afar svipað og nýlegasta álver Alcoa, sem byggt var fyrir 15 árum, en það er í bænum Deschambault, skammt frá Que- bec-borg í Kanada. Gilardeau segir trúlegt að hann hafi verið fenginn til að vera stjórnarformaður Alcoa- Fjarðaáls einmitt vegna þess að hann var forstjóri ál- versins í Deschambault á meðan það var að byggjast upp, og því einn af þeim starfsmönnum Alcoa sem hef- ur hvað yfirgripsmesta þekkingu á því viðamikla verk- efni sem það er að koma slíkri verksmiðju í gang. Gilardeau segir það hafa verið eins og að koma heim að koma inn í álver Alcoa-Fjarðaáls á Reyðarfirði, svo lík séu álverin tvö. „Í veigamiklum atriðum er álverið á Reyðarfirði betrumbætt útgáfa af álverinu í Desc- hambault, sem er besta álverið sem Alcoa rekur í dag. Þegar við sýnum fólki álverið í Deschambault kynnum við það sem krúnudjásn Alcoa, og ég reikna fullkom- lega með því að álverið á Reyðarfirði taki við því hlut- verki.“ Lykillinn að velgengni álversins í Deschambault er starfsfólkið. „Það sem skiptir langmestu máli er fólk- ið, við reynum að skapa fyrirtæki þar sem fólkið er í nánum tengslum við vinnustaðinn, og er sífellt að læra og bæta sig. Þetta er ekki hefðbundin verksmiðja þar sem reksturinn helst óbreyttur frá því að hún er gang- sett, og ég reikna með að það sama muni eiga við um verksmiðjuna á Reyðarfirði.“ Verksmiðjur Alcoa í Kanada eru allar í fremur litlum bæjum, og hefur reynslan verið sú að þær hjálpi til við að viðhalda bæjarfélögunum, og eru mjög stöð- ar, og lega á Alcoa num í erðum álver ka, og maður við að heldur að því Alcoa næsta ð það st að- hvað ruvísi ur við istök, erum m við bíða,“ um að slend- a fleiri erum í ð í sí- m geri rtækj- arlegu kkur í m út- í hvað ð eru, mengun frá u samhengi Morgunblaðið/Sverrir Jean-Pierre Gilardeau, stjórnarformaður Alcoa- Fjarðaáls (t.v.), og Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa-Fjarðaáls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.