Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 19 ERLENT Kanebo kynning í dag, föstudag og á morgun, laugardag, í Hygeu Kringlunni Hægt er að panta tíma í förðun. Sérfræðingar veita húðgreiningu og kynna það allra nýjasta frá Kanebo. Spennandi kynningartilboð. K R I N G L U N N I S í m i 5 3 3 4 5 3 3 Forrétta- hlaðborð Fiskbúðin Vör Höfðabakka 1 s: 587 5070 Risarækja Hörpuskel Túnfiskur Humar Silvio Berlusconi er auðugastimaður Ítalíu og forsætis-ráðherra langlífustu rík-isstjórnar landsins frá síð- ari heimsstyrjöld. Hann hefur því hlotið sess meðal merkustu stjórn- málamanna í sögu Ítalíu og ef hægt væri að mæla persónutöfra og sjálfs- traust stjórnmálamanna yrði hann væntanlega efstur á blaði. Sjálfur hefur hann líkt sér við Winston Churchill og Napóleon og jafnvel lýst sér sem „Jesú Kristi stjórnmál- anna“. Berlusconi, sem er 69 ára, hefur verið forsætisráðherra frá júní 2001 og telst það mikið afrek í ljósi þess að ítalskar ríkisstjórnir hafa þótt langlífar endist þær lengur en í eitt ár. Styrkur Berlusconis sem stjórn- málamanns byggist fyrst og fremst á þokka hans, eldmóði og óbifanlegu sjálfstrausti. Hann virðist hafa talið að persónutöfrarnir myndu tryggja honum sigur í þingkosningunum á Ítalíu á sunnudag og mánudag. Skoðanakannanir benda þó til þess að hann eigi undir högg að sækja og að vinstri- og miðflokkarnir hafi náð allt að fimm prósentustiga forskoti þegar rúm vika var til kosninga. Þetta mótlæti virðist hafa farið í skapið á forsætisráðherranum því að hann hefur þótt taugaspenntur, ön- ugur og jafnvel dónalegur á loka- spretti kosningabaráttunnar. „Fyllibytta“ gegn „nytsamlegum fábjána“ Reyndar hefur kosningabaráttan verið hatrömm og forsætisráð- herraefni vinstriflokkanna, Romano Prodi, hefur líka verið hortugur. Prodi, sem er 66 ára, er fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu og forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins. Prodi og Berlusconi spöruðu ekki svívirðingarnar í síðari sjónvarps- kappræðum þeirra á mánudags- kvöld. „Forsætisráðherrann ríg- heldur í tölfræðilegu upplýsingarnar eins og fyllibytta heldur í ljósastaur – ekki til upplýsingar, heldur til að halda sér standandi,“ sagði Prodi. „Ég sætti mig ekki við þetta. Sýndu forsætisráðherranum virðingu,“ svaraði Berlusconi. „Leyfið mér að svara ummælum Prodis um fylli- byttuna með því að segja að Prodi sé eins og nytsamlegur fábjáni – hann hefur lánað vinstrimönnum glað- vært prestsandlitið og um 70% þeirra eru fyrrverandi kommún- istar.“ Mikið fjaðrafok varð daginn eftir kappræðurnar þegar Berlusconi notaði dónalegt orð til að lýsa kjós- endum vinstriflokkanna, sagði þá „heimska punga“. Í kosningabaráttunni hefur Ber- lusconi meðal annars líkt sér við Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands í síðari heimsstyrjöldinni. „Ég berst gegn kommúnismanum á sama hátt og Churchill berst gegn nasismanum,“ sagði hann. Þegar forsætisráðherrann var beðinn að lýsa árangri ríkisstjórnar sinnar síðustu fimm árin svaraði hann: „Aðeins Napóleon hefur áork- að meiru.“ Berlusconi lýsti sér sem „Jesú Kristi stjórnmálanna“ og skírskotaði til þrautseigju sinnar og fórna fyrir ítölsku þjóðina þegar hann hefði staðið frammi fyrir „ofsóknum“ sak- sóknara og fjölmiðla sem væru á bandi vinstriflokkanna. Enginn hagvöxtur Efnahagsleg stöðnun er helsta ástæðan fyrir því að Berlusconi og stjórn hans eiga í vök að verjast í kosningabaráttunni. Hagvöxturinn var 1,1% árið 2004 og 0,0% á síðasta ári. Nokkrir hagfræðingar og fjöl- miðlar hafa jafnvel spáð efnahags- legum samdrætti. Berlusconi hefur lýst slíkum við- vörunum sem samsæri vinstrisinn- aðra fjölmiðla um að koma stjórninni frá völdum. Hann bendir til að mynda á að atvinnuleysið hefur minnkað, er nú um 8%, og fleiri Ítal- ir búa í eigin húsnæði en nokkru sinni fyrr. Stjórnin bendir einnig á að mörg smá og meðalstór fyrirtæki standa enn vel að vígi á Ítalíu og nokkur stórfyrirtæki, þeirra á meðal Fiat, eru að rétta úr kútnum eftir nokkur erfið ár. Berlusconi hefur einkum kennt háu gengi evrunnar gagnvart doll- arnum um efnahagslegu stöðnunina og sagt að gengisþróunin síðustu fjögur árin hafi orðið til þess að sam- keppnisstaða evrópskra fyrirtækja hafi stórversnað. Berlusconi er einnig ósáttur við stöðugleikasáttmála Evrópusam- bandsins sem kveður meðal annars á um að fjárlagahallinn megi ekki vera meiri en 3% af vergri landsfram- leiðslu. Fjárlagahallinn á Ítalíu er nú um 4% af landsframleiðslunni þar sem útgjöld ríkisins hafa aukist en skatttekjurnar minnkað. Forsætisráðherrann segist þurfa fimm ár í viðbót til að „færa Ítalíu frá miðöldum til nútímans“ og sakar vinstriflokkana um að undirbúa skattahækkanir sem bitni verst á miðstéttarfólki. „Napóleon“ Ítalíu á undir högg að sækja Reuters Silvio Berlusconi forsætisráðherra á kosningafundi flokks síns, Forza Italia, í Róm í fyrradag. ’Berlusconi lýsti sérsem „Jesú Kristi stjórn- málanna“ og skírskotaði til þrautseigju sinnar og fórna fyrir ítölsku þjóð- ina þegar hann hefði staðið frammi fyrir „of- sóknum“ saksóknara.‘ Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.