Morgunblaðið - 07.04.2006, Page 19

Morgunblaðið - 07.04.2006, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2006 19 ERLENT Kanebo kynning í dag, föstudag og á morgun, laugardag, í Hygeu Kringlunni Hægt er að panta tíma í förðun. Sérfræðingar veita húðgreiningu og kynna það allra nýjasta frá Kanebo. Spennandi kynningartilboð. K R I N G L U N N I S í m i 5 3 3 4 5 3 3 Forrétta- hlaðborð Fiskbúðin Vör Höfðabakka 1 s: 587 5070 Risarækja Hörpuskel Túnfiskur Humar Silvio Berlusconi er auðugastimaður Ítalíu og forsætis-ráðherra langlífustu rík-isstjórnar landsins frá síð- ari heimsstyrjöld. Hann hefur því hlotið sess meðal merkustu stjórn- málamanna í sögu Ítalíu og ef hægt væri að mæla persónutöfra og sjálfs- traust stjórnmálamanna yrði hann væntanlega efstur á blaði. Sjálfur hefur hann líkt sér við Winston Churchill og Napóleon og jafnvel lýst sér sem „Jesú Kristi stjórnmál- anna“. Berlusconi, sem er 69 ára, hefur verið forsætisráðherra frá júní 2001 og telst það mikið afrek í ljósi þess að ítalskar ríkisstjórnir hafa þótt langlífar endist þær lengur en í eitt ár. Styrkur Berlusconis sem stjórn- málamanns byggist fyrst og fremst á þokka hans, eldmóði og óbifanlegu sjálfstrausti. Hann virðist hafa talið að persónutöfrarnir myndu tryggja honum sigur í þingkosningunum á Ítalíu á sunnudag og mánudag. Skoðanakannanir benda þó til þess að hann eigi undir högg að sækja og að vinstri- og miðflokkarnir hafi náð allt að fimm prósentustiga forskoti þegar rúm vika var til kosninga. Þetta mótlæti virðist hafa farið í skapið á forsætisráðherranum því að hann hefur þótt taugaspenntur, ön- ugur og jafnvel dónalegur á loka- spretti kosningabaráttunnar. „Fyllibytta“ gegn „nytsamlegum fábjána“ Reyndar hefur kosningabaráttan verið hatrömm og forsætisráð- herraefni vinstriflokkanna, Romano Prodi, hefur líka verið hortugur. Prodi, sem er 66 ára, er fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu og forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins. Prodi og Berlusconi spöruðu ekki svívirðingarnar í síðari sjónvarps- kappræðum þeirra á mánudags- kvöld. „Forsætisráðherrann ríg- heldur í tölfræðilegu upplýsingarnar eins og fyllibytta heldur í ljósastaur – ekki til upplýsingar, heldur til að halda sér standandi,“ sagði Prodi. „Ég sætti mig ekki við þetta. Sýndu forsætisráðherranum virðingu,“ svaraði Berlusconi. „Leyfið mér að svara ummælum Prodis um fylli- byttuna með því að segja að Prodi sé eins og nytsamlegur fábjáni – hann hefur lánað vinstrimönnum glað- vært prestsandlitið og um 70% þeirra eru fyrrverandi kommún- istar.“ Mikið fjaðrafok varð daginn eftir kappræðurnar þegar Berlusconi notaði dónalegt orð til að lýsa kjós- endum vinstriflokkanna, sagði þá „heimska punga“. Í kosningabaráttunni hefur Ber- lusconi meðal annars líkt sér við Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands í síðari heimsstyrjöldinni. „Ég berst gegn kommúnismanum á sama hátt og Churchill berst gegn nasismanum,“ sagði hann. Þegar forsætisráðherrann var beðinn að lýsa árangri ríkisstjórnar sinnar síðustu fimm árin svaraði hann: „Aðeins Napóleon hefur áork- að meiru.“ Berlusconi lýsti sér sem „Jesú Kristi stjórnmálanna“ og skírskotaði til þrautseigju sinnar og fórna fyrir ítölsku þjóðina þegar hann hefði staðið frammi fyrir „ofsóknum“ sak- sóknara og fjölmiðla sem væru á bandi vinstriflokkanna. Enginn hagvöxtur Efnahagsleg stöðnun er helsta ástæðan fyrir því að Berlusconi og stjórn hans eiga í vök að verjast í kosningabaráttunni. Hagvöxturinn var 1,1% árið 2004 og 0,0% á síðasta ári. Nokkrir hagfræðingar og fjöl- miðlar hafa jafnvel spáð efnahags- legum samdrætti. Berlusconi hefur lýst slíkum við- vörunum sem samsæri vinstrisinn- aðra fjölmiðla um að koma stjórninni frá völdum. Hann bendir til að mynda á að atvinnuleysið hefur minnkað, er nú um 8%, og fleiri Ítal- ir búa í eigin húsnæði en nokkru sinni fyrr. Stjórnin bendir einnig á að mörg smá og meðalstór fyrirtæki standa enn vel að vígi á Ítalíu og nokkur stórfyrirtæki, þeirra á meðal Fiat, eru að rétta úr kútnum eftir nokkur erfið ár. Berlusconi hefur einkum kennt háu gengi evrunnar gagnvart doll- arnum um efnahagslegu stöðnunina og sagt að gengisþróunin síðustu fjögur árin hafi orðið til þess að sam- keppnisstaða evrópskra fyrirtækja hafi stórversnað. Berlusconi er einnig ósáttur við stöðugleikasáttmála Evrópusam- bandsins sem kveður meðal annars á um að fjárlagahallinn megi ekki vera meiri en 3% af vergri landsfram- leiðslu. Fjárlagahallinn á Ítalíu er nú um 4% af landsframleiðslunni þar sem útgjöld ríkisins hafa aukist en skatttekjurnar minnkað. Forsætisráðherrann segist þurfa fimm ár í viðbót til að „færa Ítalíu frá miðöldum til nútímans“ og sakar vinstriflokkana um að undirbúa skattahækkanir sem bitni verst á miðstéttarfólki. „Napóleon“ Ítalíu á undir högg að sækja Reuters Silvio Berlusconi forsætisráðherra á kosningafundi flokks síns, Forza Italia, í Róm í fyrradag. ’Berlusconi lýsti sérsem „Jesú Kristi stjórn- málanna“ og skírskotaði til þrautseigju sinnar og fórna fyrir ítölsku þjóð- ina þegar hann hefði staðið frammi fyrir „of- sóknum“ saksóknara.‘ Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.