Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TILRÆÐI Í COLOMBO Sarath Fonseka, hershöfðingi og yfirmaður hersins á Sri Lanka, lá í gær alvarlega særður á sjúkrahúsi í Colombo, höfuðborg landsins, eftir sjálfsmorðsárás. Talið er að kona, liðsmaður tamílsku Tígranna, hafi verið að verki en árásina gerði hún inni á öryggissvæði við höfuðstöðvar hersins. Fögnuður í Katmandú Tugir eða jafnvel hundruð þús- unda manna flykktust út á götur í Katmandú í Nepal í gær til að halda upp á „Sigurdaginn“, sigur fólksins yfir Gyanendra konungi. Orban býðst til afsagnar Viktor Orban, leiðtogi stjórn- arandstöðunnar í Ungverjalandi, hefur boðist til að segja af sér en hann hefur nú tapað tvennum kosn- ingum í röð. Viðræðuslit Upp slitnaði úr viðræðum Sam- taka fyrirtækja í heilbrigðisrekstri og fulltrúa starfsmanna Eflingar um kjör ófaglærðra starfsmanna hjúkr- unarheimila í gær. Gert er ráð fyrir uppsögnum og setuverkfalli strax á föstudaginn. Matvælaverð hvergi hærra Mikilvægt er að einfalda sem mest skattlagningu matvæla, fella niður skatta og útrýma undanþágukerfi, sagði Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra á aðalfundi Samtaka at- vinnulífsins í gær. Hann sagði verðmælingar Hag- stofunnar og útreikninga hagstofu Evrópusambandsins og OECD hafa sýnt að matvælaverð væri hvergi í Evrópu hærra en hér á landi. NASA í Skaftárkatla Hópur íslenskra og erlendra vís- indamanna meðal annars frá NASA, Bandarísku geimferðastofnuninni, undirbýr rannsóknarleiðangur að Skaftárkötlum. Aðild NASA tengist rannsóknum á Mars. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 26/27 Fréttaskýring 8 Bréf 26 Viðskipti 13 Minningar 27/33 Erlent 14/15 Myndasögur 36 Minn staður 16 Dagbók 36/39 Höfuðborgin 17 Víkverji 36 Akureyri 18 Staður og stund 38 Landið 18 Leikhús 40 Suðurnes 19 Bíó 42/45 Daglegt líf 20/21 Ljósvakamiðlar 46 Menning 22, 40/45 Veður 47 Forystugrein 24 Staksteinar 47 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " # $ %           &         '() * +,,,                       ANAK Aldin, Íslendingur sem bú- settur hefur verið í Svíþjóð und- anfarin 14 ár, hefur undanfarnar tvær vikur verið staddur í Dahab í Egyptalandi, en þrjár sprengjur sprungu þar síðasta þriðjudag með þeim afleiðingum að 23 létust og tug- ir manna særðust. Hann er þar staddur ásamt sænskri unnustu sinni, Kerstin Hellman, en þau ákváðu að gifta sig einni klukku- stund eftir hörmungarnar. Anak sagðist í samtali við Morg- unblaðið hafa verið staddur hinum megin í bænum þegar sprenging- arnar dundu yfir, en hann hefði fljót- lega áttað sig á því að eitthvað mikið hafði gerst. Mikill samhugur „Eftir sprenginguna var allt ró- legt í um 10 sekúndur en þá fór allt af stað. Fólk vissi ekki hvað hafði gerst eða hvað það átti að gera og allir byrjuðu að flýja bæinn.“ Hann sagði það hafa verið eftirtektarvert hversu mikinn samhug íbúar borg- arinnar sýndu þegar ljóst var hversu hræðilegur atburður hafði átt sér stað. Hann sagði að sjúkrabílar hefðu verið á fleygiferð um bæinn og flutt særða og mikil ringulreið hefði myndast. Mitt í ringulreiðinni, um klukku- stund eftir sprengingarnar, ákváðu Anak og Kerstin að gifta sig að bedúínskum sið. Brúðkaup þeirra bar skyndilega að, en þau hafa ein- ungis þekkst í tæplega fjórar vikur. Þau kynntust á tantra-námskeiði í Svíþjóð 1. apríl síðastliðinn og segir Anak að sambandið hafi þróast hratt og tíu dögum síðar hafi þau verið komin til Egyptalands þar sem þau hafi eytt talsverðum tíma í eyði- mörkinni við hugleiðslu og tilbeiðslu. Aðspurður hvers vegna þau hafi ákveðið að gifta sig svo skömmu eftir hörmungarnar sagði Anak að mik- ilvægt væri að sýna kærleik við slík- ar aðstæður „Það var mikilvægt fyr- ir mig að sýna bedúínunum og Egyptunum að fólk gifti sig í kærleik aðeins klukkustund eftir að þeirra staður er sprengdur og fólk veit ekki hvað það á að gera. Ég vildi bara vísa þeim á kærleikann, ef við trúum á kærleikann verður ekki meira stríð.“ Hann sagði að heimamenn hefðu verið hissa á brúðkaupinu. „Þeir spurðu allir „Hvað eruð þið að gera? Það er fullt af fólki sem er dáið og það er verið að sprengja hérna.“ Ég sagðist skilja það vel en spurði á móti: Eigum við að hætta að trúa á kærleikann og verða reiðir og hefna? Með þessu vildi ég sýna bedúínunum að hvað sem gerist, þá trúum við alltaf á kærleikann,“ og bætti hann því við að heimamenn hefðu verið mjög ánægðir með þetta viðhorf. Anak sagðist ekki vera viss um hversu lengi hann mundi dveljast í Dahab, en bærinn er nánast tómur eftir hörmungarnar. Allir ferðamenn væru nánast horfnir, en hann taldi mikilvægt að vera þarna lengur til að sýna fram á að það væri óhætt, því Dahab hefur mestar tekjur af ferðamannaþjónustu. Að lokum bað Anak um að allir Íslendingar hugs- uðu hlýlega til Dahab, þar væri þess þörf. Giftu sig í Dahab klukku- stund eftir sprengingarnar Ljósmynd/Arne Lapidus Anak Aldin ásamt eiginkonu sinni Kerstin Hellman í Dahab í Egyptalandi. Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson siggip@mbl.is ÁKÆRÐU munu líklega allir krefj- ast þess að endurákæru í Baugsmál- inu verði vísað frá dómi þegar málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Einn ákærðu mun að líkindum einnig fara fram á að dómari í málinu víki sæti þar sem hann hefur áður komið að Baugsmálinu. Mál ríkislögreglustjóra gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Jóni Gerald Sullenberger og Tryggva Jónssyni verður þingfest í héraðsdómi á morgun, en um er að ræða endur- ákæru í hinu svokallaða Baugsmáli gegn tveimur af þeim sex sem upp- haflega voru ákærðir, auk Jóns Ger- alds sem ekki var ákærður fyrr en nú. Við þingfestinguna verður ákærðu kynnt ákæran, auk þess sem tíma- setning aðalmeðferðar í málinu verð- ur líklega ákveðin. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, segir að bæði hann og Jakob Möller, verjandi Tryggva, muni krefjast þess að þeim þætti málsins sem snýr að þeirra umbjóðendum verði vísað frá dómi. Þetta staðfesti Jakob í samtali við Morgunblaðið. Brynjar Níelsson, verjandi Jóns Geralds, segir að líklegt sé að hann muni einnig krefjast frávísunar á þeim þætti málsins sem snýr að Jóni Gerald, en ekki hafi verið ákveðið endanlega hvort svo verði. Einnig sé líklegt að gerð verði krafa um að Arngrímur Ísberg, héraðsdómari, víki sæti í málinu, þar sem hann hafi dæmt í öðrum hluta Baugsmálsins, þar sem Jón Gerald hafi verið kall- aður fyrir sem vitni. Ákærðu munu krefjast frávísunar þegar Baugsmálið verður þingfest að nýju í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun Krafa líklega gerð um að dómari víki sæti ÁRLEG prestastefna þjóðkirkj- unnar hófst í gærkvöldi en að þessu sinni er hún haldin í Keflavíkur- kirkju. Meðal efnis í gær var setn- ingarræða Karls Sigurbjörnssonar, biskups Íslands, en helstu málefni í ár tengjast trúnni og hinni opin- beru umræðu og áherslum í kær- leiksþjónustu kirkjunnar árin 2006–2007. Við upphaf prestastefnunnar í gærkvöldi var stór hópur fólks saman kominn við Keflavíkurkirkju til að mótmæla skipan nýs sókn- arprests við kirkjuna á dögunum. Bar fólkið mótmælaspjöld með margvíslegum áletrunum. Karl Sig- urbjörnsson biskup ávarpaði fólkið og kvaðst vona að prestarnir tveir, sem ráðnir væru til starfa við söfn- uðinn, myndu vinna vel saman að safnaðarstarfinu í framtíðinni. Ljósmynd/Ellert Grétarsson Mótmæli í Keflavík HLUTABRÉF hækkuðu í verði í Kauphöll Íslands í gær. Þá hækkaði krónan einnig. Er þetta annar dagurinn í röð, sem bæði hlutabréf og krónan hækka. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,21% og var 5641 stig við lokun markaða. Bréf Bakkavarar hækkuðu um 3,5%, bréf Atorku hækkuðu um 2,7% og bréf KB banka um 1,83%. Bréf Flögu lækkuðu um 1,23% og bréf Vinnslustöðvarinnar um 1,18%. Viðskipti með hlutabréf námu 3,9 milljörðum, þar af 945 millj- ónum með bréf KB banka. Krónan styrktist um 1,68% í 33,7 milljarða króna viðskiptum á millibankamarkaði í gær, en gengisvísitalan fór úr 130,8 stigum í 128,6. Hlutabréf og króna hækka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.