Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„MAÐUR sá lögregluna hlaupa á
eftir mönnum og berja þá með kylf-
um og heyrði skothvelli,“ segir
Kjartan Hallgeirsson einn úr hópi
Íslendinga sem lenti í hringiðu
mótmæla og útgöngubanns í
Katmandú, höfuðborgar Nepals,
fyrir síðustu helgi. Hann komst
hvergi þá tvo daga sem hann dvaldi
innan veggja hótels síns og síma-
samskipti við umheiminn voru einn-
ig afar stirð.
Kjartan var í Katmandú ásamt
vinum sínum á heimleið eftir vel
heppnaða heimsókn til vinahjóna
sem búsett eru í Nepal og létu
pússa sig saman nokkru fyrr. En
þegar á hótelið kom voru mótmæli
gegn konungi landsins hafin og út-
göngubannið sett á.
„Þegar við komum aftur til
Katmandú föstudaginn 21. apríl
voru mjög mikil mótmæli í borginni
og útgöngubann,“ segir Kjartan.
„Hótelið var í alfaraleið mótmæla-
göngunnar og maður horfði á mót-
mælendurna ganga framhjá. Dag-
inn eftir var mun meira ofbeldi
þegar lögreglan beitti táragasi og
skaut gúmmíkúlum. En við náðum
að laumast út á flugvöll í sérstökum
flugvallarútum sem lögreglan sá
um að stýra til að koma fólki út á
völl, því það var lokað fyrir alla
flutninga. Ferðaskrifstofurnar
máttu ekki vera með neina starf-
semi og það var því mikil gleði fólg-
in í því að komast á flugvöllinn.
En á meðan á mótmælunum stóð,
sátum við föst inni á hóteli. Maður
sat í hótelgarðinum og drakk gin
og tónik um leið og maður heyrði
skothvelli og fann lykt af táragasi
og brennandi dekkjum. Sumir
laumuðust út til að kíkja á þetta en
ég horfði á atburðina af hótelsvöl-
unum.“
Kjartan segir allt hafa verið frið-
samt fram að þessu en síðan hafði
ofbeldið aukist. Þá var lögreglan
mjög áfram um að greiða leið
ferðamanna með því að skutla þeim
hingað og þangað.
Fyrir utan útgöngubann og mikil
læti utan veggja hótelsins, var
Kjartan og fleiri landar hans í
vandræðum með að ná síma-
sambandi við umheiminn. Það
bjargaðist þó með því að hægt var
að senda tölvupóst heim til Íslands.
„Gsm símtöl voru bönnuð á tímabili
en síðasta daginn hafði verið kveikt
aftur á sambandinu. Hins vegar
vildi svo „skemmtilega“ til að
hvorki Landssíminn né OgVoda-
fone virðast vera með samninga við
Nepal. Það var því sambandslaust
hjá okkur Íslendingunum. Og ein-
hverra hluta vegna var ekki hægt
að hringja utanlandssímtöl af hót-
elinu þannig að eina boðleiðin til Ís-
lands var með tölvupósti. En þarna
voru danskir hótelgestir með far-
síma sem virkuðu,“ segir Kjartan
og telur það umhugsunarefni hvers
vegna ekki sé hægt að nota farsíma
íslensku farsímafélaganna í Nepal.
Íslendingar lentu í hringiðu hinna mannskæðu mótmæla í Katmandú í Nepal
„Heyrði skothvelli og
fann lykt af táragasi“
Íslendingarnir voru ásamt Bretum og Dönum fastir á hótelinu.
36 ÁRA karlmaður fékk 4 mánaða
skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær fyrir að stofna lífi
lögreglumanns í hættu með því að
aka bíl á hann og slá hann í kviðinn í
vesturbæ Reykjavíkur í mars 2005.
Lögreglumaðurinn var að reyna
hindra akstur mannsins og stóð fram-
an við bíl hans þegar maðurinn hugð-
ist aka inn í bílskúr. Var ökumaður-
inn ölvaður og játaði sakir þar um.
Dómurinn taldi að maðurinn hefði
skilyrðislaust átt að hlýða lögreglu-
manninum um að skrúfa niður bílrúð-
una til að ræða við hann. Þeim fyr-
irmælum hlýddi hann ekki heldur
gerði sig líklegan til að aka bílnum.
Dómurinn taldi háttsemi ákærða
hins vegar háskalega og taldi hann
hafa stofnað lífi og heilsu lögreglu-
mannsins við skyldustörf í hættu.
Lögreglumaðurinn var í umrætt
sinn með lögreglukonu á vakt og
höfðu þau veitt manninum eftirför
vegna gruns um ölvun við akstur.
Endaði það með fyrrgreindum afleið-
ingum og komu þau handjárnum á
manninn eftir að lögreglumaðurinn
greip til þess að úða lögregluúða
framan í hann. Ákærði sagðist hafa
ætlað að keyra inn í bílskúrinn og tala
síðan við lögregluna en vissi ekki
hvers vegna hann fór ekki fyrst út úr
bílnum. Hefði hann orðið hræddur
þegar lögreglumaðurinn var kominn
hálfur inn í bílinn og sá lögreglukon-
una síðan koma inn í bílageymsluna.
Sagðist ákærði hafa sett fyrir sig
hendur og farið út úr bílnum en ekk-
ert séð. Hugsanlegt taldi hann að
hendur hans hefðu farið í kvið lög-
reglumannsins á þeirri stundu.
Lögreglumaðurinn sagði ákærða
hafa rifið fast í sig og haldið í sig þeg-
ar inn í bílageymsluna var komið og
slegið sig úr ökumannssætinu. Sagð-
ist hann hafa upplifað atburði eins og
um hættulega árás hefði verið að
ræða og því brugðist við eins og lög-
reglumönnum væri kennt að gera.
Ákærði var að auki sviptur ökuleyfi
í tvö ár og dæmdur til að greiða lög-
reglumanninum 190 þús. í bætur.
Símon Sigvaldason héraðsdómari
dæmdi málið. Verjandi var Sigmund-
ur Hannesson hrl. og sækjandi Kol-
brún Sævarsdóttir.
Talinn hafa stofnað lífi
lögreglumanns í hættu
SKAFTÁRHLAUP eru í rénun og er
gert ráð fyrir að vatnsmagn í Skaftá
verði komið í eðlilegt horf þegar líð-
ur á vikuna. Ljóst er að hlaupið nú
kom úr eystri katlinum, en flogið var
yfir Vatnajökul í fyrsta skipti í gær
eftir hlaupið. Þetta er eitt af stærstu
Skaftárhlaupum sem vitað er um.
Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur
á Orkustofnun, sem flaug yfir hlaup-
ið í gær, sagði að þetta hlaup væri
með líku sniði og fyrri hlaup og fátt
sem kæmi á óvart í þeim efnum, ann-
að en það hvernig hlaupið hefði
komið fram, það hefði sprottið upp
úr jöklinum en ekki komið einungis
undan jaðri hans.
Oddur sagði að þetta hlaup nú
væri með þeim stærstu sem vitað
væri um. Svo mikið væri ljóst, en
endanlegar tölur um stærð þess
lægju ekki fyrir enn og því ekki
hægt að segja nákvæmlega hvar það
væri í röðinni, að svo komnu.
Oddur sagði að sigketillinn sem
myndast hefði í jöklinum eftir hlaup-
ið væri gríðarstór. Þvermál ketilsins
væri tveir og hálfur til þrír kílómetr-
ar og jökullinn væri ennþá að síga.
Gera mætti ráð fyrir að rúmmálið
væri þriðjungur úr rúmkílómetra,
en flatarmál ketilsins gæti verið
tæpir tíu ferkílómetrar.
Oddur sagði að rúmlega tvö ár
liðu á milli hlaupa úr hvorum katli
og að jafnaði kæmu því hlaup í
Skaftá næstum árlega. Áberandi
stærri hlaup kæmu yfirleitt úr eystri
katlinum, því þar væri jarðhitinn
greinilega meiri. „Þetta hreytir úr
sér halanum þegar líður á vikuna,“
sagði Oddur er hann var spurður
hvenær þess væri að vænta að
hlaupið tæki enda. Morgunblaðið/RAX
Sigketill sem er 2,5–3 km í þvermál