Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 11
MIKILVÆGT er fyrir smærri þjóðir sem setjast í öryggisráð SÞ að yfirstíga smæð sína, að mati Þrastar Freys Gylfasonar stjórn- málafræðings, en síðastliðinn mánudag flutti hann erindi í mið- stöð Sameinuðu Þjóðanna við Laugaveg undir yfirskriftinni Hvernig smá ríki geta unnið í ör- yggisráði SÞ. Í máli Þrastar kom fram að margt kæmi í veg fyrir að smærri ríki í öryggisráðinu gætu haft áhrif og nefndi hann meðal annars smæð fastanefnda og utanríkis- þjónustu smærri ríkja sem dæmi, en erfitt væri fyrir starfsfólk þeirra að afla, greina eða nýta upplýsingar um alla þá mála- flokka sem öryggiráðið hefur til meðferðar. Hann benti á því til sönnunar að stór ríki á borð við Bandaríkin hefðu um 128 manns í sinni fastanefnd en meðalfasta- nefnd væri skipuð um 10 manns. Hann benti þó á að mörg smærri ríki gætu hópað sig saman innan öryggisráðsins og unnið saman að málaflokkum en það væri þó erfitt þar sem kjörnu ríkin 10 í öryggisráðinu væru frá mismunandi svæðum í heiminum og gættu mismunandi hagsmuna. Taka frumkvæði í 1–2 málum Þröstur taldi að til að svo smá- ar þjóðir gætu haft áhrif í örygg- isráðinu yrðu þær að geta yfir- stigið smæð sína. Þær ættu að taka frumkvæði í 1–2 málum sem stærri þjóðir gætu svo tekið upp að lokinni setu þeirra í ráðinu. Gera þyrfti tímabundna samninga við innlendar og erlendar stofn- anir um stríðs- og friðarmál sem gætu veitt ráðgjöf og benti Þröst- ur á að margar stofnanir sér- hæfðu sig í málefnum öryggis- ráðsins. Einnig minntist Þröstur á mikilvægi þess að hafa góðan sendiherra í ráðinu. Mikilvægt er að hafa öflugan sendiherra Hann þyrfti að hafa mikinn og sterkan persónuleika, sterka nær- veru og útgeislun auk þess að hafa hæfileika til þess að ráða gott starfsfólk í fastanefndina og nefndi hann þar sem dæmi sendi- herra Singapúr sem þótti aðsóps- mikill í sendiherratíð sinni. Auk þess sagði Þröstur að mikilvægt væri fyrir smærri þjóðir að vera vel að sér í þingsköpum örygg- isráðsins, en margar þjóðir hefðu virst vanbúnar að því leyti. Smáþjóðirnar þurfa að yfirstíga smæð sína í öryggisráði SÞ Þröstur Freyr Gylfason 128 manns starfa í fastanefnd Bandaríkjanna Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson siggip@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 11 FRÉTTIR REKSTUR borgarsjóðs og fyrir- tækja Reykjavíkurborgar skilaði 5.140 mkr. afgangi í fyrra en gert hafði verið ráð fyrir 417 milljóna króna rekstrarhalla. Helstu ástæður fráviksins eru gengis- hagnaður og lægri rekstrarkostn- aður, að því er fram kom þegar Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, kynnti í gær árs- reikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2005. Í fjárhagsáætlun ársins 2005 var gert ráð fyrir því að hagnaður borgarsjóðs fyrir afskriftir og líf- eyrisskuldbindingar væri 2,3 milljarðar króna en niðurstaða ársins er hagnaður að fjárhæð 3,4 milljarðar króna. Niðurstaða áætlunar gerði ráð fyrir halla að fjárhæð 776 milljónir króna í rekstri borgarsjóðs en halli varð 125 milljónir króna. Fram kom að meginskýringin á betri niðurstöðu í afkomu fyrir afskriftir og lífeyr- isskuldbindingar væri sú að tekjur ársins urðu um 313 milljónum króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þá varð launakostnaður 305 milljónum króna lægri og annar rekstrarkostnaður 560 milljónum króna lægri. Skýringin á frávikum í launum liggur einkum í því að mótframlag vegna lífeyrissparn- aðar varð 170 milljónum króna lægra en áætlanir gerðu ráð fyrir og þá tókst ekki að manna stöður í þjónustu við íbúa síðastliðið haust, að því er fram kom þegar árs- reikningurinn var kynntur. Steinunn Valdís kvaðst nú kynna ársreikning borgarinnar með miklu stolti. „Bestu meðmæl- in með þessum ársreikningi og fjárhagsáætlun Reykjavíkurborg- ar endurspeglast í loforðum allra þeirra flokka sem bjóða fram til borgarstjórnar núna í þessum kosningum. Það er verið að boða lækkun fasteignaskatta, lækkun leikskólagjalda og ýmsir eru að boða lækkun útsvars svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta sýnir og stað- festir meðmæli með fjármála- stjórn borgarinnar,“ sagði Stein- unn Valdís. Skuldir rúmur 21 milljarður króna í árslok Borgarstjóri lagði áherslu á það þegar hún kynnti ársreikninginn að hreinar skuldir borgarsjóðs hefðu lækkað um einn og hálfan milljarð. Þá lækkuðu heildar- skuldir borgarinnar í fyrra um 605 milljónir króna, en þær námu í árslok 21.073 mkr., eða um 184 þúsund krónum á hvern borgar- búa. Fram kom hjá borgarstjóra að meðaltalið hjá öðrum sveitar- félögum væri 334 þúsund krónur. Heildarskuldir samstæðu Reykjavíkurborgar, þar sem lán- tökur Orkuveitunnar vegna virkj- unarframkvæmda vega þyngst hækkuðu um 10,1 milljarð króna og nema nú 78,4 milljörðum króna. Eignir borgarsjóðs eru nú metnar á 88,8 milljarða króna en eignir samstæðunnar nema 214,4 milljörðum króna. Borgarstjóri benti á fundinum á að áætlana- gerð borgarinnar stæðist og að rekstur málaflokka væri alls um 1.163 mkr. undir áætlunum, sam- kvæmt ársreikningnum. Þetta kæmi þó ekki aðeins til af góðu, enda hefði ekki tekist að ráða í all- ar lausar stöður. Fram kom þegar ársreikning- urinn var kynntur að afkoma borgarsjóðs var 651 milljón króna betri á árinu 2005 en fjárhags- áætlun gerði ráð fyrir. Steinunn Valdís sagði á fundinum að staða borgarsjóðs væri langbesti mæli- kvarðinn á skuldir Reykjavíkur- borgar og sveitarfélaga. „Það dettur ekki nokkrum manni í hug þegar rætt er um fjármál ríkis- sjóðs að taka þar inn skuldbind- ingar eða skuldir Landsvirkjunar og tala um það sem skuldir rík- issjóðs, en það er það sem ýmsir kjósa að gera þegar rætt er um fjármál borgarinnar,“ sagði hún. Lífeyrisskuld- binding hækkar Lífeyrisskuldbinding hækkaði um 1.323 mkr. meira en áætlun gerði ráð fyrir. Meginástæða þessa er að forsendum um ævilík- ur og örorkumat var breytt í árs- lok 2004 eftir að áætlun ársins 2005 var samþykkt, að því er fram kemur í tilkynningu sem Reykja- víkurborg sendi Kauphöll Íslands vegna ársreikningsins í gær. Steinunn Valdís rakti einnig helstu frávik frá fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2005. Þar kom meðal annars fram að skatt- tekjur urðu 294 mkr. hærri en áætlun gerði ráð fyrir og að fjár- magnsliðir urðu jákvæðir um 2.761 mkr., sem er 930 mkr. betri útkoma en áætlun gerði ráð fyrir. Borgarstjóri kynnti ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2005 Kosningaloforð meðmæli með ársreikningnum Morgunblaðið/Eyþór Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri kynnti ársreikninga borgarinnar. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ÁRSREIKNINGUR Reykjavíkurborgar var tek- inn til fyrri umræðu á borgarstjórnarfundi í gær. Eftir kynningu Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra tók Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd- viti sjálfstæðismanna, til máls og gagnrýndi stjórnsýsluhætti meirihlutans harðlega. Vilhjálmur sagði þau vinnubrögð ekki boðleg að borgarfulltrúar hefðu ekki fengið ársreikninginn í hendur fyrr en um miðjan dag sl. sunnudag og á engan hátt væri hægt að ætlast til þess að á tveimur sólarhringum væri hægt að fara yfir hann með ítarlegum hætti. „Borgarstjóri hefur væntanlega legið yfir þessum reikningi vikum saman með sínum embættismönnum en borg- arfulltrúum, að minnsta kosti minnihlutans, hafa aðeins verið gefnir tveir dagar til þess að und- irbúa sig fyrir þessa umræðu.“ Vilhjálmur sagði tilganginn augljóslega þann að skapa borgarstjóra forskot í fjölmiðlaumræð- unni og tækifæri til að endurtaka innihaldslaust sjálfshól R-listans um fjármálastjórn meirihlut- ans. Hann sagði R-listann ýta á undan sér kostn- aðarhækkunum yfir á núverandi ár og benti á að gengishagnaður A hluta á árinu 2005 hafi verið 666 milljónir króna, en ljóst væri að gengistap sama hluta á þessu ári væri komið yfir einn millj- arð króna. „Það er dapurlegt að í því mikla góðæri sem hér á landi hefur ríkt á undanförnum árum skuli borg- arsjóður A hluti vera rekinn með halla. Aukinn hagvöxtur, lítil verðbólga og atvinnuleysi auk þeirrar staðreyndar að R-listinn hefur hækkað álagningu útsvars í hámark og skatttekjur borg- arinnar hafa aukist gífurlega, dugar það ekki til að endar nái saman,“ sagði Vilhjálmur en árs- reikningurinn bíður nú annarrar umræðu. Hugmynd F-lista hafnað Á fundinum í gær var einnig tekin fyrir tillaga Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa F-listans, um að horfið yrði frá fyrirætlunum um brottflutn- ing Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýrinni. Telur Ólafur engar flugtæknilegar og kostnaðarlegar raunhæfar hugmyndir um annan flugvöll á höf- uðborgarsvæðinu hafa komið fram. „Öll skynsamleg rök mæla gegn því að flugvöll- urinn víki fyrir allt að 20 þúsund manna byggð í Vatnsmýrinni. Slík ofurbyggð myndi leiða til þess að akstursferðum um Hringbrautina fjölgaði um 60 þúsund á sólarhring, sem myndi valda óleys- anlegri umferðarteppu í miðborg Reykjavíkur og gera aðgengi að Landspítala – háskólasjúkrahúsi illmögulegt,“ sagði Ólafur sem fór fram á að kosið yrði með nafnakalli. Fór svo að tillögunni var hafnað með fjórtán atkvæðum gegn einu. Stjórnsýsluhættir meirihlutans gagnrýndir Eftir Andra Karl andri@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.