Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 33
ing hennar við sig og ekki síst við skólagöngu sína þar sem hún hafði alltaf gefið óeigingjarnt af tíma sín- um þeim systkinunum til hjálpar. Það kom berlega í ljós í veikindum Sigrúnar að uppeldi hennar á börn- unum hafði tekist vel því þau voru hennar stoð og stytta þegar hún þurfti á að halda. Þau hjálpuðu henni við húsverkin og buðu henni og Jóa í mat þegar þannig stóð á. Eiginmaður Sigrúnar, Jói, hefur sýnt konu sinni einstaka væntum- þykju og umhyggju í þessum miklu veikindum. Megi Guð gefa fjölskyldu Sigrúnar styrk á þessum sáru tímamótum þegar þau kveðja móður, eiginkonu og ömmu. Gott er að vita til þess að þau halda vel saman og styrkja hvert annað. Megi Guð líka styrkja ömmu sem sér á eftir yngsta barni sínu rétt eftir að hún kvaddi hann afa. Afi tek- ur vel á móti Sigrúnu. Ég vildi að ég hefði vitað þegar ég kvaddi hana síðast að þetta væri mín síðasta kveðja til hennar en nú vil ég láta fylgja með litla bæn sem hún sendi afa þegar hann var að deyja: Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. Far þú í friði. Erla Geirsdóttir. Elsku Sigrún mín, mig langar að þakka þér vináttuna í nokkrum minningabrotum. Þú ert fyrsta vinkonan sem ég eignaðist á lífsleiðinni. Og einhvern veginn hélt ég þrátt fyrir veikindin þín að við hefðum alltaf nógan tíma. Ég var tveimur árum yngri og við urðum strax bestu vinkonur daginn sem ég, tveggja ára, skreið upp tröppurnar heima hjá þér. Nú ert þú farin og ég sit hér með gamla mynda- albúmið sem þú gafst mér þegar ég var tíu ára og hugurinn reikar og æskuárin renna hjá. Myndin sem mamma tók af okkur þar sem við er- um búnar að raða öllum dúkkunum okkar við dúkkuhúsið mitt gleður hjartað. Við svo flottar í pilsunum, skipt í miðju með spennur í hárinu. Eða myndin af okkur undir húsvegg hjá þér, svo fínar með skott og slauf- ur. Það var ýmislegt brallað, stund- um var farið upp í kirkjuholt með mjólk á flösku og nesti í bréfpoka. Þar var leikið í búleik allan daginn, rétt skroppið heim í hádegismat. Og hvað var hægt að dunda sér í mömmó, þú með vagninn og ég með kerruna, í hælaskóm og pilsum af mömmum okkar. Í minningunni var alltaf svo gott veður. Við vorum al- gjörar samlokur á þessum árum, jafnvel gleðigjafar fyrir umhverfið þegar við sátum uppi á girðingu og sungum hástöfum. Þegar þú flaugst til ömmu þinnar og afa í Vestmannaeyjum fannst mér tómlegt í Holtagerðinu. Ég öfundaði þig alltaf pínulítið að fara í flugvél og svo áttir þú flugvélabrjóstsykur í bréfi þegar þú komst til baka. Það var farið sparlega með hann, maður fékk sér smábragð og svo var honum pakkað inn aftur og hann geymdur. Þér gekk það betur en mér. Þú ruddir brautina, enda tveimur árum eldri. Fórst í tímakennslu, svo í skólann og eignaðist svo flotta skóla- tösku með mynd, hvað ég leit upp til þín og fannst það ósanngjarnt að fá ekki að fara líka í skóla og eignast svona flotta tösku. En ég kom alltaf í humáttina. Eftir tvö ár fékk ég að fara í tímakennslu og svo í skólann með nýja tösku. Við vorum ekki nema sjö og níu ára þegar við fórum saman úr Kópavoginum með strætó í sundkennslu í Austurbæjarskólann. Þar var potað í okkur með löngu priki til að kenna okkur réttu sund- tökin. Við urðum pínu hræddar þeg- ar við vorum að máta hausana á okk- ur í grindverkinu og ég festist á milli. Stundum á sunnudagsmorgnum fengum við að fara með pabba þínum „niðrí búð“, Kjöt og grænmeti. Á meðan hann var að vinna fengum við að valsa um og þóttumst vera búð- arkonur. Þegar við fengum spiladell- una vorum við ekki viðræðuhæfar heldur sátum daginn út og inn að spila rommý. Það var bara á helgum dögum og þegar messan var í útvarp- inu að við máttum ekki spila. Við urð- um ljósálfar og síðan skátar og þó að við værum aldrei í sama flokki urðum við samferða í skrúðgöngur og mér fannst gott að vita af þér nálægt á skátamótum eða í útilegum. Þótt sambandið minnkaði eftir að við fullorðnuðumst slitnaði taugin á milli okkar aldrei. Ég er þakklát fyr- ir að hafa átt þig sem vinkonu, sú vin- átta er mér dýrmæt. Blessuð sé minning þín. Halldóra Teitsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Sig- rúnu Magnúsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Þorgerður Árnadóttir; Bergþóra, Ragna Birna og Kristín; Einfríður Árnadóttir; Elna Sigrún Sigurðardóttir; Einar og Steinunn; Inga og Páll; Björg, Sólveig, Torfi, Páll og Áslaug; Sam- starfsmenn á apóteki Landspítala. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 33 MINNINGAR Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Bækur Bækurnar að vestan. Góðir landsmenn! Munið eftir Bókunum að vestan þegar þið ráðstafið ávísuninni ykkar. Fást í bóka- verslunum um land allt. Vest- firska forlagið - jons@snerpa.is Dýrahald Collie. Til sölu þrílitir Collie hvolpar, tilbúnir til afhendingar með ættbók frá HRFÍ. Foreldrar eru innfluttir, ljúfir og barngóðir. Upplýsingar hjá Guðríði í síma 893 5004 eða huppa@mi.is. Heilsa Vantar þig aðstoð með sykur- sýkina? Ertu á insúlíni? Veiti hjúkrunarráðgjöf byggða á klín- ískri sérþekkingu og eigin reynslu. Tímapantanir eða síma- ráðgjöf í 663 4328. Nudd Klassískt nudd Árangursrík olíu- og smyrslameðferð með ívafi ísl. jurta. Steinunn P. Hafstað s. 692 0644, félagi í FÍHN. Húsnæði í boði Til leigu 2ja herbergja íbúð, með húsbúnaði í hverfi 101 Reykjavík. Laus 1. maí. Upplýsingar í símum 588 7432 og 553 6775. Húsnæði óskast Íbúð óskast. Reglusamur maður óskar eftir 2ja-3ja herb. íbúð á leigu í 5-6 mán. á stór-Reykjavík- ursvæðinu. Má vera með hús- gögnum. Vinsamlegast hafið samband í síma 866 6908. 3ja herb. íbúð óskast á höfuð- borgarsv. 27 ára laganemi óskar eftir íbúð, greiðslugeta 70-80 þús. á mán. Reyklaus, reglusamur, 100% greiðslur, fyrirfr.greiðsla og trygging ef þess er óskað. Sími 690 0607 Jóhann. Atvinnuhúsnæði SMÁHEILDSALA / LEIGU- HÚSNÆÐI Til leigu nýinnréttuð jarðhæð við Dugguvog. Fyrsta flokks skrif- stofu aðstaða. Vörulager/ vörumóttökudyr. Upplýsingar í síma 896 9629. Sumarhús Rotþrær Framleiðum rotþrær, 2300-25000 lítra. Öll fráveiturör og tengistykki í grunninn. Sérborðuð siturrör og tengistykki í siturlögnina. Heildarlausn á hagstæðu verði. Borgarplast, Seltjarnarnesi, s: 561 2211 Borgarplast, Borgarnesi, s: 437 1370 Heimasíða: www.borgarplast.is Glæsilegar sumarhúsalóðir! Til sölu mjög fallegar lóðir í vel skipulögðu landi Fjallalands við Ytri-Rangá, aðeins 100 km frá Reykjavík, á malbikuðum vegi. Kjarrivaxið hraun. Fögur fjallasýn. Veðursæld. Frábærar gönguleiðir og útivistarsvæði. Mjög góð greiðslukjör. Uppl. á fjallaland.is og í s. 893 5046. Námskeið Skemmtileg byrjendanámskeið í tennis fyrir fullorðna í sumar. Sumarskráning hafin. Verð frá 8.900 kr. Upplýsingar í síma 564 4030. Sporthúsið og TFK. Lopapeysuprjón Námskeið í að prjóna lopapeys- ur þriðjudaga 2.-23. maí. HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN, Laufásvegi 2 - 101 Reykjavík, símar 551 7800 - 895 0780, hfi@heimilisidnadur.is www.heimilisidnadur.is Getur verið að þú náir stjórn á ávanatengdri hegðun með því að skilja betur tilfinningar þínar? Sérsniðin einkaráðgjöf og meðferðaráætlun í boði. Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslu- fræðingur, sími 694 5494, www.EFTiceland.com. Til sölu Er með ca 150 stóla, heila og í pörtum, sumir eru bara grindur, aðrir með botni, sumir heilir. Vil endilega losna við þetta. Tilboð óskast. Sími 846 8614. Viðskipti Há laun í boði fyrir rétta aðila! Viltu læra viðskipti sem gera þig frjálsan og skapa þér miklar tekj- ur? Lítu þá á www.BetraLif.com og kannaðu málið. Þjónusta Smágrafa (1,8 t) til allra smærri verka, t.d. jafna inn í grunnum, grafa fyrir lögnum, múrbrot (er með brothamar og staurabor) og almenn lóðavinna. Einnig öll al- menn smíðavinna og sólpalla- smíði. Halur og sprund verktakar ehf., sími 862 5563. Byggingar Arkitektúr-verkfræði-skipulag Leysum öll vandamál hvað varðar byggingar og skipulag. Arkitekta- og verkfræðistofan VBV. Fast verð. Allur hönnunar- pakkinn. S. 557 4100, 824 7587 og 863 2520.Ýmislegt Kínaskór Svartir flauelsskór, svartir satín- skór. Allir litir í bómullarskóm. Verð 1 par kr. 1290, 2 pör kr. 2000. Póstsendum. Skarthúsið, Laugavegi 12, sími 562 2466. Hárspangir frá kr. 290. Einnig mikið úrval af fermingar- hárskrauti. Skarthúsið, Laugavegi 12, sími 562 2466. Fallegir og léttir dömuskór. Litir: Hvítt, brúnt. Stærðir: 36 - 42. Verð: 3.985.- Léttir og þægilegir dömuskór Litir: Brúnt. Stærðir: 36 - 41. Verð: 3.285.- Fallegar dömu mokkasíur með hæl. Litir: svart, brúnt. Stærðir. 36 - 42. Verð: 3.985.- Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. Bílar VW Polo 1.0, árg. '98, hvítur, ek. 77 þ. Nýskr. 6/'98. Næsta skoðun '07. Verð 370 þ. Ekkert áhv. Sk. á dýrari. Bensín, skr. 5 m., 5 g., 1000cc slagrými. 3 d. 4 sumar- og vetrard. Framhjóladrif, geislasp., innspýt., smurbók, útv. Nán. uppl. veitir Bílamarkaðurinn, sími 567 1800. Ökutækið er á staðnum. Volvo 460 árg. '95, ekinn 150 þús. Í fínu standi. Verð 150 þús. Uppl. í síma 846 8614. Mikil sala. Bílar og mótor- hjól óskast Vantar allar gerðir bíla og mótor- hjóla á staðinn og sérstaklega dýrari bíla í glæsilegan 700 m2 innisal. 100 bílar ehf., Funahöfða 1, s. 517-9999. www.100bilar.is Gullmoli til sölu árg. '03, ek. 74.000 km. Ford F350 með öllum lúxus (Lariat). Tvöf. að aftan, sjálfsk., 6.0L-V8 dísel, TD. Gullfal- legur bíll, gott eintak! Yfirtaka á láni, 2,6 afb., 50 þús., 2-250 í milli, skoða skipti. S. 840 2000. FORD EXPLORER XLT (V6) árg. 2004- 7 m. jeppi, eins og nýr, ek.41.000 km.-Dráttarbeisli, stig- bretti, CD-6magasín, 6 hátalarar ofl. –Ath. skipti á ódýrari fólksbíl. Verð: 2.790.000. SUMARTILBOÐ: 2.490.000 stgr. Uppl. s. 8217100. Chrysler Pacifica Ltd awd '04 árg. '04. Ekinn 55 þús. km, 6 manna, lúxus, leður, reyklaus, 4 hjóladrifinn. Ath. 2 bíla skipti. Verð 4,2 milljónir. Uppl. 898 0291. Accent árg. '98, 1500, beinsk., ek. 89.000 km. Skoðun '07, stað- greitt kr. 220,000. Upplýsingar í síma 699 0415. Hjólbarðar Dúnmjúk sumardekk. 4 stykki 175/70 14, verð 12.000. Upplýsing- ar í síma 568 2094. Ökukennsla Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Suzuki Grand Vitara, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason BMW 116i, bifhjól, 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat, '05 892 4449/557 2940. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Mótorhjól Harley Davidson Sportster 883, 2000 árg. Ekið 4.500 km. Töluvert útlitsbreytt. Eitt sá fallegasta á götunni. Tilbúinn að skoða skipti. Uppl. í síma 820 9090 Arnar. Smáauglýsingar sími 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.