Morgunblaðið - 26.04.2006, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 26.04.2006, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 7 FRÉTTIR Í þúsundum króna 31.12.2005 31.12.2004 Verðbréf m. breytilegum tekjum 11.521.266 7.791.058 Verðbréf m. föstum tekjum 14.511.451 12.282.290 Veðlán 6.530.184 6.547.061 Kröfur 226.602 265.986 Sjóður og bankainnistæður 624.118 378.533 Fasteignir og aðrar eignir 112.432 156.293 Skuldir -78.686 -171.797 Hrein eign sameignardeild 32.607.684 26.679.913 Hrein eign séreignardeild 839.683 569.510 Samtals hrein eign 33.447.367 27.249.423 N æ st Enn sterkari sjóður Stórhöfði 31 • 110 Reykjavík Sími: 580 5200 • Fax 580 5230 www. lifidn.is Ársfundur 2006 Ársfundur Lífiðnar verður haldinn mánudaginn 8. maí 2006 kl. 16:30 á Grand Hótel, Reykjavík. Dagskrá fundarins auglýst síðar. Í þúsundum króna 2005 2004 Iðgjöld 2.021.896 1.671.975 Lífeyrir -354.426 -305.200 Fjárfestingartekjur 4.558.098 3.137.650 Fjárfestingagjöld -42.028 -40.163 Rekstrarkostnaður -53.101 -41.568 Hækkun á hreinni eign á árinu 6.130.439 4.422.694 Hrein eign frá fyrra ári 27.249.424 22.826.729 Yfirtekin eign séreignarleiðar 3-10 67.504 Hrein eign til greiðslu lífeyris 33.447.367 27.249.423 Efnahagsreikningur í árslok Yfirlit um breytingar á hreinni eign Í þúsundum króna 2005 2004 Eignir umfram áfallnar skuldb. 4.170.000 2.096.400 Í hlutfalli af áföllnum skuldb. 14.20% 8,10% Eignir umfram heildarskuldb. 4.953.000 1.910.300 Í hlutfalli af heildarskuldb. 8.40% 3,80% Lífeyrisskuldbindingar 2005 2004 Nafnávöxtun 15.00% 13,40% Hrein raunávöxtun 11.28% 8,91% Meðaltal hreinnar raunávöxtunar sl. 5 ár 4.10% 1,90% Meðaltal hreinnar raunávöxtunar frá stofnun (1997) 5.60% 4,90% Hrein raunávöxtun séreignarleiðar 1 4.50% Hrein raunávöxtun séreignarleiðar 2 5.70% 5.40% Hrein raunávöxtun séreignarleiðar 3 11.30% Hrein raunávöxtun séreignarleiðar 4 25.50% Eignir í íslenskum krónum 81.50% 82.70% Eignir í erlendum gjaldmiðlum 18.50% 17.30% Fjöldi sjóðfélaga 5242 5053 Fjöldi lífeyrisþega 610 608 Rekstrarkostnaður í % af eignum 0.16% 0.15% Lífeyrir í % af iðgjöldum 17.50% 18.30% Kennitölur Tryggingastaða Lífeyrissjóðsins Lífiðnar styrkist enn frekar. Sjóðurinn á eignir umfram heildarskuldbindingar sem nemur 4,9 milljörðum króna, eða 8,4%. Réttindaávinnsla í sjóðnum er á meðal þess besta sem gerist. Rekstrarkostnaður sem hlutfall af eignum er 0,16% og 2,63% sem hlutfall af iðgjöldum. Ávöxtun sjóðsins var 15,0% og hrein raunávöxtun 11,3%. Þessa góðu ávöxtun má rekja til hagstæðra skilyrða á verðbréfamörkuðum, sérstaklega á innlendum hlutabréfamarkaði. Varfærin fjárfestingarstefna Lífiðnar og framsýni í réttinda- málum hefur skilað sjóðnum tryggingafræðilega í fremstu röð. Meðaltal hreinnar ávöxtunar síðastliðin 5 ár er 4,1% og 5,6% frá stofnun. Lífeyrissjóðurinn Lífiðn skiptist í sameignar- og séreignardeild. Sameignarsjóður tryggir öllum sjóðfélögum eftirlauna-, örorku-, maka- og barnalífeyri samkvæmt ákveðnum reglum, á meðan inneign í séreignardeild er einkaeign hvers og eins. Lífiðn býður sínum sjóðfélögum lán til allt að 40 ára og er ekkert hámark á láns- fjárhæð. Lífiðn er frábær kostur fyrir þá sem vilja velja sér traustan lífeyrissjóð. Réttindaávinnsla með því besta sem gerist Stjórn Lífiðnar Tryggvi Guðmundsson, formaður Haraldur Jónsson, varaformaður Arnbjörn Óskarsson Níels S. Olgeirsson Sveinn Þ. Jónsson Þórir Hermannsson Framkvæmdastjóri Ólafur Sigurðsson Stjórn Lífiðnar hefur ákveðið að leggja til við ársfund að sjóðurinn sameinist Samvinnulífeyrissjóðnum. UNDIRRITAÐUR hefur verið lóðarleigusamningur milli land- búnaðarráðuneytis, Pjeturs Árnasonar og Unnar Hansdóttur um leigu á 1.707 fm lóð fyrir þjónustumiðstöð og veitingaskála sem byggja á fyrir útivistar- og göngufólk við Mógilsá á Kjal- arnesi. Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra undirritaði samninginn fyrir hönd landeig- anda. Miðstöð fyrir úti- vistarfólk Guðni Ágústsson, Unnur Hansdóttir og Pjetur Árnason við undirskriftina. NÆSTI fundur í varnarviðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda mun fara fram í Reykjavík í dag og á morgun. Reiknað er með því að bandaríska sendinefndin muni kynna áætlun um varnir Íslands, en það var boðað eftir síðasta fund nefndanna. Albert Jónsson, sendiherra, mun sem fyrr leiða íslensku samninga- nefndina, en alls eiga níu embætt- ismenn sæti í nefndinni. Bandaríska sendinefndin verður helmingi minni en síðast, en þar eiga sæti 13 emb- ættismenn. Á fund nefndana um síð- ustu mánaðarmót komu 26 fulltrúar Bandaríkjanna. Carol van Voorst, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, mun fara fyrir bandarísku sendi- nefndinni eins og áður. Fundurinn í dag mun hefjast kl. 14 í utanríkis- ráðuneytinu. Fundað verður um varnarmálin í Reykjavík í dag HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær 55 ára gamlan karlmann frá Litháen, Romanas Strabeika, í 3 ára fangelsi fyrir að standa að innflutningi á tæp- um 4 kg af metamfetamíni, sem talið var ætlað til söludreifingar hér á landi. Tveir menn voru ákærðir í mál- inu og báðir dæmdir í 3 ára fangelsi í Héraðsdómi Austurlands en aðeins annar mannanna áfrýjaði dómnum. Mennirnir tveir voru ákærðir fyrir að flytja metamfetamínið til landsins í bíl en þeir komu hingað með ferjunni Norrænu til Seyðisfjarðar. Efnið fannst falið í geymsluhólfi í járnbita í undirvagni bílsins. Hvorugur mannanna sagðist við yf- irheyrslur hafa vitað af fíkniefninu í bílnum. Héraðsdómi þótti framburð- ur þeirra hins vegar afar tortryggi- legur og ótrúverðugur og sýnt væri að hann væri yfirvarp eitt. Sagðist dómurinn telja að mennirnir hafi vit- að að fíkniefni væru í bílnum og þau hafi verið ætluð til söludreifingar hér á landi. Brotið var talið stórfellt og fíkni- efnin auk bílsins gert upptæk til rík- issjóðs. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Hrafn Bragason, Garðar Gísla- son og Markús Sigurbjörnsson. Verj- andi ákærða var Brynjar Níelsson hrl. og sækjandi Ragnheiður Harðar- dóttir vararíkissaksóknari. 3 ára fangelsi fyrir fíkni- efnasmygl ÁGÚST Ólafur Ágústsson og fleiri þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þings- ályktunar um að stofnaður verði starfshópur sem geri úttekt á öryggi og mistökum í heilbrigðiskerfinu og skili tillögum til úrbóta. Í greinargerð segir m.a. að enginn dragi í efa að öryggi sjúklinga í heil- brigðiskerfinu beri ætíð að vera í fyrirrúmi. „Í alþjóðlegum saman- burði hefur íslenska heilbrigðiskerf- ið iðulega komið vel út. Þar er ekki síst frábæru starfsfólki og góðri menntun heilbrigðisstarfsfólks að þakka. Hins vegar er ljóst að mistök eru gerð í heilbrigðiskerfinu eins og alls staðar annars staðar þegar kem- ur að mannanna verkum,“ segir m.a. Í henni segir ennfremur að um 30 þúsund innlagnir hafi verið á Land- spítala háskólasjúkrahúsi á síðasta ári. „Landlæknir hefur bent á að ef tíðni mistaka hér á landi er svipuð og rannsóknir sýna að hún sé víða er- lendis má ætla að um 3.000 óhöpp eða misfellur hafi átt sér stað á LSH á því ári. Þar af hafi 600 þessara óhappa verið alvarleg. Samkvæmt þessari tölfræði, sem rekja má til fjölmargra erlendra rannsókna, má ætla að 180 dauðsföll á LSH árið 2005 hafi orðið vegna óhappa og að um 90 þeirra hefði mátt koma í veg fyrir.“ Úttekt verði gerð á mistökum ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.