Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Dagurinn í dag felur í sér ýmsar gam- alkunnar aðstæður. Reyndar eru þær svo kunnuglegar að hrúturinn er eins og að hann sé að fara með rullu í leikriti. Ný aukapersóna á hins vegar eftir að setja allt á annan endann. Bíddu og sjáðu til. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautið skákar samstarfsfólki að sumu leyti og á í erfiðleikum með að fylgja því eftir að öðru leyti. Það er áminning fyrir sigurvegara eins og þig. Leggðu á þig það sem þarf til að vera samkeppnisfær. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tvíburann hefur langað til þess upp á síðkastið að leggja mikið á sig og sýna hugulsemi í nafni vináttunnar, en tíminn hlaupið frá honum og aldrei orðið neitt úr neinu. Í dag færðu tækifæri til þess. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Krabbanum hefur kannski leiðst í starfi upp á síðkastið en gefst loksins tækifæri til þess að einbeita sér að starfsfram- anum á næstunni. Í sannleika sagt gæti verið um sams konar vinnu að ræða, en munurinn felst í viðhorfinu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ástvinir mælast til þess að ljónið dekri við þá og sýni umhyggju, því athygli þess hefur töfrandi lækningamátt. Kannski hugsar það með sér: hvenær kemur röðin að mér? Ekki örvænta, það verður innan tíðar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Djúp tengsl meyjunnar við eina tiltekna manneskju gætu ýtt undir afbrýðisemi og meting. Þess vegna þarf hún á allri sinni háttvísi að halda núna. Haltu til- finningum þínum leyndum og láttu alla vini þína finna að þeir séu einhvers metnir. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vogin velur sér félagsskap af kostgæfni og með réttu. Hvernig fólk hagar sér í erfiðum aðstæðum ber karakter þess vitni. Fylgstu sérstaklega vel með því hvernig það kemur fram þegar það held- ur að enginn sjái til. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Atburðir dagsins eru fyllilega til marks um innri baráttu æðra og lægra sjálfs sporðdrekans. Valið stendur á milli þess að fá umbun strax og að bíða. Valið er þitt, eins og svo oft áður. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Bogmaðurinn er mikils metinn svona al- mennt séð en ákveðnir aðilar í vinahópn- um búast við hlutum sem þeir ættu ekki að gera ráð fyrir. Ekki snuða sjálfan þig bara til þess eins að vera kurteis. Rausn- in byrjar hjá manni sjálfum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Auðvitað er ekkert nýtt undir sólinni, en það er ekki alltaf framkvæmt með þínum hætti. Það hefur aldrei verið neinn og verður aldrei neinn alveg eins og þú. Himintunglin hvetja þig til þess að beita frumleikanum til þess að rjúfa hindranir milli þín og velmegunarinnar sem þú þráir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Samningaviðræður standa yfir. Vertu rausnarlegur með eigur þínar en nískur á tímann. Fyrrverandi maki gæti gegnt lykilhlutverki í skipulagningu fjármál- anna. Nýtt ástarævintýri tekur alla þína athygli þegar gömul mál hafa verið leyst. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Lífið í vinnunni fer batnandi. Nýjar hug- myndir geta af sér enn fleiri og hrinda af stað skriðu sem erfitt er að stoppa. Ásta- lífið felur einnig í sér meiri fjölbreytni og fleiri valmöguleika en áður. Stjörnuspá Holiday Mathis Tungl er í hrút og eftir því sem það minnkar því minna vægi hafa ýmis til- finningaleg mál. Óafvitandi erum við komin að dyrum fyrirgefningarinnar. Hinum megin við hana er land dýrðar og endurlausnar. Ekki er til betri staður að vera á þegar nýtt tungl er að bresta á. Áttu að ganga í gegn? Þitt er valið, eins og alltaf. Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 tignarheitið, 8 pannan, 9 slæman, 10 greinir, 11 tekið, 13 skyldar, 15 ljómi, 18 henda, 21 ílát, 22 liðna, 23 krossblómategund, 24 í nauðum. Lóðrétt | 2 niðurfelling, 3 óhróðurinn, 4 guð, 5 ígul- bjallan, 6 bráðum, 7 snjór, 12 fag, 14 hæða, 15 blær, 16 koma í veg fyrir, 17 vik, 18 styrk, 19 tími, 20 virða. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 snuða, 4 fants, 7 aurum, 8 nýtin, 9 tog, 11 taða, 13 baka, 14 keipa, 15 hæna, 17 keng, 20 ónn, 22 gepil, 23 ólíkt, 24 aular, 25 tauti. Lóðrétt: 1 snart, 2 umráð, 3 aumt, 4 föng, 5 nytja, 6 senna, 10 opinn, 12 aka, 13 bak, 15 hugsa, 16 Nepal, 18 Elínu, 19 gutti, 20 ólar, 21 nótt.  Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Tónlist Bíóhöllin | Þjóðlagasveit Tónlistarskólans á Akranesi í Bíóhöllinni Akranesi kl. 20.30. Fiðluspili, söng og talkór er flétt- að saman í eitt heilsteypt verk. Sveitina skipa 17 stúlkur og hafa þær fengið mikið lof bæði hér heima og erlendis fyrir frá- bæran og nýstárlegan tónlistarflutning. Stjórnandi er S. Ragnar Skúlason. Félagsheimilið Hvammstanga | Sann- kölluð djassveisla á Hvammstanga 28. og 29. apríl nk. Föstudagskvöldið 28. apríl leikur Útlendingahersveitin í Félagsheim- ilinu á Hvammstanga og hefjast tónleik- arnir kl. 21. Laugardagskvöldið 29. apríl eru það félagarnir í Guitar Islancio, sem leika léttan djass á veitingahúsinu Þing- hús-bar. Hafnarborg | Hinir árlegu vortónleikar Þrasta eru nú í fullum gangi. Næstu tón- leikar verða haldnir í Hafnarborg, Hafn- arfirði, miðvikudaginn 26. apríl klukkan 20. Seltjarnarneskirkja | Burtfararprófstón- leikar Steinars Matthíasar Kristinssonar trompetleikara frá Tónlistarskólanum í Reykjavík kl. 20. Þjóðleikhúskjallarinn | Patagonia jazz- kvartett kl. 21. Kvartetinn Patagonia skipa þeir Jakob H. Olsen, gítar, Ludvig Kári Forberg, víbrafónn, Guðjón Steinar Þorláksson, bassi og George Claassen, trommur. Leikin verður latín-tónlist, standardar og bebop ásamt frumsaminni tónlist meðlima. Myndlist 101 gallery | Steingrímur Eyfjörð – Bein í skriðu. Opið fim.-laug. kl.14–17. Til 3. júní. Café Karólína | Þorvaldur Þorsteinsson – Íslandsmyndir. Til 5. maí. Energia | Kristín Tryggvadóttir – Rauður þráður. Myndirnar á sýningunni eru ellefu talsins og eru þær raunverulegar myndir úr mannlífinu, málaðar með blandaðri tækni – akrýl á striga. Til 19. maí. Gallerí Galileó | Ljósenglar. Myndlist- arkonan Svala Sóleyg sýnir olíumálverk sem eru að uppistöðu englamyndir og verk með trúarlegu ívafi í tilefni páskanna. Til 26. apríl. Gallerí Húnoghún | Þorvaldur Óttar Guð- laugsson til 5. maí. Gallerí Sævars Karls | Graeme Finn sýn- ir 300 teikningar sem mynda innsetningu í Galleríinu. Gallerí Úlfur | Torfi Harðarson er með sýningu á hestamálverkum til 7. maí. Op- ið alla daga frá kl. 14–18. Gerðuberg | Tískuhönnun Steinunnar Sig- urðardóttur, myndbönd frá tískusýn- ingum, ljósmyndir o.fl. Sýninguna og Sjónþingið má einnig skoða á www.sim- inn.is/steinunn. Sýningin stendur til 30. apríl. Gerðuberg | Margræðir heimar – Alþýðu- listamaðurinn Valur Sveinbjörnsson sýnir málverk í Boganum. Til 30. apríl. Hallgrímskirkja | Sýning á olíu- málverkum Sigrúnar Eldjárn stendur til 30. maí. i8 | Tumi Magnússon sýnir ljósmyndir og myndbandsverk út apríl. Karólína Restaurant | Joris Rademaker sýnir ný verk Mjúkar línur/ Smooth lines. Þetta er hluti af myndaröð sem enn er í vinnslu. Til 6. okt. Ketilhúsið Listagili | Soffía Sæmunds- dóttir sýnir málverk á tré, striga og pappír unnin á undanförnum árum. Til 30. apríl. Kling og Bang gallerí | Listakonurnar Andrea Maack og Unnur Mjöll S. Leifs- dóttir betur þekktar sem listteymið Mac n’Cheese neyddu listamanninn Serge Comte til samlags við sig á mjög lúmsk- an og skipulagðan hátt. Kling & Bang er opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14– 18. Listasafn ASÍ | Í Ásmundarsal er Anna Jóelsdóttir með innsetningu stórra, lítilla, örsmárra, ferhyrndra, sporöskjulaga og þrívíðra verka. Ásta Ólafsdóttir sýnir í Gryfju og Arinstofu ljósmyndir, mynd- bandsverk o.fl. frá ferðalagi sínu um Afr- íkuríkið Malí. Listasafnið á Akureyri | Spencer Tunick – Bersvæði, Halla Gunnarsdóttir – Svefn- farar. Safnið er opið alla daga nema mánudaga 12–15. Listasafn Íslands | Gunnlaugur Blöndal – Lífsnautn og ljóðræn ásýnd og Snorri Ar- inbjarnar – Máttur litarins og spegill tím- ans. Ókeypis aðgangur. Kaffistofa og Safnbúð, opið eins og safnið. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Ásmundur Sveinsson – Maður og efni. Sýning á úrvali verka úr safneign Ás- mundarsafns, sem sýnir með hvaða hætti listamaðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir, stein, brons, og aðra málma – og hvernig sömu viðfangsefni birtast í ólík- um efnum. Til 30. apríl. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sýning fyrir unga listunnendur sem sett er upp í tengslum við útgáfu nýrrar bók- ar Eddu útgáfu um myndlist fyrir börn þar sem kynnt eru verk úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Til 3. des. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Innsetningar eftir Joseph Kosuth og Ilja & Emiliu Kabakov sem eru fremstu kons- eptlistamenn heimsins í dag. Á sýning- unni vinna þau með ólík þemu úr æv- intýrum sagnaskáldsins mikla, H.C. Andersen. Hluti sýningarinnar fer einnig fram í porti Hafnarhússins. Til 5. júní. Nýlistasafnið | „Our House is a house that moves“ er alþjóðleg sýning 12 lista- manna. Sýningarstjóri er Natasa Petres- in. Listamennirnir eru að fjalla um hreyf- ingu og hvernig hún umbreytir heiminum stöðugt. Einnig hvernig hreyfing hlutanna umbreytir okkur sjálfum hið innra eins og í náttúrunni allri. Til 30. apríl. Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir sýnir skilti á 20 stöðum víða um borgina. Til 28. ágúst. Saltfisksetur Íslands | Fríða Rögnvalds- dóttir með málverkasýninguna Vinir og vandamenn til 1. maí. Saltfisksetrið er op- ið alla daga frá 11–18. Seltjarnarneskirkja | Málverkasýning Kjartans Guðjónssonar er opin alla daga kl. 10–17, nema föstudaga og stendur til 7. maí. Skaftfell | Sýning á afrakstri hinnar ár- legu vinnustofa á vegum Listaháskóla Ís- lands og Dieter Roth Akademíunnar stendur nú yfir í Menningarmiðstöðinni Skaftfelli. Þátttakendur sýningarinnar eru útskriftarnemendur frá myndlistardeild LHÍ ásamt erlendum listnemum. Til 29. apríl. Smekkleysa Plötubúð – Humar eða Frægð | Brynhildur Þorgeirsdóttir sýnir í Gallerí Humar eða frægð í kjallara Kjör- garðs, Laugavegi 59. Sýningin er haldin í tilefni af útgáfu bókarinnar; 2005 - 1955 BRYNHILDUR, og ber sama titil. Þetta er yfirgripsmikil myndlistabók og sýnir á all- sérstakan hátt lífshlaup einstaklings. Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Huldu- konur í íslenskri myndlist fjallar um ævi og verk tíu kvenna sem voru nær allar fæddar á síðari hluta 19. aldar. Þær nutu þeirra forréttinda að nema myndlist er- lendis á síðustu áratugum 19. aldar og upp úr aldamótum. En engin þeirra gerði myndlist að ævistarfi. Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndir hol- lenska ljósmyndarans Rob Hornstra eru afrakstur af ferðum hans um Ísland. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn er opinn alla daga kl. 10–17, nema mánudaga. Hljóðleiðsögn, margmiðl-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.