Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 45 LEIKARINN John C. Reilly er væntanlegur hingað til lands á veg- um Iceland Film Festival til að verða viðstaddur sérstaka forsýn- ingu á nýjustu mynd sinni, A Prairie Home Companion, hinn 14. maí í Háskólabíói. Myndin er í leik- stjórn Roberts Altman og meðal annarra leikara í myndinni eru Meryl Streep, Woody Harrelson, Tommy Lee Jones, Kevin Kline, Lindsay Lohan, Virgina Madsen og Robin Williams. Titill myndarinnar vísar til eins þekktasta og elsta útvarpsþáttar í Bandaríkjunum. Í þættinum er blandað saman tónlist og grínþátt- um sem og öðru efni, en umsjón- armaður þáttarins er rithöfund- urinn Garrison Keillor, sem einnig er væntanlegur hingað til lands samkvæmt upplýsingum frá Ice- land Film Festival. Myndin var frumsýnd á kvik- myndahátíðinni í Berlín í febrúar og fékk góðar viðtökur gagnrýn- enda. John C. Reilly verður viðstaddur sýninguna og mun kynna gestum kvikmyndina. Reilly á glæstan feril að baki og hefur leikið í kvikmynd- um leikstjóra á borð við Woody Allen, Brian De Palma, Lasse Hallström, Paul Thomas Anderson og Martin Scorsese. Meðal þeirra mynda sem hann hefur leikið í má nefna The Aviator, The Hours, Chicago, Gangs of New York, Magnolia, The Thin Red Line og Boogie Nights. Kvikmyndir | Heimsþekktur leikari á leið hingað til lands John C. Reilly viðstaddur forsýningu á Íslandi John C. Reilly er hvað þekktastur fyrir leik sinn í Magn- olia, Gangs of New York og Boogie Nights. Leikarinn Tom Cruise er hætturvið að snúa beint heim úr kynningarferð sinni til Rómar, vegna mynd- arinnar Miss- ion Impossible 3, og ætlar nú einnig að verða viðstaddur for- sýningar myndarinnar í London og París. Þetta kemur fram á fréttavef An- anova. Leikarinn segist hafa gert sér grein fyrir því, að aðdáendur sínir biðu sín í London og París og að Katie Holmes, unnusta sín og ný- bökuð barnsmóðir, hefði hvatt sig til að sinna þeim næsta sólarhring- inn. „Við ræddum þetta og hún sagði: „Já, hlutirnir breytast“, segir hann. Cruise greindi einnig frá því í Róm í dag, að hann hefði skipt fyrstur manna á nýfæddri dóttur sinni Suri og að hann hreinlega elskaði það verkefni. „Við höfum skipulagt kerfi. Það er B og B. Hún sér um brjóstagjöfina og ég um ropana og bleyjuskiptin,“ sagði hann. Fólk folk@mbl.is Rokkarinn Mick Jagger hefurneitað að gefa eftir herbergi sitt á hóteli í Austurríki eftir að George W. Bush Banda- ríkjaforseti reyndi að bóka það fyrir sjálfan sig. Jagger greið- ir 5.075 evrur, sem jafngildir um 470.000 krónum, fyrir nóttina í lúx- ussvítunni á Im- perial-hótelinu í Vín, en hann bókaði svítuna aðeins örfáum dögum áður en aðstoðarmenn Bush reyndu að bóka hana fyrir leiðtogafund sem for- setinn mun verða viðstaddur í Vín. Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta hafa reynt að fá Jagger til þess að fallast á að gefa herbergið eftir, en án árangurs. Breska dagblaðið The Sun hefur eftir heimildarmanni að Jagger og félagar hans í Rolling Stones hafi bæði bókað svítuna og öll herbergin sem eru á hæðinni. „Aðstoðarmenn Bush héldu greini- lega að þeir myndu einfaldlega af- henda þeim svítuna en það kom aldr- ei til greina að Mick myndi gera það,“ segir heimildarmaðurinn. Umrædd svíta er talin vera á með- al 100 bestu hótelherbergja í heim- inum. Fólk folk@mbl.is SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI Með hinum eina sanna Harrison Ford. Mögnuð spennumynd frá byrjun til enda. Ekkert er hættulegra en maður sem er um það bil að missa allt FAILURE TO LAUNCH kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 FAILURE TO LAUNCH VIP kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 FIREWALL kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 V FOR VENDETTA kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 WOLFCREEK kl. 8 - 10:10 BASIC INSTINCT 2 kl. 8:15 - 10:30 B.i. 16 EIGHT BELOW kl. 3:45 - 6 LASSIE kl. 6 BAMBI 2 M/- Ísl tal. kl. 4 FAILURE TO LAUNCH kl. 6 - 8:15 - 10:20 FIREWALL kl. 6 - 8:15 - 10:30 WOLFCREEK kl. 8:15 - 10:30 EIGHT BELOW kl. 6 Ekki missa af frumlegustu gamanmynd ársins. Sumum karlmönnum þarf að ýta út úr hreiðrinu www.reykjanesbaer.is . . .og aukin lífsgæði. Verið velkomin!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.