Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 27 UMRÆÐAN Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda bæjar- og sveitarstjórnarkosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir les- endur og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar. Bæjar- og sveitarstjórnarkosningar ÞAÐ ER afar mikilvægt að nánasta umhverfi okkar og borgin í heild hvetji til útiveru, hreyfingar og hollra lífshátta. Það á að vera auðvelt og skemmtilegt að hreyfa sig og stunda útiveru í Reykja- vík. Við sjálfstæðismenn leggjum því ríka áherslu á að mótun og viðhald um- hverfisins stuðli að og auki möguleika á útivist og hreyfingu fyrir alla. Hjólum – um alla borg Nú er sumarið á næsta leiti og kominn tími til að draga fram hjólið og geyma bílinn heima á góðum dögum. Eða hvað? Er kannski ekki nógu öruggt að hjóla um borgina? Í Reykjavík er gert ráð fyrir því að hjólandi umferð fari eftir göngu- stígum, gangstéttum og götum. Það getur verið býsna strembið að fara stystu leið hjólandi og mörg gatnamót eru hreinlega háskaleg hjólreiðamönnum, enda hefur lítið tillit verið tekið til þeirra við gerð nýrra gatna- móta undanfarin ár. R-listinn hefur ekki sýnt neitt frumkvæði í þessum efnum. Vegna tillögu okkar sjálfstæðismanna var myndaður samstarfshópur um brýnustu verkefnin í þessum málum. Sá hópur vann þarft verk og skilaði af sér yfir tuttugu tillögum í september 2004. Þessum til- lögum hefur hins vegar ekkert verið sinnt, jafnvel þótt margar þeirra geri ráð fyrir einföldum og ódýrum úr- lausnum. Leikum okkur um alla borg Við eigum mörg falleg útivistarsvæði í borginni. Þau ber að vernda og þeim ber að gera hærra undir höfði. Útivistarsvæði eins og Klambratún og Hljómskálagarð- urinn eru svæði sem svo aðveldlega mætti gera meira fyrir. Það þarf metnað og áræði til þess að fara í upp- lyftingu útivistarsvæðanna og gera þeim hærra undir höfði. Þétting byggðar á oft rétt á sér, en við þurfum að fara varlega og megum passa okkur að skilja eftir græna bletti. Nú hefur verið gengið svo mikið á litla græna blettinn sem var inni í Túnunum að þar er nán- ast ekkert eftir. Við eigum að geta leikið okkur um alla borg og það er mikilvægt að hafa fjölbreytta mögu- leika til afþreyingar utandyra fyrir alla aldurshópa. Bolta – um alla borg Góðir upphitaðir battavellir taka ekki mikið pláss og má nánast setja þá upp í bakgörðum þar sem vantar pláss. Þeir battavellir sem þegar hafa verið settir upp eru mikið notaðir. Fjölgum boltavöllum og höldum þeim vel við. Góðar aðstæður hvetja til íþróttaiðkunar ungs fólks, en hins vegar nennir enginn að leika sér á völlum þar sem mal- bikið er ónýtt, körfurnar án neta, mörkin götótt o.s.frv. Göngum og hlaupum um alla borg Fólk gengur, hjólar, skokkar og fer á línuskautum hér um alla borg. Á góðum dögum er mikil umferð gang- andi, hjólandi og skokkandi fólks eftir útivistarstígum borgarinnar. En stígarnir eru tiltölulega mjóir miðað við mikla notkun margra þeirra. Því lögðum við sjálf- stæðismenn til í umhverfisráði að fjölförnustu stígarnir yrðu breikkaðir. Það þarf að hugsa betur um stígana, hafa malbikið í lagi, sópa oftar og setja fleiri bekki meðfram þeim. Það er að mörgu að hyggja. En mestu máli skiptir þó að umhverfið hvetji unga sem aldna til hreyfingar og útivistar. Hreyfum okkur um alla borg Eftir Jórunni Frímannsdóttur Höfundur er hjúkrunarfræðingur og varaborgarfulltrúi og skipar 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borg- arstjórnarkosningarnar í vor. NÚ Á vordögum verður opnaður nýr og glæsilegur leikskóli á Akureyri, Hólmasól, sem rekinn verður und- ir merkjum Hjallastefnunnar svonefndu. Bæjarstjórn ákvað á sínum tíma að bjóða rekstur skólans út. Ekki var um það að ræða að skipt yrði yfir í svonefndan einkarekst- ur heldur yrði gefinn upp boltinn um að rekstrarform skólans yrði með öðru sniði en við eigum að venjast. Það er alls ekki svo að með þessari ákvörðun hafi bæjarstjórn verið að lýsa því yfir að það starf, sem unnið er í leikskólum bæjarins, sé ekki nægilega gott. Þvert á móti því að nýlega fengu leikskólar bæjarins sérstaka viðurkenningu frá bænum fyrir framúrskarandi starf. Engum hefur blandast hugur um það. Hugmyndafræði sem hefur sannað gildi sitt Leikskólinn Hólmasól verður rekinn á sama hátt og aðrir leikskólar bæjarins nema hvað þar verður unnið eftir nýrri og nýstárlegri hugmyndafræði, sem ekki hefur verið beitt áður hér í bæ. Slíkur skóli hefur sann- að gildi sitt í Garðabæ á undanförnum árum og reynst foreldrum þar kærkominn valkostur. Á það ber að líta að slíkur skóli á ekki að njóta neins konar forréttinda eins og að fá meira fé til rekstrar en hinir heldur að hann sé rekinn á jafnréttisgrundvelli. Það er að mínum dómi, og fjölmargra annarra bæjarbúa, einmitt spenn- andi að fá nýtt blóð inn í skólastarfið og verður vafalít- ið öðrum leikskólum hvatning að fá samanburð af þessu tagi. Hér er um að ræða hugmyndafræði sem við höfum ekki átt að venjast, að deildir skólans verði kynskiptar. Einmitt þess vegna er þetta mjög forvitnilegt og ég sæi alveg fyrir mér að grunnskóla yrði komið á lagg- irnar í anda Hjallastefnunnar eins og gert hefur verið í Garðabæ. Þróunar- og nýbreytnistarf af þessu tagi er einmitt það sem skólakerfið þarf á að halda. Óskiljanlegur málflutningur Samfylkingarinnar Málflutningur Samfylkingarmanna á Akureyri hér að lútandi er mér óskiljanlegur en þeir hafa beinlínis hald- ið því fram að Sjálfstæðisflokkurinn ætli hreinlega að fara út í einkarekstur á skólum bæjarins í stórum stíl. Ég hefði haldið að þar á bæ væri einmitt fólk sem styddi viðleitni af þessu tagi. Einkarekstur skóla? Eftir Hjalta Jón Sveinsson Höfundur er skólameistari og skipar 4. sæti á D-lista Sjálfstæðisflokks til bæjarstjórnarkosninganna 27. maí. ÞJÓNUSTA við aldraða er eitt af stærstu málunum í sveitarstjórnarkosningum í vor. Fyrir síðustu kosningar setti Samfylkingin í Árborg þessi mál á oddinn og á kjör- tímabilinu hefur þjónusta á vegum sveit- arfélagsins vaxið og dafnað. Sama verð- ur ekki sagt um þjónustu ríkisins við aldraða í Árborg þótt fagna beri fram- kvæmdum við öldrunardeild á Heilbrigð- isstofnun Suðurlands, svo langt sem þær ná. Sá áfangi náðist ekki síst fyrir harð- fylgi sveitarstjórnarmanna í Árborg og á öllu Suðurlandi. Samfylkingin í Árborg hefur skýra stefnu í þjónustu við aldraða og setur nú fram aðgerðaáætlun til næstu fjögurra ára þar sem gert er ráð fyrir nánu samráði við aldraða sjálfa og aðstandendur þeirra. Stefna Samfylkingarinnar Við leggjum áherslu á að þjónusta við aldraða í Árborg sé með því sem best gerist og viljum tryggja að fólk geti búið sem lengst heima. Veita þarf einstaklingsmiðaða og sveigjanlega þjónustu, hvort sem er í heimahúsi eða þjónustuhúsnæði. Mannvirðing og sjálfsákvörð- unarréttur fólks eru lykilþættir í slíkri þjónustu. Fólk á að búa við öryggi og gott aðgengi að umhverfi jafnt sem þjónustu af öllu tagi og fá þá ráðgjöf og stuðning sem þörf er fyrir á hverjum tíma. Þjónustuna á að veita í heimabyggð og koma í veg fyrir hreppaflutninga fólks sem komnir eru til vegna stefnu ríkisstjórnarinnar í upp- byggingu hjúkrunarþjónustu fyrir aldraða. Öldrunarmálin líða um margt fyrir að innan mála- flokksins skarast verksvið ríkis og sveitarfélaga. Sam- fylkingin mun leita eftir samningum við ríkisvaldið til að taka yfir þann hluta þjónustunnar sem ríkið ber ábyrgð á í dag, að því tilskildu að ríkið skapi sveitarfélaginu fjárhagslegar forsendur til þess. Markvissar áætlanir Á næsta kjörtímabili þarf að byggja upp nútímaleg þjón- ustuúrræði fyrir eldra fólk í Árborg þar sem m.a. verður gert ráð fyrir sérstökum þörfum minnissjúkra. Þetta markmið byggist á að samningar náist við ríkisvaldið. Ljúka þarf samningum við ríkið um uppbyggingu og rekstur þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða á Selfossi. Tryggja þarf möguleika til hvíldarinnlagna fyrir þá sem búa í heimahúsum. Auka þarf framboð á húsnæði sem hentar þörfum eldra fólks, leigu- og eignaríbúðum. Mik- ilvægt er að tryggja félagsstarfi aldraðra húsnæði í sam- ræmi við þarfir og styðja áfram við starfsemi félaganna. Hlúa þarf vel að félagslegri heimaþjónustu og efla fyr- irbyggjandi heimsóknir með ráðgjöf og leiðbeiningar til eldra fólks í heimahúsum. Enn fremur þarf áfram að styrkja samstarf við aðrar þjónustustofnanir í sveitarfé- laginu sem sinna þjónustu við aldraða, s.s. heilsugæslu- stöð og sjúkrahús. Skoða þarf frekari lækkanir á fast- eignagjöldum aldraðra og öryrkja í ljósi góðrar fjárhagsstöðu. Samfylkingin mun stofna öldungaráð í samráði við félög aldraðra og aldraða íbúa sveitarfé- lagsins. Ráðið verði bæjaryfirvöldum til ráðgjafar í mál- efnum sem varða aðstöðu og uppbyggingu þjónustu við eldra fólk í sveitarfélaginu. Samfylkingin hefur skýra stefnu í öldrunarmálum, við látum verkin tala. Aðgerðaáætlun í málefnum aldraðra Eftir Ragnheiði Hergeirsdóttur Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti framboðs Samfylkingarinnar í Árborg. ✝ Jón ÞórarinnSigurjónsson fæddist í Nýjabæ í Þykkvabæ 2. mars 1927, síðar í Borgar- túni í Þykkvabæ. Hann lést á Vífils- stöðum 10. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Valdís Guðmundsdóttir frá Önnuparti í Þykkva- bæ, f. 23. mars 1900, d. 11. júlí 1995, og Sigurjón Elíasson frá Hrauki í Þykkvabæ, f. 20. júní 1904, d. 28. júlí 1991. Hinn 2. desember 1950 kvæntist Jón Pálínu Þórunni Magnúsdótt- ur, f. 22. júlí 1929, d. 19. janúar 1997. Börn þeirra eru: 1) Margrét, f. 4. apríl 1949, maki Páll Viðar Björgvinsson (skilin), börn: Björg- vin Þór, Rósa Kristín, Jón Þór og Pálína Þórunn. 2) Valdís, f. 22. apríl 1951, maki Ólafur Jón Sigurðs- son, börn: Guðrún Áslaug, Hulda Ragna og Valur Guðjón. 3) Sigurjón, f. 12. september 1958, maki Ásta Árnadóttir, börn: Steinþór Árni, Árni Jón og Eva Mjöll. 4) Elín, f. 23. septem- ber 1960, maki Karl Kristján Bjarnason, börn: Bjarni, Íris Ósk og Pálmi Þór. 5) Guðlaug, f. 6. maí 1962, maki Jón Sigurbjörn Ólafsson, börn: Elías Þór og Magnús Viðar. Uppeldis- dóttir Jóns og Pálínu er Guðrún Áslaug Jósepsdóttir, f. 20. október 1967, maki Jón Már Jónsson, börn: Ólafur Freyr og Bjarndís Lind. Útför Jóns fór fram hinn 24. apríl – í kyrrþey að ósk hins látna. Með söknuð í hjarta kveðjum við pabba okkar. Nú vitum við að hon- um líður vel hjá mömmu, sem hefur tekið honum opnum örmum í nýrri veröld. Síðustu ár þín hafa ekki ver- ið eins og þú hefðir kosið þar sem erfið veikindi settu mark á líf þitt. Elsku pabbi, þú varst mjög fróður maður og talnaglöggur, enda var oft leitað til þín og það var sama hvar að garði var borið, alltaf hafðir þú svar á reiðum höndum. Áhugi þinn á harmonikutónlist var mikill og á yngri árum lékst þú stundum sjálfur á nikkuna en seinni árin léstu þér nægja að hlusta á harmonikutónlist og hafðir gaman af. Þá hafðir þú mikinn áhuga á bíl- um, enda starfaðirðu við bíla mikinn hluta starfsævinnar. Margar voru heimsóknirnar til þín og mömmu á Grundó, þar sem ávallt var margt um manninn enda voruð þið mamma mjög gestrisin. Allar helgar og hátíðisdagar voru eins og ættarmót, þar sem fjölskyld- an kom saman í eldhúsinu, eins og venja var, drakk kaffi og borðaði meðlæti og sagði frétta af sér og sín- um. Þetta eru stundir sem okkur og fjölskyldum okkar mun ætíð þykja vænt um og lifa í minningunni. Þegar mamma dó, eftir langvinn veikindi, þar sem þú varst hennar stoð og stytta, var eins og eitthvað hefði dáið með þér, þú varst ekki bara að missa góða eiginkonu heldur líka þinn besta vin. En þú varst ekki mikið að tjá þínar tilfinningar, þú varst frekar lokaður maður og áttir frekar erfitt með að tjá öðrum hvernig þér leið. Þín heitasta ósk eftir að mamma dó var að búa á heimili ykkar á Grundarstíg sem lengst, en í janúar 2004 komu veikindi þín í veg fyrir það. Það var erfitt fyrir okkur að horfa upp á þig, sem ávallt hafðir verið svo sjálfstæður og sterkur, að þurfa að láta í minni pokann fyrir sjúkdómi sem tók af þér öll völd og olli því að þú varðst að yfirgefa heimili þitt og setjast að á Vífils- stöðum. Okkur var það mikil gleði og ánægja að koma til þín á Vífils- staði til þess að bjóða þér með okkur í bíltúra, heim að borða með fjöl- skyldum okkar og eiga með þér góð- ar stundir. Viljum við systkinin þakka öllu því frábæra starfsfólki á Vífilsstöð- um, þar sem þú dvaldist síðustu tvö æviárin, fyrir góða umönnun og hlý- hug í garð pabba og okkar systk- inanna. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, Nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt sem Guði er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum dal. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (V. Briem.) Eftir standa góðar minningar og þakklæti fyrir alla hjálpsemina við okkur. Hvíl í friði, elsku pabbi. Guð geymi þig Þín börn, Margrét, Valdís, Sigur- jón, Elín og Guðlaug. Vertu sæll afi. Kallið er nú komið. Eftir langvinn veikindi er komið að leiðarlokum, afi minn, og vil ég í fáum orðum minnast þín. Öll mín uppvaxtarár bjó ég hjá þér og Pálíömmu, fyrst á Langholts- veginum og síðar á Grundó, eins og heimili ykkar á Grundarstíg var allt- af kallað innan fjölskyldunnar. Sérstaklega þótti þér gaman að spila og varstu ætíð með spilastokk- inn við höndina, annaðhvort til að leggja kapal eða bjóða viðstöddum í spil. Þær voru margar stundirnar sem við áttum saman við spila- mennsku, en sérstaklega höfðum við gaman af því að spila marías. Eftir að ég eltist og stofnaði eigið heimili fækkaði þessum stundum, en þær mun ég ávallt geyma í minningunni um þig. Elsku afi, megi guð geyma þig. Áslaug. Elsku afi minn. Síðustu ár hafa verið þér erfið en núna ertu kominn á stað þar sem þér líður vel. Þú ert kominn til ömmu og ég veit að hún hefur tekið vel á móti þér. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem ég átti með þér og kveð þig með þessum orðum; Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Hulda. JÓN ÞÓRARINN SIGURJÓNSSON Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningar- greinar MINNINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.