Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 37 DAGBÓK 80 ÁRA afmæli. Í dag, 26. apríl, eráttræður Snorri Þorgeirsson frá Helgafelli, fyrrverandi ökukenn- ari. Snorri og eiginkona hans, Bjarn- fríður Sverrisdóttir, dvelja í faðmi fjölskyldunnar á afmælisdaginn. ÁVísindadegi á Keldum, sem er einsdags ráðstefna sem Guðni Ágústssonlandbúnaðarráðherra setur kl. 8.45hinn 28. apríl nk., mun Eliane Marti dýralæknir og doktor í ónæmisfræðum fjalla um sumarexem sem er ofnæmi í hrossum gegn prótíni sem berst við bit mýflugna af ættkvísl- inni Culicoides. „Ofnæmið er vandamál í íslenskum hestum á erlendri grund, en þessi ættkvísl mýflugna lifir ekki á Íslandi,“ segir Eliane Marti. „Öll hross geta fengið ofnæmið og það er afar algengt í útfluttum íslenskum hestum, um 50% af hestum sem eru á flugusvæðum óvarðir í tvö ár eða meira fá ofnæmið, hins vegar fá það ein- ungis 7–18% af íslenskum hestum sem fæddir eru erlendis og alast upp með flugunni, þetta er þar af leiðandi stórt vandamál fyrir íslenskan hrossaútflutning.“ Rannsóknir þessar á sumarexemi í hestum hafa staðið í rúm 5 ár á Keldum í samstarfi við rannsóknarhópinn í Bern í Sviss. „Markmið rannsóknarinnar er að finna og greina ofnæmisprótín í munnvatnskirtlum Culicoides til þess að hægt sé að þróa ónæmis- meðferð gegn ofnæminu. Með skimun á gena- safni úr munnvatnskirtlum flugna höfum við fundið 9 möguleg ofnæmisprótín. Leitað verður að fleirum, þau tjáð og prófuð fyrir ofnæm- isvirkni. Einnig er verið að rannsaka ónæmissvarið í sjúkdómnum og ferli hans til að geta þróað og metið áhrif og gagnsemi ónæmismeðferðar svo sem bólusetningar og afnæmingar. Niðurstöð- urnar sýna að ónæmissvar og sjúkdómsmynd er í veigamiklum atriðum frábrugðin því sem sést hjá öðrum kynjum. Sömuleiðis virðist munur á ónæmismyndinni milli hesta sem fæddir eru á Íslandi samborið við íslenska hesta sem fæddir eru í Sviss.“ Á Keldum hafa verið sett upp helstu ónæmis- próf fyrir hesta, einnig hefur verið sett upp lík- an til þess að prófa ónæmismeðferðir á þeim. „Á grundvelli niðurstaðna úr eftirfylgnirann- sókn er nauðsynlegt að skoða meingerð og sjúk- dómsferlið nánar til að hægt sé að velja heppi- legustu aðferðir til ónæmismeðferðar,“ segir Eliane. Dr. Sofia Mikko frá Landbúnaðarháskólanum í Uppsölum mun á Vísindadegi kynna nýtt rann- sóknarverkefni um erfðaþætti í sumarexemi, sem og mun heimafólk kynna niðurstöður í rannsóknum varðandi sumarexem, veirusýkingar og sníkjudýrasýkingar í hrossum. Fyrri hluti ráðstefnunnar fer fram á ensku en síðari hluti hennar á íslensku, þá verður fjallað um ýmis önnur verkefni Tilraunastöðvar Háskóla Íslands á Keldum, svo sem í príon-, veiru-, bakteríu- og sníkjudýrafræðum. Ráðstefnan er öllum opin og ókeypis. Rannsóknir | Gott líkan til að rannsaka framvindu ofnæmis Sumarexem í hestum á Vísindadegi  Eliane Marti er Svisslendingur, hún er dýralæknir og doktor í ónæmisfræðum og starfar við rannsóknir, m.a. ónæmisrannsóknir í Háskólanum í Bern. Eliane er fædd í Bern 1967, hún er gift og á eina dóttur á þriðja ári. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 80 ÁRA afmæli. 28. apríl nk. verð-ur áttræður Haraldur Guð- mundsson, skipstjóri og útgerðar- maður frá Ólafsvík. Af því tilefni tekur hann á móti gestum á afmælisdaginn frá kl. 18 til 21 í Akogessalnum, Sóltúni 3 í Reykjavík. Afmælisgjafir eru vinsamlegast afþakkaðar en tekið verður á móti framlögum sem verða svo færð björgunarsveitinni Sæbjörgu í Ólafsvík. 100 ÁRA afmæli. Í dag, 26. apríl,er Margrét Oddsdóttir, fyrr- verandi húsfreyja á Jörfa í Haukadal, eitt hundrað ára. Hún býr nú á dval- arheimilinu Silfurtúni í Búðardal en hefur lengst af dvalið á Jörfa á sumr- um. Eiginmaður Margrétar Þorsteinn Jónasson lést 1986. Afkomendur henn- ar eru 63. Margrét er elsti íbúi Dala- byggðar. Í tilefni afmælisins tekur Margrét á móti vinum og venslafólki í Félagsheimilinu Árbliki í Miðdölum laugardaginn 29. apríl milli kl. 15 og 17. 60 ÁRA afmæli. Í dag, 26. apríl, ersextug Sigrún Hauksdóttir, Grænagarði 12, Keflavík. Hún verður að heiman á afmælisdaginn. 50 ÁRA afmæli. Í dag, 26. apríl, erfimmtugur Þorsteinn Ágústs- son, bóndi á Syðra-Velli. Af því tilefni ætlar hann að taka á móti gestum á heimili sínu laugardaginn 29. apríl frá kl. 20. Stöndum saman KÆRA þjóðin mín! Ætlum við að láta traðka á fólkinu sem þjónar okkur af samviskusemi og umhyggju? Ætlum við að láta rík- isstjórnina komast upp með það að hunsa sanngjarnar kröfur þeirra um mannsæmandi laun? Ætlum við að láta þann ráðherra sem nú er félags- málaráðherra komast upp með það að láta sem henni komi þessi mál ekki við? Hún var svo góð að friða, sögðu sumir í fyrri ráðherratíð hennar. Jú, hún friðaði svo mikið að minkurinn og refurinn fjölguðu sér endalaust og voru að springa úr spiki. Ætlum við að kjósa þetta lið yfir okkur einu sinni enn? Nú er ástandið þannig að það er betra að vera heima á atvinnuleysisbótum en að vinna við að hjálpa sjúku og þreyttu fólki sem hefur lokið störfum með reisn og þá horfum við upp á nið- urlægingu þessara vina okkar sem eru allan daginn að reyna að láta okkur líða sem best. Við eldumst öll og þið líka, þessir aurapúkar sem níðist á lítilmagn- anum. Stöndum saman, þjóðin mín! Nú eru kosningar í nánd, ættum við ekki að prófa eitthvað nýtt. Það getur varla orðið verra. Ingibjörg Jónsdóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði. Frambjóðendur og öryrkjar ERU frambjóðendur búnir að gleyma öryrkjum? Það er enginn sem minnist á þá í dag, allir upp- teknir af öðrum málum. Ég er öryrki með rúm 96 þús,. á mánuði í ör- orkubætur og af því eru dregnar rúmlega 17 þús. í skatta og eftir eru rúm 79 þús. sem maður þarf að lifa af – ásamt því að borga húsaleigu upp á 50 þús. Á hverju eigum við að lifa? Tóta. Telpuveski í óskilum SUMARDAGINN fyrsta, 20. apríl, fannst telpuveski „Halló Kitty“ á bílastæðinu við Nauthólsvík: Vin- samlega hafið samband í síma 824 0266. Rökkva vantar heimili VIÐ leitum að góðu heimili fyrir Rökkva sem er ársgamall innikött- ur. Hann er blanda af persa og hús- ketti, blíður og kelinn. Upplýsingar í síma 893 9723. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Milljónaútdráttur Þar sem einvörðungu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigandi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 4. flokkur, 25. apríl 2006 Kr. 1.000.000,- 11198 F 11866 B 14167 B 14545 F 18737 B 19077 B 27952 E 37149 H 44522 H 52207 H Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Námskeið fyrir börn. Taltímar. Einkatímar. Kennum í fyrirtækjum. Frönskunámskeið hefjast 2. maí Innritun 18. til 29. apríl Tryggvagötu 8, 101 Reykjavík, fax 562 3820. Veffang: www.af.is Netfang: alliance@af.is Upplýsingar í síma 552 3870 SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali VIÐ GEYSI Í HAUKADAL Vorum að fá í sölu 7 stk. ný mjög vönduð fullbúin heilsárshús rétt austan við Geysi í Haukadal. Standa á 6.000-7.000 fm eignarlóðum rétt við Tungufljótið. Húsin eru tilbúin til afh. fullbúin með öllum innréttingum, tækjum, húsgögnum, rúmum o.fl. M.a. sjónvarp og uppþvottavél í hverju húsi. Hiti í gólfum í nokkrum húsum. Góð verönd við hvert hús og hellulagt bílastæði. Stutt í afþreyingu og alla þjónustu, sundlaugar, golfvöllur við hendina o.fl. Verð er frá 17-23 millj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.