Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 41 MENNING Allra allra síðustu sýningar Vestmannaeyjar Sýnt í Kiwanishúsinu 4., 5., 6. og 7. maí. Miðasala í síma 481 1045. Seyðisfjörður Sýnt í Herðubreið 10., 11., 12., 13. og 14. maí. Miðasala í síma 470 2303. Akureyri Sýnt í Sjallanum 17., 18., 19. og 21. maí. Miðasala í Pennanum Glerártorgi sjallinn@sjallinn.is Ísafjörður Sýnt í félagsheimili á Hnífsdal 25., 28. og 29. maí. Miðasala í síma 456 3041, Rammagerðin á Ísafirði. Viðskiptavinir Landsbankans fá 500 króna afslátt á ofangreindum stöðum „Frábærlega gert. Staðhæfingarnar frábærar og hnyttinn texti. Hvílíkur gimsteinn sem þessi kona er á sviðinu. Að sjá hverning hún rúllaði áhorfendunum upp. Til hamingju með það.“ Bragi Hinriksson Reykjavík 27. apríl 30. apríl Landið í maí Einnig sýningar í júní Selfoss, Kirkjubæjarklaustur, Höfn, Vopnafjörður, Raufarhöfn, Húsavík, Siglufjörður, Blönduós, Patreksfjörður, Stykkishólmur, Ólafsvík, Akranes, Keflavík, Grindavík. Auglýst seinna RAGNHEIÐUR Gröndal og Eivör Pálsdóttir syngja á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands annað kvöld og föstudagskvöld, sem bera yfirskriftina „Manstu gamla daga“. Á efnisskránni eru, líkt og nafnið gefur til kynna, gamlar íslenskar dægurperlur eftir þjóðþekkta höf- unda svo sem Jón Múla Árnason, Alfreð Clausen, Freymóð Jóhanns- son, Sigfús Halldórsson og fleiri. Útsetningar fyrir sinfóníuhljóm- sveit hefur Hrafnkell Orri Egilsson gert. Það er útvarpskonan góðkunna, Ragnheiður Ásta Pétursdóttir, sem er kynnir á tónleikunum. „Þessi lög eru frá blómaskeiði íslenskra dægurlaga, má segja, sem eru orðin sígild,“ segir hún í samtali við Morgunblaðið. „Mér finnst þetta óskaplega skemmtilega valin lög hjá Hrafnkatli, og er spennt að heyra þau flutt á þennan hátt.“ Meira en hálfrar aldar gömul Aðspurð hvernig henni lítist á að þær Ragnheiður og Eivör feti í fót- spor söngkvenna á borð við Ingi- björgu Smith, Erlu Þorsteinsdóttur og Ellý Vilhjálms, sem fluttu lögin á sínum tíma, segist Ragnheiður Ásta hlakka mikið til að heyra þær spreyta sig á tónlistinni. „Þetta eru auðvitað algjörar draumadísir – báðar eiginlega sönggyðjur. Það er svo fallegt hvernig Færeyingar tala um Eivöru sína – að hún beri með sér landið sjálft – og það gerir Ragnheiður Gröndal líka, sem hefur grænu dalina Íslands í nafninu meira að segja. Þær eru yndislegar báðar,“ segir hún. Íslensk dægurtónlist tók veru- legan vaxtarkipp á sjötta áratugn- um. Það var að hluta til fyrir til- stuðlan Skemmtiklúbbs templara sem efndi til árlegrar danslaga- keppni í gömlu og nýju dönsunum á tímabilinu 1950–1962. Freymóður Jóhannsson var helsti forsprakki templara á þessum árum og lagði hart að tónlistarmönnum að taka virkan þátt. Það kom fyrir að ekki bárust nægjanlega mörg lög í keppnina. Þá bjargaði Freymóður málunum með því að leggja fram eigin lagasmíðar og skýldi sér á bakvið höfundarnafnið 12. septem- ber. S.K.T. keppnin efldi samstöðu tónlistarfólks og danslagahöfundar bundust samtökum og stofnuðu Fé- lag íslenskra dægurlagahöfunda ár- ið 1955. Félagið vann ötullega að eflingu íslenskra dægurlagagerðar t.a.m. með mánaðarlegum útvarps- þáttum og skemmtikvöldum á veit- ingahúsum borgarinnar þar sem ný íslensk dægurtónlist var kynnt. Ragnheiður Ásta segist telja að íslensk dægurlög frá þessum tíma séu vinsæl enn í dag og nefnir sem dæmi að nýlegum geisladiski með útsetningum Hrafnkels Orra á slík- um lögum hafi verið vel tekið. „Mér finnst þetta sjálfri alltaf jafnyndis- legt. Þetta minnir fullorðið fólk auð- vitað á æskuárin, og ég held að ungt fólk hafi gaman af þessari tónlist líka,“ segir hún. „Tónleikarnir sýna að þessi dægurlög eru orðin sígild. Því þó að þau sé kennd við dægur eru þau orðin meira en hálfrar aldar gömul sum.“ Tónleikarnir hefjast kl. 19.30. Tónlist | Ragnheiður Gröndal og Eivör Pálsdóttir flytja gamlar dægurperlur Gamlir tímar rifjaðir upp Morgunblaðið/Eyþór Hrafnkell Orri Egilsson og Benjamin Pope ásamt söngkonunum Eivöru Pálsdóttur og Ragnheiði Gröndal. Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is STÓRSVEIT Reykjavíkur heldur tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 26. apríl kl. 20.30. Að þessu sinni stýrir sænski út- setjarinn og tónskáldið Daniel Nolgard hljóm- sveitinni. Hann er í hópi þeirra stjórnenda sem oftast hafa stýrt Stórsveitinni og hafa fáir náð betri árangri með hljómsveit- ina. Nolgard hef- ur starfað með öllum helstu stórsveitum Sví- þjóðar, ýmist sem stjórnandi, útsetjari eða píanóleikari. Hann er einnig þekktur fyrir píanóleik sinn með hljómsveitum trompetleikarans Lasse Lindgren, kennslu við Iggesunds Musikhög- skola og rómaða kennslubók í djasspíanóleik. Nýtt verk frumflutt Einsöngvari á þessum tónleikum verður Kristjana Stefánsdóttir. Á efnisskránni verða útsetningar Daniels Nolgards á þekktum djassstandördum, auk nokkurra tónsmíða hans. Meðal annars verð- ur frumflutt nýtt verk eftir Nol- gard, sérstaklega skrifað fyrir Stórsveit Reykjavíkur, þessa tón- leika og hljóðritun sem gerð verð- ur í tengslum við tónleikana. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Stórsveitin ásamt Kristjönu og Daniel Nolgard í Ráðhúsinu Kristjana Stefánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.