Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VÖRUMERKI eru oft ein verð- mætasta eign fyrirtækja. Þau þjóna mikilvægu hlutverki við markaðs- setningu og hafa mikið auglýs- ingagildi, auk þess að gera neytendum kleift að aðgreina vörur og þjónustu eins aðila frá vörum og þjónustu annars aðila. Vörumerkjavernd fæst með skráningu eða notkun vörumerk- is. Sótt er um skrán- ingu vörumerkis hér á landi hjá Einkaleyfa- stofunni sem er rík- isstofnun undir yf- irstjórn iðnaðar- ráðherra. Vörumerki þurfa að uppfylla skil- yrði vörumerkjalaga nr. 45/1997, til að fást skráð. Þau mega ekki vera al- menns eðlis eða lýsandi fyrir þá vöru eða þjónustu sem þau eiga að auð- kenna. Þá má ekki skrá vörumerki sem eru eins eða lík vörumerkjum sem þegar eru skráð fyrir svipaða vöru eða þjónustu. Vörumerkja- skráning gildir í 10 ár í senn og er hægt að endurnýja eins oft og eig- andi merkis óskar. Vörumerki eru eins og hver önnur eign sem ber að hugsa vel um og vernda. Skráning vörumerkis stað- festir að vörumerki sé eign ákveðins aðila. Eigendur vörumerkja fá skráningarskírteini sem sönnun skráningar vörumerkisins. Mik- ilvægt er að varðveita skráningarskírteinið til að sýna fram á einka- rétt sinn. Við skráningu vöru- merkis fær eigandi þess einkarétt á notkun þess, sem þýðir að eig- andi getur bannað keppinautum að nota vörumerki, lógó eða annars konar við- skiptaauðkenni sem eru eins eða lík vöru- merki hans. Að jafnaði er aðeins talin vera ruglingshætta með vörumerkjum þegar merkin eru mjög lík og um sömu eða mjög líkar vörur eða þjónustu er að ræða. Skráning vörumerkis verndar þann- ig aðeins þær vörur og þjónustu sem lýst er í skráningarskírteininu. Hægt er að selja vörumerki eins og önnur eignaréttindi. Einnig er hægt að heimila öðrum að nota vöru- merki með svo kölluðu nytjaleyfi, sbr. ákvæði 38. gr. vörumerkjalaga. Nytjaleyfi geta verið takmörkuð í tíma eða bundin við landsvæði. Oft er fleirum en einum aðila veittur réttur til notkunar. Hægt er að færa slíka samninga inn í vörumerkja- skrá. Stundum hafa vörumerki að geyma orð eða annað sem ekki er háð einkarétti, t.d. tegundarheiti eða lýsandi orð. Við þær aðstæður er ekki hægt að koma í veg fyrir að aðr- ir noti þá hluta merkis sem ekki eru háðir einkarétti, ef notkunin er að öðru leyti í samræmi við góða við- skiptahætti. Ekki er heldur hægt að koma í veg fyrir notkun vörumerkis sem eigandi sjálfur hefur sett á markað á EES-svæðinu (Evrópska efnahagssvæðinu). Mikilvægt er að geyma gögn sem sanna notkun merkisins. Þegar vörumerkjaskráning er orðin 5 ára eða eldri og eigandi hefur ekki notað merkið getur réttur til merkisins tapast. Þá er nauðsynlegt að geta sannað að merkið sé í notkun. Einka- leyfastofan hefur ekki eftirlit með notkun merkis. Ef merki er ekki endurnýjað fellur skráningin niður. Vörumerkjaskráning er lands- bundin, þ.e. verndin nær aðeins til Íslands. Ef nota á merkið erlendis og merkið óskast skráð í þeim löndum sem ætlunin er að selja vöruna eða þjónustuna í, er um þrjá kosti að velja: Sækja um landsbundna skráningu í hverju landi fyrir sig. Þá er um- sóknin lögð inn til Einkaleyfastofu (Patent office) í viðkomandi landi og meðhöndluð samkvæmt þeim lögum er þar gilda. Skráningin gildir þá að- eins í því landi sem sótt er um skrán- ingu í. Sækja um alþjóðlega skráningu gegnum hið svokallaða Madrid skráningarkerfi sem Alþjóða- hugverkastofnunin í Genf, WIPO (World Intellectual Property Org- anization), hefur yfirumsjón með. Mögulegt er þá að sækja um skrán- ingu í mörgum löndum með aðeins einni umsókn. Hægt er að sækja um slíka skráningu ef merkið hefur ver- ið skráð landsbundinni skráningu á Íslandi eða umsókn hefur verið lögð inn til Einkaleyfastofunnar. Sækja um skráningu Evrópu- merkis (Community Trademark) hjá OHIM (Office for Harmonization in the Internal Market) sem er vöru- merkja- og hönnunarskrifstofa Evrópusambandsins og staðsett í Alicante á Spáni. Þeir sem geta orðið eigendur skráningar Evrópumerkis eru þeir sem eru heimilisfastir eða eru með virka atvinnustarfsemi í einhverju ríki Evrópusambandsins. Frá 1. október 2004 hefur verið mögulegt að tilnefna Evrópusam- bandið í heild sinni í alþjóðlegri vörumerkjaumsókn samkvæmt Madrid skráningarkerfinu. Að lokum skal bent á að þegar vörumerki er notað heimildarlaust er rétt að bregðast skjótt við. Byrjað skal á því að krefjast þess að notkun merkisins verði hætt. Ef merkið hef- ur fengist skráð hjá Einkaleyfastof- unni er hægt að andmæla skráningu þess (andmælafrestur er 2 mánuðir frá skráningardegi). Ef andmæla- frestur er liðinn eða merki hefur ekki verið skráð hjá Einkaleyfastof- unni má kæra til samkeppnisyf- irvalda. Einnig er hægt að krefjast lögbanns eða höfða mál fyrir dóm- sólum til að stöðva notkun aðila á merkinu. Frekari upplýsingar um vörumerkjarétt er hægt að fá hjá Einkaleyfastofunni og á slóðinni www.els.is. Vörumerkjavernd Lára Helga Sveinsdóttir fjallar um vörumerkjavernd í tilefni af Alþjóðlega hug- verkaréttardeginum ’Mikilvægt er að geymagögn sem sanna notkun merkisins.‘ Lára Helga Sveinsdóttir Höfundur er lögfræðingur á Einkaleyfastofunni. ÞAÐ vefst fyrir mörgum hvað einkaleyfi er. Einkaleyfi veita vernd á uppfinn- ingum. Einkaleyfi veita einkaleyf- ishafa forskot á samkeppnisaðila þar sem hann fær einkarétt á því að nota uppfinningu sína og getur hindrað aðra í að hagnýta uppfinn- inguna í 20 ár. Þegar sótt er um einkaleyfi samþykkir uppfinn- ingamaður að gera uppfinningu sína op- inbera en þannig er stuðlað að dreifingu tækniþekkingar, sem er einmitt lykilatriði í allri framþróun í tækni og vísindum. Einka- leyfiseign fyrirtækja er meðal þess sem fjár- festar horfa til þegar verðmæti fyrirtækja eru metin. Í einkaleyf- um má finna miklar upplýsingar um nýj- ustu tækni og vísindi á hverjum tíma. Á netinu eru gagna- bankar þar sem gera má leit að uppfinn- ingum og einkaleyfum. Sumir þeirra eru gjald- frjálsir en kaupa þarf áskrift að öðrum. Óhætt er að fullyrða að gagnabankarnir séu miklar fróð- leiksnámur um tækniframfarir og tækninýjungar. Espacenet (esp@cenet) er gjald- frjáls gagnabanki (http://www.es- pacenet.com) en honum er haldið úti af Evrópsku einkaleyfastofunni (EPO). Í espacenet er hægt að fylgj- ast með öllum helstu tækninýj- ungum í heiminum. Fagmenn geta fylgst með framförum á sínu tækni- sviði og fyrirtæki geta fylgst með samkeppnisaðilum auk þess sem hægt er að gera leit að nöfnum fyr- irtækja, nöfnum uppfinningamanna og orðum í titli eða ágripi einkaleyf- isskjala. Í gagnabankanum má finna allt milli himins og jarðar sem varð- ar einkaleyfisumsóknir og veitt einkaleyfi í öllum helstu iðnríkjum heims. Þar má jafnvel slá inn nöfn ís- lenskra fyrirtækja og sjá hvar í heiminum þau hafa lagt inn umsókn- ir um einkaleyfi. Upplýsingar fengnar úr espacenet geta verið einn hlekkur af mörgum í greiningu á arðsemi fyrirtækja. Uppfinningamenn geta gert for- athugun í gagnabankanum til að kanna hvort einhver annar hafi þeg- ar fengið sömu hug- mynd og þannig komist hjá því að leggja inn umsókn með allri þeirri vinnu og þeim tilkostn- aði sem því fylgir. Þó skal tekið fram að ef leitin er viðamikil eða mikilvægur liður í framtíðarþróun fyr- irtækja borgar sig að leita aðstoðar sérfræð- inga s.s. umboðsaðila vegna einkaleyfa. Þá veita Einkaleyfastofan og upplýsingasetur um einkaleyfi (staðsett í Rannsóknarþjónustu Háskóla Íslands og hjá Impru á Akureyri) einnig rágjöf og aðstoð. Ísland gerðist aðili að Evrópska einka- leyfasamningnum (EPC) 1. nóvember 2004. Um þessar mundir vinnur Einka- leyfastofan að íslensku viðmóti á espacenet gagnabankanum þar sem hægt verður að nálgast íslensku einkaleyfaskrána. Hingað til hafa umsækjendur ekki getað fengið beinan aðgang að ís- lensku einkaleyfaskránni þannig að um mikið framfaraskref er að ræða. Vonir standa til að verkinu ljúki á árinu. Alþjóðlegur dagur hugverkarétt- ar er haldinn hátíðlegur um heim all- an í dag, 26. apríl. Af því tilefni býð- ur Einkaleyfastofan til fyrirlestra, í húsnæði sínu á Skúlagötu 63, þar sem m.a. verður hægt að fræðast um espacenet og upplýsingasetur um einkaleyfi og eru allir velkomnir. Fróðleiksnáma um nýjustu tækni og vísindi Sigurlín Bjarney Gísladóttir fjallar um Alþjóðlegan dag hugverkaréttar ’Óhætt er aðfullyrða að gagnabankarnir séu miklar fróð- leiksnámur um tækniframfarir og tækninýj- ungar.‘ Sigurlín Bjarney Gísladóttir Höfundur starfar sem sérfræð- ingur á Einkaleyfastofu. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is STUÐNINGSHÓPUR sr. Sigfúsar gerir alvarlegar athugasemdir við skrif verkefnisstjóra samkirkju- og upplýsingamála Þjóðkirkjunnar sem birtist í Morgunblaðinu hinn 24. apríl 2006. Verkefnisstjórinn gerir mjög lítið úr öllum þeim fjölda, sem skrifaði undir yfirlýsingu um að séra Sigfús yrði sóknarprestur. Síðan leitar hún logandi ljósi að smáhnökrum sem finna má að undirskriftalistanum, en segir síðan orðrétt: „Enginn dregur í efa þann mikla hlýhug og stuðning sem séra Sigfús Baldvin Ingvason nýtur í Keflavík.“ Það er fundið að því að fáeinir sem skrifuðu undir listann hafi haft heim- ilisfang í annarri kirkjusókn. En margir þeirra hafa einmitt notið starfa séra Sigfúsar auk þess sem hópurinn tekur ekki að sér að rit- skoða listann ef frá er talið að hvert nafn á listanum er aðeins talið einu sinni.  Við viljum benda Biskupsstofu á eftirfarandi atriði varðandi und- irskriftalista:  Óheimilt er að safna kennitölum á netinu.  Undirskriftasöfnunin stóð ein- ungis yfir í fjóra sólarhringa á netinu (og á sama tíma var hætt að skrá nöfnin á blöð sem lágu frammi á bensínstöðvum).  Stuðningshópurinn keypti eng- ar auglýsingar til að auglýsa undirskriftalistann.  Enginn var þvingaður til að skrá nafn sitt á listann heldur gerði hver og einn upp hug sinn.  Listanum var skilað í stafrófs- röð og þá höfðu verið fjarlægð öll nöfn sem voru tvítekin. Á fjórum sólarhringum safnaðist 4.431 undirskrift til stuðnings séra Sigfúsi eða rúmlega 75% sókn- arbarna. Þrátt fyrir að mikill meiri- hluti sóknarbarna sé einhuga um hvern hann vill velja var það ekki nægilegur fjöldi til að hafa áhrif á nið- urstöðuna. Þá verður viðkomandi tíðrætt um að viðhöfð hafi verið lýðræðisleg vinnubrögð. Við teljum hins vegar að lýðræðið hafi verið fótum troðið. Sjónarmið grasrótarinnar kom ekki fram í niðurstöðu valnefndar og við getum ekki útilokað að fyrirfram ákveðnar skoðanir hafi ráðið úrslit- um. Við ítrekum að sóknarbörn hafa komið á framfæri skýrum skilaboðum um mikla almenna óánægju sókn- arbarna í Keflavíkursókn. Ráðherra, biskup og valnefnd hafa hins vegar kosið að líta framhjá þeirri staðreynd. Við hvetjum öll sóknarbörn til virkrar þátttöku í safnaðarstarfi og að staðið verði við þau fyrirheit sem okkur voru gefin um að reynt yrði að finna viðunandi niðurstöðu fyrir séra Sigfús. F.h. stuðningshóps sr. Sigfúsar B. Ingvasonar, BJÖRGVIN INGIMARSSON, Hamragarði 4, 230 Reykjanesbæ. Athugasemd við skrif verkefnisstjóra Þjóðkirkjunnar Frá Björgvini Ingimarssyni Þorsteinn Gestsson fjallar um vímuefni. KOSNINGAR 2006 Guðvarður Jónsson: „Kosn- ingaloforð“ Kári Páll Óskarsson: „Enginn vill búa við mengun“ Toshiki Toma: „Þátttaka og viðhorf í borgarstjórn“ Magnús Helgi Björgvinsson: „Kópavogsbúar, við látum ekki plata okkur“ Halldór Jónsson verkfræðing- ur: „Beitum blýantinum“ Hjörtur Hjartarson kynning- arstjóri: „exbé = leifar Fram- sóknarflokksins í Reykjavík“ Hlynur Sæmundsson: „Kom- andi borgarstjórnarkosningar“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar ALDRAÐIR hafa greitt að fullu gjöld sín til þeirra stofnana sem tek- ið hafa að sér umönnun þeirra. Hvað hefur gerst? Þeir fá ekki þessa umönnun en það hefur ekkert gerst því á rétti þeirra hefur verið troðið alla tíð ef ekki af ríkisvaldi þá hjúkrunarfólki. Svartar skýrslur um íslensku bankana litu dagsins ljós og hluta- bréf hríðféllu í verði. Hvað hafði gerst? Það hafði ekkert gerst en bank- arnir græddu milljarða á öllu saman og ríkir urðu ríkari svo sem vera ber. - Herinn tók saman föggur sínar og fylgdu því litlir kærleikar. Hvað hafði gerst? Það hafði í raun ekkert gerst nema herinn hefur greinilega verið búinn að fá sig full- saddan af gírugum Íslendingum. Hátimbraðar og útúrvitlausar auglýsingar skólanna birtast um þessar mundir. Gósentíð hjá próf- arkalesurum að lesa þessa vitleysu. Nú er tiltekið að umsækjendur skuli hafa kennarapróf!!! Hvað hefur gerst? Það hefur ekk- ert gerst því flestar eru auglýsing- arnar fyrirfram sniðnar að ætt- ingjum og vinum og skynhelgin og helgislepjan er jöfn sem áður. – Hvað hefur svo sem gerst? Það hefur auðvitað ekkert gerst! GUÐNI BJÖRGÓLFSSON, kennari, Háengi 2, 3A, Selfossi. Hvað hefur gerst? Það hefur ekkert gerst! Frá Guðna Björgólfssyni Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.