Morgunblaðið - 26.04.2006, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
FLUGSAFN ÍSLANDS
Flugskýli á Akureyrarflugvelli
Flugsafn Íslands óskar eftir tilboðum í hönnun og byggingu flugskýlis
á Akureyrarflugvelli.
Um svonefnt alútboð er að ræða en verkkaupi mun annast
jarðvegsskipti í byggingarstæði.
Áætluð stærð flugskýlisins er um 35x61 m eða alls liðlega 2.100 m².
Frí hæð við langveggi er áætluð um 5,6 m og mesta hæð byggingar
er áætluð um 9,0 m.
Verkinu skal að fullu lokið 31. október 2006.
Útboðsgögn verða afhent hjá VST hf., Glerárgötu 36, 600 Akureyri, frá
og með miðvikudeginum 26. apríl 2006.
Tilboðum skal skila til VST hf., Glerárgötu 36, 600 Akureyri, eigi síðar
en föstudaginn 26. maí 2006 kl. 14:00 og verða þau þá opnuð þar að
viðstöddum þeim bjóðendum, eða fulltrúum þeirra, sem þess óska.
Flugsafn Íslands
LANDIÐ
AKUREYRI
Haukadalur | Margrét Oddsdóttir
frá Jörva í Haukadal fyllir tíunda
tuginn í dag en heldur upp á 100
ára afmælið næstkomandi laugar-
dag. Hún hefur alltaf umgengist
margt fólk og segir að fólk eigi að
hafa gaman af lífinu og skemmta
sér.
Margrét er fædd að Hömrum í
Haukadal 26. apríl 1906. Tveggja
ára gömul missti hún móður sína
og var send í fóstur hjá Jónasi
Arngrímssyni, föðurbróður sínum,
og konu hans, Guðbjörgu Ólafs-
dóttur, sem bjuggu á Smyrlahóli
einnig í Haukadal. Þau systkinin
voru þrjú, ein systir sem var
þremur árum eldri en Margrét og
bróðir ári yngri en hún en hann
lést ársgamall. Margrét giftist
Þorsteini Jónssyni sem varð svo
hreppstjóri í Haukadalshreppi og
bjuggu þau í sjö ár að Oddstöðum
en keyptu þá Jörva í Haukadal og
bjó Margrét þar alla sína tíð, þar
til hún fluttist að dvalarheimilinu
Silfurtúni í Búðardal. Þorsteinn
lést fyrir tíu árum.
Margt um manninn á Jörva
Á Jörva var gott að búa og
margt um manninn og voru þar
gjarnan haldnir fundir og þar var
kosningastaðurinn í Haukadalnum.
Margréti líður vel innan um fólk
og nokkur sumur eftir að hún
flutti að Silfurtúni dvaldi hún að
Jörva og tók þar á móti gestum.
Hún minnist þess að eitt sumarið
hafi aðeins liðið einn dagur án
þess að nokkur kæmi í heimsókn,
gestir komu alla aðra daga.
Margréti þótti gaman að fara á
grasafjall þegar hún var yngri og
henni þykir vænt um fjöllin í
Haukadalnum og segir hann vera
fallegasta dal landsins. Ekki er
svo langt síðan henni var ekið til
fjalla þar sem hún naut útsýnisins.
Góðri heilsu og háum aldri
þakkar Margrét Guði og því góða
fólki sem hún hefur umgengist á
lífsleiðinni. Hún segir að menn eigi
að hafa gaman af lífinu og gera
nóg af því að skemmta sér.
Fystu árin hér á Silfurtúni var
töluvert um söng og skemmtanir
en það hefur minnkað þar sem
fólkið hér er orðið eldra og veik-
ara.
Í gamla daga hittist fólkið í
Haukadalnum gjarnan um jólin og
og vakti saman eina nótt og
skemmti sér, það söng, sagði sög-
ur og dansaði og voru lögin trölluð
undir. Þrisvar sinnum héldu þau
þorrablót að Jörva og mættu allir
úr sveitinni og var þá glatt á
hjalla.
Margrét horfir mikið á sjónvarp
og fylgist með fréttunum, en í
mesta uppáhaldi eru þættir þar
sem fólk segir frá. Einnig les hún
enn tölvert og hefur gert alla tíð
enda var lestrarfélagið í Haukadal
á Jörva. Margrét er mikil prjóna-
kona og ekki eru mörg ár síðan
hún hætti að prjóna jólagjafirnar
en hún prjónaði á um 50 manns.
Margréti líkar vel að búa í Búð-
ardal, þar býr hún í góðri íbúð og
segist orðin hagvön. Hún mætir í
leikfimi hvenær sem færi gefst og
saknar þess ef tímarnir falla niður,
Margréti líkar illa klænaðurinn
á ungdómnum í dag, hann var ekki
þannig í hennar ungdómi. „Þau
eru næstum ekki í neinum fötum.
Þau eru menntuð og góð en klæða
sig svona.“
Margrét átti fjögur börn, Bryn-
hildi er lést ung, Húnboga, Mörtu
og Álfheiði. Hún á nú 63 afkom-
endur. Hún ætlar að halda upp á
afmælið í félagsheimilinu Árbliki í
Miðdölum næstkomandi laug-
ardag.
Fólk á að hafa gaman af
lífinu og skemmta sér
Morgunblaðið/Helga H. Ágústsdóttir
Stórafmæli Margrét Oddsdóttir í íbúð sinni í Silfurtúni. Hún stundar leik-
fimi og les mikið og hefur alltaf gaman af því að umgangast fólk.
Margrét Oddsdóttir frá Jörva á hundrað ára afmæli í dag
Eftir Helgu H. Ágústsdóttur
FJÖGUR fjölmiðlafyrirtæki á Akur-
eyri, Samver, Extra dagskráin, Smit
auglýsingagerð og Traustmynd,
hafa sameinast í nýju félagi undir
nafninu N4. Stefnt er að því að svæð-
issjónvarpsstöðin Aksjón, sem er
eign Samvers, verði send út á lands-
vísu áður en langt um líður.
Steinþór Ólafsson athafnamaður
og formaður stjórnar N4 segir að
með sameiningunni og nýju fjár-
magni frá fjárfestum verði til félag
sem hefur burði til að láta að sér
kveða á Norðurlandi í hverskyns
framleiðslu fyrir sjónvarp, s.s. sjón-
varpsauglýsingagerð, dagskrárgerð
og kynningarmyndaframleiðslu.
„Með því að sameina félögin öll í
eitt verður til öflugt félag sem getur
nýtt sér ýmis sóknarfæri sem erf-
iðara hefði verið fyrir menn að gera
hvern í sínu lagi. Og við einskorðum
okkur alls ekki við Akureyri heldur
sækjum fram á landsvísu,“ sagði
Steinþór við Morgunblaðið. Hann
hefur ekki komið að fjölmiðlun áður.
Steinþór segir það verða keppi-
kefli fyrirtækisins að efla enn frekar
staðbundnu sjónvarpsstöðina
Aksjón enda sé metnaðarmál fyrir
bæ eins og Akureyri að þar sé sterk
stöð.
Í frétt frá N4 segir: „Bæjarsjón-
varpið mun styrkjast til muna við
þessar breytingar, bæði hvað varðar
gæði útsendingar, innihald og efn-
istök auk þess sem markaðs- og sölu-
mál verða mun öflugri með tengingu
við Extra dagskrána.
Stefnt er að því að setja upp nýjan
sendi fyrir Aksjón hið fyrsta, finna
nýtt húsnæði sem hentar undir alla
starfsemi fyrirtækisins og auka gæði
sjónvarpsvinnslunnar til muna. Þá
er fyrirhugað að kvöldfréttir verði í
beinni útsendingu innan tíðar.“
Stefnt er að samstarfi N4 og NFS
varðandi fréttaflutning.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Ætla að senda Sameinaðir stöndum vér! Trausti Halldórsson (Traust-
mynd), Þórarinn Ágústsson (Samver), Steinþór Ólafsson, stjórnarformaður
N4, Hreiðar Júlíusson (Smit) og Þorvaldur Jónsson (Extra).
Aksjón mun sjást
um landið allt
Ný fjölmiðlasamsteypa verður
til á Akureyri undir nafninu N4
HÁTÍÐ var haldin í Síðuskóla í
gær í tilefni þess að þá afhenti
fulltrúi Landverndar skólanum
Grænfánann svokallaða, umhverf-
ismerki sem nýtur virðingar víða í
Evrópu sem tákn um góða fræðslu
og umhverfisstefnu í skólum. Fán-
ann fá skólar í kjölfar þess að
hafa leyst fjölþætt verkefni sem
efla vitund nemenda, kennara og
annarra starfsmanna skólans um
umhverfismál. Verkefnin eru bæði
til kennslu og til að bæta dag-
legan rekstur skóla. Þau efla
þekkingu nemenda og skólafólks
og styrkja grunn að því að tekin
sé ábyrg afstaða og innleiddar
raunhæfar aðgerðir í umhverf-
ismálum skóla.
Í frétt frá Landvernd segir. „Út-
tekt á starfsemi og rekstri Síðu-
skóla á Akureyri hefur leitt í ljós
að skólinn hefur viðhaldið öflugu
og markvissu starfi í þeim tilgangi
að vernda umhverfið og efla þekk-
ingu barnanna á náttúru og um-
hverfi. Úttektin sýnir m.a. að skól-
inn hefur náð afar góðum árangri
í flokkun og endurvinnslu úr-
gangs.“
Síðuskóli er fyrsti skólinn á Ak-
ureyri til að hljóta Grænfánann,
en á síðasta ári varð Grunnskólinn
í Hrísey fyrstur skóla á Norður-
landi til að hljóta þessa viðurkenn-
ingu. Fjölmargir grunnskólar og
leikskólar á Norðurlandi vinna að
því að fá Grænfánann.
Skv. upplýsingum frá Land-
vernd er reynslan annars staðar í
Evrópu sú að skólar sem taka þátt
í verkefninu geta sparað talsvert í
rekstri. Fáninn er veittur til
tveggja ára í senn.
Grænfáninn
dreginn
að húni við
Síðuskóla
Engin Ída hér
Emil í Kattholti dró
Ídu systur sína upp í
fánastöng í sögunni
góðu og ef marka
má prakkarasvip
litlu strákanna gæti
þeim hafa dottið
eitthvað slíkt í hug.
Björn Ingason nem-
andi í 10. bekk er
hins vegar tilbúinn
með Grænfánann.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Fáni á loft
Magnús
Jónatansson,
húsvörður við
Síðuskóla og
fyrrverandi
landsliðsmaður
í fótbolta, dró
Grænfánann að
húni við mikinn
fögnuð
viðstaddra.