Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Kaíró. AP, AFP. | Yfirvöld í Egypta- landi skýrðu frá því í gær, að 18 manns hefðu látið lífið í hryðjuverka- árásunum í ferðamannabænum Dahab í fyrradag og 83 særst. Áður hafði verið sagt, að tala látinna væri 23, 20 Egyptar og þrír útlendingar, en nú eru útlendingarnir sagðir hafa verið sex talsins. 10 manns eru nú í haldi lögreglunnar, grunaðir um að- ild að hryðjuverkinu. Í fyrstu fréttum af hryðjuverkinu var talið, að sprengjurnar þrjár hefðu verið sprengdar með fjarstýr- ingu en í gær virtist leika nokkur vafi á því og var jafnvel talið, að um sjálfsmorðsárásir hefði verið að ræða. Hefur lögreglan handtekið 10 menn, sem hún telur grunsamlega, og eru í hópnum að sögn fjölmiðla þrír tölvufræðingar, sem komu til Dahab á sunnudag en fóru þaðan klukkustund eftir að sprengjurnar sprungu. Skapa 200.000 störf Telja egypsku fjölmiðlarnir lík- legt, að hryðjuverkasamtökin Tawh- id wal Jihad hafi staðið að árásunum en þau báru ábyrgð á morðárásunum í Sharm el-Sheikh og Taba í fyrra og hitteðfyrra. Hosni Mubarak hefur heitið að hafa uppi á glæpamönnunum og víst er, að lögreglan mun ekkert til spara enda mikið í húfi. Erlendir ferða- menn, nokkrar milljónir á ári hverju, eru ein helsta tekjulind Egypta en sagt er, að hver milljón ferðamanna skapi 200.000 störf í landinu. Eins og fyrr segir er tala látinna nú sögð 18 og þar af sex útlendingar. Haft er eftir heimildum, að um sé að ræða Svisslending, Rússa, Líbana og fimm ára gamalt, þýskt barn en ekk- ert sagt um þann sjötta. Meðal hinna særðu er fólk víðs vegar að en fréttir um það eru þó enn dálítið misvísandi. Þjóðarleiðtogar og ríkisstjórnir víða um heim hafa fordæmt hryðju- verkið í Dahab og vekur ekki síst at- hygli harðorð yfirlýsing ríkisstjórn- ar Hamas-samtakanna í Palestínu. Er það í fyrsta sinn, sem samtökin fordæma hryðjuverk af þessu tagi. Segja 18 hafa týnt lífi í Dahab Egypska lögreglan handtók 10 manns, sem grunaðir eru um aðild að ódæðinu AP Della Levanos, áströlsk kona, sem gift er egypskum veitingahússeiganda í Dahab, kom þessari töflu fyrir í gær en þar hvetur hún til þess, að öllu of- beldi sé hafnað. Var þá lífið í ferðamannabænum nokkuð að færast í samt lag en mikill óhugur er þó enn í fólki eftir hryðjuverkin þar í fyrradag. TUGIR eða jafnvel hundruð þúsunda manna flykktust út á götur í Katmandú í Nepal í gær til að halda upp á „Sigurdaginn“, sigur fólksins yfir Gyanendra konungi, eftir að hann neyddist til að gefa upp 14 mánaða gamalt alræðisvald sitt og endurreisa þingið. Var því tekið með miklum fögnuði af flestum landsmönnum en þótt margir segi, að þeir vilji viðhalda konungdæminu, er óvíst, að Gyanendra verði langlífur í embættinu. Reuters Haldið upp á „sigurdag“ í Katmandú VERULEGAR breytingar hafa orðið á gróður- fari í Bretlandi síðastliðin 18 ár. Er það niður- staða umfangsmikillar könnunar og megin- ástæðan sögð vera hlýnandi veðurfar. Þá hafa umsvif manna, einkum í landbúnaði, einnig haft mikið að segja. Könnunin nú fór fram á 811 fjögurra ferkíló- metra reitum víðsvegar um landið og er útkom- an sú, að 18% plantna þrífast betur en áður; 16% eru í afturför en engin breyting hefur orðið á stöðu 66%, að því er fram kom á fréttavef BBC, breska ríkisútvarpsins. Sem dæmi um plöntur, sem eru í sókn, má nefna sum brönugrös og burkna, sem finnast nú æ norðar á Bretlandi, en aðrar, sem þola illa hækkandi hitastig, hafa verið að færa sig upp í fjallahlíðar þar sem svalinn er meiri. Fram kemur, að í fyrri könnuninni 1987 hafi meðalhiti allra mánaða eða ársins í Bretlandi verið 9,05 stig á celsíus en 2004 var hann 10,51 stig. Mikil áhrif frá landbúnaði Önnur meginhættan, sem stafar að innlendum gróðri, er mikil áburðarnotkun í landbúnaði en áburðurinn berst víða með vatni, til dæmis út í mýrar þar sem hann veldur mikilli breytingu á gróðurfari. Eykur hann vöxt sumra tegunda á kostnað annarra og veldur því að gróðurfarið verður fábreyttara en áður. Svo má einnig nefna landnemana, plöntur, sem hafa verið fluttar inn eða borist með öðrum hætti til Bretlands, en sumar þeirra geta verið mjög yfirgangssamar í nýjum heimkynnum. Gróðurfar í Bretlandi mikið að breytast Burkni finnst nú æ norðar í Bretlandi. Colombo. AP, AFP. | Sarath Fonseka, hershöfðingi og yfirmaður hersins á Sri Lanka, lá í gær alvarlega særður á sjúkrahúsi í Colombo, höfuðborg landsins, eftir sjálfsmorðsárás. Talið er, að kona, liðsmaður tamílsku Tígr- anna hafi verið að verki en árásina gerði hún inni á öryggissvæði við höfuðstöðvar hersins. Konan leyndi sprengjunni innan klæða og þóttist vera ófrísk til að það vekti ekki grunsemdir hve framsett hún var. Þegar bílalest Fonseka ók hjá, sprengdi hún sprengjuna og sjálfa sig. Varð sprengingin átta manns að bana og 27 særðust. Fonseka hershöfðingi á langan feril í hernum og var skipaður yf- irmaður hans þegar Mahinda Rajap- akse forseti tók við embætti í nóv- ember. Hefur hann tekið mjög harða afstöðu til skæruliðahernaðar tam- ílsku Tígranna og hvetur til, að þeim verði engin grið gefin. Raunar er enn í gildi vopnahléið, sem um var samið 2002, en það hangir á bláþræði vegna margra sprengjutilræða að undan- förnu. Hafa fulltrúar tamílsku Tígr- anna frestað þátttöku í friðarviðræð- um um óákveðinn tima. Stjórnvöld á Sri Lanka brugðust í gær við hryðjuverkinu með því að ráðast gegn stöðvum tamílsku skæruliðanna úr lofti og af sjó. Bana- tilræði í Colombo YFIRVÖLD í Viktoríuríki í Ástralíu tilkynntu í fyrradag bann við sölu á kaloríuríkum gosdrykkjum í öllum opinberum skólum ríkisins fyrir árslok. Sleikibrjóstsykur og súkku- laði er einnig á bannlista yfirvalda, sem vilja með þessu sporna gegn offitufaraldri í ríkinu, þar sem um fimm milljónir manna búa. Nær bannið til 1.600 skóla og verða einkaskólar hvattir til að fylgja því eftir líka. Mun undan- þága verða veitt fyrir sykurlausa gosdrykki. Um fjórðungur ástr- alskra barna stríðir við offitu, sem eykur líkurnar á ýmiskonar sjúk- dómum, einkum hjartasjúkdómum, sykursýki, krabbameini og astma. Helgarútgáfa dagblaðsins The Herald Sun greindi frá þessu á sunnudag. Segir í leiðara blaðsins að börn sem drekki eina dós af sykruðum gosdrykk á dag séu að meðaltali 6,4 kílóum þyngri en börn sem drekki ósykraða gosdrykki. Andfætling- ar banna gosdrykki Búdapest. AFP. | Viktor Orban, leið- togi stjórnarandstöðunnar í Ung- verjalandi, hefur boðist til að segja af sér en hann hefur nú tapað tvennum kosningum í röð. Á sunnudag laut flokkur hans, hægriflokkurinn Fid- esz, í lægra haldi fyrir sósíalista- flokki Ferenc Gyuresanys forsætis- ráðherra. Komi til þess, að Orban segi af sér, gæti það valdið miklum breytingum á hægrivæng ungverskra stjórnmála en þar hefur farið mest fyrir Orban í áratug. Í þann tíma hefur hann hald- ið á loft mjög íhaldssömum og þjóð- ernissinnuðum gildum og jafnvel for- dæmt markaðshyggju og einka- væðingu svo að minnti helst á kommúnisma. Sagt er, að mörgum hægrimann- inum í Ungverjalandi finnist komið nóg af þessu og vilji, að flokkur þeirra fari nú að laga sig að því, sem gerist með bræðraflokkana vestar í álfunni. Orban býðst til afsagnar ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.