Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. EITT SKREF Ríkisstjórnin hefur lagt framá Alþingi nýtt fjölmiðla-frumvarp. Það er byggt á skýrslu þverpólitískrar nefndar, sem náði samkomulagi um efnis- atriði slíks frumvarps vorið 2005. Eftir þær hörðu deilur, sem urðu um fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórn- arinnar vorið 2004 og um fjöl- miðlalögin eftir að þau höfðu verið samþykkt á Alþingi um sumarið það ár er það út af fyrir sig skref í rétta átt, að nýtt frumvarp um þetta efni hefur verið lagt fram. Og eins og málum er háttað er það í sjálfu sér jákvætt, að frum- varp er komið fram, sem breið pólitísk samstaða er um. Þegar samkomulag hefur náðst um að setja lög um þetta efni verður kannski auðveldara að koma fram breytingum á þeim lögum, þegar frá líður. Sumir þeirra, sem nú hafa fallizt á að lög verði sett sem m.a. varða eignarhald á fjölmiðl- um héldu því fram vorið 2004 að engin ástæða væri til að setja slík lög. Það er augljóst, að mikil vinna hefur verið lögð í gerð þessa frum- varps og þar hefur á margan hátt verið unnið gott starf. Það er m.a. búið að safna saman miklu magni upplýsinga, sem auðvelda bæði þingmönnum og öðrum að öðlast yfirsýn yfir fjölmiðlamarkaðinn. Í þeim upplýsingum er margt, sem kallar á nánari skoðun. Það snýr að nánast einokunaraðstöðu á ljós- vakamarkaði. Upplýsingar eru komnar fram, sem benda til þess að sjónvarpsnotendur borgi óheyrilega hátt verð fyrir efni, sem þeir hafa svo aldrei möguleika á að sjá. Í stuttu máli sagt liggja nú fyrir upplýsingar um fjölmiðla- markaðinn hér, sem benda sterk- lega til að þörf sé á mun róttækari löggjöf en þeirri, sem nú liggja fyrir tillögur um. Fjölmiðlafrum- varpið, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram snertir nánast ekkert á þessum vanda. En það er engu að síður skref í rétta átt og því ber að fagna. Eitt lítið skref getur verið byrjun á mun stærra skrefi, sem fylgir í kjölfarið. Alþingi þarf að fara vandlega yf- ir þetta frumvarp. Ýmsar greinar þess eru meingallaðar. Hvernig í ósköpunum dettur ríkisstjórninni í hug að leggja fram lagafrum- varp, sem gerir ráð fyrir, að reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði, sem dagblað setur sér skuli sendar op- inberri nefnd til staðfestingar? Og hvernig í ósköpunum dettur sömu ríkisstjórn í hug, að leggja fram lagafrumvarp, sem gerir ráð fyrir, að tilteknir blaðamenn á Morgun- blaðinu geti haft afskipti af þeim reglum, sem settar eru um rit- stjórnarlegt sjálfstæði á Frétta- blaðinu og DV og öfugt? Það er sjálfsagt að fjölmiðlar hafi samráð við eigin starfsmenn um slíkar starfsreglur en það er fráleitt að starfsmenn annarra fjölmiðla hafi afskipti af slíkum reglum. Ákvæði lagafrumvarpsins um þetta efni eru með þeim hætti að óhjákvæmilegt er að Alþingi dragi úr verstu agnúunum, sem blasa við, þegar frumvarpið er skoðað og lítið vit í því fyrir þingið að flýta sér um of að afgreiða þetta frum- varp. Orðanotkunin í frumvarpinu orkar tvímælis. Þar er t.d. stund- um talað um ritstjórnarstefnu, þegar sennilega er átt að hluta til við útgáfustefnu eða jafnvel ein- faldlega verið að fjalla um starfs- reglur eða viðmiðunarreglur við- komandi fjölmiðils. Hvað er átt við með ákvæði um skilyrði áminningar og brottvikn- ingar blaðamanna? Í opinbera kerfinu eru að vísu reglur um áminningar, sem eru forsenda brottvikningar. Á einkareknum fjölmiðlum hafa engar slíkar regl- ur gilt. Þar hafa einfaldlega gilt al- mennar reglur, sem byggðar eru á kjarasamningum um uppsagnar- fresti og annað slíkt. Ekki er vitað til þess að þær samskiptareglur hins almenna vinnumarkaðar hafi valdið nokkrum vandræðum. Ætla ríkisstjórn og Alþingi að innleiða einhverjar opinberar reglur í starfshætti einkarekinna fjöl- miðla? Hvaða rök eru fyrir því? Þetta er einkennileg tilhneiging til afskipta af rekstri einkarekinna fyrirtækja, sem byggja í sam- skiptum við starfsmenn sína á kjarasamningum við stéttarfélög skv. margra áratuga hefð. Hvert er tilefni þessa ákvæðis í frum- varpinu? Ætlar Sjálfstæðisflokk- urinn að standa að svona laga- smíð? Á að greiða þetta verð fyrir stuðning Samfylkingarinnar við ný fjölmiðlalög? Ætla þingmenn Sjálfstæðisflokksins að greiða svona ákvæðum atkvæði á Al- þingi? Það þarf að fara rækilega ofan í ákvæði þessa frumvarps. Það kunna fleiri vitleysur af þessu tagi að leynast í því. Hins vegar hefur ríkisstjórnin augljóslega vandað betur til ann- ars undirbúnings þessa frum- varps. Það er t.d. mikill styrkur að því fyrir menntamálaráðherra að hafa notið ráðgjafar Páls Hreins- sonar, eins virtasta prófessorsins við lagadeild Háskóla Íslands. Og þar sem Sigurður Líndal er enn kominn fram á sjónarsviðið verður fróðlegt að fylgjast með skylming- um þessara tveggja lögvísinda- manna um lögfræðileg álitamál en í greinargerð frumvarpsins segir: „Við samningu frumvarpsins var leitað til sérfræðinga um einstaka þætti þess. Sigurður Líndal, pró- fessor emeritus, las frumvarpið yfir með tilliti til ákvæða stjórn- arskrár …“ Halldór Ásgrímsson for-sætisráðherra segir aðekki hafi verið farið ofgeyst við fjármála- stjórn ríkisins, og aðhalds hafi verið gætt í fjárfestingum. Þó geti komið til þess að gripið verði til þess að mikilvægum framkvæmd- um verði frestað. Þetta kom fram í máli ráðherra á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins í gær. Halldór sagðist ekki sammála því sem haldið hefur verið fram að stefnubreytingar sé þörf í efna- hagsmálum. Hann nefndi sex at- riði sem sætt hafa ámæli, og skýrði sína sýn á árangur ríkis- stjórnarinnar í þeim efnum. Eitt af þeim atriðum sem Hall- dór sagði hafa verið gagnrýnt er of lítið aðhald í ríkisrekstrinum, og of há útgjöld ríkissjóðs. „Á sama tíma og ríkisstjórnin er sök- uð um aðhaldsleysi er nær dag- lega kallað eftir ákvörðunum um ný útgjöld. Við höfum gætt að- halds í fjárfestingum ríkisins og oft frestað mikilvægum fram- kvæmdum. Það getur hæglega komið til slíkra aðgerða á næst- unni ef efnahagsástandið kallar á það. Framvinda ríkisfjármála það sem af er þessu ári bendir hins vegar til þess að afkoman verði mun betri en gert var ráð fyrir í fjárlögum og að aðhaldið sé því í reynd meira en áður var talið.“ Halldór sagði að því færi fjarri að kreppa væri framundan í ís- lenska hagkerfinu. Spáð væri tæp- lega 2% hagvexti á næsta ári, og ríflega 2,5% hagvexti á árunum 2008-2010, sem væri meiri hag- vöxtur en verið hefði í flestum ríkjum Evrópu, þó hann væri vissulega lægri en verið hefði und- anfarið. Halldór sagði að enn og aftur hefði það sýnt sig að menn vanmætu innri styrk íslenska hag- kerfisins, sveigjanleika þess og getu til að mæta utanaðkomandi sveiflum. „Þetta er kannski skiljanlegt þar sem slíkur sveigjanleiki er óvíða fyrir hendi í okkar ná- grannaríkjum og menn falla því gjarnan í þá gryfju að halda að staðan hér á landi sé svipuð og í þeirra eigin ríkjum hvað þetta varðar. Staðreyndin er hins vegar sú að Ísland er talið í hópi þeirra ríkja sem eru hvað samkeppnis- hæfust í heiminum.“ Halldór sagði það ekki koma neinum sem fylgst hefðu með ís- lensku viðskiptalífi á óvart að gengi íslensku krónunnar hefði lækkað, lægra gengi muni stuðla að auknu jafnvægi í efnahagslífinu með því að draga úr þenslu og minnka viðskiptahallann. „Hið neikvæða er að á meðan þessi snarpa aðlögun gengur yfir verður verðbólgan óhjákvæmilega meiri en æskilegt er. Ég hef hins vegar trú á að slíkt verðbólguskot verði skammvinnt og að við mun- um strax á næsta ári sjá verð- bólgutölur sem verða farnar að nálgast verðbólgumarkmið Seðla- bankans,“ sagði Halldór. Hann benti á að í nýrri þjóð- hagsspá fjármálaráðuneytisins væri gert ráð fyrir að verðbólgan á næsta ári yrði að meðaltali um 3,5% og að verðbólgan á síðari hluta ársins yrði komin nálægt 2,5% sem væri verðbólgumarkmið Seðlabankans. Nýlegar spár frá Glitni og Landsbankanum bentu til þess sama. Skattabreytingar draga úr þörf fyrir launahækkanir Halldór sagði að lækkun skatt- hlutfalls á einstaklinga og fyrir- tæki hefði verið meðal þess sem gagnrýnt hefði verið af þeim að- ilum sem héldu því fram að þörf væri á verulegri stefnubreytingu í efnahagsmálum. Hann sagðist ósammála þeirri gagnrýni, breyt- ingar á skatthlutföllum hefðu þvert á móti verið helsti drifkraft- urinn í efnahagslífinu. „Þær hafa stóraukið umsvif fyr- irtækja og haldið þeim í landinu. Atvinnuþátttaka hefur aukist með Forsætisráðherra segir aðhalds hafa verið g Gæti þurft að fr framkvæmd „Á sama tíma og ríkisstjór gjöld,“ sagði Halldór Ásgr Segir bankana hafa farið of geyst í húsnæðislánum Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Blikur eru á lofti í verð-lagsmálum eftir góðanárangur í íslensku at-vinnulífi undanfarin ár, að mati Ingimundar Sigurpálsson- ar, formanns Samtaka atvinnulífs- ins. Í ræðu sinni á aðalfundi samtak- anna í gær sagði hann að bregðast yrði markvisst við til að verðbólga næði ekki að festast í sessi. Að því yrðu ríki, sveitarfélög og aðilar á markaði að koma sameiginlega, t.d. þyrfti að endurskoða metnað- arfull áform ríkisvaldsins um framkvæmdir með það í huga. „Nái verðbólgan að festast í sessi, er ástæða til að óttast, að langvinnt skeið samdráttar í efna- hagslífinu sé framundan. Því fer þó fjarri, að það sé óhjákvæmilegt að svo fari og það er í okkar valdi að koma í veg fyrir að slíkt hendi,“ sagði Ingimundur. Í gegnum tíðina hafa þensla á vinnumarkaði og miklar launa- hækkanir verið helsta orsök verð- bólgu, en síðustu árin hefur hækk- andi húsnæðisverð verið aðal- orsakavaldurinn undanfarin ár, sagði hann. Þensla á vinnumarkaði hefði þó verið með mesta móti, og töluvert launaskrið. „Verðbólga er gríðarlega kostn- aðarsöm fyrir atvinnulífið jafnt sem heimilin í landinu. Hún dreg- ur úr árangri fyrirtækjanna, þar sem fjárhagslegar ákvarðanir verða mjög ómarkvissar og atorka stjórnenda beinist að miklu leyti að því að fást við afleiðingar verð- bólgu í stað þess að beina sjónum að arðsömum vexti framleiðslu- starfseminnar,“ sagði Ingimundur. Sama sagði hann gilda um heim- ilin, og við bættist að verð skuldir lækkuðu ekki með afborgunum, heldur hæ takt við verðbólguna. „En er við lýði 10% fjármag skattur, sem skattleggur ur á höfuðstól jafnt sem r og sú skattlagning ver þyngri sem verðbólgan e sagði Ingimundur. „Gamli vítahringur „Þegar verðbólgan fer a 18% skattur verulega íþy ekki síst vegna þess að al verðbólguvarnir hafa lík teknar úr sambandi. Ve bjagar þannig áhrif og skattlagningar og breytir um fyrir fjárfestingarákvö Þessu til viðbótar kynd verðbólga undir kröfum stakar launahækkanir til bæta upp meint kaupm Bregðast verður v en verðbólga festis Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.