Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Skráningarlýsingin er gefin út vegna tveggja hækkana á hlutafé Dagsbrúnar hf. samtals að fjárhæð 730.270.474 krónur að nafnverði. Fyrri hækkuninni, að nafnverði 687.833.334 krónur, var ráðstafað til að greiða fyrir hlutafé í Securitas hf. og Senu ehf. Hækkunin var skráð í Kauphöll Íslands hf. 3. mars 2006. Síðari hækkuninni, að nafnverði 42.437.140 krónur, var ráðstafað til uppgjörs á kaupréttarskuldbindingum og til kaupa á hlutum í öðrum félögum. Hækkunin var skráð í Kauphöll Íslands hf. 24. apríl 2006. Hlutafé félagsins eftir síðustu hækkun er 5.071.698.634 krónur að nafnverði. Þar sem hlutafé Dagsbrúnar hf. hefur verið hækkað samtals um meira en sem nemur 10% af heildarhlutafé ber félaginu að gefa út skráningarlýsingu samkvæmt 1. gr. A-lið 3.tl. viðauka IV við reglugerð nr. 434/1999 og bráðabirgðaákvæði í reglugerð nr. 242/2006, um almenn útboð verðbréfa að verðmæti 210 milljónum króna eða meira og skráningu verðbréfa á skipulegan verðbréfamarkað. Allt hlutafé Dagsbrúnar hf. er skráð á Aðallista Kauphallar Íslands hf. undir auð- kenninu DB. Skráningarlýsinguna er hægt að nálgast hjá Dagsbrún hf., Síðumúla 28, Reykjavík, á vefsíðu félagsins www.db.is, hjá umsjónaraðila skráningarinnar, Fyrirtækja- ráðgjöf Landsbankans, Hafnarstræti 5, Reykjavík, og á vefsíðu bankans www.landsbanki.is Skráningarlýsing Dagsbrúnar hf. apríl 2006 410 4000 | www.landsbanki.is Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 3 23 20 04 /2 00 6 Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 3 23 20 04 /2 00 6 EKKI er ástæða til að ætla að lending íslensks efnahagslífs nú verði jafnharkaleg og árin 2001– 2002, hvað þá að hún muni jafnast á við kreppuna í Asíu árið 1998, að mati greiningardeildar Dan- merkurútibús þýska bankans HSH Nordbank, sem gefið hefur út skýrslu um ástand og horfur í íslensku efnahagslífi, en skýrslan ber heitið Ice- land – Stirred, not shaken, sem útleggja mætti sem „Ísland: Hrært, en skelfur ekki“. Bankinn hefur átt í talsverðum lánsviðskiptum við íslenska banka í gegnum tíðina. Skýrsluhöfundar telja verðbólgu mestu og aug- ljósustu hættuna sem að íslensku efnahagslífi steðjar. Veiki bletturinn á hagstjórn Íslands sé hins vegar ríkisfjármálin, og segja skýrsluhöfund- ar að þar megi aðeins stíga á bremsuna. Stór hluti þenslunnar sé til kominn vegna fjármálastefnunn- ar og það sé ekki heppilegt í stöðu þar sem veruleg hætta sé á ofhitnun. Ekki eins og í Asíu Segja þeir að hreyfingar í átt til launaskriðs á ís- lenskum vinnumarkaði séu varhugaverðar og ofan á það bætist verðbólguáhrif gengisveikingar krón- unnar. Aftur á móti gerir HSH ekki ráð fyrir mik- illi minnkun hagvaxtar á þessu, og næsta ári, eink- um vegna jákvæðra áhrifa gengislækkunarinnar. Þáttur einkaneyslu í hagvexti muni minnka, en þáttur útflutnings aukast í takt við lækkun geng- isins. Þetta muni jafnframt hafa jákvæð áhrif á viðskiptahallann, sem margar greiningardeildir hafa gert að umtalsefni. Bankinn telur gengi krónunnar nú vera í kring- um það sem eðlilegt geti talist, en skýrsluhöfund- ar búast samt við frekari lækkun upp á um 5–10% vegna hefðbundins yfirskots við aðstæður sem þessar. Eins og áður segir telur HSH að Ísland muni ekki upplifa samskonar kreppu og skall á í Asíu árið 1998, einkum vegna virks eftirlits á fjár- málamarkaði hér, auk sterkrar stöðu ríkissjóðs. Íslenska ríkið stígi á bremsuna bjarni@mbl.is Þýskur banki spáir til- tölulega mjúkri lendingu en varar við verðbólgu            !    "  ! # $                    !  " # #   ! "#$%& ' %&  " (! "#$%& (() ! "#$%& * + ,%& -.! "#$%& -'! "#$%& !'  +(%& /#$0(%& /)#%&   .1 +(2 '1 %& 3 '%& 3" - %" %& #4# 5# 6  -7 &+(%& 8 # %& $ % !  &    "! "#$%& - (4 (6# 2 '1 %&   9! 1%& 94$67%&   : '1! "#$%& ;<% 7%& =- '  "' #4 > 46 )6%& ? '# )6%& ' %   () - ( '1@ 77 6 %&   ' # A' #6# '1  & ( *  +, :B@C D6  6 (& 6          5         5  5   5  5  5 5      6 (& 6      5   5 5     5   5    5  5 5 5  5 5 5 5   E FG E FG EFG EFG E5 FG 5 E5FG E  FG E FG 5 E FG E  FG 5 E  FG E FG E FG 5 E  FG 5 5 5 E FG 5 5 5 5 EFG 9 '1 6 ($  1  >'+"6D'"(1 H /#$ '  &  & & &  &  & &  &  &  & & & &  & & 5 & 5  5 & 5 5 5 &                                                  ?6 ($ D0, &( & >9&I %## '  -7)'1 6 ($             5  5  5  5  5 5  ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚTLIT er fyrir að samkeppnin um dönsku snyrtivörukeðjuna Matas fari enn harðnandi, en danska blaðið Børsen greinir frá því að norskur ilm- vatnsframleiðandi hafi áhuga á að kaupa Matas. Eins og sagt hefur ver- ið frá áður hefur Baugur Group verið orðað við kaup á Matas. Norska fyrirtækið Validus er sagt vera að vinna að tilboði í dönsku keðjuna, en Validus rekur m.a. Esthetique verslanirnar. Hefur dag- vöruheildsalinn NorgesGruppen því fengist til liðs við Validus í áætluðum kaupum. Baugur fær samkeppni um Matas ● PROMENS hf., félag í eigu Atorku Group hf., hefur gengið frá samn- ingum um kaup á öllu hlutafé í Elk- hart Plastics Inc. (EPI), að því er kemur fram í fréttatilkynningu. Með kaupunum tvöfaldast umsvif Promens í Norður-Ameríku og verður heildarvelta starfseminnar þar um 100 milljónir dala á árinu 2006. Promens starfrækir alls 22 hverfi- steypuverksmiðjur í 10 löndum Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Promens kaupir EPI í Bandaríkjunum BRESKA verslanakeðjan Tesco jók hagnað sinn á síðasta ári um 17%, en hann nam 2,25 milljörðum sterlings- punda, jafnvirði um 308 milljarða króna miðað við gengi pundsins nú. Haft er eftir forstjóra Tesco, Terry Leahy, á fréttavef BBC að fyrirtæk- ið sé ekki með of mikla markaðshlut- deild á breska smásölumarkaðnum en hlutdeildin er talin vera um 30%. Sala Tesco á síðasta ári jókst á öll- um mörkuðum félagsins, eða um rúm 10% í Bretlandi og 23% á er- lendum mörkuðum. Tesco hyggst opna 419 nýjar verslanir á þessu ári, þar af 130 hraðverslanir. Einnig stendur til að fjölga verslunum, sem eru ekki með matvöru, en salan í þeim hefur verið að aukast. Leahy segir ennfremur við BBC að mikil samkeppni ríki á matvöru- markaðnum og Tesco þurfi að berj- ast á hverjum degi fyrir viðskipta- vinum sínum. Mikill hagnaður hjá Tesco ● HLUTABRÉF hækkuðu í verði í Kauphöll Íslands í gær. Úrvalsvísi- talan hækkaði um 1,21% og var 5641 stig við lokun markaða. Krónan styrktist um 1,68% í 33,7 milljarða króna viðskiptum á milli- bankamarkaði í gær, en gengisvísi- talan fór úr 130,8 stigum í 128,6. Gengi dollars var við lokun bankanna 74,7 krónur, gengi evru 92,7 og gengi punds 133,5 kr. Hlutabréf og króna áfram á uppleið GLITNIR fjármagnaði ásamt Bank of Scotland kaup breska fjárfesting- arsjóðsins Duke Street Capital (DSC) á Food Partners, einum stærsta birgi með forpakkaðar sam- lokur fyrir veitingarekstur á Bret- landi. Sömu bankar fjármögnuðu einnig nýlega kaup sjóðsins á Buck- ingham Foods og Thomas Food Group. Samanlagt nema þessar fjár- festingar DSC um 100 milljónum punda, eða nærri 14 milljörðum króna. Að sögn Rósu Guðmundsdótt- ur, sérfræðings hjá Skuldsettri fjár- mögnun Glitnis, voru kaup sjóðsins fjármögnuð að hluta með lánsfé frá Glitni og Bank of Scotland en þau hlutföll fást ekki upp gefin. Hún segir bankana hafa skipt lánsfénu til helm- inga. Food Partners varð til árið 2001 með kaupum og sameiningu fjögurra samlokufyrirtækja eftir stjórnenda- kaup af hálfu núverandi stjórnenda- teymis Food Partners, segir í tilkynn- ingu Glitnis, en fyrirtækið er einn helsti samlokuframleiðandi Bret- lands sem sinnir veitingaþjónustu á landsvísu. Flutningafloti fyrirtækis- ins dreifir yfir 4.000 sendingum á dag. Glitnir fjármagnaði kaup á Food Partners GREININGARDEILD KB banka gerir ráð fyrir að samanlagður hagn- aður 17 félaga í Kauphöll Íslands muni nema rétt tæplega 45 milljörð- um króna á fyrsta fjórðungi ársins. Til samanburðar nam hagnaður sömu félaga rúmlega 19,3 milljörð- um króna á sama tímabili árið 2005 og nemur áætluð hagnaðaraukning því um 132% milli ára. „Munar þar mest um væntingar okkar um góð uppgjör bankanna (Glitnis, Landsbankans og Straums- Burðaráss) sem við áætlum að skili samtals um 37,4 milljörðum króna á fjórðungnum. Samsvarar það tæp- lega þreföldun hagnaðar frá sama tíma í fyrra eða um 23,7 milljörðum,“ að því er segir í sérriti KB banka, Í ritinu kemur fram að það sé gjarnan notað sem þumalputtaregla að bjarnarmarkaður hefjist þegar hlutabréf hafi lækkað um 20% frá sínu hæsta gildi. Því marki hafi þeg- ar verið náð, en engu að síður sé Greiningardeild nokkuð bjartsýn á þróun á íslenskum hlutabréfamark- aði það sem eftir er ársins. „Í síðustu útgáfu á Þróun og horf- um spáðum við því að Úrvalsvísital- an myndi enda árið í um 7.000 stig- um. Vegna þeirrar óvissu sem skapast hefur undanfarið teljum við nú eðlilegra að ætla að vísitalan muni enda árið á milli 6.500 og 7.000 stiga, sem verður að teljast góð hækkun frá núverandi gildi,“ að því er segir í sérriti greiningardeildar KB banka. Spá samanlögðum hagnaði upp á 45 milljarða króna Morgunblaðið/Sverrir ; 1J K        F F -> @ *L        F F BB M3L         F F M3L/%) ;((         F F :B@L *"NO"        F F

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.