Morgunblaðið - 26.04.2006, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 26.04.2006, Qupperneq 10
Morgunblaðið/Ásdís EKKI er gert ráð fyrir því að Guarnerius del Gesu fiðla frá árinu 1728 muni tilheyra hinu nýja hluta- félagi Ríkisútvarpsins, að því er fram kemur í minnisblaði mennta- málaráðherra og fjármálaráðherra til menntamálanefndar Alþingis. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er gert ráð fyrir því að fiðlan muni tilheyra ríkissjóði. Minn- isblaðið var lagt fram á fundi menntamálanefndar í gær. „Í frumvarpinu [um Ríkisútvarpið hf.] er gert ráð fyrir að hið nýja félag taki yfir eignir og skuldir RÚV, þ.m.t. menningarverðmæti eins og gamlar upptökur og annað sem tengist starfsemi RÚV,“ segir í minnisblaðinu. „Ekki er gert ráð fyrir að hljóðfæri sem fjallað hefur verið um í tengslum við þessar breytingar og hafa verið nýtt af Sin- fóníuhljómsveit Íslands muni til- heyra hinu nýja félagi. Þar ber hæst Guarnerius del Gesu fiðlu frá árinu 1728. Raunvirði þessara eigna hefur ekki verið metið í efnahagsreikningi RÚV og eru áhrif þessara breyt- ingar á efnahagsreikning RÚV því óveruleg.“ Fiðlan fer ekki til RÚV hf. Morgunblaðið/Eyþór Kristinn H. Gunnarsson, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Jóhanna Sigurðardóttir og Valdimar L. Friðriksson. ÞINGMENN Samfylkingarinnar og Vinstri grænna fóru fram á það á Al- þingi í gær að frumvarpið um Rík- isútvarpið hf. og fjölmiðlafrumvarpið svonefnda yrðu rædd samhliða á Al- þingi. Þeir ítrekuðu jafnframt þá ósk sína að frumvarpið um Ríkisútvarpið yrði ekki afgreitt á þessu vorþingi, heldur unnið á ný í sumar, og af- greitt sem lög um áramótin. Sigurður Kári Kristjánsson, for- maður menntamálanefndar þings- ins, sagði hins vegar að stjórnar- flokkarnir væru þeirrar skoðunar að afgreiða ætti frumvarpið um Ríkis- útvarpið í vor. Ekkert nýtt hefði komið fram sem breytti því. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, hóf umræðuna og kvaðst harma að Sigurður Kári skyldi hafna því sáttatilboði að frek- ar yrði unnið að frumvarpinu um Ríkisútvarpið í sumar. Mörður sagði að fjölmiðlafrumvarpið gæti vel komið inn í það starf. „Þetta var af okkar hálfu hugsað sem sáttaumleit- an og leið til þess að gera frumvarpið um Ríkisútvarpið betra.“ Mörður sagði að á fundi mennta- málanefndar þingsins, fyrr um morguninn, hefði m.a. komið til tals að í fjölmiðlafrumvarpið hefði verið bætt við ákvæði, sennilega eftir há- degi í fyrradag, sem bannaði Ríkis- útvarpinu að eiga hlut í öðru fyrir- tæki sem gæfi út dagblað eða ræki útvarpsstöð. Sigurður Líndal, fyrr- verandi lagaprófessor, hefði sagt á fundinum, að það ákvæði væri vissu- lega til bóta, varðandi jafnræðis- reglu stjórnarskrárinnar, en þó væri ástæða til að fara betur yfir sam- hengi frumvarpsins um Ríkisútvarp- ið og fjölmiðlafrumvarpið. Mótsagnir koma fram Ögmundur Jónasson, þingflokks- formaður Vinstri grænna, sagði að allar götur frá því vinna hefði hafist við fjölmiðlafrumvarpið og frum- varpið um Ríkisútvarpið hefði fulltrúi Vinstri grænna í fjölmiðla- nefnd menntamálaráðherra lagt of- uráherslu á að málin yrðu unnin í samhengi. „Það hefur ekki gerst og nú eru ýmsar mótsagnir að koma fram. Þær blasa við og ekki er séð fyrir endann á því hvernig þær verða til lykta leiddar.“ Að óbreyttu stefndi í að Ríkisútvarpið yrði gert að hlutafélagi, fyrirtæki á markaði, og ljóst væri að önnur fyrirtæki á þeim sama markaði myndu reisa kröfur um að jafnræðis yrði gætt, m.a. með skírskotun til þess mikla menningararfs sem Ríkisútvarpið hefði í sínum fórum. Björgvin G. Sigurðsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, sagði m.a. að fjölmiðlafrumvarpið virtist strax varpa ljósi á fjölmarga galla og á því klúðri og pólitíska klastri sem frum- varpið um Ríkisútvarpið hf. væri. Frumvörpin ætti að ræða saman, sagði hann og spurði síðar hvort rík- isstjórnin hefði ekkert lært af átök- unum um fjölmiðlana fyrir tveimur árum. Einar Már Sigurðarson, þing- maður Samfylkingarinnar, tók í sama streng. Þeir hældu þó Sigurði Kára fyrir störf hans í menntamála- nefnd. Sigurður Kári Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks og formað- ur menntamálanefndar þingsins, sagði að engar nýjar upplýsingar hefði komið fram sem leiddu til þess að fresta ætti afgreiðslu frumvarps- ins um Ríkisútvarpið. Komu fyrir nefndina Síðan sagði Sigurður: „Það er rétt að Sigurður Líndal lagaprófessor kom fyrir nefndina nú í morgun til að gera grein fyrir þeim athugasemd- um sem fram koma á forsíðu Frétta- blaðsins í dag. Það er rétt að taka það fram, úr því að háttvirtur þing- maður Mörður Árnason gerði það ekki í sinni ræðu, að Sigurður Líndal tók fram að honum hefði ekki verið kunnugt um þá breytingu sem gerð var á fjölmiðlafrumvarpinu þegar þau ummæli voru látin falla. Það kom heldur ekki fram í ræðu hátt- virts þingmanns Marðar Árnasonar að á þessum fundi var einnig Páll Hreinsson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands og formaður fjöl- miðlanefndarinnar, og hann tók fram að með þeirri breytingu sem hér hefur verið gerð grein fyrir hefði verið stoppað upp í þann leka sem hugsanlega hefði verið gagnvart jafnræðisákvæði stjórnarskrárinn- ar.“ Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að það hefði legið fyrir frá upphafi að ágreiningur væri milli stjórnar og stjórnarand- stöðu um frumvarpið um Ríkisút- varpið hf. Því væri langsótt af stjórn- arandstöðunni að koma upp og tala um mikið sáttaboð, með því að bjóða ríkisstjórninni að draga málið til baka. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði um Ríkisútvarpsfrumvarpið, að þar væri pólitískur ágreiningur á ferð- inni, eins og í svo mörgum öðrum málum. Ísólfur Gylfi Pálmason, varaþing- maður Framsóknarflokksins, sagði m.a. að gríðarlega mikil menningar- verðmæti fylgdu Ríkisútvarpinu og að okkur bæri að gæta þeirra. „Þess vegna þurfum við að fara okkur hægt og örugglega, við þurfum að velta þessum hlutum fyrir okkur eins vel og mögulegt er og alls ekki að ana að neinu.“ Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, sagðist vonast til þess að menntamálanefnd fengi frið til að vinna að frumvarpinu um Rík- isútvarpið áfram en Atli Gíslason, varaþingmaður Vinstri grænna, kvaðst ekki vilja standa í því að sam- þykkja lög frá Alþingi sem kölluðu síðar á deilu fyrir dómstólum. „Ég vil taka það skýrt fram að það er greinilegt samspil á milli fjölmiðla- frumvarpsins, sem vel að merkja er vel unnið, og Ríkisútvarpsfrum- varpsins, sem er því miður ekki vel unnið; það er hægt að vinna það miklu betur. Það eru atriði í þessu frumvarpi sem valda mér miklum áhyggjum,“ sagði hann og nefndi m.a. menningararfleifðina og höf- undarréttarmál. Segja frumvarp varpa ljósi á galla RÚV-frumvarpsins Stefnt að því að afgreiða RÚV- frumvarpið í vor Eftir Örnu Schram arna@mbl.is 10 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÓVISSA ríkir um þinghaldið fram- undan, en samkvæmt starfsáætlun þingsins er gert ráð fyrir því að þingfrestun verði fimmtudaginn 4. maí nk. Ljóst er að það næst ekki. Alls 87 stjórnarfrumvörp eru til meðferðar á þingi og ellefu stjórn- artillögur. Tuttugu og þremur stjórnarfrumvörpum var útbýtt á Alþingi í apríl. Samkomulag er gert milli stjórnar og stjórnarandstöðu um þingstörfin frá degi til dags. Venjan er sú að þinginu ljúki fyrr á vorin þegar sveitarstjórnarkosn- ingar eru á næsta leiti, og er nú rætt manna á milli að þinginu verði frest- að rétt fyrir kosningar, en kallað saman að nýju strax að þeim lokn- um. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar í þeim efnum. Óvissa um þingstörfin SIGURÐUR Líndal, fyrrverandi lagaprófessor, telur ekki rétt að fara of geyst þegar kemur að því að afgreiða frumvörpin um fjölmiðla og Rík- isútvarpið í gegnum Alþingi. Það sé alltaf góð regla við lagasetningu að flýta sér hægt til að komast hjá óþarfa málsóknum. Sigurður sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að það stæðist vart jafnræðisreglu stjórnar- skrárinnar að undanskilja hlutafélag um Rík- isútvarpið reglum sem takmarka eignarhald á fjölmiðlum. Þá hafði hann hins vegar ekki heyrt að setningu hafði verið bætt inn í frumvarpið, í greinina um eignarhald á fjölmiðlum, á síðustu stundu, en þar segir að Ríkisútvarpinu sé óheimilt að eiga hlut í öðru fyrirtæki sem gefur út dagblað eða rekur útvarpsstöð. „Ég hefði orðað þetta svolítið öðruvísi hefði ég vitað um það. Það er örugglega gott spor í rétta átt en hvort það tekur af öll tvímæli er kannski meira álita- mál,“ segir Sigurður, sem kom á fund menntamálanefndar í gær- morgun. Þar gerði hann grein fyr- ir athugasemdum sínum í fyrr- nefndu viðtali en það ákvæði komi í veg fyrir að Ríkisútvarpið kaupi aðra fjölmiðla og slái því á sam- þjöppun á fjölmiðlamarkaði. Sjá hvernig heildar- myndin kemur út „En það er svo sem ýmislegt fleira sem ég spyr mig að. Rík- isútvarpið má ekki kaupa dagblað eða útvarpsstöð en hvað með ann- ars konar miðlun?“ segir Sigurður og horfir í því sambandi m.a. til mikilla tækni- nýjunga sem orðið hafa á fjölmiðlamarkaði á undanförnum árum. Jafnframt geti Ríkis- útvarpið keypt aðra hluti sem komi þeim fram fyrir keppinauta á sam- keppnismarkaði. Á þetta hefur Sig- urður bent og hvetur hann til að meiri tími sé tekinn í að skoða frum- varpið. Sigurður er á því að frumvarpið um Ríkisútvarpið þurfi einnig að skoða betur. „Ég sagði það við nefndina í [gær] að mér finnst að skoða þyrfti þessi frumvörp, um Ríkisútvarpið og fjölmiðlafrum- varpið, saman. Hafa þau bæði undir og sjá hvernig heildarmyndin kemur út. Menn hafa unnið svolítið hver í sínu horni við þetta og það finnst mér svona álitamál. Ég er ekki að spá neinu, en ég held að það sé góð regla við lagasetningu að bjóða ekki upp á mála- ferli, kærur og klögumál út og suður,“ segir Sig- urður Líndal. Sigurður Líndal, fyrrverandi lagaprófessor við Háskóla Íslands Skoða ætti fjölmiðlafrumvarpið betur Eftir Andra Karl andri@mbl.is Sigurður Líndal ÞINGFUNDUR hefst kl. 12 í dag. Á dagskrá eru m.a. eftir- farandi fyrirspurnir til ráð- herra: 1. Aðstoðarmenn og ráðgjafar ráðherra. 2. Samkeppnisstaða ríkis- banka á húsnæðismarkaði. 3. Ristilkrabbamein. 4. Sjálfstætt starfandi heimil- islæknar. 5. Sjúkraliðar. 6. Hjúkrunarheimili og öldr- unarþjónusta. 7. Samkeppnisstaða fiskverk- enda. 8. Meðferð mála hjá Sam- keppniseftirlitinu. 9. Ívilnanir til álvera á lands- byggðinni. 10. Innflutningur á erfða- breyttu fóðri. 11. Merkingar á erfðabreyttum matvælum. 12. Malarnáma í Esjubergi. 13. Ljósmengun. 14. Umferðaröryggi á Kjalar- nesi. 15. ILO-samþykkt um uppsögn starfs af hálfu atvinnurek- anda. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.