Morgunblaðið - 26.04.2006, Side 16

Morgunblaðið - 26.04.2006, Side 16
Húsavík | Frímann Sveinsson var með myndlistarsýningu í Safnahúsinu á Húsavík fyrir skömmu þar sem hann sýndi ríflega sextíu vatnslitamyndir. Þar var um að ræða lands- lagsmyndir, allar málaðar á þessu ári en þetta er sjötta einkasýning Frímanns. Frí- mann er ekki við eina fjölina felldur í listum því auk þess að vera listakokkur er hann einnig liðtækur tónlistar- maður. Hann hefur að undanförnu verið að koma fram með Esther Arnardóttur þar sem þau syngja saman við gítar- undirleik Frímanns og alla sýningardagana tóku þau lag- ið fyrir sýningargesti. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Frímann sýndi og söng Fjölhæfni Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Íþróttahús vígt | Nýja íþróttahúsið á Reykhólum verður vígt laugardaginn 29. apríl. Mikið verður um dýrðir af því tilefni. Dagskráin hefst klukkan 13 með ávarpi sveitarstjóra. Síðan rekur Karl Kristjánsson á Kambi, formaður byggingarnefndar, sögu framkvæmdarinnar og séra Sjöfn Þór sókn- arprestur blessar húsið og starfsemina. Þá verður brugðið á leik í íþróttahúsinu. Að at- höfn lokinni verður boðið upp á veitingar í matsal Reykhólaskóla.    Skemmtiatriði á hátíð- inni eru nokkuð hefð- bundin. Krakkarnir flytja leikþátt, lesa upp, leika á hljóðfæri og syngja. Auk þess er spilað bingó og notið veitinga. Nemendur í skólanum eru tólf talsins í vetur og í svo fámennum skóla verða allir krakkarnir að vera Krakkarnir í Sól-garðaskóla í Fljót-um fögnuðu sum- arkomunni í ár með því að halda árshátíð. Þessi ár- legi fagnaður var seinna á ferðinni en venjulega vegna leiðindaveðráttu undanfarið sem hafði sett skólasókn og æfingar hjá krökkunum úr skorðum. virkir og taka þátt í skemmtiatriðum. Það liggur drjúg vinna að baki því að undirbúa slíka samkomu, sem kennarar skólans, þau Guðrún Hall- dórsdóttir, Halldór Hálf- dánarson og Anna Jóns- dóttir tónmenntakennari, hafa lagt af mörkum und- anfarið. Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Fögnuðu sumri á árshátíð HjálmariFreysteinssynidatt lausn í hug vegna umræðu um „sýni- legar varnir“: Eftir að Kanar eru farnir ætti að vera hægt að láta, sjá um okkar sýndarvarnir sérhannaða pappadáta. Hann vísar auðvitað til þess þegar pappalöggur áttu að sjá um umferðar- eftirlit á Reykjanes- brautinni. Þá orti hann: Eiginleika löggunnar lengi þekkt ég hefi margan vissi ég þunnan þar sem þó var ekki úr bréfi. Jóhannes Sigmundsson frá Syðra-Langholti fylgdist með fréttum af sinubruna á Mýrum: Sígarettusóðarnir sinubruna valda. Eitra loft sem aldrei fyrr, aðrir þessa gjalda. Þá Hálfdan Ármann Björnsson: Er á Mýrum mikið puð frá morgni dags og fram á kveld. Viltu ekki góður Guð- ni glönnum banna að kveikja eld. Af sinubruna pebl@mbl.is Hellissandur | Breiðafjarðarnefnd er að gera samning við jarð- og landfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans um skráningu örnefna á Breiðafirði. Kom þetta fram á fundi sem nefndin hélt á Hell- issandi á dögunum. Markmiðið með samningnum er varð- veisla menningarminja, á þann hátt að skrá örnefni sem tengjast náttúrufari og lands- nytjum á Breiðafirði, að eyjum og skerjum undanskildum, í stafrænan hnitsettan kortagrunn. Verkefnisstjóri þessa verk- efnis verður Guðrún Gísladóttir dósent, en Hjördís Linda Jónsdóttir, nemi við jarð- og landfræðiskor, mun annast skráningu og vinnu við þær nú í sumar. Það kom fram á fundinum að kynning- arbæklingur um fuglalíf á Breiðafirði, sem Breiðafjarðarnefnd hefur látið vinna, er kominn í prentun og verður honum dreift við Breiðafjörð fljótlega. Einnig að unnið sé að því um þessar mundir að endurskrifa og uppfæra Verndaráætlun fyrir Breiða- fjörð sem mun gilda til ársins 2015. Breiðafjarðar- nefnd lætur skrá örnefni Íþróttir í forgang | Félag ungra sjálfstæð- ismanna í Hveragerði hefur verið end- urvakið. Tæplega þrjátíu manns mættu á fund ásamt forystumönnum Sambands ungra sjálfstæðismanna. Samþykkt var ályktun þar sem skorað var á frambjóðendur til bæjarstjórnar Hvera- gerðisbæjar á komandi kjörtímabili að sýna jákvæðan hug sinn til íþróttamála með því að setja á forgangslista að bæta aðstöðu til þessa málaflokks. „Íþróttamannvirki í Hveragerði mæta engan veginn þeirri þörf sem íbúarnir gera kröfu til og með stækkun bæjarfélagsins eykst þessi þörf enn.“ Einnig kemur fram það álit að hafa verði sem flest íþróttamannvirkin á sama stað hvort sem það verður sunnan Suðurlandsvegar eða upp í Dal því auðveldara sem aðgengi er fyrir alla aukist hagkvæmni og möguleiki íbúanna til fjölbreyttrar íþróttaiðkunar. SVALA Sólveig Jónsdóttir heldur um þess- ar mundir þriðju málverkasýningu sína í veitingastaðnum Galileo við Hafnarstræti. Sýningunni lýkur í dag. Svala hélt sína fyrstu sýningu í Lista- mannaskálanum í Eden í Hveragerði vorið 2004 og síðar sama ár sýndi hún í Þjóð- menningarhúsinu við Hverfisgötu. Á þess- um fyrstu sýningum voru aðallega blóma- myndir en að þessu sinni er þemað englamyndir og verk með trúarlegu ívafi. Svala málar einnig portrett, bæði manna, barna og dýra eftir pöntun. Svala Sólveig hefur sótt fjölmörg námskeið í áranna rás. Á sýningunni nú eru olíumálverk og vatns- litamyndir málaðar á síðustu tveimur árum. Morgunblaðið/Ómar Svala Sólveig heldur málverkasýningu ♦♦♦Baráttukveðjur | Drífandi stéttarfélag í Vestmannaeyjum sendir starfsmönnum og viðræðunefnd starfsmanna dvalar- og hjúkrunarheimila baráttukveðjur vegna kjaradeilna sem þeir eiga í. Félagið skorar jafnframt á félagsmála- ráðherra og fjármálaráðherra að höggva sameiginlega á þann hnút sem myndast hefur í deilunni og auka framlög til heim- ilanna til að þau geti mætt sjálfsögðum kröfum starfsmannanna.    Morgunblaðið/Brynjar Gauti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.