Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Líney ArndísPálsdóttir fædd- ist í Reykjavík hinn 20. september 1938. Hún lést á heimili sínu hinn 15. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Elín Hall- dórsdóttir og Páll Árnason, seinast forstjóri Heildversl- unar Haraldar Árnasonar hf., sem bjuggu á Bárugötu 21 í Reykjavík. Systir hennar er Kristjana Páls- dóttir, f. 8.5. 1934, gift Hannesi Flosasyni, f. 12.3. 1931. Börn þeirra: 1) Páll, f. 1957, kvæntur Söruh Buckley, þau eiga fjögur börn, hann á einnig eitt barn frá fyrra hjónabandi sínu með Mar- gréti Ríkarðsdóttur. 2) Haukur, f. 1960, kvæntur Jörgen Boman. 3) Elín, f. 1962, gift Halldóri Bjarnasyni, þau eiga fjögur börn. 4) Ingibjörg, f. 1966, hún á tvö börn frá hjónabandi sínu með Reyni Arngríms- syni. Hinn 13. júní 1970 giftist Líney Einari Vigfússyni sellóleikara, f. 24.7. 1927, d. 6.9. 1973. Foreldrar hans voru Guðrún Sveinsdóttir söng- kennari og Vigfús Einarsson ráðu- neytisstjóri. Líney hóf nám í Menntaskólanum í Reykjavík en varð að hætta vegna veikinda. Síðar hóf hún nám í Kennaraskóla Ís- land og lauk þaðan handavinnu- kennaraprófi. Hún stundaði einn- ig nám í fiðluleik í Tónlistar- skólanum í Reykjavík í um það bil áratug. Hún starfaði mestallan sinn starfsaldur við bankastörf hjá Útvegsbanka Íslands, síðar Íslandsbanka. Útför Líneyjar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Símhringing klukkan hálffjögur um nótt, þar sem ég er stödd á hót- elherbergi á Ítalíu. Líney er dáin. Orðin hljóma í höfðinu það sem eftir er nætur og allan næsta dag. Óbæri- leg staðreynd, mjög óvæntar fréttir. Þrátt fyrir slaka heilsu síðustu árin var andinn svo hress, aldrei kvartað, alltaf tilbúin að spjalla, alltaf stutt í hárbeittan húmor. Uppáhaldsfrænka mín og annarra systurbarna hennar og barnabarna. Líney var ómissandi hluti af tilverunni frá fyrsta degi. Ekki spillti fyrir þegar okkur tókst að plata hana til að flytja í götuna okkar, eftir að hún hafði búið í sama húsinu í yfir 60 ár. Vorum þá komin á sama punktinn, þrjú systkini og Líney, og það nábýli var óspart notað. Börnin okkar hlupu gjarnan yfir til Líneyjar, ef þau höfðu ekkert annað fyrir stafni, og nokkrum þeirra hefur það bjargað í gegnum erfiða tíma. Líney var svo hress, var alltaf til í að tala við þau og grínast, og ekki voru móttök- urnar af verri endanum. Alltaf til nammi, alltaf til girnilegur kvöldmat- ur, ef maturinn heima lokkaði ekki, hægt að horfa á allar sjónvarpsstöðv- ar, kisurnar til að klappa. Líney not- aði ungviðið á móti til léttra verka, sem þau gerðu miklu fúslegar heldur en heima hjá sér. Líney kom í heimsókn til mín kvöldið áður en lagt var í ferð til út- landa núna skömmu fyrir páska. Sat við eldhúsborðið, með mentol-sígar- ettuna og vatnsglas, því aldrei þessu vant afþakkaði hún kaffið, og rabbaði við mig á meðan ég straujaði ofan í ferðatöskuna. Vildi kveðja og koma með afmælisgjöf í leiðinni. Aldrei klikkað á því. Man þegar hún gekk frá húsinu og lyktin í húsinu var hátíðarlykt. Eimur af sígarettureyk og Líney hafði verið hér. Þá var ekkert nema gaman. Það er svo margs að minnast. Ferð Líneyjar til okkar fyrir 11 árum, þar sem við vorum búsett í Glasgow til skemmri tíma, líður seint úr minni. Lengra aftur jóla- og afmælisboðin á Bárugötunni, þar sem Líney bjó í ná- býli við ömmu Ellu. Þar var ekkert skorið við nögl frekar en fyrri daginn og klassinn yfir öllu var engin með- almennska. Örláta Líney, gjafmildari en allir aðrir. Líney handavinnukenn- arinn sem aldrei starfaði sem slíkur, en bjó þó til listaverk í prjóna- mennsku, sem meðal annars við syst- urbörnin, og síðar okkar afkomend- ur, nutum góðs af. Líney að kenna okkur systkinunum fimm og sjö ára að sauma út, svo við sætum kyrr smá- stund. Líney að kenna þessum sömu börnum að vera rangeygð og gefa langt nef. Líney dýramanneskjan, elskar dýr og tekur upp á því komin fast að sextugu að fá sér hest, í fyrsta sinn á ævinni. Lærir að ríða út og nýtur lífsins. Kettirnir hennar allir, sem hétu annaðhvort Gústi eða Ella. Líney missti manninn sinn, Einar, snemma, og saknaði hans alla tíð. Hún var löngu búin að gera upp við sig að það yrðu ánægjulegir endur- fundir, þegar hennar tími kæmi. Lín- ey var sannfærður spíritisti og efað- ist ekki eina mínútu um að allt hennar fólk biði hennar hinum megin. Ekki spillti fyrir þegar hún á síðustu árum eignaðist góða vinkonu í einum af okkar sterkari miðlum, sem reyndist henni betur en besta dóttir. Fyrir þá dýrmætu vináttu og ósérhlífnu hjálp sem þau hjónin veittu Líneyju verð- um við fjölskyldan ævinlega þakklát. Líney sagði ósköp einfaldlega: „Þeg- ar ég er farin, þá haldið þið partý og samgleðjist með mér.“ Þetta er nú ekki alveg svona auðvelt fyrir okkur sem eftir erum og í eigingirni okkar viljum hafa hana hjá okkur áfram. En vonandi léttir það samt sporin í átt til þess að leyfa henni að fara og njóta þess nú loksins að hitta þá sem á und- an eru gengnir og voru henni svo kærir. Farðu í friði, elsku frænka mín, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Elín Hannesdóttir. Það orð sem fyrst kemur upp í hugann þegar ég minnist Líneyjar móðursystur minnar er orðið örlæti. Hún var örlát kona hún Líney. Það fengu bæði ættingjar hennar og vinir að reyna, hún veitti gestum af örlæti og studdi þá er þess þurftu á allan hátt af rausnarskap og gjafmildi. Þeir eru margir sem hafa fengið að njóta gestrisni hennar. Svo var hún skemmtileg líka. Hún hafði hárbeittan húmor og lá ekki á skoðunum sínum um menn og mál- efni. Okkur systkinabörnum sínum og fjölskyldum okkar sýndi hún mikla ræktarsemi og lifandi áhuga – sagði okkur umbúðalaust til synd- anna ef svo bar undir og studdi okkur umbúðalaust líka í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Sem barn lærði ég á selló hjá manni hennar Einari Vigfússyni. Það var tilhlökkunarefni að koma í selló- tímana heima hjá þeim á Fjólugötu. Ekki einungis var handleiðsla næms kennara eftirsóknarverð heldur einn- ig spjallstundirnar eftir tímana þar sem Líney og Einar dekruðu við drenginn þannig að hann vildi helst ekki fara heim. Lát Einars árið 1973 var Líneyju mikið áfall og setti mark sitt á líf hennar eftir það. Eftir lát Einars flutti Líney aftur á Bárugötu 21 þar sem hún hafði alist upp og studdi móður sína Elínu þeg- ar ellin sótti að. Hún bjó á Bárugöt- unni þar til fyrir fáeinum árum er hún flutti í Grafarvog í nálægð systk- inabarna og barna þeirra. Það leið ekki á löngu þar til heimili Líneyjar var orðin föst og sjálfsögð viðkomu- stöð í lífi barnanna, á þann fyrirhafn- arlausa hátt sem Líney vildi. Síðustu ár ævinnar hrjáði heilsu- leysi Líneyju og var hún oft þjáð. Dauði hennar var þó óvæntur og kom okkur í opna skjöldu. Það er stórt tómarúm sem hún skilur eftir sig; nú verða engin símtöl um daginn og veg- inn, engar norðanroksgusur þegar henni finnst við þurfa leiðbeiningar við og engin hlý nærvera með húmor og gestrisni. Hennar verður sárt saknað. Haukur F. Hannesson. „Ég heiti ekki Jósefína Nikkólína!“ Margumrætt gælunafn var ekki vin- sælt á fimmta aldursárinu. En eftir að árin og áratugirnir liðu varð Jós- efínu-nafnið sem Líney kallaði mig stundum og byrjaði sem grín við litla systurdóttur, hjartfólginn orðaleikur sem lýsti gagnkvæmri væntumþykju okkar Líneyjar. Líney eignaðist ekki börn, svo við systkinabörnin áttum eins konar aukamömmu í Líneyju. Og eftir að amma Ella dó tók Líney líka svolítið við hennar hlutverki sem upplýsinga- miðstöð um hagi og áætlanir fjöl- skyldumeðlima stórfjölskyldunnar. Sérstaklega síðustu árin þegar við systkinin urðum svo lánsöm að fá hana til að flytja í götuna okkar þegar hún þurfti að yfirgefa ættaróðalið á Bárugötunni vegna heilsubrests. En andinn var í góðu lagi og því nutum við systkinin í götunni í ríkum mæli góðmennsku hennar, örlætis, hár- beitts húmors og léttleika sem ætíð var nærri. Börnin okkar eignuðust í Líneyju traustan vin og athvarf á gestrisnu heimili hennar og hún varð eiginlega önnur amma þeirra allra. Börnum mínum var hún endalaust góð og leituðu þau til hennar bæði í sorg og í gleði. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka Líneyju móðursystur minni fyrir að hafa verið eins og hún var og Guði fyrir að hafa sett hana í okkar fjölskyldu. Hennar verður sárt sakn- að og mun lifa í hjörtum okkar þar til við hittumst á ný í betri heimi. Jósefína Nikkólína kveður með söknuði. Kveðja. Ingibjörg (Bogga). Það var hnípin fjölskylda sem kom saman á páskadag. Það vantaði Lín- eyju. Kvöldið áður hafði fjölskyldan fengið þær fréttir að Líney væri dáin. Ekkert símtal hefur verið jafn óraun- verulegt og þegar pabbi hringdi í mig með fréttirnar. Ég var í hálfgerðu móki alla leiðina heim þetta kvöld. En þar sem ég gekk upp tröppurnar hjá Líneyju og inn í stofuna, hefur mér fátt fundist jafn raunverulegt og að sama skapi óvænt og ósanngjarnt. Kvöldið áður hafði ég talað við Lín- eyju hressa sem endranær í síman- um. Ég man svo margt sem tengist Líneyju, allt frá Bárugötunni og Glasgow og upp í Fannafoldina rétt hjá okkur. Líney var aldrei gamla frænkan sem við systkinin vorum skyldug til að kyssa á kinnina í fjöl- skylduboðum, fermingum og stóraf- mælum. Líney var partur af okkur og fjölskyldunni. Fyrstu minningar mínar af Lín- eyju er stuttar og barnalegar. Ég man eftir heimsóknum á Bárugötuna þar sem við fengum iðulega að kíkja í svefnherbergisskápinn og fylla vas- ana af nammi áður en við settumst fyrir framan sjónvarpið og horfðum á framandi barnaefni á Stöð 2. Svo man ég vel eftir Glasgow-ferð- inni en flestar minningar mínar frá þeirri ferð eru af mömmu og Líneyju þræðandi hverja búðina á fætur ann- arri klyfjaðar pokum með kreditkort- ið að vopni og mig alsæla, nýorðna sex ára, í eftirdragi með risastóran Bangsímon-bangsa í fanginu sem Líney keypti handa mér í Disney- búðinni. Svo liðu árin og við systkinin fórum í reglulegar heimsóknir á Bárugöt- una til Líneyjar og Veigu eða þangað til Líney ákvað að gerast svo áræðin að flytja upp í Grafarvog til okkar hinna. Fram undan voru langar vöku- nætur þar sem var pakkað, þrifið og málað og öllu komið vandlega fyrir merktu ofan í kassa. Þegar Líney var svo flutt inn í næstu götu stóðu dyrnar alltaf opnar. Við vorum alltaf velkomin að líta inn, setjast niður og spjalla um allt og ekkert. Og óhætt er að segja að það hafi verið mjög kærkomið enda oft enginn viðlátinn til að tala við mann LÍNEY ARNDÍS PÁLSDÓTTIR Elskuleg systir mín, mágkona og frænka, LÍNEY PÁLSDÓTTIR, sem lést laugardaginn 15. apríl verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, miðvikudaginn 26. apríl kl. 15.00. Kristjana Pálsdóttir, Hannes Flosason, Páll Hannesson, Sarah Buckley, Haukur F. Hannesson, Jörgen Boman, Elín Hannesdóttir, Halldór Bjarnason, Ingibjörg Hannesdóttir og frændsystkin. Elskuleg móðir mín, JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR BRUNNAN, sem lést fimmtudaginn 20. apríl, verður jarðsung- in frá Hafnarkirkju á Höfn, föstudaginn 28. apríl kl. 16.00. Fyrir hönd aðstandenda, Birgir Ársælsson. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og systir, STEFANÍA INGIBJÖRG SNÆVARR, sem lést fimmtudaginn 20. apríl, verður jarðsungin frá Seljakirkju fimmtu- daginn 27. apríl kl. 15.00. Guðmundur Lárus Guðmundsson, Árni Snævarr Guðmundsson, Sesselja Guðmundsdóttir, Orri Haraldsson, Sesselja Snævarr, Sigrún Snævarr og barnabörn. Kveðjuathöfn vegna eiginmanns míns, NÚMA ÓLAFSSONAR FJELDSTED, Ljósheimum 10, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 20. apríl, fer fram frá Neskirkju við Hagatorg föstudaginn 28. apríl kl. 15.00. Útförin verður í Stykkishólmskirkju laugardaginn 29. apríl kl. 14.00. Ásta Þ. Fjeldsted. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÁSTA ANTONSDÓTTIR, Rjúpufelli 23, sem lést að morgni sumardagsins fyrsta, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Otto J. Malmberg, Einar Malmberg, Katrín Hrafnsdóttir, Anton Malmberg, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓHANNA ÁRMANNSDÓTTIR frá Neskaupstað, sem lést á heimili sínu Aðalgötu 5, Keflavík, miðvikudaginn 19. apríl, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 28. apríl kl. 14.00. Gunnhildur Ásgeirsdóttir, Halldór Vilhjálmsson, Sigurbjörg Ásgeirsdóttir, Hörður Helgason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.