Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 20
Þessi hattur er kominn yfirsextugt en hann kom inn ámitt bernskuheimiliskömmu eftir stríð þegar lítið var til hér á landi í búðum. Þá var ég þriggja ára og ekki veit ég hvaðan hann kom en ég geri ráð fyr- ir því að mamma eða amma hafi gef- ið mér hann og mér þykir afskaplega gaman að eiga þennan hatt ennþá vegna minninganna sem eru við hann tengdar,“ segir Hafdís Þórólfs- dóttir sem var eina barn móður sinn- ar, Gyðu Tómasdóttur. „Fyrir vikið var alltaf verið að taka af mér myndir. Móðir mín vann á ljósmyndastofu Sigurðar Guð- mundssonar alla mína barnæsku svo það voru hæg heimatökin að fara með mig í myndatöku. Hattinum var tyllt á kollinn á mér og tekin fín mynd sem mamma fékk svo nokkur eintök af og sendi vinum og ætt- ingjum.“ Hermannskassi utan um hattinn „Þegar ég svo varð fullorðin þá eignaðist ég dóttur og tók auðvitað mynd af henni með þennan sama hatt þegar hún var þriggja ára, rétt eins og ég var á minni mynd. Og þegar hún eignaðist dóttur þá var það sama gert og þegar synir mínir eignuðust dætur þá var leikurinn endurtekinn. Þannig að allir kven- kyns afkomendur mínir hafa verið myndaðir með hattinn um þriggja ára aldurinn, nema sú yngsta sem er ekki nema eins og hálfs árs. Þessar myndir hanga allar saman hér uppi á vegg hjá mér.“ Hafdís segir hattinn halda sér vel þrátt fyrir háan aldur og hann komi til með að skreyta höfuð þeirra stúlkna sem enn eru ófæddar innan fjölskyldunnar. „Ég geymi hann enn í sama kassanum og ég fékk hann í og sá kassi er ekki síður merkilegur en hatturinn. Hann er frá stríðs- árunum. Þetta er Rauðakrosskassi sem mér finnst ekki ólíklegt að ein- hver hermaður hafi átt, því það er nafn erlends manns á honum. En ekki veit ég hvernig hann komst inn á mitt heimili upphaflega. Hann gegnir sínu hlutverki vel sem askja utan um hattinn góða.“ Karlar sem taka feðraorlof eiga síður áhættu að deyja áður en þeir komast yfirfimmtugt, en þeir sem ekki taka feðraor- lof. Á vef Svenska Dagbladet kom fram að þeir feður sem bindast börnum sínum snemma tilfinn- ingaböndum, taki nefnilega síður áhættu í lífinu. Rannsókn við Umeå háskólann leiddi þetta í ljós en nokkrum sænskum pörum sem eignuðust fyrsta barn 1978 var fylgt eftir. Feður sem tóku 30-60 daga feðraorlof áttu 25% síður á hættu að deyja fyrir fimmtugt en hinir. Forsvarsmaður rannsóknarinnar, Anna Måns- dotter, segir að áður hafi verið vitað að konur lifi almennt heilbrigðara lífi eftir að þær verða mæður en ekki hafi verið sýnt fram á sömu þróun hvað karla varðar. Rannsóknin hafi leitt í ljós að eitt- hvað gerist þegar þeir bindast börnum sínum til- finningaböndum. Almennt hefur verið sýnt fram á að karlar taka meiri áhættu en konur, t.d. í umferðinni, og að þeir drekka meira að meðaltali. Rannsóknin leiddi í ljós að feðraorlof hafði góð áhrif á heilsu karla. Ástæðurnar eru taldar tvær: Karlarnir taka síður áhættu í lífinu eftir að þeir bindast af- kvæmum sínum og þeir taka meiri þátt í hefð- bundnum hlutverkum kvenna. Niðurstöður rannsóknarinnar benda ennfremur til þess að heilsufar beggja kynja njóti góðs af jafnrétti inn- an veggja heimilisins. Fyrri rannsóknir hafa ein- mitt sýnt fram á að heilsu kvenna getur hrakað þegar þær taka yfir hefðbundin hlutverk karla, t.d. sem stjórnendur í fyrirtækjum. Það helgast t.d. af því að þær bera enn meginábyrgðina á heimili og fjölskyldu. Feðraorlof hefur góð áhrif á heilsu karla  RANNSÓKN Stráhattur frá stríðsárunum  Kassinn er merktur amerískum hermanni sem hefur fengið senda gjöf í honum frá heimalandinu.  Hatturinn og kassinn sem hefur geymt hann í öll þessi ár. Morgunblaðið/Ómar Hafdís við myndina af sér, dóttur sinni og ömmustelpunum og allar að tala í síma. Efri röð frá vinstri: Hafdís, Guðrún Svava Bjarnadóttir, dóttir Hafdísar, Hafdís Sif Svavarsdóttir, dóttir hennar. Neðri röð frá vinstri: Salka Þöll Helgadóttir sonardóttir, Berglind Una Svavarsdóttir dótturdóttir og Birna Mjöll Styrmisdóttir sonardóttir. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is  FJÖLSKYLDUHEFÐ | Kvenkyns afkomendur myndaðir með hatt- Allra meina bót“, var fullyrt íauglýsingu í útvarpinu umdaginn og var þar átt við hörfræolíu. En hvað er svona gott í hörfræolíu og fær fólk ekki bara sömu hollustuna úr hörfræjunum sjálfum og hörfræolíu? Kolbrún Björnsdóttir í Jurta- apótekinu varð fyrir svörum. „Hörfræ eru mjög holl en ef fólk borðar heil hörfræ þá nýtir það hinsvegar ekki fitusýr- urnar sem eru inni í fræjunum. Þannig að fólk þarf að mala fræin til að fá bæði fitusýrurnar og pró- tein sem þar býr. Hörfræolía er mjög rík af fitusýrunni omega3 en einnig eru í henni omega6 og omega9. Það sem skiptir öllu máli er að geyma bæði hörfræin og hörfræolíuna í kæli, því hvort- tveggja er mjög viðkvæmt fyrir skemmdum.“ Hún segir að stundum sé verið að selja olíu sem hefur þránað, vegna þess að hún hefur ekki ver- ið geymd í kæli og þá bendir Kol- brún á að hún sé alveg gagns- laus.“ Hún segir að góð hörfræolía sem hefur verið geymd samvisku- samlega í kæli sé mjög góð fyrir fólk. Fitusýrurnar halda þá lík- amanum mjúkum, æðakerfinu einnig svo og stoðkerfinu, húðinni og hárinu. Jafnar hormónakerfið „Rannsóknir hafa sýnt að þetta hefur líka áhrif á taugakerfið, þunglyndi og annað sem tengist því. Þetta jafnar líka hormóna- kerfið og þess vegna er hörfræolía talin góð fyrir konur á breyt- ingaskeiðinu.“ Kolbrún tekur dæmi af full- orðnum manni sem hún fékk í við- tal til sín. „Hann gerði ekkert af því sem ég sagði honum að gera, nema hann tók reglulega þann skammt sem ég hafði ráðlagt honum af omega3, og hann fann virkilega mikinn mun á sér eftir svolítinn tíma, vegna þess að hann hafði ekki tekið lýsi í mörg ár, en í lýsi er omega3. En það er allt í lagi að taka bæði lýsi og hörfræolíu, eina matskeið af hvoru.“ Morgunblaðið/Ásdís  HEILSA Mikil hollusta talin vera í hörfræ- olíu Stundum er verið að selja olíu sem hefur þránað, vegna þess að hún hefur ekki ver- ið geymd í kæli og þá er hún al- veg gagnslaus Ef fólk borðar hörfræin heil nýtast ekki fitusýrurnar inni í þeim. Daglegtlíf apríl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.