Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ÞESSAR vikurnar hellast blóð-
baðshrollvekjurnar yfir okkur og
von á mörgum til viðbótar innan
tíðar. The Hills Have Eyes er í
hópi þeirra betri, byggð á sígildum
ófögnuði eftir Wes Craven frá
árinu 1977. Það er í sjálfu sér eng-
in trygging fyrir gæðum en Frakk-
inn Aja er greinilega réttur maður
til að feta blóðslóð Cravens. Hann
á að baki nokkrar hryllingsmyndir
í heimalandinu og kann greinilega
vel við sig í villta vestrinu. Margir
þættir eru óvenju vel gerðir og
áhugaverðir, m.a. er sagan sjálf
gædd flestum þeim undir-
stöðuatriðum sem halda áhorfand-
anum við efnið. Spenna, átök, tví-
sýna í bland við blóðidrifna sögu af
því hvernig fjölskylda sem er
strandaglópar á auðnum Nýju
Mexíkó, reynir að sleppa lifandi úr
höndum íbúanna.
Þeir eru engir venjulegir
hillbillíar, þeir í Deliverance eru
bara viðkunnanlegustu menn í
samanburðinum. Heldur óárenni-
legur hópur vanskapaðra afdala-
manna, fórnarlamba kjarnorku-
tilrauna á svæðinu upp úr miðri
síðustu öld. Þeir komust í felur
þegar stjórnarhermenn hreinsuðu
svæðið fyrir sprengingarnar og
hreiðruðu um sig í yfirgefnum
námum.
Afleiðingarnar eru hroðaleg af-
skræming sökum geislavirkni, hat-
ur í garð landa þeirra sem orðnir
eru þeirra sælkeramatur. Nýjasta
bráð fjallabúa er sjö manna
Carterfjölskyldan, sem er á leið til
San Diego í Kaliforníu. Til allrar
ógæfu hyggst hún stytta sér leið,
því fer sem fer.
Til að byrja með er myndin listi-
lega vel kvikmynduð, allt frá þrúg-
andi atriði á bensínstöð mitt í eyði-
mörkinni, þar sem þrautaganga
Carterfjölskyldunnar hefst. Gul-
brúnir, sólbakaðir litir fylla vitin af
ryki og þurri hitasvækju. Persón-
urnar vel mótaðar og óvæntar; þeir
standa sig best sem síst skyldi.
Leikhópurinn er fjári skemmtilega
mannaður, Levine (Silence of the
Lambs), leikur harðjaxlinn, fyrr-
verandi lögguna og heimilisföð-
urinn Big Bob; Quinlain (Brake-
down, Apollo XIII.), konu hans.
Stanford (X-Men þrennan), fer
með hlutverk tengdasonarins og de
Revin, kunnugleg trítla úr LOST-
þáttunum, leikur yngri dótturina.
Ofangreindir leikarar gefa The
Hills Have Eyes nauðsynlegan
karakter til að hanga á, en það
sem skiptir sköpum og lyftir henni
upp fyrir meðallagið er að leik-
stjórinn heldur vel utan um sitt og
handritið byggir upp hatur á af-
skræmunum og tvísýna baráttu
fyrir lífi fjölskyldunnar – í stað
þess að velta áhorfandanum upp úr
kvalalosta og misþyrmingum í
tæpa tvo tíma. Maður tekur því of-
beldinu af og til fagnandi, líkt og
þegar unga blómarósin tvíhendir
axarkjaggið á lofti og klýfur eitt
mannætuógeðið í herðar niður. The
Hills Have Eyes er grimm og and-
styggileg en hún hrífur mann með
sér mestallan sýningartímann.
Blóð og sandur
KVIKMYNDIR
Smárabíó, Regnboginn,
Borgarbíó Akureyri
Leikstjóri: Alexandre Aja. Aðalleikarar:
Aaron Stanford, Kathleen Quinlan, Vin-
essa Shaw, Emilie de Ravin, Dan Byrd,
Tom Bower, Ted Levine. 105 mín. Banda-
ríkin 2006.
The Hills Have Eyes „Margir þættir eru óvenju vel gerðir og áhugaverðir, m.a. er sagan sjálf gædd
þeim undirstöðuatriðum sem halda áhorfandanum við efnið,“ segir í dómi.
Sæbjörn Valdimarsson
NÚ er aðeins rúm vika í að Iggy Pop og hljóm-
sveit hans Stooges haldi tónleika í Laugar-
dalshöllinni og er miðasala í fullum gangi.
Samkvæmt skipuleggjendum tónleikanna
hyggjast Iggy og félagar nota tímann á Ís-
landi vel og ráðgerð er meðal annars ferð á
Þingvelli, Gullfoss og Geysi. Þá má einnig
reikna með því að tónlistarmennirnir skoði sig
um í Reykjavík en fegurð íslenskra kvenna
kvað vera stór hvati að þeirri skoðunarferð.
Tónleikar Iggy Pop og Stooges hér á Ís-
landi eru þeir fyrstu fyrstu í för sveitarinnar
um Evrópu en á dagskránni eru auk hefð-
bundinna tónleika, ýmsar stórar tónlistarhá-
tíðir.
Miðasala á tónleikana er á eftirtöldum stöð-
um: Reykjavík: Bókabúð Máls & menningar,
Laugavegi 18. Akureyri: Penninn Eymunds-
son, Glerártorgi. Selfoss: Hljóðhúsið. Kefla-
vík: Hljómval. Neskaupstaður: Tónspil
Tónleikarnir eru á vegum RR ehf. og fara
sem fyrr segir fram í Laugardalshöll miðviku-
daginn 3. maí. Verð aðgöngumiða er kr. 5.900
í stúku en kr. 4.900 í stæði.
Allar nánari upplýsingar er að finna á vefn-
um www.rr.is.
Tónlist | Rúm vika í tónleika Iggy Pop og Stooges
Tónleikar Iggy Pop og Stooges hér á landi eru þeir fyrstu í Evrópuferð sveitarinnar.
Nýta ferðina til hins ýtrasta
Hljómplatan All the Roadrunninger afrakstur samvinnu MarkKnopfler og Emmylou Harrissem undanfarin sjö ár hafa stol-
ist inn í hljóðver til að taka upp tónlist sam-
an. Knopfler og Harris kynntust fyrst í sjón-
varpsþætti sem gerður var til heiðurs
tónlistarmanninum Chet Atkins og í kjölfar-
ið ákváðu þau að vinna nánar saman.
Mark Knopfler er margfaldur Grammy-
verðlaunahafi en hann er líklegast frægastur
fyrir að vera aðalsprauta bresku sveit-
arinnar Dire Straits. Hann hefur stjórnað
upptökum á plötum fyrir Bob Dylan og
Randy Newman og gert tónlist við kvik-
myndirnar Local Hero, Princess Bride og
Wag The Dog ásamt því að hafa gefið út
sólóplöturnar Shangri La, Sailing To Phila-
delphia og Golden Heart. Einnig gerði hann
plötu með Chet Atkins árið 1990, sem heitir
Neck To Neck.
Emmylou Harris hefur unnið til 11
grammy-verðlauna og hlotið Billboard Cent-
ury Award fyrir framlag sitt til tónlistar.
Hún hefur gefið út meira en 20 plötur á ferli
sínum, sem hófst árið 1968 með hennar
fyrstu plötu, en síðasta plata hennar, sem
kom út árið 2003, var Stumble Into Grave.
Helstu plötur hennar eru Pieces Of The Sky
og Elite Hotel (1975), Roses In The Snow
(1980) og Wrecking Ball (1995).
Upptökustjórn plötunnar var í höndum
Mark Knopfler og aðstoðarupptökustjóri var
Chuck Ainlay. Mark Knopfler sér að sjálf-
sögðu um gítarleik, en fær einnig liðstyrk
frá Richard Bennett. Aðrir hljóðfæraleik-
arar eru Jim Cox og Guy Fletcher á hljóm-
borð, Glen Duncan á fiðlu og mandólín, Glen
Worf á bassa og Chad Cromwell og Danny
Cummins sáu um trommuleik.
Tónlist | Mark Knopfler &
Emmylou Harris – All the Roadrunning
Líkleg til Grammy-verðlauna
Mark Knopfler og Emmylou Harris
unnu að plötunni í sjö ár.
ERLENDIR DÓMAR
Billboard 60/100
Rolling Stone 60/100
All Music Guide 70/100
Amazon 60/100
Metacritic 63/100
SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK
Firewall kl. 5.45 - 8 og 10.15 b.i. 16 ára
V for Vendetta kl. 6 - 8 og 10 b.i. 16 ára
The Matador kl. 8 og 10 b.i. 16 ára
Blóðbönd kl. 6 og 8
Basic Instinct 2 kl. 10 b.i. 16 ára
Lassie kl. 6
eee
- VJV topp5.is
eee
- SV mbl
eeee
- S.K. - DV
Með hinum eina sanna Harrison Ford.
Mögnuð spennumynd frá byrjun til enda.
Ekkert er hættulegra en maður sem er um það bil að missa allt
FAILURE TO
LAUNCH kl. 8 - 10
FIREWALL kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára
FAILURE TO
LAUNCH kl. 8 - 10
SYRIANA kl. 8 - 10:15
BYGGÐ Á ÓTRÚLEGUM SÖNNUM ATBURÐUM