Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 21
DAGLEGT LÍF
MISSTIRÐU
EITTHVAÐ
ÚT ÚR ÞÉR?
Mörgum kílóum af tyggjói er spýtt á götur og gangstéttir borgarinnar á
hverju ári. Hreinsun sorps af götunum kostar um 23 milljónir króna
árlega. Þetta samsvarar meðalútsvari rúmlega 100 Reykvíkinga.
ÞAÐ MUNAR ENGU FYRIR ÞIG AÐ SETJA TYGGJÓIÐ Í FÖTUNA
ÞAÐ MUNAR ÖLLU FYRIR UMHVERFIÐ
Reykjavíkurborg
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Ein matskeið af lýsi á dag eða nokkurra mínútna sólskingefur ekki nógu mikið D-vítamín og Norðurlandabúarættu að nýta sólina betur, að mati Johan Moan, pró-
fessors við Háskólann í Osló, en skoðun hans kemur fram á vef
Aftenposten.
Mikilvægasta uppspretta D-vítamíns er úr sólarljósi, að
hans mati, og Norðurlandabúar ættu að endurskoða viðhorf til
sólarinnar. Þrátt fyrir að flest dauðsföll af völdum húð-
krabbameins eigi rætur að rekja til mikilla sólbaða finnst
Moen, sem einmitt hefur rannsakað krabbamein, að slaka ætti
einnig á ströngu viðhorfi til sólbaða.
Að hans mati er D-vítamín afar mikilvægt fyrir ónæmis-
kerfið og almenna heilsu og fólk búsett á norrænum slóðum
ætti að nýta hverja stund til að láta sólina skína á sig svo lík-
aminn myndi meira D-vítamín.
HEILSA
Nýtið betur sólskinið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Trú á eigin getu hjálpar nem-endum með dyslexíu á háustigi, að því er rannsókn við
Háskólann í Stavanger bendir til. Á
vefnum forskning.no er greint frá því
að tveimur þriðju þátttakendanna í
rannsókninni gekk betur ef þeir
höfðu trú á sjálfum sér.
Dyslexía lýsir sér m.a. þannig að
fólk á erfitt með að tengja saman
hljóð og viðeigandi bókstaf, lestr-
arvandkvæði og erfiðleikar við að
muna hvernig á að stafsetja orð
fylgja einnig. Dyslexía er arfgeng en
þeir sem þjást af henni eiga ekki erf-
itt með að læra almennt. Dyslexía
getur verið á misháu stigi og lítill
hópur á í mjög miklum vandræðum
með að lesa og skrifa.
Til að koma til móts við þann hóp í
Noregi var honum veitt aðstoð við
Lestrarmiðstöðina við Háskólann í
Stavanger og rannsóknin gerð í
tengslum við það. 65 nemendur tóku
þátt í rannsókninni og það sem kom
skýrast í ljós var að sjálfstraust og
trú nemendanna á því að þeim tækist
að komast yfir vandamálið skipti
sköpum. Starfsfólk Lestrarmiðstöðv-
arinnar gat hvatt nemendurna til að
takast á við vandamálið en beita öðr-
um aðferðum en áður. Einnig kom í
ljós að mikilvægt var að nemendur
öðluðust þekkingu á dyslexíu og að-
ferðunum sem beitt er við að ná ár-
angri, þ.e. þeir þurftu að skilja hvað
var verið að gera og til hvers.
DYSLEXÍA
Sjálfstraust
hjálpar
nemendum
Kvikasilfur úr amalgam-tannfyllingum hefurekki áhrif á þroska
barna, að því er rannsóknir frá
Bandaríkjunum og Portúgal
leiða í ljós. Á vef Dagens Nyhet-
er er jafnframt greint frá því að
kvikasilfur eigi ekki heldur að
valda skaða á nýrum barna.
Rannsóknirnar báru saman
áhrif amalgam- og plastfyllinga
í tennur. Þær síðarnefndu duga
skemur, eins og áður var vitað.
Með tímanum losnar hins vegar
kvikasilfur úr amalgamfylling-
unum sem duga lengur og sann-
að hefur verið að það safnast
fyrir í heilanum og jafnvel í nýr-
um. Af þeim sökum var óttast að
þetta ylli heila- og nýrnaskaða.
Yfir 500 börn í Bandaríkj-
unum og Portúgal tóku þátt í
rannsóknunum og fengu þau
annað hvort amalgam eða plast-
fyllingar í tennur. Þau gengust
undir ýmis próf árlega til að
kanna greind, minni, einbeiting-
arhæfileika, hreyfiþroska og
taugavirkni, auk nýrna-
starfsemi. Niðurstöðurnar birt-
ast í vísindatímaritinu JAMA og
í ljós kom að þau sem höfðu
amalgam í tönnunum voru með
hærra kvikasilfursgildi í þvagi
en hin. Að öðru leyti var ekki
hægt að sýna fram á mun á hóp-
unum tveimur á því 5-7 ára
tímabili sem rannsóknirnar
stóðu yfir.
RANNSÓKN
Amalgam
reyndist ekki
hafa áhrif á
þroska barna
Morgunblaðið/Sverrir