Morgunblaðið - 26.04.2006, Side 36

Morgunblaðið - 26.04.2006, Side 36
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÞÉR TIL MIKILLAR ÁNÆGJU ÞÁ PRJÓNAÐI MAMMA EKKI HANDA ÞÉR PEYSU Í ÁR HÚN ÁKVAÐ AÐ PRJÓNA HANDA ÞÉR TREFIL ÞETTA ÁRIÐ EF ÞÚ VÆRIR AÐALMAÐURINN ÞÁ VÆRIRÐU VINALEGUR ENN EKKI SVONA SNOBBAÐUR! ÞÚ ERT SKO EKKI AÐAL! ÉG HEF BARIST FYRIR ÞVÍ MEÐ KJAFTI OG KLÓM AÐ KOMAST Á TOPPINN EN NÚ ÞEGAR ÉG HEF NÁÐ ÞANGAÐ... ...ÞÁ HEF ÉG ÁTTAÐ MIG Á ÞVÍ... ...AÐ ÞAÐ ER NÖTURLEGT Á TOPPNUM MAMMA OG PABBI ÆTLA Í BÍÓ, ÞANNIG AÐ VIÐ VERÐUM EINIR HEIMA HORFUM Á VARPIÐ! MÉR LÍST VEL Á ÞAÐ. HVAÐ ÆTLI SÉ Í SJÓNVARPINU? NEI ANNAR, ÉG ER MEÐ BETRI HUGMYND. NÁUM Í LYKLANA AF HINUM BÍLNUM OG PRÓFUM AÐ KEYRA SVO GETUM VIÐ FLAUTAÐ! HVER ER ÞETTA. EIN- HVER ER Á LEIÐINNNI HINGAÐ. ÞETTA ER BARNFÓSTRA ÆI NEI, ÉG TRÚ ÞESSU EKKI. HVAÐ ER ÞETTA, TREYSTA FORELDRAR MÍNIR MÉR EKKI? NÚ ER ÉG BÚINN AÐ LÍMA RÓFUNA Á ÞÉR FASTA VIÐ GÓLFIÐ. ÞÚ ÆTTIR EKKI AÐ GETA DILLAÐ HENNI NÚNA NÚ SKULUM VIÐ SJÁ. HÉRNA ER MYND AF PYLSU- VAGNINUM! TÆKNILEGA SÉÐ ÞÁ HREYFIST RÓFAN Á ÞÉR EKKIÁI! ÁI! ÁI! ÉG HEF TEKIÐ EFTIR ÞVÍ AÐ KATA ER HÆTT AÐ LEIKA SÉR MEÐ „PUFFBUDDY“ JÁ, HÚN FÉKK NÓG AF HONUM SKRÍTIÐ, ÉG HÉLT AÐ HÚN MUNDI ALDREI FÁ LEIÐ Á LEIKFANGI SEM MÓÐGAÐI FÓLK. HVAÐ GERÐIST EIGINLEGA? HANN MÓÐGAÐI HANA ÉG TÓK RAF- HLÖÐURNAR ÚR ÞEGAR HANN KALLAÐI MIG ASNA! ALLUR ÁGÓÐI AF MYNDINN RENNUR TIL DÝRAVERNDAR TIL HVAÐA SAMTAKA? MIG LANGAR MUN FREKAR AÐ TALA UM ÞIG FÓLK ER EKKI VANT AÐ HALDAST Í HENDUR Á FUNDUM!?! FÁSTU EKKI UM ÞAÐ Dagbók Í dag er miðvikudagur 26. apríl, 116. dagur ársins 2006 Ólíkindalegt veð-urfar hefur löngum leikið Íslend- inga grátt og aðra þá sem ferðast hafa um landið, hvort sem er á láði, legi eða lofti. Oft hefur hurð skollið nærri hælum og fólk lent í ferðalagi sem seint gleymist. Kunningi Víkverja fór í eftirminnilegt flug til Ísafjarðar um helgina, gerði a.m.k. heiðarlega tilraun til þess ásamt öðrum farþegum og að sjálf- sögðu áhöfninni. Lagt var af stað kl. níu að morgni frá Reykjavíkurflugvelli og þegar átti að lenda fyrir vestan gerði því- líkt él í kjafti Skutulsfjarðar að smekkfullur Fokkerinn náði ekki að lenda. Flugstjórinn vildi þó sæta lagi og beið átekta. Hringsólaði hann um Ísafjarðardjúpið fram og til baka, flaug upp og niður og út á ská milli kolsvartra éljaklakkanna. Ókyrrðin var mikil og hafði hún nokkur áhrif á heilsufar farþeg- anna, sem gerðust grænir í framan þegar fram í sótti. Börn heyrðust gráta og kaldur sviti braust fram á mörgum þeim sem í vélinni sátu, segir kunningi Vík- verja. Einn ónefndur ráðherra ríkisstjórn- arinnar var með í för og mun hafa haldið ró sinni, þó hann kallaði nokkrum sinnum á flugfreyjuna með ein- hver skilaboð. Þurftu sumir meira að segja að losa sig við morgunmatinn, nú í fljótandi formi, í þar til gerða bréfpoka. Einn náði þó ekki að næla sér í poka í tíma, heldur losaði sig við morgunskattinn, hafragraut og slátur, með snyrti- legri spýju á jakkann sinn. Eftir æf- ingar í rúmlega klukkustund sagði flugstjórinn að þetta væri búið spil og kvað uppúr með að hann væri hættur lendingartilraunum, stefnt skyldi til Reykjavíkur. Þar var loks- ins lent eftir tveggja og hálfrar klukkustundar ævintýralega flug- ferð. Síðan var vélinni ekið að flug- stöðinni að venju og flugfreyjan fór með sín hefðbundnu skilaboð, eins og að sitja áfram með sætisbeltin spennt og muna eftir handfarangr- inum, og endaði svo á hinum fleygu orðum: „Vona að þið hafið notið ferðarinnar.“ Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is              Seljakirkja | Tónskóli Guðmundar hélt upp á fimmtán ára afmæli sitt í Selja- kirkju í fyrradag með mikilli nemendahátíð. Fram komu nemenda- hljómsveitir auk einleikara en á efnisskránni var allt frá Bach til Gunnars Þórðarsonar. Hér sést Tómas Jóhannsson leika á rafpíanó en við hlið hans situr skólastjórinn Guðmundur Haukur Jónsson. Auk hans kennir Björgvin Gíslason einnig við skólann. Morgunblaðið/Ómar Fimmtán ára afmæli MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Hver sem tekur ekki sinn kross og fylgir mér, er mín ekki verður. (Matt. 10, 38.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.