Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Nokkur fyrirtæki úr söluskrá Erum með óvenjulega góða söluskrá og mörg góð fyrirtæki til sölu. Eins og flestir vita erum við langelsta fyrirtækjasala landsins. Hér kemur smá sýnishorn úr söluskrá okkar. 1. Sláttuvélasala og -viðgerðir. Vertíð framundan. 2. Hársnyrtistofa í 101 Rvík. Gott verð. Góð stofa. 3. Verslun og heildverslun með einkaumboð. Staðsett í Kringlunni. Frábært og einstakt. Laus strax. 4. Innrömmun til flutnings. 1 millj. með lager. 5. Gleraugnaverslun fyrir sjóntækjafræðing. Gott dæmi. 6. Innflutningur, smásala, varahlutir, viðgerðir á tækjum. 7. Þekkt sportvöruverslun í stóru hverfi, barnmörgu. 8. Önglaverksmiðja hvert á land sem er. 9. Bókaverslun, framköllun, leikföng. Þjónusta. 10. Innflutningur, smásala á gæludýramat o.fl. Gott dæmi. 11. Einn flottasti matsölustaður landsins. Laus. Þetta er aðeins smá sýnishorn. Allir velkomnir til okkar. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni, ekki í síma eða á netinu. Skráin á netinu: www.fyrirtaeki.is Elsta fyrirtækjasala á landinu Lögg. fasteignasali: Bergur Guðnason hdl. Elsta fyrirtækjasalan á landinu. SÖNGVARABALL Íslands verður haldið í Íslensku óperunni 30. apr- íl næstkomandi. Um er að ræða einskonar árshátíð íslenskra söngvara, sem ætla að koma sam- an og skemmta sjálfum sér og öðrum. Hugtakið söngvari er þó túlkað í afar víðum skilningi á þessum viðburði, því allir þeir sem hafa áhuga á söng, starfa við söng, syngja í kórum, hljómsveitarfólk, vinir, vandamenn og velunnarar sönglistar á Íslandi eru boðnir hjartanlega velkomnir. „Við viljum gjarnan laða nýtt fólk inn í óperuna,“ segir Davíð Ólafsson, bassasöngvari og einn skipuleggjenda, í samtali við Morgunblaðið. Óperan alveg opin Ballið, sem er í anda óperuballa eins og þau tíðkast víða erlendis, er alvöru síðkjólaball, sem hefst með stuttum tónleikum á sviði Óperunnar, þar sem fram koma Diddú, Gunnar Guðbjörnsson, Bergþór Pálsson, Hulda Björk Garðarsdóttir og Jóhann Friðgeir Valdimarsson, svo dæmi séu nefnd. Þá mun Hjörleifur Valsson etja kappi við söngvarana, með leik sínum á Stradivarius-fiðlu. Að tónleikunum loknum mun strengjasveitin Sardas leika undir dansi á óperusviðinu. „Sviðinu er því breytt í dansgólf,“ útskýrir Davíð, en dansinn verður brotinn upp með reglulegu millibili, með söng og skemmtiatriðum. „Óperan verður alveg opin þetta kvöld – saumastofan, bakherbergin, tón- listarherbergið, svalirnar og allt niður í búningsherbergin í kjall- aranum. Allt verður opið og hvar sem er píanó, verður fólk að spila og syngja, eins og það nennir. Við eig- um von á fullu húsi.“ Í sínu fínasta pússi Síðar um kvöldið stígur síðan Léttsveit Reykjanesbæjar á sviðið og leikur frameftir nóttu. Davíð segir mik- inn áhuga fyrir ballinu og búist sé við fólki á öllum aldri í sínu fín- asta pússi á ballið. „Það voru alltaf óperuböll á Broadway hér áður, en þau hafa ekki verið í nokkur ár. Ég hugsaði með mér að söngvarar, sem eru alltaf að skemmta öðrum, ættu að bjóða öðrum að vera með og kynn- ast okkur og þessari miklu móður listarinnar. Þetta verður heilmikið fjör og við ætlum okkur að gera þetta að árlegum viðburði í ís- lenskri skemmtanaflóru,“ segir Davíð að síðustu. Ráðgert er að húsið verði opnað kl. 20, en tónleikarnir hefjist kl. 21. Síðan verður sungið, dansað og spilað af fingrum fram frameftir kvöldi. Heiðursgestur verður Garðar Cortes. Miðasala á Söngvaraballið er hafin í Íslensku óperunni. Skemmtanir | Söngvaraball Íslands í Íslensku óperunni Dansað og sungið um allt hús Reuters Óperuballið í Vín er fyrirmynd að Söngvaraballinu á sunnudag. Davíð Ólafsson www.opera.is Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Leikminjasafn Íslands minnistþess í dag að 100 ár eru liðinfrá fæðingu Regínu Þórð- ardóttur leikkonu. Leikminjasafnið hefur komið á þeirri skemmtilegu hefð að afhjúpa veglegt veggspjald á aldarafmæli þess listamanns sem um ræðir undir heitinu Merk- isdagar og er þetta í sjöunda sinn sem þetta er gert. Áður hefur verið minnst aldarafmæla Vals Gísla- sonar, Halldórs Laxness, Lárusar Ingólfssonar, Önnu Borg, Indriða Waage og Þorsteins Ö. Steph- ensens. Þá var þess einnig minnst fyrir tveimur árum að 50 ár voru liðin frá því Silfurlampinn var fyrst veittur.    Um glæstan leikferil RegínuÞórðardóttur segir í sam- antekt Jóns Viðars Jónssonar, for- stöðumanns Leikminjasafns Íslands. „Regína Þórðardóttir fæddist í Reykjavík 26. apríl 1906. Hún kom fyrst fram með Leikfélagi Akureyr- ar um 1930, en þar bjó hún þá ásamt eiginmanni sínum, Bjarna Bjarna- syni lækni. Hugur hennar stóð snemma til náms í leiklist, en það var ekki auðvelt á þeim árum, allra síst fyrir húsmóður með börn. Reg- ína gat þó látið drauminn rætast ár- ið 1933, þegar Bjarni hélt til fram- haldsnáms í Kaupmannahöfn. Þá innritaðist Regína í skóla Kon- unglega leikhússins. Prófi þaðan lauk hún árið 1940. Regína hóf að leika með Leik- félagi Reykjavíkur árið 1936 og starfaði með því allt þar til Þjóðleik- húsið tók til starfa árið 1950. Hún var á yngri árum sjálfkjörin til að leika ungu og fögru stúlkurnar, en brátt kom þó í ljós að hún var efni í stórbrotna skapgerðarleikkonu. Fyrsta hlutverk hennar af því tagi var fröken Júlía í samnefndu verki Strindbergs, sem hún lék á Ak- ureyri árið 1933, en af síðari hlut- verkum hennar má nefna Jómfrú Ragnheiði í Skálholti Kambans, Geirþrúði Danadrottningu í Hamlet Shakespeares og Steinunni í Galdra-Lofti Jóhanns Sigurjóns- sonar.    Í Þjóðleikhúsinu biðu Regínu einn-ig fjölmörg stór dramatísk hlut- verk, m.a. lék hún burðarhlutverk í öllum leikritum Arthurs Miller sem sýnd voru í leikhúsinu á fyrstu árum þess. Hún kaus þó að kveðja Þjóð- leikhúsið árið 1962 og eftir það lék hún einungis með Leikfélagi Reykjavíkur. Þar vakti hún einna mesta athygli fyrir túlkun sína á aðalkvenpersónunum í leikritum Dürrenmatts, Eðlisfræðingunum og Sú gamla kemur í heimsókn. Þó að hún hefði hlotið menntun sína í skóla Kgl. leikhússins, þar sem raunsæisleg vinnubrögð voru höfð í hávegum, var hún ófeimin við að ýkja og draga fram hið skoplega, jafnvel hið gróteska í persónunum. Sá hæfileiki hennar naut sín vel í ýktum og óhugnanlegum persónum Dürrenmatts. Síðustu árin átti Regína við van- heilsu að stríða og dró sig að mestu í hlé frá sviðinu. Síðasta hlutverk hennar var Amma í Brekkukoti í sjónvarpsmyndinni eftir Brekku- kotsannál Laxness. Hún lést í Reykjavík 17. október 1974.“ Regína Þórðardóttir – aldarminning ’Hún var á yngri árumsjálfkjörin til að leika ungu og fögru stúlk- urnar, en brátt kom þó í ljós að hún var efni í stór- brotna skapgerðarleik- konu.‘ havar@mbl.is AF LISTUM Hávar Sigurjónsson BLÚSTRÍÓIÐ Fjallaskáldin hóf annan í blúshátíð á Nordica hótelinu að þessu sinni, og er þetta að mér skilst í fyrsta skipti sem þessir dreng- ir leika opinberlega. Forustu fyrir þeim hafði söngvarinn, Hlöðver Jök- ulsson, sólógítaristi var Rúnar Þór Þórarinsson og munnhörpuleikari Tómas Axel Ragnarsson. Það var Hlöðver sem fékk þá frábæru hug- myndina að tengja ljóð Kristjáns Jónssonar fjallaskálds blúsnum, enda er margt í þeim sára tóni er Kristján slær skylt þeirrar ættar, þó ástarsorg og brigðult kvenfólk standi honum ekki sífellt fyrir hugskotssjónum. Það var upphaf Veiðimannsins sem leiddi Hlöðver á sporið: ,,Þar Missisippis megindjúp fram brunar … þó ekki væri það á dagskránni. Þeir hófu flutninginn á Tárinu, Þú sæla heims- ins svalalind, og var það best flutt og slædgítar Rúnars nokkuð góður. Yfir kaldan eyðisand og þeir blúsar er fylgdu í kjölfarið liðu fyrir hve stífur ryþmi þeirra félaga var. Það vantaði þessa mýkt sem skilur milli feigs og ófeigs í blúsi sem víðar. En koma tímar. Á veröndinni nefndist kvartett skipaður nokkrum helstu blús- listamönnum okkar: með Björgvini Gíslasyni, Guðmundi Péturssyni og Halldóri Bragasyni gítaristum og munnhörpuleikaranum knáa, Sigurði Sigurðssyni. Þeir fluttu blúsa eftir menn einsog Jimmy Dawkins og Freddie King að ógleymdu snilld- arverki Robert Johnssons: Crosroads og Choo Choo Ch́boogie sem Louis Jordan sló í gegn með. Þetta var hin besta skemmtun, en toppurinn var gítarleikur Björgvins Gíslasonar, kraftmikill þrátt fyrir að vera ótrú- lega lágstemmdur á köflum og sumir sólóar meira að segja kryddaðir löngum stakkatóköflum. List Björg- vins fær alltof sjaldan að njóta sín. Eftir hlé steig á svið ungmenna- sveit undir forustu Hrafnkels Gauta Sigurðarsonar gítarleikara þar sem blásið var á djössuðum nótum lög úr smiðju manna á borð við Lester Young og Joshua Readman. Hrafn- kell og félagar: Snorri tenórsaxisti, Kristján hljómborðsleikari, Helgi bassisti og Magnús Elvar trommari eiga mikið ólært, en var samt vel tek- ið af áheyrendum. Vonandi halda þeir áfram á hinum þyrnum stráða vegi tónlistarinnar. Tromp kvöldsins var Fruteland Jackson frá Missisippi. Hann er 53 ára gamall og ætti því að vera vel raf- væddur, en svo er ekki. Hann er einn þeirra sem hefur horfið aftur á vit sveitablúsaranna er ríktu fyrir daga heimsstyrjaldarinnar síðari. Hann veit sínu viti enda er hann í forystu fyrir hreyfingunni ,,Blue in the schools“ og hefur leikið fyrir yfir 50.000 nemendur síðan 1992. Fruteland Jackson fór um víðan völl á Nordica. Klassískir blúsar, eigin verk og vinnusöngvar og meira að segja kántrý. Rödd Jackson er sosum ekkert sérstök, hann býr ekki yfir þeim sjarma er einkennir helstu blús- söngvara millistríðsáranna, en gít- arleikur hans var hljómfagur með af- brigðum svo minnti mig á Big Bill Broonzy á Verveskífum hans: The Big Bill Broonzy Story, en þar eins og oft á seinni hluta ævi sinnar fetar hann slóð Leadbellys og flytur allan hinn afróameríska tónaarf. Það gerir Fruteland Jackson einnig og hafi hann þökk fyrir. Aftur á móti skortir hann þann raddsjarma er helstu sveitablússöngvararnir bjuggu yfir og á stóran þátt í að gera verk þeirra ódauðleg. Bland í blúspoka TÓNLIST Blúshátíð á Hótel Nordica Fjallaskáldin, Á Veröndinni, Krummarnir og Fruteland Jackson Miðvikudagskvöldið 12. apríl 2006 Blús Vernharður Linnet BURTFARARPRÓFSTÓNLEIKAR Steinars Matthíasar Kristinssonar trompetleikara frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík verða haldnir í Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 26. apríl kl. 20. Á efnisskránni eru verk eftir G.F. Handel, Kent Kennan, Johann Ludwig Krebs, Öistein Sommer- feldt, Pierre Max Dubois og Dom- enico Gabrielli. Meðleikarar Stefáns eru Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanó, og Stefán H. Kristinsson, orgel, en auk þeirra koma fram samnem- endur Steinars og kennari hans Eiríkur Örn Pálsson trompetleik- ari. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Burtfarartónleikar frá Tónlistarskólanum í Reykjavík Steinar M. Kristinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.