Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 48
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. ENDURSKOÐUN REIKNINGSSKIL SKATTAR / RÁÐGJÖF www.ey.is UPP úr slitnaði í viðræðum Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisrekstri og fulltrúa starfsmanna Eflingar um kjör ófaglærðra starfsmanna hjúkr- unarheimila eftir tæplega fjögurra tíma fundahöld í húsnæði ríkissátta- semjara í gær. Að sögn Álfheiðar Bjarnadóttur, talsmanns ófaglærðra, strönduðu viðræðurnar á dagsetningum launa- hækkana, en SFH er reiðubúið til að jafna launakjör ófaglærðra starfs- manna við þann samning sem Reykjavíkurborg gerði við sitt starfsfólk. SFH leggur til að tveir þriðju hlutar hækkunarinnar komi til framkvæmda frá og með 1. maí næstkomandi, 4% hækkun verði 1. september og laun verði að fullu sambærileg 1. janúar 2007. Álfheið- ur taldi þetta taka of langan tíma og vildi að hækkunin yrði komin til framkvæmda að fullu í kringum október–nóvember, en í síðasta lagi fyrir jól. Hún sagði ennfremur að samninganefnd SFH hefði verið ósveigjanleg í viðræðum gærdagsins og var ekki tilbúin til að ræða neinar málamiðlanir og staðan nú væri ansi dökk. Spurð um aðgerðir sagði Álf- heiður að ófaglærðir myndu funda á morgun klukkan fjögur í Kiwanis- húsinu við Engjateig og reiknaði hún fastlega með því að auk fjölda upp- sagna yrði boðað strax til setuverk- falls á föstudaginn. Laun munu hækka 1. maí Kristján Sigurðsson, formaður samninganefndar SFH, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að SFH myndi hefja launahækkanir 1. maí eins og kynnt hafði verið á fundinum í dag. Aðspurður hvers vegna ekki væri hægt að mæta tímakröfum ófag- lærðra sagði Kristján að taka þyrfti tillit til annarra launahópa innan samtakanna og í kringum þau. Hann sagði að boðið hefði verið upp á um- talsverða launahækkun og menn hefðu verið mjög sveigjanlegir í tímasetningum, en ekki hafi verið hægt að sveigja þær meira. Stjórn SFH telur að með launa- hækkuninni hafi stórt skref áunnist til að hækka laun ófaglærðra starfs- manna. Segja stöðuna dökka eftir að upp úr slitnaði í viðræðum SFH og ófaglærðra Útlit fyrir setuverkfall og hópuppsagnir í vikulokin Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson siggip@mbl.is FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og kona hans Dorrit Moussaieff eru nú í opinberri heimsókn í Austur-Skaftafellssýslu, en henni lýkur í dag. Að vanda er dagskráin þéttskipuð en forseta- hjónin heimsóttu meðal annars Sólveigu Páls- dóttur frá Svínafelli í Öræfum, sem er elst allra núlifandi Íslendinga. Hún er 108 ára gömul og verður 109 ára í ágúst. Á myndinni sjást forseta- hjónin í heimsókn hjá Sólveigu á hjúkrunarheim- ilinu. Hún heldur á nýfæddum syni Gunnhildar Imsland og Grétars Snorra Sigursteinssonar, sem er yngsti Austur-Skaftfellingurinn. Morgunblaðið/Kristinn Með elsta og yngsta Austur-Skaftfellingnum  Telur gestafjölda | 6 MIKILVÆGT er að einfalda sem mest skattlagn- ingu matvæla, fella niður skatta og útrýma und- anþágukerfi, sagði Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins í gær. Hann sagði verðmælingar Hagstofunnar og út- reikninga hagstofu Evrópusambandsins og OECD hafa sýnt fram á að matvælaverð sé hvergi í Evrópu hærra en hér á landi. Brýnt sé að finna orsakir þess, og því hafi hann skipað nefnd í jan- úar með fulltrúum stjórnvalda, aðilum vinnu- falda sem mest skattlagningu matvæla, fella niður þá skatta sem hafa óæskileg uppsöfnunaráhrif og útrýma gildandi undanþágukerfi. Jafnframt þarf að huga að álagningu tolla á innfluttar landbún- aðarvörur meðal annars vegna alþjóðasamninga sem eru í burðarliðnum. Lækkun matvælaverðs hér á landi yrði mikil kjarabót fyrir heimilin í landinu auk þess sem hún yrði mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna.“ Halldór sagði ennfremur að ekki væri þörf á verulegri stefnubreytingu í efnahagsmálum, þvert á það sem haldið væri fram. Gætt hafi verið að- halds í fjárfestingum ríkisins, og oft gripið til þess að fresta mikilvægum framkvæmdum. | 24–25 markaðarins og samtaka bænda til að gera tillögur sem miði að því að færa matvæla- verð nær því sem gerist í ná- grannaríkjum. „Skattlagning matvæla er talsvert flókin og regluverk fremur ógagnsætt. Þá hefur hún leitt af sér flókið kerfi undanþága og sérákvæða sem hefur í för með sér töluverðan kostnað. Loks þykir álagning vörugjalds ómark- viss og samspil vörugjalds og tolla handahófs- kennt,“ sagði Halldór. „Ég tel mikilvægt að ein- Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins Einfalda þarf skattlagningu matvæla Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Halldór Ásgrímsson LÖGREGLUMENN eru æfir vegna misræmis í dómum yfir tveim ein- staklingum sem réðust að sýslu- manni annars vegar og lögreglu- manni hins vegar. Í tilviki sýslumannsins var dómur kveðinn upp í Héraðsdómi Reykja- víkur fyrir skömmu. Þar var ákærði dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir að stjaka við sýslumanni. Í til- viki lögreglu- mannsins fékk ákærði mun væg- ari dóm, eða 4 mánaða skilorð fyrir að keyra hann niður á bíl og kýla hann síðan í magann. Sá dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Páll E. Winkel, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna, segir mun á þessum tveim dómum sláandi og aðgerða sé þörf. „Annars vegar er maður dæmdur til óskil- orðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir að stjaka við sýslumanni og bregða fyrir hann fæti þannig að við lá að hann missti jafnvægið,“ segir Páll. „Hins vegar er maður dæmdur í skilorðsbundið fjögurra mánaða fangelsi fyrir að aka niður lögreglu- mann og kýla í kviðinn með þeim af- leiðingum að viðkomandi lögreglu- maður hlaut talsverðan skaða af. Landssamband lögreglumanna telur það með öllu óþolandi að lögreglu- menn skuli í framkvæmd ekki njóta sömu verndar og aðrir fulltrúar vald- stjórnar og ljóst er að bregðast þarf við með viðeigandi lagasetningu eða beita öðrum úrræðum sem eru líkleg til að bæta réttarvernd lögreglu- manna. Á meðan staðan er sú að lítil sem engin refsing er dæmd vegna of- beldis í garð lögreglumanna, verður vinnuumhverfi þeirra ótryggt og óöruggt og við það er erfitt að una,“ segir hann. Hafa rætt við ráðherra Páll bendir á að í báðum umrædd- um tilvikum hafi verið ákært fyrir brot gegn valdstjórninni, 106. gr. almennra hegningarlaga þar sem refsiramminn er 6 ára fangelsi. Hins vegar hafi aldrei verið nýttur nema sjötti hluti þess refsiramma, sama hvaða fulltrúa valdstjórnarinnar um ræddi. Hafa lögreglumenn átt við- ræður við dómsmálaráðherra út af þessu og fengið góð viðbrögð að sögn Páls. | 4 Lögreglu- menn æfir vegna dóma- misræmis Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is KARLMAÐUR á níræðisaldri lést í gær af áverkum sem hann hlaut þegar hann varð undir dráttarvél á sunnudag við bæ í Vopnafirði. Að sögn lögreglunnar á Vopnafirði var maðurinn að ræsa dráttarvélina þegar slysið varð. Hann var fluttur með sjúkraflugi á Landspítala – há- skólasjúkrahús þar sem hann lést eftir tveggja daga legu. Lést í dráttar- vélarslysi í Vopnafirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.