Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 6
Morgunblaðið/Kristinn Forsetafrúin Dorrit Moussaieff er hér umkringd nemendum Hafnarskóla í Hornafirði. FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Gríms- son, og Dorrit Moussaieff forsetafrú komu í tveggja daga opinbera heimsókn til Aust- ur-Skaftafellssýslu í gær. Páll Björnson sýslumaður, Albert Eymundsson bæjar- stjóri, bæjarstjórn og makar tóku á móti forsetahjónunum á Hornafjarðarflugvelli í gærmorgun og eftir stutt stopp á Hótel Höfn var haldið á leikskólana Lönguhóla og Krakkakot. Því næst heimsóttu gestirnir Ekruna og kynntu sér félagsstarf eldri borgara og Gleðigjafar, kór aldraðra söng. Þaðan lá leiðin á hjúkrunarheimilið þar sem Ólafur Ragnar og Dorrit hittu Sólveigu Páls- dóttur frá Svínafelli en hún er elsti Íslend- ingurinn, 108 ára. Þá kynntu forsetahjónin sér einnig starfsemina í Nýheimum og heimsóttu grunnskólana á Höfn, skoðuðu Jöklasýninguna, Skinney-Þinganes og Norðurbragð og fóru í siglingu með Birni Lóðs. Í gærkvöldivar hátíðarkvöldverður í boði bæjarstjórnar Hornafjarðar og fjöl- skylduskemmtun fyrir bæjarbúa í íþrótta- húsinu til heiðurs forsetahjónunum. Kraftmikil kynslóð að vaxa úr grasi Ólafur Ragnar Grímsson sagði daginn hafa verið mjög fróðlegan og þau Dorrit hefðu metið mikils þann hlýhug sem þau hefðu fundið fyrir. „Ég hafði gaman af því að koma í skólana hérna og kynnast því hvað unga fólkið lætur að sér kveða, spyr hiklaust og kemur fram af einurð, svo það er greini- lega að vaxa úr grasi kraftmikil kynslóð sem bæði er orðin mjög víðsýn og lítur á heiminn allan sem sinn vettvang en er líka með traustar rætur á þessum heimaslóð- um,“ sagði forsetinn. Hann segir Austur-Skaftafellssýslu ein- stakt svæði í veröldinni. „Ég held að á komandi árum eigi tugþúsundir ef ekki hundruð þúsunda manna eftir að koma hingað, víða að úr veröldinni, því umræðan um hlýnun loftlagsins, bráðnun jöklanna og breytingar á lífsskilyrðum í veröldinni vegna loftslagsbreytinga er orðin svo al- menn að staður sem þessi veitir mönnum innsýn inn í þær breytingar en líka þessa einstæðu fegurð sem er hér að finna og trúi ég því að hann eigi eftir að verða mjög eftirsóttur. Ég held að það verði mikið vandaverk á komandi árum og ára- tugum að taka á móti öllum þessum fjölda en það skapar einnig mikil tækifæri,“ sagði Ólafur Ragnar. Í dag skoða forsetinn og fylgdarlið hans m.a. búskapinn á Seljavöllum, heimsækja Nesjaskóla og aka síðan í Suðursveit. Þar verður m.a. siglt á Jökulsárlóni, Þórbergs- setur á Hala skoðað og komið við í Hrollaugsstaðaskóla, sem er einn minnsti grunnskóli á landinu. Þá verður ekið að Kvískerjum í Öræfum og bræðurnir Sig- urður, Helgi og Hálfdan Björnssynir sóttir heim. Forsetahjónin koma einnig við í Grunnskólanum í Hofgarði í Öræfum og þjóðgarðinum í Skaftafelli. Heimsókninni lýkur með kveðjukaffi í Hótel Skaftafelli og að því loknu fljúga forsetahjónin heim- leiðis frá Fagurhólsmýri. Lone Jakobsen, starfsmaður Skinneyjar-Þinganess, sýnir forsetahjónunum réttu handbrögðin. Forsetahjónin í tveggja daga opinberri heimsókn í Austur-Skaftafellssýslu Telur gestafjölda á svæðinu aukast til muna á næstu árum Eftir Sigurð Mar Halldórsson 6 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HAUKUR Eggerts- son, fyrrverandi for- stjóri og stjórnarfor- maður Plastprents, er látinn á nítugasta og þriðja aldursári. Haukur var fæddur á Haukagili í Vatnsdal í Austur-Húnavatns- sýslu 8. nóvember árið 1913 sonur hjónanna Eggerts Konráðs Kon- ráðssonar, bónda og hreppstjóra þar, og konu hans Ágústínu Guðríðar Grímsdóttur. Haukur hóf nám í út- varpsvirkjun hjá Viðgerðarstofu út- varpsins árið 1934 og hlaut meist- araréttindi í greininni árið 1942. Stofnaði fyrirtæki í þeirri grein árið 1945, en seldi það meðeiganda sínum tíu árum síðar og gerðist fram- kvæmdastjóri Kötlu hf. árið 1955. Stofnaði fyrirtækið Plastprent árið 1958 ásamt Oddi Sigurðssyni og var annar framkvæmdastjóra þess þar til hann og fjölskylda hans keyptu fyrirtækið að fullu árið 1973 og var eftir það forstjóri og stjórnarformaður þess þar til hann lét af störf- um í árslok 1988. Haukur gegndi margvíslegum trúnað- arstörfum um ævina. Hann var einn af stofn- endum Félags útvarps- virkja árið 1938 og for- maður þess 1953–55. Hann var í stjórn Fé- lags íslenskra iðnrek- enda árum saman og gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum á vettvangi þess. Þá var hann meðstofnandi Húnvetninga- félagsins, sat í stjórn þess í mörg ár, kom að útgáfumálum á vegum fé- lagsins og var auk þess gerður að heiðursfélaga félagsins árið 1974. Haukur starfaði einnig mikið innan Sjálfstæðisflokksins og gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum fyr- ir flokkinn. Eiginkona Hauks er Lára Böðv- arsdóttir og eignuðust þau þrjú börn Eggert, Ágústu og Böðvar. Andlát HAUKUR EGGERTSSON FL GROUP stendur frammi fyrir nokkrum nýjum fjárfestingum á árinu og hefur úr 600 milljónum evra að spila til þess arna, um 57 milljörðum króna á núvirði. Dótturfélög FL Group hafa ýmis tækifæri til samruna og yfirtöku og stjórnend- um þeirra er falið að nýta þau sem best. Ný- verið var opnuð skrif- stofa í Danmörku og í undirbúningi er opnun sambærilegrar skrif- stofu félagsins í Bret- landi. Þetta kom m.a. fram í kynningu Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, sem hann hélt á félaginu í Háskóla Íslands í gær á vegum viðskipta- og hagfræðideildar. Hannes fór þar yfir rekstur og stöðu félagsins og hvernig það hefði breyst úr flugfélagi í fjár- festingafélag. Hann sagði félagið ætla sér að einblína á fjárfestingar á Norð- urlöndunum og í Bretlandi, og þá í stærri en færri fjárfestingum þar sem miðað er við að heildarvirði hverrar fjárfestingar sé vart undir 20 milljörðum króna. Markmið FL Group væri að skapa sér áhrifastöðu í hverju félagi, og vera þar inni í 3-5 ár að jafnaði. „Við erum ekki hræddir við að selja okkar eignir. Það getur verið gott að fara út úr félögum en það er erfitt og getur verið stórhættulegt,“ sagði Hannes og tók dæmi um hve salan á hlut FL Group í easy- Jet hefði verið vel tíma- sett. Hannes fór yfir fjár- festingar í Bang & Oluf- sen, Sterling, Finnair, Aktiv Capital, Royal Unibrew og Refresco, sem og eign- arhald í Icelandair, Glitni og KB banka. Sagði hann mörg tækifæri vera t.d. í Bang & Olufsen, sem væri sterkt vörumerki en ekki fullnýtt markaðslega. Royal Unibrew hefði tækifæri til yfirtöku og sameininga við fyrirtæki á sama markaði og markmiðið hjá Refresco væri að verða leiðandi aðili á drykkjarvöru- markaðnum í Evrópu. Samstarf Aktiv og Glitnis? Um fjármálafyrirtækið Aktiv Capital sagði Hannes m.a. að mögu- leikar væru á samstarfi við Glitni í Noregi og verið væri að ræða þær hugmyndir við aðra helstu eigendur fyrirtækisins. Hannes sagði mögu- leika sömuleiðis vera marga í fjárfest- ingunni á Finnair, finnska ríkið væri að draga sig út úr rekstrinum og gefa félaginu aukið sjálfstæði. Staðsetning höfuðstöðvanna í Helsinki gæfi góð tækifæri til flugs til Asíu og Evrópu. Hann sagði fjárfestinguna í Sterl- ing vera erfitt og krefjandi verkefni, þar væri margt jákvætt að gerast en samskipti við verkalýðsfélög væru erfið, einkum þann hluta starfsmanna sem kom frá Maersk Air. Hannes tók fram að bókanir félagsins á þessu ári væru umfram allar áætlanir sem FL Group hefði gert sér við kaupin í fyrra. FL Group með 57 milljarða til nýrra fjárfestinga Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Hannes Smárason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.