Morgunblaðið - 28.05.2006, Side 4

Morgunblaðið - 28.05.2006, Side 4
KJÖRSÓKN fór rólega af stað í stærstu sveitarfélögunum í gær og var kjörsókn víðast minni á hádegi en á sama tíma í kosningunum árið 2002. Aðeins á Akureyri var kjör- sóknin áberandi meiri en 2002. Kjörsókn fór rólega af stað í Reykjavík, og kl. 12 höfðu 11,9% greitt atkvæði, samanborið við 14% frá því fyrir fjórum árum. Í Kópavogi höfðu 11,8% kosið á hádegi, sem er sama hlutfall og á sama tíma í kosningunum árið 2002. Þar höfðu að auki um 1.600 greitt at- kvæði utan kjörstaðar, eða um 8% af þeim sem eru á kjörskrá. Kjörsóknin var ívið dræmari í Hafnarfirði, en þar höfðu 11% at- kvæðisbærra manna greitt atkvæði kl. 12 á hádegi, sem er örlítið lægra hlutfall en í kosningunum 2002. Í Reykjanesbæ höfðu 10,2% neytt atkvæðisréttar síns á hádegi, eða svipað hlutfall og fyrir fjórum árum. Alls höfðu 675 kosið utan kjör- fundar. Klukkan 12 höfðu um 9,5% allra á kjörskrá greitt atkvæði í Fjarða- byggð, en erfitt er að bera saman tölur um kjörsókn milli sveitar- stjórnarkosninga, þar sem Fjarða- byggð er nýtt sveitarfélag. Á hádegi í gær voru komin fram 340 utankjör- fundaratkvæði. Rétt fyrir klukkan 12 á hádegi í gær höfðu 2.492 kjósendur greitt at- kvæði á Akureyri sem jafngildir 20,7% atkvæðabærra manna í bæn- um, sem er talsvert meira en í síð- ustu alþingis- og forsetakosningum. Klukkan 11:30í gærdag höfðu 5,9% atkvæðisbærra manna greitt atkvæði í kosningunum á Ísafirði, auk þess sem 343 utankjörfund- aratkvæði höfðu borist. Er það nokkru meira af utankjörstað- aratkvæðum en í síðustu sveit- arstjórnarkosningum. Bannað að senda upplýsingar úr kjördeildum Fulltrúar flokkanna virðast svo til hættir að sitja í kjördeildum og fylgjast með þeim sem kjósa. Af þeim stöðum sem haft var samband við var það aðeins í Reykjanesbæ sem tveir flokkar viðhöfðu slíkt eft- irlit; Sjálfstæðisflokkur og A-listinn. Á árum áður var talsvert um að flokkarnir sendu fólk til að fylgjast með í kjördeildunum, en með úr- skurði Persónuverndar frá árinu 2003 var þeim óheimilt að miðla upp- lýsingum út fyrir kjördeildina, nema slíkt teldist nauðsynlegt til að hafa eftirlit með því að kosning færi lög- lega fram, t.d. til að tryggja að að- eins þeir sem væru á kjörskrá greiddu atkvæði, og enginn greiddi atkvæði oftar en einu sinni. Morgunblaðið/Jim Smart Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, og Arna Dögg Einarsdóttir, eiginkona hans, greiddu atkvæði sín í kosningunum í Ráðhúsi Reykjavíkur í gærmorgun. Morgunblaðið/Eggert Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna, og Guðrún Kristjánsdóttir, unnusta hans, greiddu atkvæði í Íþróttamiðstöðinni Austurbergi í Breiðholti í gærmorgun. Kjörsókn yfirleitt rólega af stað Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur og Brján Jónasson Morgunblaðið/Eyþór Svandís Svavarsdóttir, oddviti VG, greiddi atkvæði í Hagaskóla ásamt Torfa Hjartarsyni, eiginmanni sínum, og börnum þeirra, Tuma og Unu. Morgunblaðið/Eyþór Ólafur F. Magnússon, oddviti F-listans, og Guðrún Kjartansdóttir, eigin- kona hans, við atkvæðagreiðslu í Breiðagerðisskóla í gær. Morgunblaðið/Eggert Björn Ingi Hrafnsson, oddviti B-lista, og kona hans, Hólmfríður Rós Eyj- ólfsdóttir, greiddu atkvæði í Ölduselsskóla og var sonur þeirra með í för. 4 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Goða grillkjötið er heitast á grillið í sumar! E N N E M M / S ÍA / N M 2 17 15 NEFND sem forsætisráðherra skipaði til að skoða hátt matvæla- verð hér á landi mun reyna að skila af sér fyrir lok júnímánaðar. For- maður nefndarinnar segir niður- stöður verðkönnunar Alþýðusam- bands Íslands (ASÍ) á Norður- löndunum ekki koma á óvart, hún staðfesti þó það sem áður hafi verið fjallað um. Í verðlagskönnun ASÍ kom fram að matarverð er allt að tvöfalt hærra í Reykjavík en hjá hinum Norður- landaþjóðunum, en fjallað var um niðurstöðurnar fyrir helgi. Hall- grímur Snorrason, hagstofustjóri og formaður nefndar sem skoða á hátt matvælaverð, segir þessar niður- stöður koma heim og saman við gögn sem nefndin hafi kynnt sér. „Niðurstaðan staðfestir fyrri kannanir, og það sem hægt er að bú- ast við á grundvelli þeirra kannana, að teknu tilliti til verðþróunar í lönd- unum.“ Hallgrímur bendir á að miklar heimildir séu til um matvælaverðið, og í flestum skýrslum sem skrifaðar hafi verið upp á síðkastið hafi inn- flutningshömlur á búvörur annars vegar og skattamál hins vegar verið nefndar sem helstu orsakir þess hve matvælaverð er hátt hér á landi. Nefndin hóf störf snemma á árinu og hefur til þessa viðað að sér gögn- um um matvælaverð og farið yfir þau, auk þess sem fundað hefur ver- ið með fulltrúum neytenda, fram- leiðenda, vinnslustöðva, afurða- stöðva, og samtaka iðnaðar, versl- unar og þjónustu o.fl. Þessir aðilar hafi gefið álit sitt, og í sumum til- vikum tillögur. Nú hefur nefndin hafið umræður um beinar tillögur til stjórnvalda um viðbrögð við háu matarverði, en Hallgrímur vildi ekki gefa upplýsingar eða dæmi um þær tillögur sem til umfjöllunar væru. Nefnd um hátt matvælaverð skilar niðurstöðum fyrir lok júní Niðurstöður könnunar ASÍ koma ekki á óvart

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.