Morgunblaðið - 28.05.2006, Page 10

Morgunblaðið - 28.05.2006, Page 10
10 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ J óni Rögnvaldssyni vegamála- stjóra verður litið út af rúm- góðri skrifstofu sinni við Borgartún og hváir: „Sérðu veðrið – það er hríð!“ En alla jafna skiptir þessi hægláti maður ekki skapi, enda þolinmæði nauðsynleg þeim sem byggir upp vegakerfið á Ís- landi, oft í glímu við brigðul náttúru- öflin. Sú glíma hefur staðið yfir frá því í æsku, því Jón er fæddur og upp- alinn í Flugumýrarhvammi í Akra- hreppi „fyrir löngu“. Foreldrar hans voru Ingibjörg Jónsdóttir og Rögn- valdur Jónsson, sem auk þess að vera bóndi var lengi barnakennari, kirkju- organisti og söng í karlakórnum Heimi fram yfir áttrætt. Hlýt að vera farinn að eldast! Og á hlaðinu í Flugumýrarhvammi lék Jón sér drengur í bílaleik, byggði vegi úr mold og þó að Matchbox-bíl- arnir hafi ekki verið komnir til sög- unnar, þá voru komnir bílar til að leika sér að, fullvissar hann blaða- mann um. Annars er hann enginn sérstakur áhugamaður um bíla. „Ég legg mest upp úr því að bíllinn fari í gang og að ég komist leiðar minnar. Það er eiginlega allt og sumt.“ Um fjölskylduhagi sína segir Jón: „Ég er kvæntur og hef verið það lengi eða síðan 1964. Konan mín heit- ir Ásdís Björnsdóttir, við eigum tvö börn og tvö barnabörn.“ Og „lengi“ er einmitt orðið sem Jón brúkar mik- ið þegar hann lýsir sínu lífshlaupi. Hann hefur unnið lengi hjá Vega- gerðinni, verið kvæntur lengi og ef- laust lengi ekið sömu leið í vinnuna. „Já, þú sérð það,“ segir hann um það brosandi, „ég hlýt að vera farinn að eldast!“ – Er þetta ekki til marks um íhaldssemi? „Þegar menn hafa unnið við eitt- hvað lengi, verða þeir þá ekki alltaf íhaldssamir? Að minnsta kosti í aug- um þeirra yngri! Ég ætla ekki að leggja neinn dóm á það sjálfur. En ég held það sé mikilvægt að hlusta á það sem aðrir segja. Og svo verður mað- ur að hugleiða það.“ – Og komast að annarri niður- stöðu? „Það er ágætt,“ svarar hann og skellihlær. „Nei, það á taka tillit til þeirra sem eru í kringum mann.“ Drulluslörk í vegum Jón gekk í skóla á Sauðárkróki tvo vetur til að taka landspróf og fór að vinna eins og þá var siður upp úr fermingu, þannig að hann var laus við heima þegar um fjórtán ára aldur. Síðan fór hann í Menntaskólann á Akureyri árið 1955 „og útskrifaðist með þeim frábæra árgangi sem lauk stúdentsprófi árið 1959“. – Hvernig voru samgöngur í Skagafirði á þessum tíma? „Það voru komnir vegir,“ svarar hann. „Út af fyrir sig þekkti ég ekki aðra vegi en malarvegi, sem voru misgóðir. Algengt var að drulluslörk kæmu í vegina á vorin og þeir gátu verið illfærir á veturna þegar snjóaði. En það lýsir vel tíðarandanum að ég fór í skóla á Sauðárkróki til að taka landspróf og þaðan er ekki löng leið í Blönduhlíðina. En ég leigði herbergi á Króknum ásamt félögum mínum og ég held við höfum aldrei farið heim yfir veturinn nema um stórhátíðir. Það var ekki farið heim daglega eða um helgar, eins og nú tíðkast. Og það var bara talið eðlilegt. Samgöngurn- ar buðu ekki upp á annað. Það má þó ekki gleyma því að mjólkurbíllinn fór á milli bæja suma daga vikunnar með brúsa og póst. Í brúsunum var reglu- lega sent heim vel súrt skyr frá Mjólkursamlaginu, án þess nokkur bæði um það,“ segir Jón kankvíslega. – En þú hefur ákveðið að gerast ekki bóndi? „Það stefndi aldrei í að ég yrði bóndi. Mér gekk illa að þekkja roll- urnar í sundur, þekkti aldrei nema sumar, og þá var talið bráðnauðsyn- legt að vera sæmilega fjárglöggur. En það er sjálfsagt arfur frá sveita- mennskunni að á vorin finnst mér ég alltaf þurfa að fara út að moka og setja niður kartöflur.“ Þarf að auka hálkuvarnir – Það hversu óútreiknanlegt veðr- ið er á Íslandi, gerir það vegagerðina ekki erfiðari? „Veðrið er óskaplega breytilegt og veturinn slæmur, sérstaklega í seinni tíð, því að þetta hitastig í kringum núll er mjög óhagstætt fyrir veginn, bæði upp á burðinn í honum og eins vegna hálku, sem er vaxandi vanda- mál með aukinni umferð að vetri til. Snjóar geta verið vandamál, en ég hef meiri áhyggjur af hálkunni. Við þurfum að auka hálkuvarnir heilmik- ið á næstu árum, en það er því miður mjög kostnaðarsamt.“ – Eru ekki Íslendingar óvanir því nú orðið að aka við slæm skilyrði á þjóðvegunum? „Óneitanlega finnst manni sú breyting hafa orðið að fólk hefur fjar- lægst aðstæður. Oft fer það með mjög lítilli fyrirhyggju út á vegi að vetrinum, illa klætt og illa búið. Það ætti kannski að vera skyldunám í skólum að kenna Íslendingum að það er breytilegt veðurfar hér á landi.“ Penninn þvert á fjörðinn Haustið eftir stúdentspróf fór Jón í fimm ára verkfræðinám í Stuttgart í Þýskalandi, en kom heim í fríum, vann þá meðal annars í fiski í Vest- mannaeyjum og einnig hjá Vega- gerðinni. Þegar heim kom hélt hann áfram að vinna hjá Vegagerðinni, í fyrstu við að teikna brýr, svo varð hann umdæmisverkfræðingur á Vesturlandi í nokkur ár, þar á eftir vann hann í brautardeild, sem þróað- ist í áætlunardeild, við að hanna vegi þegar Alþjóðabankaútboð fóru fram. Að því kom sérstakt hönnunarteymi Vegagerðarinnar ásamt verkfræði- stofum. Jón stýrði deildinni síðar og tók við af Helga Hallgrímssyni sem vegamálastjóri árið 2003 þegar Helgi hætti sökum aldurs. Jón bendir blaðamanni á vegg- myndir af forverum sínum og segir: „Þegar ég tók við hringdi í mig mað- ur sem kominn er yfir nírætt, Einar B. Pálsson verkfræðingur og fyrr- verandi prófessor, óskaði mér til hamingju og lét þess getið að hann hefði þekkt alla forvera mína per- sónulega. Sigurður Thoroddsen, sem var landsverkfræðingur upp úr alda- mótum, kenndi honum í mennta- skóla. Jón Þorláksson, sem tók við af Sigurði, var heimilisvinur hjá for- eldrum hans og síðan vann hann hjá Geir Zoëga, sem var þriðji í röðinni. Aðrir voru nær honum í aldri og því kunnugir honum.“ – Pólitíkin hefur alltaf verið viðloð- andi vegagerð á Íslandi. „Ef út í það er farið, þá er þræl- pólitískt að ráðast í framkvæmdir,“ segir Jón. „Samgöngubætur hafa alltaf verið mikið áhugaefni þorra al- mennings, einkum úti á landi þar sem þær hafa meira vægi. En hjá Vega- gerðinni upplifum við vegagerð ekki sem pólitík, þó að við höfum alltaf haft mikla og góða samvinnu við stjórnmálamenn, sama hvar í flokki þeir standa. Enda fer heilmikil vinna í vegaáætlun og þá forgangsröðun sem þar fer fram, þar sem reynir á þá samvinnu. Einnig er mikilvægt að samskipti gangi vel við samgöngu- ráðherra, yfirmann Vegagerðarinn- ar.“ Til marks um það segir Jón sögu af samskiptum sínum við Halldór E. Sigurðsson, sem var samgönguráð- herra frá 1974 til 1978. „Þá fór ég á fund til hans með Helga Hallgríms- syni, sem þá stýrði brúardeildinni. Við bárum undir hann tvær leiðir yfir Borgarfjörð til Borgarness. Önnur lá þvert yfir, eins og brúin stendur núna, en hin var meira á ská og með landtöku ofan Borgarness. Hann hlustaði á okkur, sagði ekki neitt um tillögurnar, en lagði frá sér pennann á kortið þvert yfir Borgarfjörð. Síðan sagði hann sögur. Við höfum aldrei litið svo á að ráðherra eigi að velja veglínur, en hins vegar álitið sjálf- sagt að kynna slíkt fyrir þeim. Og ég held að leiðin sem varð fyrir valinu og sem við mæltum með hafi verið heppilegri en hin. En Halldór var mikill sögumaður!“ Innsta leiðin umhverfisvænst – Önnur stór framkvæmd er Sundabraut? „Sundabrautin er stórt verkefni og kallar á gríðarlega mikla undirbún- ingsvinnu sem staðið hefur yfir í tíu ár. Við höfum farið yfir fjölmarga möguleika og haldið kynningarfundi. Að þeirri vinnu hefur komið mikill fjöldi sérfræðinga, innlendra og er- lendra, og flestir þeir möguleikar skoðaðir sem mönnum hafa dottið í hug. Síðan gerist það, eins og oft vill verða, að menn ranka við sér þegar nálgast framkvæmdir. Og sitt sýnist hverjum eins og alltaf þegar stórar framkvæmdir eru annars vegar, sem mér finnst eðlilegt, en í raun er búið að rannsaka flestallar leiðir, eins og til dæmis jarðgöng. En það sakar ekki að líta á það aftur.“ – Vegagerðin mælir með innri leið- inni? „Við höfum reynt að átta okkur á því hvernig umferðin leggst á þessi mannvirki og það sýndi sig að mun- urinn er ákaflega lítill eftir því hvaða leið er farin. Þess vegna mælum við með ódýrustu lausninni af því að ávinningur er enginn af þeirri dýrari. Og persónulega held ég að umhverf- islega og fyrir íbúa í nágrenninu verði innsta leiðin auðveldust í fram- kvæmd. En á því hefur fólk að sjálf- sögðu ólíkar skoðanir.“ – Af hverju ertu þeirrar skoðunar? „Sundabraut eftir innstu leiðinni er lág og ekki mikið um klifur, þannig að loftmengun er einna minnst, auk þess sem hægt er að skerma hana nokkuð af hvað hávaða snertir. Teng- ing inn á Sæbraut er erfið, en það á líka við um ystu leiðina.“ – En jarðgöng? „Það er rétt að hafa sem fæst orð um þau á meðan þau eru aftur til skoðunar. En það eru ýmsir ann- markar á þeim, ekki síst þeim löngu göngum sem rætt er um. Það er ósennilegt að þau leysi umferðarmál jafn vel og hinar lausnirnar. Einnig er mengun í jarðgöngum og við jarð- gangamunna stórt atriði og nokkuð dýrt úrlausnarefni í svona fjölförnum göngum.“ Geldinganes fýsilegur kostur Sundabraut er bráðnauðsynleg fyrir þá byggð sem rís á Gufunes- svæðinu og Geldinganesi, að sögn Jóns. „Annars verður óþolandi um- Sundabraut ekki brý Moldarvegir lítils gutta á hlaðinu í Flugumýrarhvammi urðu að bundnu slitlagi hringinn um landið með brúm og jarð- göngum. Pétur Blöndal ræðir við Jón Rögnvaldsson vega- málastjóra um þróun samgangna á Íslandi og mikilvægi Sundabrautar, gangagerðar og almenningssamgangna.                                                     Þær leiðir sem helst hafa verið ræddar varðandi Sundabraut, innri leið eða land- mótunarlausn, ytri leið eða hábrú, og svo jarðgöng.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.