Morgunblaðið - 28.05.2006, Page 11
ferðarástand í hverfunum við Grafar-
voginn og tengingar inn á Vestur-
landsveginn myndu springa allar.
Þannig að ef borgin þróast í þá átt er
Sundabraut alveg nauðsynleg. Síðan
á sjálfsagt eftir að þróast byggð á
Álfsnesi þegar fram í sækir.“
– Er þörf fyrir Sundabraut á með-
an mest er lagt upp úr byggingar-
framkvæmdum við Úlfarsfell?
„Sundabraut er ekki brýnasta
verkefnið í dag. Núna er það umferð-
in sem kemur frá svæðinu við Úlfars-
fell, einkum þegar það fer að byggj-
ast meira upp. Ástandið á Miklu-
braut og í Ártúnsbrekku þarf að
verða miklu verra til þess að fólk fari
að leggja á sig krók niður eftir Halls-
vegi á fyrirhugaða Sundabraut eins
og rætt er um. Enda er það mun
lengri leið. Fólk fer þá leið sem það
telur stysta, ef ekki í vegalengd, þá
að minnsta kosti í tíma.“
– Liggur það ef til vill beinna við að
byggja á Geldinganesi en við Úlfars-
fell?
„Ef farið er út í að leggja Sunda-
braut er einsýnt að Geldinganes er
orðið mjög fýsilegur kostur. Án þess
ég ætli að fara að stjórna uppbygg-
ingu í Reykjavík.“
– En leysa jarðgöng þennan
vanda?
„Miðað við hvað opið er norðarlega
er mjög hæpið að þau taki við nokk-
urri umferð úr Grafarvogshverfun-
um. En þetta er til skoðunar núna.“
Mislæg gatnamót nauðsynleg
– Hvað finnst þér um uppbyggingu
við Hringbraut og vestan Snorra-
brautar?
„Þarna erum við með fjölmenn-
ustu vinnustaði á landinu, Landspít-
alann og Háskóla Íslands. Síðan er
Háskólinn í Reykjavík að bætast við
og Landspítalinn að stækka. Þessum
stofnunum fylgir gríðarlega mikil
umferð, sem getur orðið erfitt úr-
lausnarefni og dýrt að leysa úr því.
Fjölmenn byggð í Vatnsmýri kallar
svo á enn meiri umferð, enda afar
ólíklegt að allir þeir sem þar byggju
myndu vinna í Kvosinni.“
– Það yrði þá að gera göng í Öskju-
hlíð?
„Það er mjög sennilegt. Það kallar
aftur á gríðarleg gatnamótamann-
virki við Kringlumýrarbraut til að
tengja göngin. Þetta eru því flókin og
mikil mannvirki sem þarf að ráðast
í.“
– Svo hafa mislæg gatnamót
Kringlumýrarbrautar og Miklu-
brautar verið í umræðunni.
„Þar tel ég bráðnauðsynlegt að
setja niður mislæg gatnamót út af
umhverfissjónarmiðum. Það þarf að
koma þeim sem allra mest niður í
jörðina út af útliti og borgarmynd-
inni. En hávaðinn í bílum sem
bremsa og taka af stað auk gríðar-
lega mikillar loftmengunar kyrr-
stæðra bíla á aðeins eftir að fara
versnandi. Þó ekki væri nema af
þessum ástæðum eru mislæg gatna-
mót nauðsynleg. Ég vil þó taka fram
að í borgarsamfélagi eyðum við aldr-
ei öllum biðröðum eða biðtímum. Það
er ekki á færi ríkis eða borgaryfir-
valda neins staðar að gera það. Í nú-
tímasamfélagi verður alltaf einhver
bið. En sem betur fer eru biðraðirnar
miklu minni hér á landi en víðast
hvar erlendis.“
– Skapast vandræði við Lönguhlíð
vegna þessara mislægu gatnamóta?
„Það eru vandræði þar í dag.
Ástandið er mjög slæmt. En það er
með ýmsu móti hægt að laga það, til
dæmis með því að taka Miklubraut-
ina undir Lönguhlíðina og vera með
takmarkaðar tengingar. Það er vel
hægt.“
Hringbrautin ekki í stokk
– En kemur til greina að leggja
Hringbrautina í stokk?
„Vandamálið við stokka er að
megnið af umferðinni má helst ekki
eiga erindi við viðkomandi svæði. En
á þessum stað eru gríðarlega fjöl-
mennir vinnustaðir, þannig að það
þyrftu að vera miklar tengingar.
Stokkhugmyndin er því erfið í fram-
kvæmd. Auk þess held ég það sýni
sig núna að Hringbrautin er fallegt
mannvirki og hún leysir sitt hlutverk
ágætlega, umferðin gengur býsna
greitt. Það var aldrei gert ráð fyrir að
hvergi þyrfti að bíða.
Hitt er svo annað mál að ég tek
undir að það þurfi að vera hægt að
byggja þokkalega nálægt svona göt-
um í borg. Það þarf að ná sátt um
hvernig megi fara að því. Það er ekki
hægt að hafa gríðarlega óbyggða víð-
áttu við götuna, þó að gaman sé að
hafa græn svæði.“
– Er gert nóg fyrir almennings-
samgöngur á höfuðborgarsvæðinu?
„Það getur vel verið að það þurfi að
gera meira fyrir almenningsvagna.
Við erum alltaf að draga lærdóm af
því sem tíðkast erlendis og taka mið
af því hér heima. Þar hefur verið ráð-
ist í miklar fjárfestingar til að koma
umferð yfir í almenningssamgöngu-
tæki. Í mörgum tilfellum er það
vegna þess að þar hefur engin önnur
leið verið fær, því ekki er pláss í mið-
borgum til þess að taka við fólksfjöld-
anum á einkabílum, þá yrði algjört
öngþveiti. En ég held að við þurfum
að leggja meiri áherslu á það hér á
landi að rýma fyrir umferð almenn-
ingsvagna. Ákveðið skref hefur verið
stigið á Miklubrautinni og við þurf-
um að fara lengra í þá átt. Við þurf-
um einfaldlega á því að halda.“
– Af hverju?
„Vegna þess að umhverfisskilyrðin
verða aldrei góð í miðborg ef hún
byggist eingöngu á umferð einkabíla.
Fyrir utan þá hópa sem munu alltaf
þurfa á almenningsvögnum að halda
af öðrum orsökum.“
Stórar framkvæmdir mega bíða
– Þú hefur sagt á fundi að það eigi
að klára grunnvegakerfið áður en
ráðist er í frekari gangagerð.
„Ég tel forgangsverkefni að ljúka
við uppbyggingu grunnvegakerfis-
ins, þannig að mannsæmandi vega-
tengingar séu við að minnsta kosti
alla þéttbýlisstaði á landinu. Það þýð-
ir ekki að þá þurfi ekki að endurbæta
vegakerfið á margan hátt. Það kem-
ur að því að það þurfi að gera jarð-
göng og fara í þveranir undir eða yfir
firði til að stytta eða bæta leiðir. En
stórar og dýrar framkvæmdir finnst
mér að megi bíða þar til búið er að
sinna þessum grunnþörfum, sem því
miður hefur ekki verið gert.“
– Þannig að þú vilt fresta öllum
jarðgöngum?
„Það eru til göng sem eru hluti af
þessu grunnkerfi vegna þess að ekki
er hægt að tengja saman byggðarlög
á annan hátt, eins og göng milli
Dýrafjarðar og Arnarfjarðar sem
tengja norður- og suðurhluta Vest-
fjarða. Ýmis önnur göng eru bráð-
nauðsynleg. Gömlu Oddsskarðs-
göngin eru barn síns tíma, svo dæmi
sé tekið, og standast varla nútíma-
kröfur. En það vantar ekki tillögurn-
ar og hugmyndirnar þegar kemur að
jarðgangagerð. Svo ég bæti við þeim
þriðju, þá eru samgöngur milli Hér-
aðs og Vopnafjarðar erfiðar og óör-
uggar þar til koma göng undir Hellis-
heiði eystri.“
– Og nú þegar hefur verið ákveðið
að ráðast í Siglufjarðargöng?
„Það sem þau gera er að opna al-
gjörlega nýja leið. Þau hreinlega
breyta landslagi að því leyti. Aftur
komum við að því að allar stórar
framkvæmdir kalla á ólíkar skoðanir
og deilur. Það má ábyggilega hafa
ýmsar skoðanir á því hvort þau áttu
að vera svona og hvenær þau áttu að
koma, en ákvörðun hefur verið tekin
og þá að sjálfsögðu vinnum við að því.
En ég held að göngin eigi eftir að
breyta þessu byggðalandslagi heil-
mikið.“
Ekki mega allir vegir vera eins
Og gríðarlega mikið hefur breyst
síðan Jón hóf störf hjá Vegagerðinni.
„Þegar ég byrjaði var verið að steypa
Reykjanesbrautina, sem var í raun
fyrsti vegurinn á landinu með
bundnu slitlagi. Síðan tók ég þátt í
gömlu Alþjóðabankaframkvæmdun-
um, sem var vegurinn austur fyrir
fjall til Selfoss yfir Hellisheiði. Upp-
bygging á bundnu slitlagi um landið
gekk mjög hægt fram til 1980. Þá
tókum við í notkun nýjar slitlagspíp-
ur og ódýrari aðgerðir. Og þá fór
þetta fyrst að ganga.“
– Hvað finnst þér um vegagerð í
tengslum við ferðaþjónustu, þar sem
einnig þarf að hlífa náttúrunni?
„Það þarf að fara mjög vandlega
ofan í það hvar eigi að vera vegir og
hvernig þeir eigi að vera. Fyrir það
fyrsta eiga alls ekki að vera vegir alls
staðar og í öðru lagi eiga ekki allir
fjallvegir að vera eins. En sumir eru
þannig að það verður að byggja þá
upp að einhverju marki og setja á þá
slitlag, t.d. út af rykmengun og þar
sem umferðarálag er mikið.
En það verður að fara mjög var-
lega í umgengni við náttúruna og
hafa það í huga að ekki eigi allir vegir
að vera eins. Það fer eftir landslagi
og þeirri umferð sem um vegina fer.
Þeir vegir sem eru opnir þurfa yfir-
leitt að vera í lágmarks gæðaflokki til
þess að fólk fari ekki að reyna að
keyra við hliðina á þeim og skemma
þar með land. Ég hef nefnt sem
dæmi að það er reginmunur á því
hvernig á að byggja upp fjallabaks-
veg nyrðri og Kjalveg út af staðhátt-
um. Fjallabaksleið gefur tilefni til
krókótts útivistarvegar, þannig að
skoða megi hraun og landslag. En
Kjalvegur, og út af fyrir sig á það við
Sprengisandsveg líka, á að vera
beinn vegur, enda ekki landfræðileg-
ar aðstæður til að stýra hraðanum.
Þar er keyrt tiltölulega hratt í opnu
landslagi.“
– Hvaða skoðun hefurðu á stytt-
ingu leiðar milli Norðurlands og höf-
uðborgarsvæðisins?
„Það hafa verið nefndar ýmsar
leiðir, til dæmis Stórisandur og Kjal-
vegur. Ég tel nærtækast að byrja á
styttingu sem hægt er að ná í byggð á
vitrænan hátt, þá fyrst og fremst í
Húnavatnssýslunum. En það á að
huga vel að öðrum möguleikum.
Kjalvegur verður byggður upp, en til
þess að ná fram styttingu þarf að
gera heilmiklar breytingar og það á
við um Stórasand líka. Þegar komið
er niður innarlega í Skagafirði, ann-
aðhvort í Mælifellsdal eða Gilhaga-
dal, þarf í báðum tilfellum að komast
yfir á hringveginn í Norðurárdal með
því að brúa Jökulsá eða Héraðsvötn-
in. Til viðbótar við það þarf á Kjal-
veginum að brúa Blöndu ofan við
Blöndulón til að ná fram mögulegum
styttingum.“
nasta verkefnið
Morgunblaðið/Ásdís
’Ég tel forgangsverk-efni að ljúka við
uppbyggingu grunn-
vegakerfisins, þannig
að mannsæmandi
vegatengingar séu
við að minnsta kosti
alla þéttbýlisstaði á
landinu.‘
pebl@mbl.is
’Það verður að faramjög varlega í um-
gengni við náttúruna
og hafa það í huga
að ekki eigi allir veg-
ir að vera eins. Það
fer eftir landslagi og
þeirri umferð sem
um vegina fer.‘
’Sundabraut eftirinnstu leiðinni er lág
og ekki mikið um
klifur, þannig að loft-
mengun er einna
minnst, auk þess
sem hægt er að
skerma hana nokkuð
af hvað hávaða
snertir.‘
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 11