Morgunblaðið - 28.05.2006, Síða 20
20 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
É
g vildi að ég ætti hundrað ár
eftir. Það er svo margt sem ég
á eftir að sjá og gera,“ sagði
Bragi Ásgeirsson við mig fyr-
ir fáeinum misserum. Þarna
er þessum nestor í íslenskri
myndlist vel lýst. Þorsti hans
er óslökkvandi. Hann vill allt-
af vita meira í dag en í gær. Bragi á 75 ára af-
mæli í dag en er ekki aldeilis á þeim buxunum
að hægja ferðina. Hyggst bæta í ef eitthvað er.
Við sitjum yfir gosdrykk á kaffistofu Gall-
erís Foldar, þar sem sýning á verkum eftir
Braga var opnuð í gær. „Það er ekkert brenni-
vín til hérna,“ segir listamaðurinn og glottir.
Það er jafnan stutt í grínið á þessum bænum.
Á sýningunni getur að líta á fimmta tug
mynda sem allar eru málaðar á síðustu fimm
árum. Engin þeirra hefur verið sýnd áður op-
inberlega.
„Það stóð ekki til að halda sýningu. Ég ætl-
aði að vera á meginlandinu, í París, London
eða Berlín, á þessum tímamótum. Síðan var
mér boðið að sýna hérna og þar sem ég átti
nóg af myndum sló ég til. Fyrir vikið missi ég
af mörgum mikilvægum sýningum í Evrópu,“
segir Bragi en á honum má sjá að þetta eru
kannski ekki svo slæm býti eftir allt saman.
Það er svo margt ókannað
Evrópa verður líka á sínum stað í sumar og
ef ég þekki Braga rétt líður ekki á löngu uns
hann flýgur suður á bóginn – í leit að inn-
blæstri og þekkingu. „Ég hef óhemju áhuga á
því að ferðast, t.a.m. til Mið-Evrópu. Það er
svo margt ókannað. Ég hef mjög gaman af því
að ráfa einn um. Mínar bestu minningar eru
t.d. frá því þegar ég var einn í tíu daga í Tókíó
og lærði á allt kerfið og fylgdist með mannlíf-
inu. Ég var allsstaðar. Þarna í Tókíó eru menn
með gallerí á efstu hæð í verslunarmið-
stöðvum, t.d. má finna Vatnaliljurnar eftir van
Gogh í slíku galleríi. Þetta þætti ófínt hérna.“
Bragi hefur dálæti á framandi menning-
arsvæðum og í vetur dvaldist hann um tíma í
Chile. „Þetta var óhemju langt flug og ég var
svolítið banginn í upphafi. En ég var hissa á
því hvað ég þoldi þetta vel. Ég var eins og fisk-
ur þegar ég kom til Santiago,“ segir hann og
hlær. „Svo fór ég í mikla göngu upp brattar
hlíðar í Valparaíso og reyndist vera miklu
sterkari en ég átti von á.“
Það er með öðrum orðum alveg hægt að
vera ungur 75 ára?
„Já, blessaður vertu. Unga fólkið á ekki að
hafa forgang á æskuna.“
Hvers vegna ertu svona þróttmikill?
„Ég hef ekki velt því fyrir mér. Ég fylgist
mjög vel með. Ferðast um og skoða ólíka hluti,
les mikið, m.a. blöð og tímarit. Síðan gefa söfn-
in mér mjög mikið. Það eykur manni þrótt að
skoða söfn og sjá hvernig fyrri kynslóðir hafa
lifað.“
Listin heldur þér sem sagt ungum?
„Já, það má segja það. Það er allavega ekki
Elli kerling.“
Veðrabrigði hafa mikil áhrif
Hvað ertu að fást við í myndum þínum í
dag?
„Ég held það megi sjá á þessum myndum að
ég fer töluvert eftir veðrabrigðunum. Veðra-
brigði hafa mikil áhrif á mig. Og skapið. Ég
hef mjög gott útsýni til allra átta á vinnustofu
minni, m.a. yfir sundin. Hafið er aldrei eins.
Það er alltaf að breytast. Það hefur áhrif á
mig. Mikil áhrif. Stundum búa myndirnar sig
til sjálfar og svo koma árur frá lífsblossanum
fram í myndunum, sköpuninni, eins og í mynd-
inni „Kapphlaupið mikla“, þar eru sæðisfrum-
urnar í kapphlaupi.“
Ekki eru allar myndirnar á sýningunni falar
því Bragi var þegar búinn að selja fjórar
þeirra áður en hún var opnuð. Kaupandi
tveggja þeirra er ræðismaður Íslands á Ind-
landi. „Hann sá aðra myndina hér hangandi
uppi á vegg og fékk að vita að hann gæti séð
fleiri myndir um kvöldið en þá stóð til að
sækja myndirnar mínar vegna myndatöku. Þá
sá hann stóra mynd sem ég hafði klárað um
morguninn og hún var sumsé seld um kvöldið.
Þessi maður er ekki að leita að neinum sér-
stökum kennileitum heldur lætur hrífast af
myndunum í sjálfum sér. Það voru tvö hundr-
uð ræðismenn staddir hérna og það væri æski-
legt að fleiri hefðu áhuga á listum,“ segir
Bragi og brosir. „Þetta er auðvitað mikil aug-
lýsing.
Landvinningar í nánd
Þú hefur alltaf jafn gaman af því að mála?
„Ég hef alltaf meira og meira gaman af því.
Það hefur ekki farið vel í mig hvað ég hef þurft
að vinna mikið með listinni, eins og t.d. að
kenna og skrifa blaðagreinar og gagnrýni.
Þetta var lifibrauðið. Ég var svo bjálfa-
bjartsýnn þegar ég var ungur að fara ekki í
neinn hliðargeira með málaralistinni, eins og
t.d. í glerlist eða leikmyndahönnun. Það hefði
verið nær málaralistinni en að skrifa um hana.
Brauðstritið er gúlag listamannsins. Heldur
honum föngnum. Í dag hef ég miklu meiri tíma
og ég held að það sjáist á málverkunum. Ég
finn fyrir því að ég á enn eftir að breytast og
að það séu landvinningar í nánd.“
Bragi segir að sér þyki leiðinlegt að geta
ekki unnið meira í grafík. „Samt erum við með
hér um bil fullkomið grafíkverkstæði. Það er
bara óstarfhæft þar sem það vantar peninga í
reksturinn. Þetta gerist á sama tíma og
íþróttafélag fær 25 milljónir eins og hendi sé
veifað. Það er nóg um boltasparkið í landinu
en ekkert grafíkverkstæði. Þetta er ekki lýð-
ræði. Það myndi bara kosta nokkrar milljónir
að fá útlendan fagmann til að gerast umsjón-
armaður og leiðbeinandi við verkstæðið. Það
myndi gjörbreyta stöðunni og verða íslenskri
listmennt til mikils góðs.“
Finnst þér afstaða íslenskra stjórnvalda til
myndlistarinnar lítið hafa breyst í áranna rás?
„Hún hefur í raun og veru ekkert breyst,
nema hvað menn koma núna meira á opnanir
til að sýna sig og sjá aðra. Það er m.ö.o. meiri
sýndarmennska og umbúðir. Og svo eru allir
voða ánægðir. En list er ekki bara ánægja.
Hún er öll stig tilfinninganna, hlátur, grátur
og allt þar á milli. Listin lætur ekki stjórna
sér. List er einstaklingsframtak en ekki sam-
yrkjubú.“
Ekki hægt að drepa fígúruna
Hver er staða málverksins í dag?
„Málverkið er ofan á um þessar mundir. Það
eru risastórar sýningar á málverki víðast hvar.
Það er líka mikið talað um að það þurfi að að-
skilja myndlist og fjöltækni. Málverkið er í
sjálfu sér ekkert „sjó“. Það er líka merkilegt
að þegar málverkið er ofan á eru engir að rífa
hugmyndalistina niður en þegar hug-
myndalistin er ofan á vilja allir útiloka mál-
verkið og rífa niður. Einu sinni var fígúran
sögð dauð en reynslan hefur kennt okkur að
það er hvorki hægt að drepa fígúruna né neitt
sem ber í sér lífsneista. Sama máli gegnir um
málverkið.“
Málverkið hefur átt undir högg að sækja
hérlendis um nokkurt skeið. Erum við Íslend-
ingar á skjön við þróunina úti í heimi?
„Já, að mörgu leyti. Við erum ennþá sveita-
menn og fjósamaðurinn verður ekkert fínni þó
hann snúi við sokkunum.“
Hvað þarf þá að gera?
„Það vantar að kynna málverkið. Menn eru
að fela svo margt í íslenskri myndlist með
röngum athöfnum. Það er bara ein hlið mynd-
listar sem kemst að og það er mest hliðar-
götulist í dag erlendis. Þetta hlýtur að breyt-
ast. Það eru að koma yngri listsögufræðingar
fram sem ég hef trú á. Menn og konur sem
hugsa öðruvísi enda hafa þeir verið í útlöndum
á tímum þegar allt er miklu opnara. Í gamla
daga var allt lokaðra. Það gengur ekki að læra
allt í skólum og segja nemendum hvað þeir
eigi að sjá og hvað ekki. Ákvörðunarrétturinn
á að vera nemandans.“
Hef alltaf trú á ungu fólki
Bindurðu vonir við unga listamenn í dag?
„Ég hef alltaf trú á ungu fólki. Það er ekki
rétt að hampa einni kynslóð á kostnað ann-
arrar. Aðsókn að söfnum hefur minnkað hér
enda lætur fólk ekki stýra sér þangað inn. Það
verður að skapa forvitni og aðsókn lifnar við
þegar fólk fær sjálft að mynda sér skoðanir, er
ekki sagt hvað er gott og hvað er slæmt. Það
þarf að leggja meiri áherslu á þessa hluti í
skólakerfinu. Þetta hefur breyst þannig að áð-
ur áttu listamenn mjög erfitt með að tjá eigin
list. Það hefur verið svo alveg frá því að miklu
grísku skáldin voru uppi. Platón talaði um
þetta. Nú er það þannig að unga fólkið á að
geta útskýrt allt sem það gerir í bak og fyrir.
En innistæðan er ekki alltaf til að hrópa húrra
fyrir.“
Brauðstritið
er gúlag
listamannsins
Morgunblaðið/Kristinn
Bragi Ásgeirsson listmálari,
kennari og gagnrýnandi, er 75 ára
í dag. Af því tilefni hefur verið
opnuð sýning á nýjum verkum
eftir hann í Galleríi Fold.
Orri Páll Ormarsson spurði
Braga um æskuþrótt, stöðu mál-
verksins og sitthvað fleira.
Dagmál, 2006. Önnur myndanna sem fer til
Indlands eftir sýninguna.
Varmi, 1998—2004.
Austrið, 2002. Þetta verk er tvímerkt, því kín-
versku stafirnir mynda nafnið Bragi.
orri@mbl.is
Bragi Ásgeirsson segir að í myndlist séu Íslendingar enn á margan hátt á skjön við þróun úti í heimi:
„Við erum ennþá sveitamenn og fjósamaðurinn verður ekkert fínni þó hann snúi við sokkunum.“