Morgunblaðið - 28.05.2006, Síða 33

Morgunblaðið - 28.05.2006, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 33 gefur sig. En hann er dyntóttur. Ljósaskiptin eru besti tíminn fyrir fluguna. Urriðinn gengur þá upp á grunnið og þá virkar bara að nota flugu. Annars er bara að sökkva öllu draslinu, fara á línu,“ segir sjómað- urinn, glottir, og vísar mér síðan veginn framhjá hrauninu að vatninu, þar sem hann segir bleikjuna bíða. „Það er vel þess virði að kasta eins og hún lætur núna,“ segir hann að lokum. Það kraumaði allt Hraunið er æði hrjúft og svipmik- ið en innan skamms er ég kominn upp á allháan kamb og fyrir framan mig liggur botnlangi úr vatninu. Að- stæður sem þessar, þar sem vatn kemur að hrauni, eru alltaf áhuga- verðar í vatnaveiðinni, rétt eins og í þjóðgarðinum á Þingvöllum og Hlíð- arvatni í Selvogi. Ég geng fram á lágan tanga, hnýti Krók og Pheasant Tail á tauminn – dúett sem oft hefur reynst vel. Og ekki þarf að kasta oft út í vatnið áður en fyrsta bleikjan tekjur. Sú er býsna kröftug en lekur af í löndun. Og önnur tekur og er landað, hún er smá og gefið líf. En svo tekur fyrir tökurnar. Vindur ýfir vatnið og ég geng norður með hraunkantinum, kasta af og til, þar til ég kem að víkunum sem Friðfinnur nefndi. Þar er kanturinn hár og illilegur, en aðstæðurnar allar hinar ákjósanlegustu. Ég geng fram á tvo félaga sem kasta í skjóli fyrir gjólunni; tveir rauðbrúnir veiði- hundar fylgjast með húsbændunum. Annar veiðimaðurinn er í fiski, en tökurnar eru grannar, bleikjan fest- ist ekki á flugunum. Þetta er Arnar Hreiðarsson, eigandi bakarísins Nesbrauðs í Stykkishólmi. Félagi hans er bakarinn Ingólfur Jak- obsson. Arnar er þaulkunnugur vatninu og sér ennfremur um sölu veiðileyfa í vatnið fyrir SVFR. „Þetta er fimmta ferðin hingað nú í maí,“ segir Arnar. „Við veiddum vel í fyrstu tvö skiptin en svo ekkert í það þriðja. En fiskurinn er hérna. Kunningi minn var hér í gær, við stífluna, og þá var eins og ganga kæmi inn í vatnið. Það kraumaði allt. Hann fékk fisk nánast í hverju kasti, pund til eitt og hálft. Og hann sá stærri fiska. Ég hef líka séð alveg rosalegar bleikjur hérna í vatninu. Eitt kvöld seint um sumar var ég við stífluna og sá bleikjur synda út, þær stærstu voru yfir tíu pund! Þarna voru líka fimm, sex punda fiskar sem voru vænir, en hinir voru helmingi stærri. Það er greinilega gott æti í vatn- inu.“ Arnar hefur samt áhyggjur af því hvernig ætið muni verða fyrir fisk- inn í sumar, eftir aðgerðir í fyrra- sumar sem lækkuðu yfirborð vatns- ins verulega. „Spjaldið í stíflunni var tekið úr, yfirborðið lækkaði og grynning- arnar komu upp úr, vatnið varð bara ræma. Sumir veiðimenn voru ánægðir með þetta, fannst þeir kom- ast nær fiskinum, en þetta var slys. Mikið af grynningunum þornaði og skordýralífið hlýtur að hafa beðið skaða af. Ég lét setja spjaldið aftur í í vor. Fiskurinn gengur aldrei upp nema í aðfalli, þá eru ekki nema í mesta lagi 50 cm upp að yfirborði vatnsins í yf- irfallinu og í stórastreymi flæðir yfir garðinn. Ég hef engar áhyggjur af því að fiskurinn geti ekki komið og farið.“ Flagga og býð upp á fiskisúpu Arnar hefur veitt óslitið í Hrauns- firðinum í yfir 15 ár, síðan fyrir tíma laxeldisins, eftir að hann flutti í Hólminn en hann segist vera að vestan. „Ég hef verið að veiða hérna og uppi á fjalli. Fyrsta ferðin hingað í vor var þegar vika var af maí, þá hlýnaði svolítið og við vorum strax í fiski, en það veiðist vel hér allt sum- arið og mjög vel á haustin. Þá höfum við farið lengst inn í dal, þar sem áin rennur í vatnið, vaðið langt út, upp að mitti, og veitt í kringum okkur. Bleikjan gengur upp á grunnið.“ Hann segist veiða mikið á litlar Black Labrador-flugur en félagi hans á Alder. „En bleikjan er dynt- ótt. Ég hef oft komið hingað og ekki orðið var. Stundum veiðist hins veg- ar vel og þá flagga ég stundum í bak- aríinu og býð upp á fiskisúpu. Ég tek þessa pundfiska og minni, flaka þá og hef í súpuna. Kúnnar sem lenda í þeirri súpu eru alltaf ánægðir,“ segir Arnar og brosir. Það styttist í kvöldið og bleikjan er enn treg, þannig að ég dóla mér aftur suður með hraunkantinum og kasta af og til. Skyndilega lygnir al- veg og nánast samstundis byrjar fiskurinn að taka flugu í yfirborðinu. Ég harma að hafa ekki tekið þurr- flugur með mér og ekki síst eftir að ég heyri Arnar kalla til Ingólfs, sigri hrósandi: „Hann negldi þurrfluguna um leið og hún lenti!“ Í stað þurrflugu hnýti ég hins veg- ar undir lítinn nobbler, kasta honum á uppítökurnar og dreg hratt inn. Á nokkrum mínútum negla fjórar bleikjur og tvær enda uppi á bakka hjá mér. Þær fylgja mér til baka yfir hraunið. Afrakstur klukkutímans. Friðfinnur Níelsson og bleikjurnar. MasterCard Mundu ferðaávísunina! Rimini E N N E M M / S IA / N M 21 78 3 Króatía Costa del Sol Fuerteventura Benidorm Mallorca Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • Hafnarfjörður sími: 510 9500 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Stökktu tilboð. 31. maí og 7. júní í viku. 31. maí - 11 sæti 7. júní - 16 sæti 14. júní - nokkur sæti 29.995 kr. Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Stökktu tilboð. 7. og 14. júní í viku. 31. maí - uppselt 7. júní - 6 sæti 14. júní - 13 sæti 39.990 kr. Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Stökktu tilboð. 1. júní í viku. 1. júní - 13 sæti 8. júní - 5 sæti 15. júní - 19 sæti 39.990 kr. Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Stökktu tilboð 30. maí í viku. 30. maí - 5 sæti Aukaflug 7. júní - 13 sæti Aukaflug 21. júní - nokkur sæti 39.990 kr. Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Stökktu tilboð. 1. júní í viku. 1. júní - 9 sæti 8. júní - 14 sæti 15. júní - uppselt 29.990 kr. Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Stökktu tilboð. 1. júní í viku. 1. júní - 6 sæti 8. júní - 8 sæti 15. júní - 15 sæti 34.990 kr. Síðustu sætin í maí og júní ótrúlegt verð – gríptu tækifærið Allt að seljast upp!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.