Morgunblaðið - 28.05.2006, Qupperneq 34
34 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
27. maí 1996: „Hvítasunnan
er ein af þremur megin-
hátíðum kristinna manna. Til
þess liggja ærnar ástæður.
Hún er í fyrsta lagi kirkjuhá-
tíð til minningar um þann at-
burð er heilagur andi kom yf-
ir postula Krists í Jerúsalem.
Í annan stað tímasetjum við
stofnun kristinnar kirkju með
þeim atburði. Í þriðja lagi
halda Gyðingar þessa hátíð í
minningu þess er Drottinn lét
Mósesi boðorðin tíu í té á
Sínaí-fjalli. Íslenzka nafnið á
þessari kirkjuhátíð, hvíta-
sunna, er þýðing úr forn-
ensku og er dregið af hvítum
klæðum sem borin voru á
miðöldum við skírn, sem þá
var tíðkuð þann dag öðrum
fremur. “
. . . . . . . . . .
25. maí 1986: „Flugið er ráð-
andi þáttur í samgöngum
okkar. Milli 80 og 90 þúsund
Íslendingar leggja leið sína til
annarra landa ár hvert, nær
allir flugleiðis. Í stóru og
strjálbýlu landi okkar og erf-
iðu yfirferðar, ekki síst vetr-
armánuði, er flugið sá ferða-
máti, sem kostar okkur
minnsta fyrirhöfn og
skemmstan tíma. Flugörygg-
ismál varða því alla þjóðina.
Þau eru málaflokkur þar sem
vilji fólks, hver sem viðhorf
þess að öðru leyti eru, hlýtur
að hafa einn og sama farveg.
Hverskonar ferðamáti tekur
sinn toll, því miður, bæði í
mannslífum og meiðslum. Það
gildir ekki sízt um ökutæki,
en umferðarslys af því tagi,
ekki sízt í þéttbýli, eru vax-
andi vandamál. Hlutfallslega
færri enda ævi sína í flugferð
milli áfangastaða en með öðr-
um ferðamáta. Flugslys eru
hins vegar á stundum stór í
sniðum og vekja óskipta eft-
irtekt. Það er hinsvegar stað-
reynd, sem óhjákvæmilegt er
að staldra við, að tæplega
þrjátíu manns hafa látið lífið í
tíu flugslysum hér á landi síð-
an 1980 - og í öllum tilfellum
eiga litlar flugvélar í hlut.
Jóhannes Snorrason, fyrrver-
andi yfirflugstjóri hjá Flug-
félagi Íslands og síðar Flug-
leiðum, skrifar grein um
öryggi í flugi í Morgunblaðið
15. maí síðastliðinn. Þar víkur
hann að ýmsum atriðum flug-
öryggismála hér á landi, með-
al annars í stefnumarkandi
skrifum Morgunblaðsins.
Meðal þeirra mál nefna:
Stefna bera að bættum flug-
vélakosti í áætlunar- og leigu-
flugi hinna smærri flugfélaga.
Hér fljúga flugvélar með far-
þega, sem ekki geta flogið yf-
ir venjuleg veður og það sem
er ef til vill alvarlegra; hafa
ekki afl til þess sumar hverjar
- að bjargast megi á þeim í
mikilli ísingu, nema með því
að lækka flugið, sé þess kost-
ur, en það er ekki alltaf gjör-
legt í okkar fjöllótta landi.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Þ
að var mikilvægt fyrir
Bandaríkjamenn að fá að-
stöðu hér á Íslandi fyrir
bandarískt herlið árið 1951,
þegar varnarsamningurinn
var gerður. Kóreustríðið
var skollið á og margir
töldu að það væri upphaf
nýrrar heimsstyrjaldar. Kóreustríðið kom í
kjölfar þess, að Sovétmenn höfðu lagt undir sig
hluta Evrópu og komið leppstjórnum sínum
fyrir þar.
En þótt það væri mikilvægt fyrir Bandaríkja-
menn að fá þessa aðstöðu hér á þeim tíma var
það ekki auðvelt fyrir þá íslenzku stjórnmála-
menn, sem höfðu forgöngu um að gera varnar-
samninginn af Íslendinga hálfu. Tveimur árum
áður hafði Ísland gengið í Atlantshafsbandalag-
ið en andstaða við það var mikil meðal sósíal-
ista og fleiri vinstri manna. Til átaka hafði kom-
ið á Austurvelli 30. marz 1949 og táragasi beitt
til þess að sundra mannfjöldanum. Þegar Ís-
land gekk í bandalagið var því heitið, að aldrei
yrði erlendur her á Íslandi á friðartímum.
Hvernig átti að útskýra komu bandaríska varn-
arliðsins hingað í því ljósi?
Aðildin að Atlantshafsbandalaginu og varnar-
samningurinn við Bandaríkin urðu eitt helzta
átakamál í íslenzkum stjórnmálum næstu fjóra
áratugi. Reyndar má segja að þetta tvennt hafi
mótað allar pólitískar umræður á Íslandi á
fyrstu hálfri öld íslenzka lýðveldisins.
Þeir stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn,
sem stóðu fyrir aðildinni að Nató og gerð
varnarsamningsins, tóku á sig mikla pólitíska
erfiðleika við að gera þessa samninga og þurftu
raunar að berjast fyrir pólitísku lífi sínu alla tíð
vegna þeirra. Sjálfstæðisflokkurinn og forystu-
menn hans lögðu mest undir en fast í kjölfar
þeirra komu Alþýðuflokkurinn og forystumenn
hans svo og hluti Framsóknarflokksins og leið-
andi menn innan hans.
Á þessum árum var dálítið um það að Banda-
ríkjamenn leigðu land undir herstöðvar víða um
heim, m.a. í suðurhluta Evrópu. Af Íslands
hálfu kom aldrei til greina að leigja Bandaríkja-
mönnum aðstöðu fyrir herstöðvar hér. Það þótti
í umræðum þeirra ára lágkúrulegt.
Ein forsendan fyrir komu bandaríska varnar-
liðsins hingað var að það væri ekki einungis
komið til Íslands vegna hagsmuna Bandaríkja-
manna heldur einnig vegna hagsmuna Íslend-
inga. Bandaríkjamenn skuldbundu sig til að
tryggja öryggi Íslands enda kom fljótt í ljós, að
brýn þörf var á því vegna vaxandi umferðar
sovézkra hernaðartækja í lofti við Íslandi og í
hafdjúpunum með ferðum sovézkra kafbáta í
námunda við Ísland.
Í ljósi þessa sögulega bakgrunns er meira en
fróðlegt að lesa í grein dr. Vals Ingimundar-
sonar sagnfræðings frásögn af því að rúmum
áratug eftir að bandaríska varnarliðið kom
hingað hafi verið uppi áform um það í Wash-
ington að draga verulega úr viðbúnaði Banda-
ríkjamanna hér, þar á meðal flugvélakosti
þeirra. Frásögn dr. Vals skýrir líka í hve mikl-
um metum sendiherra Bandaríkjanna hér á
þeim tíma, James Penfield, var hafður meðal ís-
lenzkra ráðamanna þeirra tíma. Frásögnin sýn-
ir líka, að Bandaríkjamenn hafa aldrei verið
stefnufastir í afstöðu sinni til varnarstöðvarinn-
ar í Keflavík og lítið hirt um íslenzka hagsmuni
í því sambandi.
Þetta kemur að vísu ekki á óvart. Á þessum
tíma voru Bandaríkjamenn að dragast inn í
hernaðarátökin í Víetnam og fljótlega kom í ljós
að þeir voru mjög tækifærissinnaðir. Studdu
einn forystumann Suður-Víetnama í dag og
annan á morgun og voru tilbúnir til að kasta
þeim til hliðar, þegar þeir höfðu ekki lengur not
fyrir þá. Um þetta eru einstaklega ljót dæmi í
sögu Suður-Víetnam á þeim árum.
Pentagon 1961
Í Skírnisgrein dr.
Vals Ingimundarson-
ar segir m.a.:
„Hugmyndin um brottflutning þotnanna frá
Keflavíkurflugvelli á sér mun lengri forsögu en
ráða má af þjóðfélagsumræðunni eftir að kalda
stríðinu lauk. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkj-
anna hreyfði henni fyrst árið 1961 og fylgdi
henni eftir til ársins 1967, þótt það hafi ekki
verið gert opinskátt hérlendis. Hér verður sýnt,
að íslenzk stjórnvöld brugðust nákvæmlega
eins við áformum Bandaríkjanna fyrir fjörutíu
árum og eftir að kalda stríðinu lauk: með því að
hóta að segja upp varnarsamningnum. Þeir ís-
lenzku stjórnmálamenn, sem studdu varnar-
samninginn og NATO-aðildina, lögðu ávallt
áherzlu á að Bandaríkjamenn væru ekki aðeins
á Íslandi í þágu eigin hernaðarhagsmuna og
NATO heldur einnig til að verja landið. Það
væri forsenda þess að gera varnarsamninginn
gjaldgengan í stjórnmálabaráttunni innanlands.
Í báðum tilvikum voru stjórnir við völd á Ís-
landi, sem voru mjög hallar undir Bandaríkin á
vettvangi NATO og Sameinuðu þjóðanna.
Sjálfstæðisflokkurinn, helzti stuðningsaðili
varnarsamningsins, mótaði þá stefnu og fram-
fylgdi henni. Munurinn lá í niðurstöðunni.
Bandaríkjamenn hættu við brottför þotnanna
árið 1967 vegna hernaðarmikilvægis Íslands
fyrir Bandaríkjaflota. Árið 2006 mátu þeir
stöðuna svo að þeir gætu tekið þær burtu án
nokkurra áhrifa á hernaðar- og stjórnmála-
hagsmuni þeirra.“
Þetta er upplýsandi frásögn, ekki sízt í ljósi
þess, að kalda stríðið geisaði á þessum árum og
Bandaríkjamenn voru mjög virkir hér á Íslandi
á þeim árum og lögðu mikla áherzlu á að skapa
sér margvísleg tengsl í íslenzku samfélagi.
Þetta er líka athyglisverð frásögn vegna
þess að áratug síðar lögðu Bandaríkjamenn
gífurlega áherzlu á að halda stöðu sinni hér,
þegar það varð yfirlýst stefnumið ríkisstjórnar
Ólafs Jóhannessonar að varnarliðið skyldi
hverfa úr landi. Ólafur mat það svo, að hann
gæti ekki myndað ríkisstjórnina án þess að
samþykkja kröfu Alþýðubandalagsins um að
brottför varnarliðsins væri hluti af stjórnar-
sáttmálanum. Næstu árin á eftir snerist stjórn-
málabaráttan á Íslandi að verulegu leyti um
þetta mál. Bandaríkjamenn sjálfir voru mjög
virkir í því að halda stöðu sinni hér. Þeir skiptu
um sendiherra og sendu hingað starfsmann í
utanríkisráðuneytinu, Frederic Irving, sem
hafði orð á sér fyrir að geta tekizt á við erfið
vandamál. Samskipti hans við íslenzka ráða-
menn og stjórnarandstöðu voru mikil og samtöl
hans við Einar Ágústsson, þáverandi utanríkis-
ráðherra, með þeim hætti að athygli mundi
vekja ef þau væru birt.
Hvað hafði breytzt á einum áratug, sem
leiddi til þess, að Bandaríkjamenn vildu fara á
brott með þoturnar í upphafi Viðreisnaráranna
en börðust fyrir því með kjafti og klóm að
halda aðstöðu sinni hér áratug síðar? Það er
erfitt að sjá, að nokkur breyting hafi orðið
nema kannski sú, að eftir 1970 hafi orðið frið-
vænlegra í Evrópu vegna aukinna samskipta
Vestur-Evrópuríkja og þá sérstaklega Þjóð-
verja við Sovétríkin. Harkan í kalda stríðinu
var mikil í upphafi Viðreisnaráranna og njósna-
starfsemi Sovétmanna sennilega í hámarki hér
á landi á þeim árum – og kannski Bandaríkj-
anna líka. Það er engin rök að finna í stjórn-
málaástandinu á heimsvísu fyrir því, að Banda-
ríkjamenn vildu fara með flugvélakost sinn á
brott í upphafi Viðreisnaráranna en börðust
hart fyrir því að halda aðstöðu sinni hér áratug
síðar.
Eina skýringin er sú, að það hafi verið
þröngir hagsmunir bandaríska flughersins,
sem réðu þessari afstöðu þeirra. Kannski töldu
þeir sig þurfa á þotunum að halda í Víetnam?
En líkurnar á því, að hér hafi verið á ferðinni
valdabarátta og togstreita milli stjórnarstofn-
ana í Washington, eru miklar.
Valur Ingimundarson telur að íslenzk stjórn-
völd hafi á þessum tíma verið „höll“ undir
Bandaríkjamenn á alþjóðavettvangi. Er það
rétta orðið? Á þessum árum stendur yfir kalt
stríð um allan heim á milli Bandaríkjanna og
vestrænna þjóða annars vegar og Sovétríkj-
anna og kommúnistaríkja hins vegar. Þetta
stríð var enginn leikur. Það var dauðans al-
vara. Ef Bandaríkjanna hefði ekki notið við á
þessum árum hefðu Sovétmenn auðveldlega
getað lagt undir sig Evrópu alla. Það var her-
styrkur Bandaríkjanna í Evrópu, sem kom í
veg fyrir það. Við Íslendingar höfðum skipað
okkur í sveit með frjálsum þjóðum heims í
þessari baráttu. Það höfðum við gert formlega
með aðildinni að Atlantshafsbandalaginu og
varnarsamningnum við Bandaríkin. Það voru
hagsmunir þessara ríkja að standa saman. Líka
okkar hagsmunir. Bandaríkin höfðu forystu. Á
þeim byggðist bolmagn lýðræðisríkjanna til
þess að halda sjálfstæði sínu. Hvers vegna
skyldu þessar þjóðir ekki styðja Bandaríkin á
alþjóðavettvangi í þessum átökum? Þetta voru
sameiginlegir hagsmunir. Í því ljósi er varla
hægt að tala um að íslenzk stjórnvöld væru
„höll“ undir Bandaríkjamenn. Þau voru að
gæta íslenzkra hagsmuna.
Tvennt var alltaf til vandræða á þessum ár-
um í samskiptum við Bandaríkjamenn. Annars
vegar að sendimennirnir frá Washington, sem
hingað komu, höfðu misjafnlega mikla þekk-
ingu á íslenzkum málum og aðstæðum hér.
Sumir voru mjög hæfir. Aðrir óhæfir. Hins
vegar að þeir, sem komu fram fyrir hönd varn-
LÝÐRÆÐI FRAMTÍÐARINNAR
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,formaður Samfylkingarinn-ar, sagði í grein hér í Morg-
unblaðinu í gær, að kjördagur
væri hátíðisdagur. Það er rétt hjá
Ingibjörgu Sólrúnu. Kjördagur er
hápunktur þess lýðræðislega
kerfis, að hinn almenni borgari
kjósi fulltrúa sína í sveitarstjórn
eða á Alþingi. Það má aldrei gera
lítið úr þessum degi og það verður
alltaf að sýna þessu lýðræðislega
kerfi þá virðingu, sem því ber.
En er nú ekki kominn tími til að
þróa lýðræðið áfram? Er ekki
kominn tími til að almennir borg-
arar taki í sínar hendur lykil-
ákvarðanir, sem sveitarstjórnir
og Alþingi hafa tekið hingað til?
Er ekki kominn tími til að við Ís-
lendingar prófum okkur áfram
með beint lýðræði?
Rökin fyrir því eru augljós. Nú
má segja, að nánast hver einasti
borgari þessa lands hafi aðgang
að sömu upplýsingum og kjörnir
fulltrúar hafa um málefni lands og
þjóðar. Nú er ljóst að þorri al-
mennings hefur sömu menntun og
þekkingu og kjörnir fullrúar
fólksins. Allt er þetta gjörbreytt
frá því sem var fyrir hundrað ár-
um.
En úr því að svo er hvers vegna
skyldum við þá ekki gera tilraun
með að almenningur taki grund-
vallarákvarðanir, hvort sem er í
sveitarstjórnum eða á landsvísu?
Við Íslendingar höfum betri að-
stæður til að prófa þetta en flest-
ar aðrar þjóðir. Það byggist ann-
ars vegar á fámenninu og hins
vegar á góðri menntun og þekk-
ingu þjóðarinnar. Þótt hér sé sagt
að við eigum að prófa þetta er
auðvitað alveg kjóst, að Sviss-
lendingar eru frumkvöðlar á
þessu sviði. Þeir hafa þróað upp
stjórnkerfi, sem byggist á því, að
borgararnir taki ákvarðanir um
ákveðin málefni í almennum at-
kvæðagreiðslum.
Auðvitað eru til neikvæðar hlið-
ar á beinu lýðræði og samkvæmt
reynslu Svisslendinga kannski
fyrst og fremst þær að fólk missi
áhuga á að taka þátt í kosningum
vegna þess hversu oft þær fara
fram.
Áhugi á málum þjóðarinnar
allrar og einstakra sveitarfélaga
er hins vegar svo mikill hér að
tæpast þarf að hafa miklar
áhyggjur af þátttökuleysi fyrst í
stað. Það gæti verið skynsamlegt
að fara af stað með þessa tilraun á
vettvangi sveitarstjórnanna og
þegar nokkur reynsla er komin
þar að taka beint lýðræði þá upp á
landsvísu.
Eftir tæpt ár fara fram þing-
kosningar. Æskilegt er að beint
lýðræði verði rætt í þeim kosn-
ingum í ríkara mæli en gert hefur
verið. Þó er ljóst að vaxandi
stuðningur er við hugmyndina
bæði í Samfylkingu og Sjálfstæð-
isflokki. Nú er ekkert, sem bann-
ar t.d. sveitarstjórnum að efna til
kosninga um ákveðin málefni
enda hefur það verið gert í stöku
tilvikum. En spurning er hvort
ekki er ástæða til að lögfesta að
slík kosning skuli fara fram um
tiltekin málefni þannig að það sé
ekki bara ákvörðun hverrar sveit-
arstjórnar fyrir sig, hvort efna
skuli til slíkra kosninga.
Telja má víst að víðtækur
stuðningur sé við þessa hugmynd
meðal almennings og að barátta
fyrir því að taka upp beint lýðræði
geti dugað þeim stjórnmálaflokk-
um vel, sem beita sér fyrir því í
kosningum. Stjórnmálaflokkarnir
ættu að taka það til alvarlegrar
athugunar að taka þetta mál upp
fyrir þingkosningar, ræða það og
leita eftir viðbrögðum almennings
við þessum hugmyndum.