Morgunblaðið - 28.05.2006, Síða 36

Morgunblaðið - 28.05.2006, Síða 36
36 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ                                                                        !      "       # $%       !"# &                        '       (  "                               "              # $%  #$$ %   &&&' ' (    )*+ ),-. /01  2, 3 !3  4   5  # )    !*                    "                         !*                  *  +        !     , *  Í gær fengum við landsmenntækifæri til að tjá okkurmeð afgerandi hætti um öllþau fjölmörgu og mikilvægumálefni sem lúta forræði bæjar- og sveitarstjórna. Þar sem pistill þessi er færður í letur löngu áður en úrslit kosninganna liggja fyrir, get ég ekki fjallað um nið- urstöðurnar, en ákveðin atriði eru þó á hreinu. Við erum búin að kjósa okkur stjórnendur í nær- samfélögum okkar til næstu fjögurra ára og ef að líkum lætur fáum við lít- ið sem ekkert að segja um störf þeirra eða ákvarðanir fyrr en að þeim tíma liðnum. Þetta er lýð- ræðið í verki. Við, sem fram að lokum kjörfundar vorum hæstvirt og kær, eigum núna að lúskrast heim og láta kjörna fulltrúa í friði næstu árin. Á grundvelli atkvæða okkar á kjördag, taka menn og konur sig saman og mynda samræmdan meirihluta í stjórnum, ráðum og nefndum og verða á þann hátt ein- ráð um framvindu mála í sveitar- félagi okkar, þangað til við höfum öll elst um fjögur ár. Í einhverjum tilvikum hefur einn tiltekinn flokkur eða hreyfing fengið hreinan meirihluta atkvæða og því nokkurn veginn hægt að ráða í hvaða áhrif kosningaúrslitin munu hafa á viðkomandi sveitarfé- lag. Í öðrum tilvikum mynda tveir eða fleiri flokkar meirihluta sam- an á grundvelli samkomulags sem kjósendur hafa ekkert um að segja og geta því aðeins getið sér til um framhaldið. Það gefur auga leið að enda þótt fulltrúalýðræðið sé sjálfsagt skásta fyrirkomulag stjórnmála sem þekkist, er það engan veginn fullkomið. Oft er til að mynda haft á orði að fólk búi ætíð við þá stjórn sem það á skilið. Þetta er æði hæpin fullyrðing. Hún á til dæmis alls ekki við um þá sem kusu þá fulltrúa sem lenda í minnihluta. Hún á heldur ekki við um þá sem munu þurfa að búa við samsteypustjórn. Í rauninni má segja að í þessari vinsælu fullyrðingu felist einhvers konar dulin skilaboð um það að fólk eigi að hunskast til að kjósa bara einn fjarska vandaðan og framsýnan aðila til stjórna sínum málum og ef það klikki á því geti það bara sjálfu sér um kennt að vera ekki einhuga. Oft hefur verið bent á það, til dæmis í þessu blaði, að með þeirri nútímatækni í samskiptum sem við búum við, ætti að vera fremur einfalt að leita eftir virkari þátt- töku íbúa í ákvarðanatöku um ým- is hagsmunamál. Orð eins og íbúalýðræði hljóma oft og alltaf jafnfallega í þessu samhengi, en í reynd hefur lítið sem ekkert gerst í þessa veru enn sem komið er. Það ætti að vera sjálfsagt mál Hæstvirti kjósandi, láttu mig HUGSAÐ UPPHÁTT Sveinbjörn I. Baldvinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.