Morgunblaðið - 28.05.2006, Síða 37

Morgunblaðið - 28.05.2006, Síða 37
að íbúar fengju að tjá vilja sinn um mikilsverð mál sem til um- fjöllunar eru í bæjar- eða sveit- arstjórn á milli kosninga. Sem dæmi má taka yfirgripsmikil skipulagsmál, eins og veigamiklar breytingar á aðalskipulagi, eða gerð deiliskipulags fyrir stórt svæði. Þegar um slík mál er að ræða, ætti að kynna íbúum þá þætti sem til grundvallar liggja og fá þá til að greiða atkvæði um málið. Þetta myndi vissulega krefjast meiri vinnu af hálfu sveitarstjórn- armanna, sem þannig þyrftu að standa fyrir máli sínu gagnvart atvinnuveitendum sínum og ná- grönnum oftar en tvisvar til þrisvar á áratug. Fyrir þá all- mörgu bæjar- og sveitarstjórnar- fulltrúa sem virðast líta á vald sitt sem staðfestingu á eigin til- vist og tilgangi fremur en nokkuð annað yrði fækkun kosninga eins og hver önnur guðsblessun. Fyrir þá sem af heilum hug vilja starfa í þágu nágranna sinna og afkomenda þeirra og á þann hátt stuðla að betra samfélagi fyrir sig og sína, væri virkara og beinna lýðræði hins vegar kær- komið tækifæri til að skapa hug- sjónum sínum farveg og leita samhljóms með kjósendum sín- um. Þeim myndi smám saman fjölga á kostnað valdafíklanna okkur öllum til heilla. í friði MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 37 Skýrslan er samstarfsverkefni Alþjóðalánastofnunarinnar (IFC), utanríkisráðuneytisins, sjávarútvegsráðuneytisins og Útflutnings- ráðs og fjögurra íslenskra fyrirtækja. EUROFISH sá um úttekt á rússneskum sjávarútvegi og sjávarútvegsfyrirtækjum í Rússlandi, uppsetningu og ritun skýrslunnar. Skýrslan inniheldur viðamiklar upplýsingar um fiskiðnað í Rússlandi og getur lagt grunninn að uppbyggingu nýrra tækifæra. Dagskrá: 09.00 Opnunarávarp Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins 09.10 Skýrslan Fish industry in Russia kynnt Victor Hjort, Eurofish Jón Sigurðarson, Jarl 10.30 Kostir aðildar Íslands að EUROFISH Victor Hjort, Eurofish 10.45 Viðskiptasendinefnd til Rússlands Guðjón Svansson, Útflutningsráð 11.00 Lokaorð Jón B. Jónasson, ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðuneytisins Vinsamlega skráið þátttöku á netfangið berglind@mfa.is Utanríkisráðuneytið, sjávarútvegsráðuneytið og Útflutningsráð bjóða til kynningar á skýrslunni í utanríkisráðuneytinu, Rauðarárstíg 25, föstudaginn 2. júní, frá kl. 9.00 til 11.00 M IX A • fí t • 6 0 2 5 2 Fish industry in Russia SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐUTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Við leggjum þér lið Stórhöfða 25 • 110 Reykjavík • sími 569 3100 • www.eirberg.is Farðu allra þinna ferða og njóttu útiverunnar Rafskutludagar fyrir eldri borgara Rafskutlan er hönnuð með þarfir eldri borgara í huga. Njótið lífsins og farið allra ykkar ferða á auðveldan hátt allan ársins hring! • Snúningssæti • Mismunandi hraðastillingar • Nota má jafnt innan- sem utandyra • Einföld og örugg í notkun Sérfræðingar veita faglega ráðgjöf þriðjudaginn 30. maí Komið og reynsluakið Opið kl. 9:00-18:00 alla virka daga Til sölu jörðin Melur í Snæfellsbæ (Staðarsveit) Undirrituðum lögmönnum hefur verið falið að leita eftir tilboðum í jörðina Mel í Snæfellsbæ (Staðarsveit). Jörðin er um 600 hektarar að stærð og liggur að sjó og er strandlengjan um 4 km að lengd. Ræktað land er um 5 hektarar og er jörðin í eyði. Íbúðarhús er steinhús á tveimur hæðum og er um 121 m² byggt 1946-1948, fjós sambyggt viðbyggingu um 45 m² byggt 1965, hlaða sambyggð fjósi um 45 m².Tilboðum í jörðina skal skila á skrifstofum neðangreindra lög- manna fyrir 1. júní n.k. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Allar nánari upplýsingar veita undirritaðir. Sigurbjörn Magnússon hrl. Juris, lögmannstofa, s. 588 4400, sigurbjorn@jur.is Þórður Þórðarson hdl. Leges, lögmannstofa, s. 510 7750/gsm 697 5050, tt@leges.is Landhelgis- gæslumenn/ þorskastríðs- hetjur Nú eru liðin 30 ár frá lokum þorskastríðs- ins síðasta. Af því tilefni ætla gamlar þorskastríðshetjur og núverandi starfs- menn Landhelgisgæslunnar að hittast á Kaffi Reykjavík, fimmtudaginn 1. júní milli kl. 15:30 - 17:30 í beinu framhaldi af málstofu Hafréttar- stofnunar Íslands um þorskastríðin þrjú. Allir aðrir áhugasamir eru velkomnir. Starfsmannafélag Landhelgisgæslunnar.  LEIFUR Þór Leifsson varði dokt- orsritgerð sína í flugvélaverkfræði við Virginia Polytechnic Institute and State University í Virginíu, Bandaríkjunum, á síðasta ári. Rit- gerðin ber heitið „Multidisciplinary Design Optimization of Low-Noise Transport Aircraft“. Markmið rann- sóknarinnar var að kanna hvernig megi minnka eða lágmarka hljóð- mengun frá farþegaflugvélum með því að nota hönnun og bestun (e. multidisciplinary design optimiza- tion) á forhönnunarstigi flugvéla. Helstu hljóðmengunarvaldar far- þegaflugvéla eru þotuhreyflar, flug- vélaskrokkurinn (flugvélabolur, vængir, stélin, lendingarbúnaður, o.s.frv.), og samspil þotuhreyfla og skrokksins. Þrátt fyrir mun minni hljóðmengun frá þotuhreyflum síðan um 1960 er hljóð frá þotuhreyflum enn yfirgnæfandi við flugtak. Hins vegar er hljóðmengun flugvélar- skrokksins veruleg við aðflug og lendingu. Doktorsverkefnið skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn fjallar um áhrif nýstárlegs þotuhreyfilskerfis á af- köst, nýtni og þyngd farþegaflug- vélar af gerð fljúgandi vængs (e. Blended-Wing-Body). Þotuhreyfils- kerfið þar er töluvert hljóðlátara en hefðbundið kerfi og byggist á því að nota fleiri og smærri þotuhreyfla í staðinn fyrir færri og stærri þotuhreyfla, ásamt því að stýra hluta af streyminu út um afturbrún vængs- ins. Seinni hluti verkefnisins fjallar um lág- mörkun á hljóðmengun flugvéla- skrokks farþegaflugvéla í aðflugi. Helstu niðurstöður sýndu að hægt er að lágmarka, og jafnvel útrýma, hljóðmengun vegna vængbarða (e. flaps) án þess að hafa veruleg áhrif á nýtni og þyngd flugvélarinnar. Leifur Þór fæddist í Reykjavík 23. desember 1975. Leifur Þór er kvæntur Sigrúnu Jónsdóttur mat- væla- og viðskiptafræðingi og eiga þau tvær dætur. Leifur Þór lauk stúdentsprófi af eðlisfræðibraut frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 1995. Hann lauk C.Sc.-gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Há- skóla Íslands vorið 1999 og M.Sc. í vélaverkfræði vorið 2000. Að loknu námi við HÍ starfaði Leifur Þór í tvö ár hjá Hafmynd ehf. við hönnun og þróun á ómönnuðum kafbátum. Leifur Þór starfar nú sem flug- vélaverkfræðingur hjá Airbus í Bretlandi. Doktor í verkfræði FRÉTTIR Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.