Morgunblaðið - 28.05.2006, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.05.2006, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 51 MINNINGAR Fyrrum tengdafað- ir minn og kær vinur, Gissur Elías- son hljóðfærasmíðameistari, lést hinn 7. maí sl. Við andlát hans rifj- uðust upp minningar frá nærri fjögurra áratuga samleið sem aldr- ei bar skugga á. Er mér bæði ljúft og skylt að minnast hans með nokkrum orðum. Gissur var sonur sæmdar- hjónanna Elísar Bjarnasonar, sem síðast var yfirkennari við Miðbæj- arbarnaskólann, og Pálínu Elías- dóttur húsfreyju. Voru þau bæði af kunnum skaftfellskum ættum. Þau eignuðust fjögur börn og var Giss- ur þeirra nokkru yngstur. Fannst mér ávallt sem hann hefði notið mikils ástríkis og umhyggju for- eldra sinna og eldri systkina. Heimili þeirra hjóna, Pálínu og Elíasar, stóð í upphafi búskapar þeirra í Skaftafellssýslu og þar fæddust börn þeirra, en þau fluttu síðan til Reykjavíkur og stóð heim- GISSUR ELÍASSON ✝ Gissur Elíassonhljóðfærasmíða- meistari fæddist á Hunkubökkum í Kirkjubæjarhreppi í Vestur-Skaftafells- sýslu 12. september 1916. Hann andaðist á LSH í Fossvogi að morgni 7. maí síð- astliðins og var út- för hans gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 16. maí. ili þeirra þar lengst af á Laufásvegi 18. Þegar ég tengdist fjölskyldu Gissurar var hann með vinnu- aðstöðu í bakhúsi við hús foreldra sinna við Laufásveg og var svo alla tíð. Hús þetta var sannkallað fjöl- skylduhús. Foreldrar hans bjuggu á tveim- ur neðri hæðum þess en á efri hæðunum tveimur bjuggu syst- ir hans, Jónína, og maður hennar, en hún hélt alla tíð heimili með foreldrum sínum. Heimilisandinn í húsinu var alveg einstakur. Þar ríkti mikil reglu- semi og snyrtimennska og var heimilishald allt í föstum skorðum. Þess var líka örugglega þörf til þess að hægt væri að halda uppi þeirri fádæma risnu sem þar var haldið uppi. Í húsið lá nefnilega látlaus straumur fólks, ættingja, vina og kunningja, sem sótti í það hlýja viðmót sem það mætti hjá þessu góða fólki og allir sem þang- að komu urðu að þiggja veitingar. Einn góður vinur fjölskyldunnar orðaði það svo, að friður, fegurð og vinátta hefðu verið aðalsmerki á heimilinu og þaðan hefðu allir farið bjartsýnir og glaðir. Þessi orð eru lýsandi fyrir heimilisbraginn. Á þessu góða heimili ólst Gissur upp og mótaði það án efa persónu hans og viðmót allt, hann var glaðsinna, umtalsfrómur, víðsýnn og einstak- lega hjálpsamur. Gissur hélt ungur til náms í hljóðfærasmíði og dvaldi í nokkur ár við nám í Svíþjóð og Þýskalandi. Hefur utanlandsdvölin örugglega aukið honum enn frekar víðsýni en hann var alveg fordóma- laus maður. Gissur kvæntist Ragnheiði Magnúsdóttur og settu þau saman heimili á Mánabraut í Kópavogi. Húsnæðið var aldrei stórt, þótt það væri stækkað frá því sem upp- haflega var, en það virtist ekki skipta máli, því hjartarými var nóg á heimilinu. Þau Gissur og Ragn- heiður eignuðust sex börn, þannig að heimilið var mannmargt. Við bættust svo gjarnan ættingjar sem komu til lengri eða skemmri dval- ar. Þá var heimilið einnig mikið sótt af vinum barnanna, nágrönn- um og öðrum ættingjum og vinum, sem litu inn til skrafs og ráða- gerða. Má því nærri geta að oft var margt um manninn. Ég minn- ist samverustunda þar sem allt milli himins og jarðar var rætt og tekið til umfjöllunar. Voru skoð- anir þá oft jafn margar og skiptar og þátttakendur í umræðunum En skiptar skoðanir breyttu engu, þær gerðu umræðurnar bara skemmti- legri. Við sem sóttum heimilið heim mættum ekki aðeins hlýju viðmóti heimilisfólksins heldur fengum við einnig að kynnast hinni miklu gestrisni sem þar ríkti. Sjálfsagt þótti að allir þæðu mat og drykk og það virtist vera sama hve margir voru við eldhúsborðið, alltaf var sem af nógu væri að taka. Má nærri geta að allt þetta mikla heimilishald hefur reynt á fyrrum tengdamóður mína en þess varð aldrei vart, þvert á móti. Þau voru alveg einstaklega samhent í því fyrrum tengdaforeldrar mínir að taka vel á móti öllum þeim sem sóttu þau heim og láta þeim líða vel. Ég minnist ótal samveru- stunda á heimili þeirra með mikilli gleði og hlýju og veit, að svo er um marga aðra. En lífið og aðstæður breytast eins og gengur. Á síðari árum fækkaði samfundum okkar Giss- urar og oft varð langt á milli end- urfunda, en það virtist engu breyta. Þráðurinn var alltaf tekinn upp rétt eins og við hefðum hist daginn áður. Hann tók alltaf á móti mér með sömu ljúfmennsk- unni. Síðast þegar við hittumst fannst mér heilsu hans vera farið að hraka þó hann bæri sig vel. Ég notaði tækifærið og þakkaði hon- um þá miklu hlýju og góðvild sem hann hefði ávallt sýnt mér, að ógleymdri allri aðstoðinni sem hann hefði veitt gegnum árin. Hann gerði lítið úr því öllu, enda hógvær. Þegar við kvöddumst hafði ég á orði að nú yrði trúlega langt þar til að við hittumst að nýju. Hann sagði mér að hafa ekki áhyggjur af því, hann yrði þarna á sínum stað, eins og hann orðaði það, en hann hafði þá um alllangt skeið verið búsettur í gamla fjöl- skylduhúsinu á Laufásvegi 18. En það gekk ekki eftir því hann hefur nú kvatt okkur og húsið góða og haldið til fundar við ættmenni sín, þau sem á undan honum eru farin. Veri hann kært kvaddur. Áslaug Þórarinsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, HELGU HELGADÓTTUR, Laugarásvegi 57, Reykjavík. Garðar Sigfússon, Haraldur Erlendsson, Svanhildur Sigurðardóttir, Helgi Garðar Garðarsson, Lovísa Guðbrandsdóttir, Guðrún Garðarsdóttir, Einar Einarsson, María Anna Garðarsdóttir, Mads Holm og barnabörn. Hjartkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, RÓSA EIRÍKA INGIMUNDARDÓTTIR (THORSTEINSSON), Baltimore, Maryland, Bandaríkjunum, andaðist á Harbor Hospital laugardaginn 25. mars. Minningarathöfn og jarðarför fara fram í Bústaðakirkju mánudaginn 29. maí kl. 15.00. Veitingar verða bornar fram í sal Flugvirkjafélags Íslands í Borgartúni 22, kl. 17.00. Halldór Thorsteinsson, Guðmundur I. Thorsteinsson, Þorsteinn E. Halldórsson, Elsa E. Reed, Karen L. Thorsteinsson, William A. Reed og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengda- móður og ömmu, ÓLÍNU ÁSU ÞÓRÐARDÓTTUR frá Grund á Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Höfða fyrir góða umönnun. Sigurður Ólafsson, Ragnheiður Ólafsdóttir, Baldur Ólafsson, Þórður Helgi Ólafsson, Sonja Hansen, Ásmundur Ólafsson, Jónína Ingólfsdóttir, Gunnar Ólafsson, Ragnheiður Jónasdóttir, Ólafur Grétar Ólafsson, Dóra Guðmundsdóttir og ömmubörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GISSURAR ELÍASSONAR hljóðfærasmíðameistara, Laufásvegi 18, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki B7 LSH Fossvogi. Elías Ragnar Gissurarson, Vera Snæhólm, Þórdís Gissurardóttir, Sverrir Þórólfsson, Hákon Örn Gissurarson, Valdís Kristinsdóttir, Hjördís Gissurardóttir, Geir Gunnar Geirsson, Magnús Þórarinn Gissurarson, Anna Ágústa Hauksdóttir, Ásdís Gissurardóttir, Ragnar Th. Sigurðsson, afabörn og langafabörn. Bestu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför JÓNS HERMANNS PÁLSSONAR frá Hjallanesi, Landsveit. Elsa Dóróthea Pálsdóttir, Magnús Kjartansson, Jónína Salný Stefánsdóttir, Auðbjörg Fjóla Pálsdóttir, Oddur Ármann Pálsson, Gógó G. Engilbertsdóttir og aðrir aðstandendur. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auð- sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, SIGURÐAR GÍSLASONAR, Faxabraut 13, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á hjúkrunarheim- ilinu Hlévangi og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Guð blessi ykkur öll. Hallmann S. Sigurðarson, Aðalheiður H. Júlíusdóttir, Margrét R. Sigurðardóttir, Þorsteinn V. Konráðsson, Ráðhildur Á. Sigurðardóttir, Einar Magnús Sigurbjörnsson, Gísli Sigurðarson, Árný Dalrós Njálsdóttir, Sigurlaug Sigurðardóttir, Snæbjörn Kristjánsson, Sigurður Sigurðarson, Halldóra K. Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.      Elsku Sonja. Í dag hefðir þú orðið fimm- tug. En þar sem Guð einn ræður varst þú tekin frá okkur 2. maí sl. og er söknuðurinn sár. Við erum ekki búnar að meðtaka það að þú sért farin og að fá ekki að ferðast með þér og „púkast“ oftar, heyra ekki þín einstöku orðatiltæki, sem oft var hlegið mikið að, og eigum við eftir að grípa til þeirra á góðum stundum. Þú stefndir að því að fara utan um afmælið þitt, en eftir að þú greindist með sjúkdóminn í febrúar varstu ákveðin í að halda upp á afmælið þitt með þínum nán- ustu og bestu vinum í sumarbústað hjá mágkonu þinni. En eins og þú sagðir sjálf, „ef krabbinn verður ekki búinn að éta mig“. Þú varst dugleg, drífandi og tilbúin að hjálpa öllum og var það aldrei neitt mál. Stundum fannst þér hlutirnir ekki gerast nógu SONJA WERNER GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Sonja WernerGuðmundsdóttir fæddist á Langs- stöðum í Flóa 28. maí 1956. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þriðju- daginn 2. maí síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Sel- fosskirkju 11. maí. hratt og sumir hlutir áttu að ske í gær. Gunna sagði stund- um: „Slakaðu á, Sonja mín.“ Þá kom eitt gullkornið þitt sem þú sagðir svo oft. „Já, já, Hemmi minn, ég skal vera stillt.“ Þú tókst á við sjúk- dóminn með ótrúlegu æðruleysi og hetju- dáð. Textinn hér að neðan finnst okkur vinkonunum lýsa svo vel þinni trú á líf eftir dauðann. „Þó ég sé látinnn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta; ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins: Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.“ (Neistar frá sömu sól). Elsku Gummi, Gabriel, Inga og fjölskylda, við biðjum Guð að gefa ykkur styrk í sorginni. Takk fyrir allt, elsku Sonja. Þínar vinkonur, Guðrún og Jónína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.