Morgunblaðið - 28.05.2006, Side 59

Morgunblaðið - 28.05.2006, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 59 MENNING ÞESSI mynd mexíkanska myndlist- armannsins Fridu Kahlo er máluð með olíu á stál árið 1943 og ber heitið Rætur. Í síðustu viku seldist myndin hjá Sotheby’s-uppboðshúsinu í New York fyrir 5,6 milljónir dollara, eða rúmar 400 milljónir króna. Mun þetta vera hæsta verð sem fengist hefur fyrir myndlistarverk mex- íkansks listamanns, og raunar róm- ansk-amerísks listamanns yfirleitt. Metverð fyrir mexíkanskt verk AP 11.00 Sunnudagsmorgnar með Schumann, píanótónleikar í Ými. Flytjandi: Kristín Jónína Taylor. Þriðji hluti. 17.00 I Fagiolini – Monteverdi: Brennandi hjarta. Tónleikar í Ís- lensku óperunni 20.00 Danshátíð á Listahátíð – Trans Danse Europe. Magnolia frá Dada von Bzdülöw- leikhúsinu í Póllandi í Borgarleik- húsinu 21.00 Mugison og hljómsveit með tónleika í Austurbæ. Allar nánari upplýsingar um við- burði Listahátíðar má finna á www.listahatid.is. Sunnudagur 28. maí BIRGIR Andrésson myndlistar- maður fjallar um verk sín á sýningu sem nú stendur yfir á verkum hans í Listasafni Íslands í safninu í dag kl. 14. Gunnar J. Árnason listheimspek- ingur leiðir samtalið. Hinn þjóðlegi menningararfur er uppspretta margra verkanna á sýn- ingunni. Birgir veltir upp marg- víslegum spurningum sem varða sjálfsmynd þjóðar. Mörg verkanna endurspegla jafnframt áhuga lista- mannsins á sambandi orða og skynj- unar eða talmáls og myndmáls. Verkin á sýningunni spanna allan feril Birgis en á sýningunni eru um 50 verk. Almenn leiðsögn er jafnframt um sýningar safnsins í hádeginu á þriðjudögum og föstudögum kl. 12.10–12.40. Morgunblaðið/Jim Smart Birgir Andrésson Birgir fjallar um verk sín www.listasafn.is ÚT ER komin ein fyrsta rannsókn um málefni Afríku sem gerð hefur verið af Íslendingi. Bókin heitir Poverty Allevia- tion Policy in Uganda since 1986. States, Donors and NGO’s og er eftir Alan Sturlu Sverrisson. Rannsóknin er doktorsritgerð höfundarins í stjórn- málafræðum frá Caledonian háskóla í Glasgow. Hún fjallar um veigamikla þætti í þróunarhjálp vestrænna ríkja við Úganda, hvað hefur tekist vel við íhlutun auðugra þjóða í innanríkismál þar og hvaða hindranir hafa mætt þeim sem hafa viljað draga úr fátækt og stuðla að velferð og jöfnuði. Bókin er gefin út af Stormi, útgáfu- stofu, í minningu höfundarins Alans Sturlu Sverrissonar sem lést í um- ferðarslysi í Glasgow 3. ágúst árið 2000. Ritstjórn önnuðust Sverrir Tóm- asson og Susan Bury. Prentþjónusta var í höndum Háskólaútgáfunnar sem jafnframt sér um dreifingu hennar. Bókina hannaði Helga Gerður Magn- úsdóttir. Nýjar bækur Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Gottnám Farsæl leið til þróunar í starfi ogmeiri lífsgæða. Félagsvísindadeild Háskóla Íslands býður spennandi námskost: 15eininga diplómanám ámeistarastigi NÁMSGREINAR: Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngönguskilyrði er BA- próf eða sambærilegt próf. Diplómanám er metið inn í viðkomandi meistaranám fái nemendur inngöngu í það. Umsóknum skal skilað til Kolbrúnar Eggertsdóttur, deildarstjóra framhaldsnáms, skrifstofu félagsvísindadeildar, Odda við Sturlugötu, sími 525-4263, tölvupóstfang kolbegg@hi.is. Umsóknareyðublöð og allar upplýsingar eru á heimasíðu deildar: www. felags.hi.is iTilvalið nám með sta rf Umsóknarfrestur er til 6. júní Fötlunarfræði Opinber stjórnsýsla Kynjafræði Rannsóknaraðferðir félagsvísinda Þróunarfræði Afbrotafræði Alþjóðasamskipti Atvinnulífsfræði Áhættuhegðun og forvarnir Fræðslustarf og stjórnun Fjölmiðlafræði H O R N / H a u k u r / 2 3 8 3 a Lloret de Mar í júní frá kr. 39.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Heimsferðir bjóða einstakt tilboð á einn vinsælasta áfangastað Costa Brava strandar- innar við Barcelona, Lloret de Mar. Gott hótel með góðri aðstöðu, fallegum garði, sundlaug og veitingastöðum. Örstutt í golf og á ströndina. Öll herbergi með baði, sjónvarpi og síma. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • Akureyri sími 461 1099 • www.heimsferdir.is 5 nætur - allt innifalið Verð kr. 39.990 allt innifalið Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tvíbýli með allt innifalið á Hotel Sunrise í 5 nætur. 8. júní og 15. júní.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.