Morgunblaðið - 28.05.2006, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 28.05.2006, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 59 MENNING ÞESSI mynd mexíkanska myndlist- armannsins Fridu Kahlo er máluð með olíu á stál árið 1943 og ber heitið Rætur. Í síðustu viku seldist myndin hjá Sotheby’s-uppboðshúsinu í New York fyrir 5,6 milljónir dollara, eða rúmar 400 milljónir króna. Mun þetta vera hæsta verð sem fengist hefur fyrir myndlistarverk mex- íkansks listamanns, og raunar róm- ansk-amerísks listamanns yfirleitt. Metverð fyrir mexíkanskt verk AP 11.00 Sunnudagsmorgnar með Schumann, píanótónleikar í Ými. Flytjandi: Kristín Jónína Taylor. Þriðji hluti. 17.00 I Fagiolini – Monteverdi: Brennandi hjarta. Tónleikar í Ís- lensku óperunni 20.00 Danshátíð á Listahátíð – Trans Danse Europe. Magnolia frá Dada von Bzdülöw- leikhúsinu í Póllandi í Borgarleik- húsinu 21.00 Mugison og hljómsveit með tónleika í Austurbæ. Allar nánari upplýsingar um við- burði Listahátíðar má finna á www.listahatid.is. Sunnudagur 28. maí BIRGIR Andrésson myndlistar- maður fjallar um verk sín á sýningu sem nú stendur yfir á verkum hans í Listasafni Íslands í safninu í dag kl. 14. Gunnar J. Árnason listheimspek- ingur leiðir samtalið. Hinn þjóðlegi menningararfur er uppspretta margra verkanna á sýn- ingunni. Birgir veltir upp marg- víslegum spurningum sem varða sjálfsmynd þjóðar. Mörg verkanna endurspegla jafnframt áhuga lista- mannsins á sambandi orða og skynj- unar eða talmáls og myndmáls. Verkin á sýningunni spanna allan feril Birgis en á sýningunni eru um 50 verk. Almenn leiðsögn er jafnframt um sýningar safnsins í hádeginu á þriðjudögum og föstudögum kl. 12.10–12.40. Morgunblaðið/Jim Smart Birgir Andrésson Birgir fjallar um verk sín www.listasafn.is ÚT ER komin ein fyrsta rannsókn um málefni Afríku sem gerð hefur verið af Íslendingi. Bókin heitir Poverty Allevia- tion Policy in Uganda since 1986. States, Donors and NGO’s og er eftir Alan Sturlu Sverrisson. Rannsóknin er doktorsritgerð höfundarins í stjórn- málafræðum frá Caledonian háskóla í Glasgow. Hún fjallar um veigamikla þætti í þróunarhjálp vestrænna ríkja við Úganda, hvað hefur tekist vel við íhlutun auðugra þjóða í innanríkismál þar og hvaða hindranir hafa mætt þeim sem hafa viljað draga úr fátækt og stuðla að velferð og jöfnuði. Bókin er gefin út af Stormi, útgáfu- stofu, í minningu höfundarins Alans Sturlu Sverrissonar sem lést í um- ferðarslysi í Glasgow 3. ágúst árið 2000. Ritstjórn önnuðust Sverrir Tóm- asson og Susan Bury. Prentþjónusta var í höndum Háskólaútgáfunnar sem jafnframt sér um dreifingu hennar. Bókina hannaði Helga Gerður Magn- úsdóttir. Nýjar bækur Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Gottnám Farsæl leið til þróunar í starfi ogmeiri lífsgæða. Félagsvísindadeild Háskóla Íslands býður spennandi námskost: 15eininga diplómanám ámeistarastigi NÁMSGREINAR: Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngönguskilyrði er BA- próf eða sambærilegt próf. Diplómanám er metið inn í viðkomandi meistaranám fái nemendur inngöngu í það. Umsóknum skal skilað til Kolbrúnar Eggertsdóttur, deildarstjóra framhaldsnáms, skrifstofu félagsvísindadeildar, Odda við Sturlugötu, sími 525-4263, tölvupóstfang kolbegg@hi.is. Umsóknareyðublöð og allar upplýsingar eru á heimasíðu deildar: www. felags.hi.is iTilvalið nám með sta rf Umsóknarfrestur er til 6. júní Fötlunarfræði Opinber stjórnsýsla Kynjafræði Rannsóknaraðferðir félagsvísinda Þróunarfræði Afbrotafræði Alþjóðasamskipti Atvinnulífsfræði Áhættuhegðun og forvarnir Fræðslustarf og stjórnun Fjölmiðlafræði H O R N / H a u k u r / 2 3 8 3 a Lloret de Mar í júní frá kr. 39.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Heimsferðir bjóða einstakt tilboð á einn vinsælasta áfangastað Costa Brava strandar- innar við Barcelona, Lloret de Mar. Gott hótel með góðri aðstöðu, fallegum garði, sundlaug og veitingastöðum. Örstutt í golf og á ströndina. Öll herbergi með baði, sjónvarpi og síma. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • Akureyri sími 461 1099 • www.heimsferdir.is 5 nætur - allt innifalið Verð kr. 39.990 allt innifalið Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tvíbýli með allt innifalið á Hotel Sunrise í 5 nætur. 8. júní og 15. júní.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.