Morgunblaðið - 28.05.2006, Síða 64
Mikið var um dýrðir þegar feg-ursta kona heims, Unnur
Birna Vilhjálmsdóttir, krýndi arf-
taka sinn hér á landi á miðvikudags-
kvöldið. Keppnin, sem fór fram á
Broadway, gekk eins og í sögu eða
allt þar til að Unnur Birna steig á
rakablett sem myndast hafði á svið-
inu með þeim afleiðingum að fegurð-
ardísin féll fram fyrir sig og á hóp
annarra fegurðardísa sem þar stóðu.
Til allrar hamingju slasaði Unnur
Birna sig ekki illa en frá þessu öllu
segir hún á bloggsíðu sinni á Fólksvef
mbl.is.
„Já, já, þá er það staðfest! Ég er
orðin fatlafól! Komin með hægri
höndina í umbúðir og fatla en sem
betur fer var hún ekki brotin eða
brákuð. Hefði samt eiginlega átt að
reyna að lenda á vinstri hliðinni, ans-
ans klúður, það hefði verið mun hent-
ugra þar sem ég er rétthent.
En það er ekkert grín að detta
svona í háum hælum og síðkjól! Ekki
sjens að setja fæturna fyrir sig svo
maður fellur bara lóðréttur beint í
gólfið, eins og kannski margir sáu á
„vídeóinu“ sem kvöldfréttirnar í gær
sýndu alls fjórum sinnum! Greinilega
gúrkutíð í fréttum á Íslandi.
Annars er gaman að því, að ef við
byggjum við sama réttarkerfi og ríki í
Bandaríkjunum hefði ég orðið að
milljónamæringi frá og með mið-
vikudagskvöldinu og skaðabótunum
rignt yfir mig. En sú er auðvitað ekki
raunin og sit ég því eftir með sárt
ennið og fjóra marbletti sem dafna
vel, en þessi stærsti á mjöðminni er
orðinn dökkfjólublár og farinn að líkj-
ast ískyggilega mikið lögun Íslands.
Verður gaman að fylgjast með því
hvernig hann þróast!“
Fólk folk@mbl.is
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Unnur Birna krýndi arftaka sinn,
Sif Aradóttur, á miðvikudaginn.
64 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Yfirvöld í Rúmeníu af-
hentu arkitektinum Dom-
inic Habsburg kastalann
í dag, en móðir hans,
Ileana prinsessa, átti
kastalann síðust manna
áður en stjórnvöld komm-
únista gerðu kastalann
upptækan árið 1948.
Habsburg, sem bjó í
kastalanum sem barn, vill
ekki að kastalinn sé
tengdur við blóðsugur í
hugum manna og leggur
áherslu á að aðeins sé um skáldsögu
að ræða. Hann undirritaði hins veg-
ar þriggja ára samning við rúmensk
stjórnvöld um að kastalinn verði op-
inn almenningi næstu þrjú árin.
Flestir á svæðinu lifa af ferða-
mannaþjónustu, en 400.000 manns
heimsækja kastalann á ári hverju,
langflestir vegna tengsla hans við
greifann óhugnanlega.
Bran-kastali í hér-aðinu Transylvaníu
í Rúmeníu er nú aftur
kominn í hendur aðals-
fjölskyldunnar sem átti
kastalann fyrir valdatíð
kommúnista í landinu.
Kastalinn er helst þekkt-
ur fyrir það að vera
sögusvið bókarinnar um
Drakúla, greifann blóð-
þyrsta.
Kastalinn var byggður
sem virki á 14. öld til að verjast
árásum og stendur á kletti, um-
kringdur snævi þöktum fjöllum.
Prinsinn Vlad hélt til í kastalanum
eftir innrás sína í héraðið, en hann
var þekktur fyrir að stjaksetja óvini
sína. Miskunnarleysi hans varð írska
rithöfundinum Bram Stoker að inn-
blæstri og þekkja flestir söguna af
vampírunni Drakúla, sem bjó í kast-
ala sínum í Transylvaníu.
Reuters
THE DA VINCI CODE kl. 2 - 4 - 6 - 8 - og 10 B.I. 14 ÁRA
MI:3 kl. 4 - 6 - 8 og 10 B.I. 14 ÁRA
SHAGGY DOG kl. 3 - 6 og 8
SCARY MOVIE 4 kl. 3 B.I. 10 ÁRA
V FOR VENDETTA kl. 10 B.I. 16 ÁRA
eeee
VJV, Topp5.is
VERÐUR HANN HUND-
HEPPINN EÐA HVAÐ!
VINSÆLASTA MYND Í HEIMI!
eee
S.V. MBL.
eee
VJV - TOPP5.is
Leitið Sannleikans - Hverju Trúir Þú?
3 BÍÓ 400 KR. MIÐAVERÐ Á ALLAR MYNDIR KL. 3 UM HELGAR Í HÁSKÓLABÍÓI.Laugardag & Sunnudag
SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK
NÝ GAMANMYND FRÁ LEIKSTJÓRA „AMERCAN PIE“ & „ABOUT A BOY“
FRÁ FRAMLEIÐENDUM „BRIDGET JONE’S DIARY“ OG „LOVE ACTUALLY“
M
EÐ
HIN
UM
EINA SANNA HUGH GRANT
AMERICAN DREAMZ kl. 4 - 6 - 8 - 10
MI : 3 kl. 8 - 10:20 B.i. 14 ára
SHAGGY DOG kl. 4
SCARY MOVIE 4 kl. 6 B.i. 10 ára
X-MEN 3 kl. 3 - 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 12 ár
DA VINCI CODE kl. 8 - 10:45 B.i. 14 ár
SHAGGY DOG kl. 2 - 4 -6
400 KR MIÐAVERÐ Á ALLAR MHÁDEGISBÍÓ
eee
L.I.B.Topp5.is
ÞAKRENNUKERFI
á öll hús – allsstaðar
BLIKKÁS –
Smiðjuvegi 74
Sími 515 8700
Fréttir
í tölvupósti