Morgunblaðið - 28.05.2006, Síða 65

Morgunblaðið - 28.05.2006, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 65 Rokkið er í eðli sínu tónlistfyrir ungt fólk, breytingarog bylting er hreyfiaflgóðrar rokk- og popp- tónlistar, nokkuð sem menn þreytast yfirleitt á eftir því sem þeir verða ráðsettari, verða værukærir og gefn- ir fyrir öryggi og stöðugleika. Það er oft jafnan lítið púður í lagasmíðum margra eldri tónlistarmanna, lítið varið í að heyra þá syngja um það hvað þeir elska nú fjölskylduna heitt, hvað það sé erfitt að verða gamall og hve mikið þeir óttist dauðann. Sá dauði sem þeir þó virðast óttast mest er listræni dauðinn, að hafa ekkert að segja, ekkert nýtt fram að færa, að lifa sjálfa sig. Tommi og Jenni Ein óvæntasta plata síðast árs var Chaos and Creation in the Backyard með Paul McCartney, óvenju vel heppnuð sólóplata frá manni sem sendi frá sér fyrstu lögin fyrir fjöru- tíu árum – hann hafði svo sannarlega eitthvað til málanna að leggja. A Bigger Bang með Rolling Stones kom líka á óvart fyrir það hvað hún var vel heppnuð, enda lítið af viti komið frá þeirri annars ágætu sveit í áratugi. Ray Davies sendi líka frá sér fína plötu um daginn og greinilegt að gamlingjarnir eru (sumir) í fínu formi. Bætum við í þann hóp nýrri plötu Paul Simon, Surprise, sem kemur heldur en ekki á óvart. Paul Simon hóf eiginlega tónlist- arferilinn með Art Garfunkel, æsku- félaga sínum, því þeir tóku upp fyrstu lögin 1957 undir nafninu Tom & Jerry þegar Simon var aðeins sex- tán ára. Fyrsta smáskífan, Hey Schoolgirl, náði meira að segja nokkrum vinsældum og því hefur Simon verið lengur í sviðsljósinu en nokkur af þeim gamlingjum sem get- ið er í upphafi. Ekki verður hér rakin saga tvíeyk- isins Simon & Garfunkel sem leystist upp í illdeilum fyrir 35 árum, en þeg- ar hann loks losnaði við Garfunkel, fékk færi á að byrja upp á nýtt má segja að Paul Simon hafi loks tekið að blómstra. Þannig voru fyrstu sóló- skífurnar eftir að þeir slitu samvistir Paul Simon, There Goes Rhymin’ Simon og Still Crazy After All These Years, sem komu út 1972, 1973 og 1975, mun betri en það sem þeir fé- lagar höfðu gert saman. Þá kom reyndar smá niðursveifla, en hann sneri aftur með stæl 1983 með Hearts and Bones og svo kom millj- ónaplatan Graceland 1983, ein af mest seldu skífum sögunnar, en á henni kom vel í ljós hve Simon er til- raunafús, tilbúinn til að fara útaf lag- línusporinu þegar þörf krefur. Rýr eftirtekja Það síðasta sem heyrðist frá Sim- on var ekki upp á marga fiska, You’re the One, sem kom út fyrir sex árum, var óttalega dauf og þar á undan var söngleikurinn The Capeman sem frumsýndur var í New York 1997, en samnefnd plata kom út þá um haust- ið. Lítið lá því eftir Paul Simon á tí- unda áratug síðustu aldar – hann var sjö ár að semja tónlistina á Capeman og þrjú að semja tónlist á You’re the One og mál manna að hann væri út- brunninn, búinn að syngja sitt síð- asta. Það kemur því varla á óvart að menn bjuggust eiginlega ekki við neinu sérstöku þegar fréttist að Paul Simon væri með sólóplötu í smíðum þó menn hafi sperrt eyrun þegar í ljós kom að aðstoðarmaður hans við gerð plötunnar væri Brian Eno. Þeir hittust víst fyrst í matarboði fyrir þremur árum og náðu svo vel saman að Eno bauð Simon að heim- sækja sig í hljóðverið. Þangað mætti Simon síðan með prufuupptöku af einu lagi sem Eno vélaði um á staðn- um. Það þótti þeim hljóma svo vel að þeir ákváðu að gera plötu saman. Simon brá sér síðan til Englands nokkrum sinnum á næstu tveimur árum og þeir unnu saman fulla breið- skífu, Surprise. Eitt lag á plötunni var reyndar tilbúið áður en þeir tóku upp samstarf og gefur því ágæta hugmynd um hvert Simon hefði hugsanlega stefnt ef forsjónin hefði ekki leitt þá Eno saman. Ekki ætti samstarfið þó að koma á óvart. Eno hefur unnið með fjölda poppara og rokkara í gegnum árin og á sólóskífum hans má heyra sykrað popp í bland við tilraunamennskuna og Paul Simon hefur verið manna iðnastur við tilraunamennsku á sín- um sólóskífum, brugðið fyrir sig doo-wop, gospel, suður-afrískri tón- list og brasilískri. Það heyrist og á plötunni að þeir ná vel saman, fram- lag Eno smekklegt og skreytir vel lögin hans Simon sem eru vel samin eins og hans er von og vísa. Paul Simon snýr aftur Bandaríski tónlistarmaðurinn Paul Simon hefur verið lengi að í músík, gaf út fyrsta lagið fyrir tæpri hálfri öld. Þó starfsaldurinn sé orðinn langur er hann enn í fullu fjöri eins og sannast á hans nýjustu sólóskífu. Paul Simon hefur verið manna iðnastur við tilraunamennsku á sólóskífum sínum, brugðið fyrir sig doo-wop, gospel, suður-afrískri tónlist og brasilískri. Á nýju plötunni vinnur hann með Brian Eno. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI SÝND Í STAFRÆNNI ÚTGÁFU, MYND OG HLJÓÐ FRÁ J.J. ABRAMS, HÖFUNDI LOST OG ALIAS eeee VJV, Topp5.is eee JÞP blaðið S.U.S. XFM eee H.J. mbl AF MÖRGUM TALIN VERA BESTA MISSION IMPOSSIBLE MYNDIN TIL ÞESSA. X-MEN 3 kl. 1:30 - 3:45 - 6 - 8:15 - 10:30 B.I. 12 ára X-MEN 3 LÚXUS VIP kl. 1:30 - 3:45 - 6 - 8:15 - 10:30 AMERICAN DREAMZ kl. 1:30 - 3:45 - 6 - 8:15 - 10:30 SHAGGY DOG kl. 1:30 - 3:45 - 5:50 - 8 MI : 3 kl. 1:30 - 3:45 - 6 - 8:30 - 10:30 B.I. 14 ára FAILURE TO LAUNCH kl. 8:15 SCARY MOVIE 4 kl. 4 - 6 B.I. 10 ára FIREWALL kl. 10:30 B.I. 16 ára BAMBI 2 m/ísl. tali kl. 2 AMERICAN DREAMZ kl. 12 - 2:15 - 4:30 - 6:45 - 9 - 11:15 MI : 3 kl. 5:30 - 8 - 10:40 B.I. 14 ára SHAGGY DOG kl. 12 - 2:10 - 3:45 - 6 - 10:20 SCARY MOVIE 4 kl. 12 - 2 - 8:10 B.I. 10 ára VERÐUR HANN HUNDHEPPINN EÐA HVAÐ! HEIMSFRUMSÝNING LOKAUPPGJÖRIÐ Í HINUM STÓRKOSTLEGA X-MEN SAGNABÁLKI. NÚNA MUNU HINIR STÖKKBREYTTU BERJAST INNBYRÐIS SIGURVEGARINN RÆÐUR ÖRLÖGUM MANNKYNS. MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ? MAGNAÐUR SUMARSMELLUR SEM ENGINN MÁ MISSA AF! ra ra MYNDIR KL. 12 UM HELGAR Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.