Morgunblaðið - 26.09.2006, Page 4

Morgunblaðið - 26.09.2006, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ARKITEKTASTOFAN arkitekt- ur.is hefur kynnt nýstárlegar hug- myndir um stækkun Seltjarnarness þar sem gert er ráð fyrir um 3.500 til 4.000 manna byggð á landfyllingu út af Bakkagranda. Helga Benediktsdóttir, arkitekt og framkvæmdastjóri arkitektur.is, segir að hugmyndin hafi verið í vinnslu undanfarið ár eða síðan um- ræðan stóð um framkvæmdir á Hrólfsskálamel. Möguleikar til vaxt- ar á Nesinu væru afar takmarkaðir og almennt væru skiptar skoðanir um landfyllingu hjá bæjarbúum. „Eftir að hafa skoðað alla þætti komumst við að niðurstöðu um að möguleiki væri að setja landfyllingu að sunnanverðu,“ segir Helga. „Mik- ilvægt er að raska ekki friðlýsta svæðinu og Bakkafjörunni og því leggjum við til að landfyllingin verði gerð með síki milli fyllingar og landsins.“ Að sögn Helgu leitaði stofan eftir samstarfsaðila á þessum tímapunkti og hafði samband við Þorgils Óttar Mathiesen, framkvæmdastjóra Klasa. Honum hafi litist vel á hug- myndina og í kjölfarið hafi arkitekt- ur.is og Klasi ákveðið að vinna áfram að þróun hugmyndarinnar. Hún hafi verið kynnt formanni og varafor- manni skipulagsnefndar Seltjarn- arness og frekari kynning hjá bæj- arstjórn og skipulagsnefndinni sé framundan. Hugmyndir arkitektastofunnar arkitektur.is um landfyllingu á Seltjarnarnesi Ný byggð Samkvæmt arkitektur.is er gert ráð fyrir nýrri byggð á 40 ha landfyllingu út af Bakkagranda með síki milli lands og uppfyllingar. Nýja svæðið Gert er ráð fyrir 1.600 íbúðum á landfyllingunni. Horft til framtíðar á Nesinu „GÖNGUM með Ómari – þjóðarsátt fyrir komandi kynslóðir “ nefnist fjöldaganga með Ómari Ragnarssyni sem boðað hefur verið til í kvöld. Gengið verður frá Hlemmi, niður Laugaveginn að Austurvelli og verð- ur lagt af stað kl. 20. Í tilkynningu frá skipuleggjendum göngunnar er rifjað upp að Ómar hafi á blaðamannafundi á dögunum kynnt hugmyndir um nýjar leiðir sem feli í sér að hægt verði að afla raforku til að knýja álverið í Reyð- arfirði án þess að fórna þeim nátt- úruperlum sem færu undir fyrirhug- að Hálslón. „Ómar leggur til að fyllingu Háls- lóns verði frestað og Kárahnjúka- virkjun verði geymd ógangsett sem magnað minnismerki um hugrekki þjóðar sem leitaði sátta við kynslóðir framtíðarinnar og eigin samvisku,“ segir m.a. í tilkynningu aðstandenda og eru allir sem taka undir áskorun Ómars hvattir til að mæta og sýna vilja sinn í verki með göngunni. Boða fjöldagöngu með Ómari í kvöld „ÞRÁTT fyrir að ríkisstjórnar- flokkarnir séu alltaf að tala um að lækka matar- verðið hafa engar tillögur litið dags- ins ljós og það á að ræða fjárlaga- frumvarpið eftir helgi,“ segir Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar- innar, sem segir flokk sinn hafa haft forystu í málinu allt kjörtímabilið, fyrsta skýrslan um matvælaverð á Íslandi var m.a. unnin að frumkvæði flokksins. Ingibjörg segir tillögur Samfylk- ingarinnar ekki vera atlögu að land- búnaðinum. „Ég minnist þess hins vegar ekki úr hinni pólitísku um- ræðu að það hafi nokkurn tíma nokk- ur einstaklingur eða flokkur getað komið fram með tillögur um breyt- ingar á landbúnaðarkerfinu án þess að vera ásakaður um þetta. Það hef- ur leitt til þess að ekki hefur verið farið í nauðsynlegar breytingar og þolinmæði neytenda er á þrotum.“ Ingibjörg segist hlakka til að sjá tillögur ríkisstjórnarflokkanna um lækkun á matvöru. „En mér finnst það alveg ótrúlegur slóðaskapur að vera ekki búnir að koma með þær nú þegar, í ljósi þess að fjárlagafrum- varpið á að koma fram eftir helgi og ég geri ráð fyrir því að tillögurnar kosti eitthvað.“ Samfylk- ingin hefur haft forystu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Ótrúlegur slóðaskap- ur ríkisstjórnarinnar JÓHANN Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segist ekki sjá rök fyrir alhliða banni á veiðum með botnvörpu, eins og rætt hefur verið um á meðal sérfræðinga Sam- einuðu þjóðanna og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Hins vegar hafi Hafrannsóknastofnun stundað rannsóknir á áhrifum veiða með botnvörpu og muni gera það enn frekar í framtíðinni. Jóhann sagði að það þyrfti að tak- marka veiðar með botnvörpu þar sem veiðarfærið hefði augljóslega skaðleg áhrif, til að mynda þar sem botn væri harður og viðkvæmt líf- ríki á yfirborðinu. Stofnunin hefði lagt mikla áherslu á, og það væri forgangsverkefni nú, að kortleggja hafsbotninn í íslensku lögsögunni til þess að hægt væri að flokka haf- svæðin með tilliti til skynsamlegrar nýtingar og verndunar þeirra, þar á meðal að geta takmarkað veiðar- færanotkun þar sem það ætti við. Áhrifin rannsökuð Jóhann bætti því við að Hafrann- sóknastofnun hefði rannsakað áhrif af veiðum með botnvörpu á grunn- sævi þar sem botn væri mjúkur sem sýndu að hún hefði ekki skaðleg áhrif og að áhrif ölduróts væru meiri en tímabundin áhrif botnvörp- unnar sjálfrar. Hins vegar kynnu áhrifin að vera meira langvarandi á djúpsævi. „Þetta eru hlutir sem við viljum rannsaka og erum að rannsaka og teljum fulla ástæðu til að vera með ofarlega á blaði varðandi rannsóknir okkar í framtíðinni. Við sjáum hins vegar ekki nauðsyn alhliða banns við veiðum með botnvörpu. Almennt talað teljum við að botnvörpuveiðar séu ekki stundaðar þar sem lífríkinu stafi verulega hætta af þeim,“ sagði Jóhann enn fremur. Ekki rök fyrir al- hliða banni á veið- um með botnvörpu Í HNOTSKURN »Umhverfisverndarsinnarhalda því fram að botn- vörpuveiðar valdi miklum spjöllum á hafsbotninum. »Hálft prósent af heildar-aflanum í heiminum eru veidd með botnvörpu sam- kvæmt upplýsingum FAO. »Framkvæmdastjórn Evr-ópusambandsins telur erf- itt að framfylgja banni við botnvörpuveiðum. ÞING Sambands íslenskra sveitar- félaga verður haldið í þessari viku í Íþróttahöllinni á Akureyri en þetta þing er það tuttugasta í röðinni og er haldið undir yfirskriftinni Sterk og ábyrg sveitarfélög. Öll sveitarfélög landsins eiga full- trúa á þinginu og fer fjöldi þeirra eft- ir stærð sveitarfélagsins. Samtals eiga 154 þingfulltrúar atkvæðisrétt á þinginu, en þeir eru frá alls 79 sveitarfélögum. Þá eiga rétt til setu á þinginu án atkvæðisréttar for- menn og framkvæmdastjórar lands- hlutasamtaka sveitarfélaga. Lands- þingin eru haldin árlega, en á fyrsta þingi eftir sveitarstjórnarkosningar er formaður og stjórn sambandsins kjörin til næstu fjögurra ára. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambandsins, setur þingið á morgun, miðvikudag, klukkan 13 en að því loknu ávarpar Magnús Stef- ánsson félagsmálaráðherra þingfull- trúa. Einnig flytja erindi Anna Guð- rún Björnsdóttir, sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs sambands- ins, Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri á Ísafirði, og Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Umræðuhópar Í tilefni af þinginu hefur verið tek- in saman bók undir heitinu Sterk og ábyrg sveitarfélög, sem send hefur verið þingfulltrúum. Bókin verður rædd í fjórum umræðuhópum á þinginu, þar sem fjallað verður um einstaka kafla ritsins. Undir lok þingsins verður síðan gerð grein fyr- ir helstu niðurstöðum. Auk þessa verða tillögur að laga- breytingum til umræðu á þinginu og gerir megintillagan ráð fyrir því að bæjar- og sveitarstjórar, sem ekki eru kjörnir þingfulltrúar, eigi setu- rétt á landsþingum með málfrelsi og tillögurétti. Þing sveit- arfélaga á Akureyri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.