Morgunblaðið - 26.09.2006, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 26.09.2006, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR IÐJUÞJÁLFAR fara í íslenska grunnskóla í þessari viku og vigta þorra nemenda, með og án skóla- töskunnar. Tilefnið er alþjóðlegir skólatöskudagar en iðjuþjálfar víða um heim vilja vekja nemendur, for- eldra og samfélagið í heild til um- hugsunar um áhrif rangrar notk- unar töskunnar á líkamlega heilsu barna og ungmenna. Birna Guðrún Baldursdóttir, iðjuþjálfi í Glerárskóla á Akureyri, var á ferðinni þar í gær ásamt fleira starfsfólki þegar Morg- unblaðið kom í heimsókn. Þar á bæ eru krakkar í flestum bekkjum vigtaðir og a.m.k. einhver bekkur í hverjum árgangi. „Við athugum m.a. hvort tösk- urnar eru of þungar, hvort þær eru of stórar eða of litlar eða of síðar. Þá athugum við hvort þær eru með axlar- og mjaðmaról, sem er mjög æskilegt og stillum þær,“ sagði hún í samtali við Morgunblaðið. Ef skólatöskur eru of þungar, illa hannaðar eða ekki rétt notaðar geta þær valdið bakverkjum og eða öðrum stoðkerfisvanda. Árið 1996 gerði Guðrún Kristjánsdóttir hjúkr- unarfræðingur rannsókn hér á landi sem leiddi í ljós að 27% barna í 6. bekk grunnskóla finna fyrir höfuðverk og 17% af sama ald- urshóp finna fyrir bakverkjum vegna álags mánaðarlega. Í 10. bekk voru 32% nemenda sem fengu mánaðarlega höfuðverk og 30% bakverk. Af þessu má álykta, að sögn iðjuþjálfa, að of þungar skóla- töskur séu stór áhrifaþáttur á heilsu nemenda. Mikilvægt er að hafa í huga að skólataskan sé aldrei meira en sem nemur 15% af líkamsþyngd. Það þýðir að barn sem vegur 30 kíló á ekki að bera skólatösku sem vegur meira en 4,5 kíló. Birna Guðrún sagði iðjuþjálfa ráða krökkum frá því að nota hlið- artöskur sem virtust í tísku; það væri t.d. býsna þungt að vera með sjö kílóa þunga hliðartösku, eins og hún hefði mælt í gær. En þyngstu töskurnar sem hún vigtaði í gær í unglingadeildinni voru níu kíló. „Það gefur manni vísbendingar um að ekki sé allt eins og það á að vera þegar munar fjórum til fimm kíló- um á töskum hjá krökkum í sama bekk og með sömu stundaskrá.“ Hún segir mikilvægt að foreldrar fylgist með hvað krakkarnir eru með í skólatöskunni enda oft ým- islegt þar að finna sem ekki þarf að taka með alla daga. Iðjuþjálfar vigta nemendur í þessari viku í tilefni alþjóðlegra skólatöskudaga Þyngstu tösk- urnar í Gler- árskóla 9 kíló Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Í góðu lagi Patrik Már, nemandi í 5. bekk GÞB í Glerárskóla, var ánægður eftir að Birna Guðrún Baldursdóttir vigtaði hann með skólatöskuna. Hvað ertu þungur? Þorri íslenskra grunnskólabarna stígur væntanlega á vigtina hjá iðjuþjálfum skólanna í þessari viku, með og án skólatöskunnar. STÝRINEFND alþjóðavetnissam- starfsins, IPHE, mun funda á Hótel Nordica í dag og á morgun. Er þetta sjötti fundur stýrinefndarinnar en stofnað var til samstarfsins í Wash- ington í Bandaríkjunum seint á árinu 2003. IPHE er samstarfsvettvangur sex- tán aðildarríkja og í stýrinefndinni eiga af hálfu íslenskra stjórnvalda sæti iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið og utanríkisráðuneytið. Miðað er að því að efla alþjóðlegt samstarf og rannsóknir á sviði vetnis. Á fundinum munu aðildarríkin m.a. fjalla um helstu stefnumörkun samstarfsins en til umfjöllunar verða einnig aðgerðir til að greiða fyrir rannsóknum og þró- un vetnistækni og efnarafala. Frá stofnun IPHE hafa orðið miklar framfarir á sviði vetnisnýtingar og er svo komið að helstu bílaframleiðend- ur heims undirbúa fjöldaframleiðslu á vetnisbílum en þeir gætu í framtíðinni tekið við af farartækjum knúnum jarðefnaeldsneyti. Rætt um þróun í vetnistækni „ÉG VAR farþegi í bíl og sat með myndavélina í fanginu, sem betur fer,“ segir Jón Ingi Cæsarsson áhugaljósmyndari sem var á ferð um Mývatnssveit nýverið þegar hann sá undarlegan strók á himni. Jón Ingi var fljótur til og tók myndir sem hann setti á vefsetur sitt. Um- ræður hafa verið þar í gangi und- anfarna daga um hvað Jón hafi myndað. Jón Ingi náði tíu römmum af fyr- irbærinu og leið ein mínúta og tutt- ugu sekúndur frá fyrstu mynd til þeirrar síðustu. „Þetta sást vel með berum augum sem strik á himni en það er ekki fyrr en ég sá myndirnar á tölvunni að mig fór að gruna að þetta væri ekki flugvél,“ segir Jón Ingi sem sent hefur myndirnar til Veðurstofu Ís- lands og til félaga síns á vefsetrinu flickr.com sem ætlaði að koma þeim til starfsmanns NASA. Hann hefur hins vegar engin svör fengið ennþá. Myndirnar hafa vakið nokkra at- hygli á vefsetri Jóns Inga og verið skoðaðar yfir fimm þúsund sinnum á undanförnum dögum. Vissulega óvanalegur strókur Morgunblaðið hafði samband við Þorstein Sæmundsson stjörnufræð- ing og sendi honum eintak af mynd- unum. Þorsteinn segir að fyrirbærið fari of hægt og sé of nálægt jörðu til að vera loftsteinn. „Þetta er undir háskýjunum, þ.e. neðan við 10 km hæð,“ sagði Þorsteinn sem reiknaði helst með því að um flugvél væri að ræða. „En ef þetta er strókur úr flugvél er hann vissulega óvanaleg- ur.“ Vangaveltur um fyrirbæri á himni Í HNOTSKURN »Myndirnar voru teknar hinn 10. september sl. í Mývatnssveit, réttvið Skjólbrekku, kl. 19.30. »Jón Ingi vistaði þær inni á vefsetri sínu á flickr.com þar sem þærhafa vakið mikla athygli. Umræður á netinu um hvort náðst hafi myndir af loftsteini Ljósmynd/Jón Ingi Cæsarsson Fyrirbæri Ein af myndunum sem vakið hafa athygli á vefsetrinu flickr.com. Líklegt er talið að um flugvél sé að ræða en strókurinn er óvanalegur. JÓN Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utan- ríkisráðherra, er á leið til Lett- lands í boði utan- ríkisráðherra landsins til að taka þátt í sér- stökum hátíða- höldum og mál- þingi í tilefni af því að 15 ár eru liðin frá endurreisn sjálfstæðis Lettlands árið 1991 og inngöngu landsins í Sameinuðu þjóð- irnar. Jón Baldvin sagði í samtali við Morgunblaðið að hann yrði við opn- un sögusýningar og myndi flytja þar stutt ávarp. Síðan myndi hann einnig flytja erindi við háskólann þar sem hann myndi fjalla um getu smáþjóða til þess að sjá fótum sínum forráð í alþjóðlegu samstarfi. Jón Baldvin var utanríkisráðherra Íslands þegar baltnesku ríkin urðu sjálfstæð og reið Ísland á vaðið og varð fyrsta ríkið sem viðurkenndi formlega endurreist sjálfstæði þess- ara þriggja landa 25. ágúst 1991. Jón Baldvin sagði að fyrir þann tíma hefði Ísland einnig verið tals- maður málstaðar baltnesku ríkjanna á alþjóðlegum vettvangi, því ástand- ið í alþjóðamálum á þessum tíma hefði verið með þeim hætti að þeim hefði eiginlega verið meinað að láta skoðanir sínar í ljós víða í alþjóðleg- um samtökum. Jón Bald- vin til Lettlands Jón Baldvin Hannibalsson 15 ár liðin frá því þjóðin fékk sjálfstæði ABC-kort Þú sækir um ABC-kortið hjá Netbankanum á www.nb.is Hjálpaðu bágstöddum börnum og njóttu afsláttar í leiðinni Kaffitár hefur bæst í hóp öflugra samstarfsaðila ABC-kortsins og styrktaraðila ABC-barnahjálpar. Með kortinu færðu 10% afslátt á öllum kaffihúsum Kaffitárs og 1% af upphæðinni rennur beint til ABC-barnahjálpar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.