Morgunblaðið - 26.09.2006, Page 9

Morgunblaðið - 26.09.2006, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 9 FRÉTTIR Póstsendum Glæsileg undirföt Laugavegi 82, sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Stakir jakkar Stærðir 36-56 Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-15. Eddufelli 2, sími 557 1730 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Laugavegi 53, s. 552 1555 TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-16 Úrval af fallegum flauelsfatnaði www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Nýjar vörur daglega Stærðir 38-56 j l t r ir - Finnurðu ekki stærðina þína? Eiðistorgi 13, 2. hæð á torginu Sími 552 3970 Saumum buxur eftir pöntun Tilbúnar stærðir 38-50 eða sérpöntun Nýr opnunartími vegna breytinga: Opið mán.-fös. kl. 16-18. buxur.is haust Stóra Thailand Burma (Myanmar) 27. janúar 2-3 vikur Sjá nánari upplýsingar á heimsferdir.is eða hjá Heimsferðum í síma 595 1000 eða hjá Ferða- og bókaklúbbnum Heimskringlan í síma 893 3400 Einstök ferð fyrir áður óþekkt verð – Flest innifalið, íslensk fararstjórn, fá sæti í boði Eftir Andra Karl andri@mbl.is FORSTJÓRI Vinnueftirlitsins segir allt benda til þess að gáleysi sprengi- stjóra hafi valdið því að grjót og mold þyrlaðist yfir Vesturlandsveg eftir sprengingu á framkvæmda- svæði við Stekkjarbrekku á sunnu- dagsmorgun. Vinnueftirlitið mun fara yfir og taka saman skýrslu um atvikið. Í 36. grein reglugerðar um sprengiefni segir orðrétt: „Sprengi- stjóri skal sjá til þess að skotsvæði sé byrgt með sprengimottum eða öðru efni á fullnægjandi hátt, þannig að grjót kastist ekki frá sprengistað.“ Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins, segir afsakanir verktakans vart gildar. „Það verður skilyrðislaust að tryggja hverja ein- ustu sprengingu með yfirbreiðslum, þetta er alveg kristaltært. Það þýðir ekki að segja að komið hafi í ljós að klöppin hafi verið léleg. Það er alls kyns klöpp hér á Íslandi og óvissa í kringum berg. Það verður að tryggja skotsvæðið með byrgingu eða á ann- an hátt.“ Í Morgunblaðinu í gær kom fram í máli Þrastar Helgasonar, sem ók um Vesturlandsveg þegar moldarhnull- ungur lenti á framrúðu bifreiðarinn- ar, að hvergi hefði verið að finna merkingar um að verið væri að sprengja á svæðinu. Í 38. grein reglugerðar um sprengiefni segir m.a.: „Sprengistjóri skal fyrir skot gera ráðstafanir sem tryggja að eng- inn dveljist á eða ferðist um það svæði umhverfis sprengistað, þar sem ætla má að hætta skapist. Setja skal upp merkingar sem vara við hættu sé slíkt nauðsynlegt til að koma boðum til óviðkomandi.“ Ekki er ljóst hvort kært verður í málinu vegna gáleysis. Sprengistjórinn ábyrgur Morgunblaðið/Árni Sæberg Í HNOTSKURN »Vesturlandsvegi var ekkilokað þrátt fyrir spreng- ingu í námunda við veginn á sunnudagsmorgun. »Mold og grjót þyrlaðist yf-ir veginn og lenti hnull- ungur á framrúðu bifreiðar. »Vinnueftirlitið mun farayfir og taka saman skýrslu um atvikið. Ljóst er að sprengistjóri er ábyrgur fyrir sprengingunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.