Morgunblaðið - 26.09.2006, Side 10

Morgunblaðið - 26.09.2006, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SAMKOMULAG um að Landsbanki Íslands styrki Alþjóðamálastofnun og Rannsóknarsetur um smáríki við Háskóla Íslands til að halda ráð- stefnu á næsta ári var undirritað í gær. Ráðstefnan verður haldin 14. september 2007 og ber heitið: Upp- spretta auðæfa: Á hverju byggist útrás smáríkja? Á ráðstefnunni verður fjallað um hvernig smáríki í Evrópu hafa breyst úr fátækum kotríkjum yfir í auðug borgríki. Áhersla verður lögð á að útskýra hvernig smáríkj- um eins og Íslandi, Lúxemborg og Írlandi hefur tekist að safna auði og hefja útrás til stærri og voldugri ríkja. Sérstök áhersla verður lögð á stöðu Íslands og hvað hafi stuðlað að íslensku útrásinni. Alþjóðastofnunin og Rannsókn- arsetur um smáríki er rekið sem ein eining og er Silja Bára Ómars- dóttir forstöðumaður þeirra. Að sögn Silju er ætlunin að halda ráð- stefnu um stöðu Íslands í al- þjóðakerfinu á hverju ári og að ráð- stefnan sem samkomulag var gert um í gær verði sú fyrsta í röðinni. Silja segir að viðfangsefni ráð- stefnunnar; auðsöfnun og útrás smáríkja, sé fremur lítið rannsakað og því mikil þörf á að renna fleiri fræðilegum undirstöðum undir skilning manna á því. „Við vitum í raun lítið um ástæður þess að þetta er að gerast eða hvaðan þessi orka kemur sem gerir okkur svona rík.“ Ýmsar skýringar hafi verið gefnar á útrás og auðsöfnun smáríkja, t.a.m. haldi sumir því fram að vel- gengni Lúxemborgar sé til komin vegna þess að þar sé lítil áhersla lögð á innlent háskólanám en þess í stað sæki fólk sér menntun út fyrir landsteinana. Á Íslandi sé á hinn bóginn mikið rætt um að öflugt há- skólasamfélag hafi stutt við útrás- ina. „Þannig að ríki geta farið ólík- ar leiðir þó að útkoman sé sú sama,“ segir Silja. Ætlunin er að fyrirlesarar á ráð- stefnunni verði bæði úr fræða- og viðskiptaheiminum. Styrkir ráðstefnu um auðæfi smáríkja Smáríki Samningur um styrk Landsbanka Íslands til ráðstefnuhalds var undirritaður á skrifstofu rektors Háskóla Íslands. F.v. Baldur Þórhallsson, Kristín Ingólfsdóttir, Björgólfur Guðmundsson og Silja Bára Ómarsdóttir. Orsakir fyrir velgengni og útrás smáríkja lítið rannsakaðar Í HNOTSKURN » Styrkurinn frá Lands-bankanum nemur 2½ millj- ón sem er nánast jafn mikið og allt rekstrarfé Alþjóðamála- stofnunar og Rannsóknarset- ursins á þessu ári. » Ráðstefnan verður haldiní september á næsta ári. AÐ MATI Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) tapa verslanir á Ís- landi um þremur milljörðum króna á hverju ári vegna þjófnaða úr versl- unum. Samtökin telja að sérstaklega þurfi að taka á þjófnaði barna og unglinga og er bent á verkefni sem unnið hefur verið í samvinnu Smára- lindar og lögreglunnar í Kópavogi hafi gefið sérstaklega góða raun. Í tilkynningu SVÞ kemur fram að verslunareigendur þurfa að hækka vöruverð til að mæta kostnaði af þessum sökum. Það hafi áhrif á neysluverðsvísitölu sem valdi hækk- un á vísitölutryggðum lánum um 150 milljónir á ári. Allt þjóðfélagið tapi á þjófnuðum, ekki aðeins verslunin. Þá sé mikið álag á öryggisvörðum í verslunarkjörnum og verslunum vegna þjófnaða og mikill tími og fyr- irhöfn fari í meðferð mála, bæði hjá verslunum og einnig hjá lögreglu. Lítil aðstaða sé víða í verslunum til að bíða með þjófa þar til lögregla kemur á staðinn. Einn truflar, aðrir stela Fram kemur að öryggisverðir telja að þjófnaður hafi aukist mikið í krónum talið og þjófarnir vinni með skipulagðari hætti en áður. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri SVÞ, segir að algengara sé að þjófar vinni saman í þjófagengjum og hann hafi m.a. heyrt af því að einn haldi af- greiðslumanni uppteknum á meðan aðrir athafni sig annars staðar í verslunum. Í þessum gengjum sé fullorðið fólk sem steli verðmætum munum sem hægt er að koma í verð. Í tilkynningu SVÞ kemur fram að um 4% barna á aldrinum 15–19 ára séu kærð til lögreglu fyrir þjófnað, um 850 einstaklingar. Þá er tekið dæmi úr Kópavogi frá Kópavogi en árið 2004 hafði lögreglan í Kópavogi afskipti af 90 börnum á aldrinum 11– 14 ára sem voru staðin að þjófnaði í verslunarmiðstöðinni Smáralind. Þar af voru 35 börn 13 ára og yngri. Börnin komu víðsvegar af landinu, 27% þeirra úr Kópavogi. Dregur úr þjófnaði um 40% Vegna búðaþjófnaða í bænum var ákveðið að ráðast í forvarnaverkefni með aðkomu Smáralindar og lög- reglunnar í Kópavogi. Forvarna- fulltrúi lögreglunnar, Anna Elísabet Ólafsdóttir, hefur frætt grunnskóla- börn um þjófnaði og afleiðingar þeirra og gefnir hafa verið út tveir bæklingar, annar ætlaður nemend- um og hinn ætlaður foreldrum barna sem hafa verið staðin að þjófnaði. Í Smáralind hefur þjófnuðum fækkað um 40% og er þessu átaki þakkaður árangurinn, að því er segir í tilkynningu SVÞ. Til athugunar er að svipað átak verði annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Árlega stolið fyrir þrjá milljarða úr verslunum Mjög góður árangur af forvarnaverkefni í Kópavogi Morgunblaðið/Eggert Stórtækir Talið er að stolið sé úr verslunum fyrir 3 milljarða á ári. GYLFI Þorkels- son hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sam- fylkingarinnar í Suðurkjördæmi 4. nóvember nk. vegna alþingis- kosninganna næsta vor og stefnir á 4.–6. sæti á lista flokksins. Gylfi er 45 ára, frá Laugarvatni í Ánessýslu, framhaldsskólakennari á Selfossi og hefur kennt í grunn- og framhaldsskólum á Suðurlandi og Suðurnesjum frá 1983. Frá 2002 hef- ur Gylfi verið bæjarfulltrúi í Árborg og sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélagið, sem og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga. Í tilkynningu frá Gylfa segir að hann muni leggja sérstaka áherslu á menntunarmál, eflingu sveitar- stjórnarstigsins í stjórnkerfi lands- ins og bætt samskipti ríkis og sveit- arfélaga og umhverfismál. Stefnir á 4.–6. sæti Gylfi Þorkelsson KRISTJÁN Æg- ir Vilhjálmsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í þriðja sæti í próf- kjöri Samfylking- arinnar í Norð- austurkjördæmi fyrir komandi al- þingiskosningar. Hann segist telja að Samfylk- ingin þurfi að beina sjónum sínum enn frekar að ungu fólki enda hafi of lengi farið of lítið fyrir ungu fólki. Stjórnmálaflokkar hafi ekki verið nógu duglegir að treysta ungu fólki til ábyrgðar. Kristján Ægir er 19 ára nemi í við- skiptafræði við Verkmenntaskóla Akureyrar. Hann er gjaldkeri Ungra jafnaðarmanna á Akureyri en var áður formaður félagsins. Sækist eftir þriðja sæti Kristján Ægir Vilhjálmsson ANNA Sigríður Guðnadóttir, varaformaður Samfylkingarinn- ar í Mosfellsbæ, hefur ákveðið að taka þátt í próf- kjöri Samfylking- arinnar í Suðvest- urkjördæmi og stefnir að kjöri í 4.–5. sæti. Anna Sigríður er varabæjar- fulltrúi í Mosfellsbæ og fulltrúi í fræðslunefnd og heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis. Hún á sæti í flokks- stjórn Samfylkingarinnar og vara- stjórn kvennahreyfingar flokksins. Anna Sigríður er bókasafns- og upplýsingafræðingur að mennt og starfar sem aðstoðarforstöðumaður Bókasafns- og upplýsingamiðstöðv- ar Landspítala. Ragnheiður segir að síaukið mis- rétti og ójöfnuður kalli á öfluga sókn breiðfylkingar jafnaðarmanna. Stefnir á 4.–5. sæti Anna Sigríður Guðnadóttir RAGNHEIÐUR Hergeirsdóttir, framkvæmda- stjóri og bæjar- fulltrúi í Árborg, hefur ákveðið að sækjast eftir 2.–3. sæti á lista Sam- fylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir alþingis- kosningarnar. Ragnheiður hefur m.a. starfað við kennslu og námsráðgjöf í Fjöl- brautaskóla Suðurlands, við fé- lagsþjónustu sveitarfélaga, við Rétt- argeðdeildina að Sogni og að málefnum fatlaðra. Hún hefur átt sæti í stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og verið formaður stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga. Á næstu dögum opnar Ragnheiður nýja heimasíðu þar sem hún kynnir áherslumál, www.ragnheidur.is. Stefnir á 2.–3. sæti Ragnheiður Hergeirsdóttir www.or.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O RK 3 40 42 08 /2 00 6 Verið velkomin á Nesjavelli Orkuveita Reykjavíkur býður gestum og gangandi að heimsækja Nesjavelli, kynna sér orkuverið ásamt því hvernig staðið hefur verið að umhverfismálum og aðgengi fyrir ferðamenn og gesti á Nesjavöllum. Opið á Nesjavöllum í september og október: Mánudaga til laugardaga er opið frá kl. 9:00–17:00. LOKAÐ á sunnudögum. Hvað veistu um jarðvarmavirkjanir?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.